Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
í SKUGGA
RISANNA
Sinfóníuhljómsveit íslands efnir til tónleika í Langholts-
kirkju í kvöld í tengslum við Ung Nordisk Musik-
hátíðina sem stendur yfir í Reylgavík. Orri Páll Orm-
arsson hafði tal af ítalska tónskáldinu Luca Francesconi,
heiðursgesti hátíðarinnar, en hann á eitt verkanna
sem flutt verður á tónleikunum.
Morgunblaðið/Golli
LUCA Francesconi tónskáld gefur einleikaranum Arno Bornekamp góð ráð á
æfingu fyrir tónleika kvöldsins.
EGAR Ítalíu og tónlist ber á góma
í sömu andrá verður vafalaust
flestum hugsað til Verdis, Puccin-
is, Rossinis og annarra genginna
tónjöfra sveipaðra ljóma dýrðar og ódauð-
leika. í skugga þessara risa þrífst aftur á
móti blómleg tónmenning á okkar dögum,
þótt ítölsk yfírvöld neiti að horfast í augu
við það, að því er fram kemur í máli eins
af nútímatónskáldum ítala, Luca Francesc-
oni, sem staddur er hér á landi þessa dag-
ana.
„í huga ítalskra stjórnmálamanna er
menning eitthvað gamalt — eitthvað liðið,“
segir Francesconi. „Sköpun og nútími eru
hugtök sem eiga einfaldlega ekki samleið
að þeirra mati. Þetta er vitaskuld herfílegur
misskilningur - augljós þverstæða. Hafí
sköpunarhæfni einkennt ltali frá Michel-
angelo til Luciano Berios, hvers vegna í
ósköpunum ætti hann ekki að einkenna þá
í dag?“
Efnahagslegar forsendur
Sé þetta sjónarmið haft í huga þarf ekki
að koma á óvart að stuðningur við lista-
menn sé af skornum skammti á Ítalíu.
„Þannig er ástandið víðar,“ segir Francesc-
oni, „og að mínu mati verðum við að fara
að gera upp við okkur hvernig við ætlum
að bregðast við þessari þróun. í dag er öll
list metin út frá efnahagslegum forsendum,
það er hvort unnt sé að selja hana eður ei.
Fjárfrek liststarfsemi á heldur ekki upp á
pallborðið. Þannig hefur ein sinfóníuhljóm-
sveitin af annarri verið lögð niður á Italíu
upp á síðkastið, einkum þær sem útvarpið
hefur starfrækt, á sama tíma og ómerkilegt
afþreyingarefni tröllríður ljósvakamiðlun-
um. I framtíðinni gætum við því átt eftir
að standa frammi fyrir því að verja tilvist
sinfóníuhljómsveitarinnar - einnar merk-
ustu uppfinningar mannsins - af þeirri ein-
földu ástæðu að þetta kraftmikla og sveigj-
anlega fyrirbæri, sem gerir drauma að veru-
leika, er dýrt í rekstri.“
Og höfuðið söng ...
En þrátt fyrir mótlætið er enginn upp-
gjafartónn í Francesconi. „Hvað mitt fag
varðar er engin ástæða til að örvænta enda
eru þúsundir ungra manna og kvenna um
heim allan reiðubúnar að helga líf sitt tón-
smíðum. Þetta er svo sannarlega góðs viti
en fyrir þessu fólki er tónlistin ástríða -
köllun. Slíkt fólk verður aldrei beygt í duft-
ið - ekki frekar en listin sjálf sem oft hef-
ur verið líkt við höfuð Orfeifs, föður söngs-
ins, sem hélt áfram að syngja eftir að búið
var að höggva það af.“
Francesconi hefur víða drepið niður fæti
á ferli sínum sem tónlistarmaður. Líkir
hann lífí sínu við hringrás. „Ég hóf nám í
klassískum píanóleik fimm ára gamall að
undirlagi foreldra minna. Tíu eða ellefu ára
gömlum fór mér aftur á móti að leiðast
þófið enda fannst mér ég ekki vera í tónlist-
arskóla á eigin forsendum. Ég ákvað því
að snúa baki við klassískri tónlist."
Við tók rafmagnsorgelið - rokk og ról.
