Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
Vetrarstarf Styrktarfélags íslensku óperunnar hafið
Auður Bjarni Thor Finnur Guðrún María Jón Rúnar Sigríður
Gunnarsdóttir Kristinsson Bjarnason Finnbogadóttir Arason Aðalsteinsdóttir
Schubert-helgi með
Andreas Schmidt
STYRKTARFÉLAG íslensku óper-
unnar hefur vetrarstarf sitt með
því að fá til liðs við sig hinn kunna
barítonsöngvara Andreas Schmidt.
Efnt verður til Schubert-helgi í
Óperunni helgina 26.-28. septem-
ber þar sem Andreas syngur á
tónleikum og heldur Master Class
fyrir söngvara.
Tónleikarnir verða tvennir en á
þeim mun Andreas flytja tvo af
þekktustu ljóðaflokkum Schuberts.
Á laugardaginn mun Andreas
flytja Winterreise en á sunnudag-
inn Die Schöne Miillerin. Schmidt
er jafnvígur á óperu- og ljóðasöng.
Hann syngur reglulega í öllum
helstu óperuhúsum heims og eftir
hann liggja margar hljómplötur,
meðal annars útgefnar af Deutsche
Grammophon.
Master Class-námskeiðið verður
haldið í æfingasal Óperunnar í
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu
8-10. Með Andreasi á námskeiðinu
verður píanóleikarinn Helmut De-
utsch. Állir eru velkomnir að fylgj-
ast með námskeiðinu sem er tví-
skipt, frá kl. 10-13 og 14-16.
Sex ungir söngvarar
Styrktarfélag íslensku óperunn-
ar er hagsmunafélag sem stendur
straum af framkvæmdum við ís-
lensku óperuna, svo
sem af viðhaldi á hús-
næði hennar. Félagið
samanstendur af 56
styrktarfyrirtækjum
og í því eru um 1000
styrktarfélagar. Fé-
lagið gefur út Óperu-
blaðið. Það hefur einn-
ig gefið út mynd-
bandsspólur með upp-
tökum á uppsetning-
um Íslensku óperunn-
ar. Meginstarf þess
hefur hins vegar verið
að halda úti styrktar-
tónleikunum sem í ár
verða að minnsta kosti
þrennir.
Að sögn Soffíu Karlsdóttur hjá
íslensku óperunni hafa það einkum
verið einleikarar sem hafa troðið
upp á tónleikum Styrktarfélagsins
en í vetur verða það tveir söngvar-
ar sem koma fram á hveijum tón-
leikanna. Og allt verða þetta
söngvarar sem lítið eða ekkert
hafa komið fram hér á landi áður.
Eins og áður sagði ríður Andre-
as Schmidt á vaðið á laugardaginn
en næstu tónleikar verða 30.
nóvember. Þá koma Bjarni Thor
Kristinsson bassi og Sigríður Aðal-
steinsdóttir mezzósópran fram en
bæði eru þau búsett í
Austurríki og námu
þar söng.
Finnur Bjarnason
bariton og Guðrún
María Finnbogadóttir
sópran syngja 28.
febrúar. Bæði hafa
þau stundað söngnám
sitt í London við Guild-
hall School of Music
and Drama. Finnur
vakti athygli er hann
heillaði Elly Ameling
með söng sínum á
Master Class nám-
skeiði hennar hér á
landi í vor sem leið.
Guðrún María sigraði
TónVakakeppnina árið 1994.
Jón Rúnar Arason tenór og
Auður Gunnarsdóttir sópran halda
tónleika 25. apríl. Jón Rúnar, sem
hefur verið að syngja í Gautaborg,
vakti töluverða athygli fyrr í sum-
ar er hann söng þjóðsöngva íslands
og Noregs á knattspyrnulandsleik
þjóðanna á Laugardalsvelli en
hann hefur aldrei haldið tónleika
hér á landi áður. Auður hefur ver-
ið búsett í Stuttgart í Þýskalandi
undanfarin ár.
Allir tónleikarnir fara fram í
íslensku óperunni.
Andreas
Schmidt
Ung Nord-
isk Musik
1997
UMRÆÐUR ungu tónskáldanna
um verk sín verða i Tónlistarskóla
Reykjavíkur á morgun, föstudag
kl. 11-13. Kvikmyndin Tár úr
steini í enskri útgáfu verður sýnd
í Stjörnubíói kl. 14. Hjálmar H.
Ragnarsson talar um Jón Leifs á
undan sýningunni. Tónleikar verða
í Listasafni Islands kl. 20. Caput-
hópurinn flytur verk eftir Dagfinn
Rosness, Briefe von einer Reise;
Lotta Wennákoski, Three poems;
Klaus Ib Jorgensen, Temperature
og Björn Skjelbred, Head or gut?
Lokatónleikar verða í Hvera-
gerðiskirkju laugardaginn 27.
september kl. 14. Þar munu ýmsir
flytjendur leika verk eftir Egil
Gunnarsson, Martröð; Jörgen
Dafgárd, Ágnus Dei; Tebogo
Monnakgotla, Molnsteg; Jesper
Koch, Jabberwocky og Riika Tal-
vitie, Perspektiivejá.
Ég þakka öllum þeim sem samglöddust mér á 90
ára afmœlisdeginum, 13. september síðastliðinn,
og gerðu þennan dag svo eftirminnilegan með
heimsóknum, gjöfum, heillaskeytum og símtölum.
Guð geymi ykkur öll.
Gunnar Jónsson,
Langagerði 9,
Reykjavík.
Nýjung frá
Snyrtivöruverslunin Evíta
býður þig velkomna.
í dag og á morgun verða
kynntir „Secret de Rouge"
nýir og byltingarkenndir
varalitir frá CLARINS
----f A 11 s-
Ráðgjafi á staðnum.
Við hlökkum til að sjá þig.
►CLARINS
Ein milljon
frípunkta!
Við drögum
2. október úr hópi
þeirra sem hafa
notað Fríkortið í
Hagkaupi dagana
25. september til
1. október 1997.
20 viðskiptavimr
sem nota Fríkort fá
50.000 frípunkta
hver.
Fynr 50.000
frípunkta má t.d.
fara einu sinni til
útlanda, fljúga
þrísvar innanlands,
fara 14 sinnum i
leikhús eða 50
sinnum í bió.
Því oftar sem þu
notar Fríkortið þitt
þvi meirí likur eru á
að þú verðir meðal
hinna heppnu.
HAGKAUP
fyrlrfjolsknldutm