„Mér fannst ég verða að byija á byijuninni
og þreifa mig áfram. Það er mun vænlegri
kostur að byija í fyrsta þrepi stigans en
því síðasta. Næstu árin lék ég því rokktón-
list í samkvæmum og á skemmtistöðum
undir áhrifum frá Jimi nokkrum Hendrix.“
Smám saman opnuðust hins vegar nýjar
víddir fyrir tónlistarmanninum unga - nýir
heimar. „Ég tók út mikinn þroska á þessum
árum. Mál tónanna heillaði mig sífellt meira
og skref fyrir skref þokaðist ég nær klassík-
inni á nýjan leik. Sautján ára gamall innrit-
aðist ég aftur í tónlistarskóla.“
„Þetta var ekki mín tónlist"
Reyndar viðurkennir Francesconi að
hann hafi ekki stundað námið af heilum
hug fyrsta kastið enda hafði hann komist
í kynni við aðra tónlistarstefnu - djass.
„Djassinn vann hug minn og hjarta, sérstak-
lega Miles Davis, sem var, líkt og Hendrix
á sínum tíma, sífellt að nema nýjar lendur
í list sinni. Ég drakk því djassinn í mig og
gerðist atvinnudjassleikari með náminu.
Það var síðan á tónleikum með Herbie
Hancock í Róm, ætli ég hafí ekki verið tví-
tugur, að það kviknaði hjá mér ljós - þetta
var ekki mín tónlist. Ég efast ekki um að
ég hefði getað orðið góður djassisti. Á hinn
bóginn hefði ég aldrei orðið annað en eftir-
herma þar sem rætur djassins eru í Afríku
ekki á Ítalíu.“
Þar með hóf Francesconi leit að eigin
rótum. „Ég fann mig knúinn til að leita
fanga í menningu minnar þjóðar og þjóð-
anna í kring til að öðlast skilning í víðara
samhengi. Ef maður þekkir ekki sjálfan
sig, hvernig getur maður þá þekkt aðrar
manneskjur. Við mér blasti aftur á móti
þrítugur hamar - Bach, Verdi, Beethoven,
Puccini og óteljandi aðrir. Þarna var svo
sannarlega þröng á þingi - varð ég að
bijóta verk allra þessara manna til mergj-
ar?“
Ekki nauðsynlega. Tónleikar Hancocks í
Róm höfðu engu að síður gjörbreytt lífi
Francesconis sem allar götur síðan hefur
helgað sig klassískri tónlist og tónsmíðum.
„Ég lagðist í skræður, sótti tónleika og tók
námið föstum tökum og innan tíðar var ég
farinn að þróa hugmyndirnar sem ég hef
unnið með æ síðan.“
„Töfraafl“ samfélagsins
Segir Francesconi að í öndverðu hafi
draumurinn verið að þróa kraftmikið tón-
mál sem endurspeglaði lífið og tilveruna.
„Það er ekki hægt í djasstónlist og þaðan
af síður í popptónlist. Popp er bara afþrey-
ing. Ég geri meiri kröfur til minna tón-
smíða enda hefur tónlist alla tíð verið „töfra-
afl“ samfélagsins. í ýmsum samfélögum til
foma mun tónlistin til að mynda hafa stuðl-
að að hjónaböndum, læknað fólk og stýrt
veðri!“
Talandi um popptónlist er Francesconi
þess sinnis að hljóðmengun sé eitt mesta
mein samtímans. „95% af allri dægurtónlist
er rusl. Og þegar maður þarf að biðjast
vægðar fyrir þessu rusli svo til hvar sem
maður kemur, á knæpur, veitingastaði, í
verslanir og þar fram eftir götunum, er
vandamálið bersýnilega orðið viðvarandi.
Maður spyr sig hvaða tilgangi þessi tónlist
þjónar? Er hún til komin vegna þess að
fólk hræðist upp til hópa þögnina - í þögn-
inni getur það nefnilega heyrt í sjálfu sér?“
Verkið sem flutt verður á sinfóníutónleik-
unum í Langholtskirkju í kvöld, Trama fyr-
ir saxófón og hljómsveit, samdi Francesconi
fyrir um áratug. Lýsir hann því sem flók-
inni, kraftmikilli tónsmíð, sem sé tilraun til
að finna nýja leið til tjáskipta, án þess þó
að það bitni á tónmálinu eða „framburðin-
um“. „Til þess að ná þessu markmiði er
brýnt að krafturinn sé til staðar en hann
verður að koma að innan.“
Einleikari í verki Francesconis er hol-
lenski saxófónleikarinn Amo Bornekamp
en jafnframt verða flutt á tónleikunum
Earth, sinfónía eftir Úlfar Haraldsson, In
a Network of Lines eftir Eivind Buene,
Till-flykt eftir Per Mártensson og Seven
Minutes eftir Tommi Kárkkáinen en öll eru
þessi tónskáld þátttakendur í Ung Nordisk
Musik-hátíðinni. Hljómsveitarstjóri verður
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Terrason, steypa
og góður djass
PJASS
Hótcl Saga
LOK RÚREK’97
LOKATÓNLEIKAR RúRek
djasshátíðarinnar 1997 voru haldn-
ir í Súlnasal Hótel Sögu og var
það vel að hátíðin skyldi römmuð
inn með þeim einu atriðum er hús-
fyllir var á: Frumskógarsveit Dorg-
es og tríói Terrasons.
Jackie, sem er franskbandarísk-
ur, er í hópi eftirtektarverðari
djasspíanista af yngri kynslóðinni.
Efnisskrá hans samanstóð mest
af þekktum viðfangsefnum djass-
leikara og spannaði Brubeck jafnt
sem Monk. Þetta eru ópusar sem
hafa svo oft verið spilaðir að mað-
ur vill í eigingimi sinni heyra eitt-
hvað nýtt í hvert skipti sem þeir
eru leiknir á tónleikum. Jackie
hafði margt til málanna að leggja
en samt fannst mér oft vanta
herslumuninn, þennan sem mér
finnst Keith Jarrett sjaldnast
skorta. En það var gaman á tón-
leikunum og Ugonna Okegwo
bassaleikari, sem hér fór á kostum
með John Hendricks 1992, og Ali
Jackson tommari, voru traustir í
rýþmanum. Svo léku þeir félagar
hina skemmtilegustu ópusa eftir
Jackie og hafi stjórn RúRek þökk
fyrir tónleikana.
RúRek hátíðin hefur aldrei stað-
ið jafn lengi yfír en aldrei verið
jafn fáir tónleikar á hveijum degi.
Verst var þó að það líf og §ör sem
einkennt hefur miðborgina á hverri
hátíð var burtu. Jómfrúin, eitt veit-
ingahúsa, bauð uppá djass í mið-
bænum. Tónleika í eftirmiðdaga
og djassklúbb með spuna í tali og
tónum um miðnætti. Það voru dá-
lítið sérstakar samkomur og varla
hægt að kalla djassklúbb - heldur
var þetta ofvaxinn útvarpsþáttur
við undirleik bjórdælna. Eg kom
þar fyrsta og síðasta kvöldið og
hlustaði annars á útvarpsútsend-
ingar frá klúbbnum. Þarna var svo
sannarlega steypt um djass, en
hinn ágætasti hammondorganleik-
ur Þóris Baldurssonar og heim-
sóknir annara djassleikara björg-
uðu þó útsendingunum fyrir horn.
Fyrsta kvöldið voru útvarpsviðtölin
í hátölurum klúbbsins, en síðasta
kvöldið var búið að aftengja þá.
Vonandi var það gert á öðrum
degi djassglöðum gestum og þyrst-
um til yndisauka því þetta loka-
kvöld var skemmtilegt á köflum -
sérí lagi þegar trommari Terra-
sons, Ali Jackson, settist við píanó-
ið.,
Ýmislegt má gott um RúRek 97
segja og auk þess sem hefur verið
skrifað í þessum pistlum undan-
farnar vikur má geta um heimsókn
frá Lettlandi, djassmessu og bal-
lettinn Gagarín - síðasta hetjan.
Lettarnir fluttu afbragðsgott tón-
verk á línu fijálsdjassins eftir
forsprakkann Egils Straume, en
hefðbundinn djassleikur þeirra
fannst mér heldur klénn - var
ekki þeirra deild. Áratugir eru,
held ég, síðan ég hlýddi síðast á
heila útvarpsmessu. En við út-
varpsstækið var sest er séra Sigur-
jón Árni Eyjólfsson, Egill Ólafsson
og tríó Björns Thoroddsens fluttu
hina skemmtilegustu djassguð-
þjónustu á vegum RúRek í Árbæ-
jarkirkju. Loks er að geta Gagarín-
ballettsins. Hann var dálítið sund-
urlaus og langdreginn fyrir minn
smekk, en slagverksleikur Gúnther
„Baby“ Sommers hreint afbragð -
sérí lagi er hann svingaði a la
Krupa og Rich í kraftmiklum ein-
leiksköflum í síðara hluta verksins.
Að lokum þetta. Ýmislegt var
vel gert á RúRek 97, en ef hátíðin
á að ná fyrri lýðhylli held ég hún
verði að vera styttri og fleiri tón-
leikar kvöld hvert í miðborginni.
það voru helstu nýmæli Ólafs Þórð-
arsonar og Norrænu útvarpsdjass-
daganna 1990 að fá allskonar fólk
til að safnast saman í miðbænum
og heimsækja djassklúbbana og
hlusta - fólk sem hafði kannski
aldrei fyrr sest niður og hlustað á
djass.
Vernharður Linnet