Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÆVILIKUR
ALDRAÐRA
ÆVILÍKUR yngra og miðaldra fólks hafa aukizt álíka
mikið hér á landi og í nágrannalöndum síðustu
áratugi. Jón Snædal, yfirlæknir og formaður Öldrunar-
ráðs Islands, segir í grein hér í blaðinu í fyrradag, að
öðru máli gegni um ævilíkur aldraðra. Þær hafi aukizt
verulega minna hér á landi á síðustu 15 árum en í Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð. Ævilíkur áttræðs fólks og eldra
hafi þannig aukizt um rúmt ár á þessu tímabili í viðmiðun-
arlöndunum en aðeins um einn mánuð hér á landi. For-
maður Öldrunarráðs varpar fram þeirri spurningu í til-
vitnaðri grein, hvort lakari kjör aldraðra hér en þar valdi
þessum mun, þar eð mikilvægt sé að fullorðið fólk geti
búið við fjárhagslegt öryggi.
Spurningin er ekki út í hött. Ástæður þess að meðal-
ævi íslendinga jókst mjög, einkum á síðara helmingi líð-
andi aldar, eru fyrst og fremst raktar til bætts efna-
hags, betri aðbúðar [húsnæðis, fæðis og vinnuaðstöðu]
og bættrar heilbrigðisþjónustu. í ljósi þessa er spurning
yfirlæknisins meir en íhugunarverð, þegar ævilíkur aldr-
aðra hér á landi vaxa aðeins um tólfta hluta þess sem
gerizt í nefndum grannríkjum okkar.
Landssamband eldri borgara og Öldrunarráð íslands
standa að ráðstefnu hér á landi í dag, þar sem erlendir
og innlendir hagfræðingar og sérfræðingar um öldrunar-
mál fjalla um uppbyggingu íslenzka lífeyriskerfisins og
með hvaða hætti eldri borgurum verði tryggð sem bezt
afkoma. Eðlilegt verður að telja að í framhaldi af ráð-
stefnunni og í ljósi upplýsinga, sem fram koma í grein
formanns Oldrunarráðs hér í blaðinu, verði efnt til
ábyrgrar rannsóknar á því, hvers vegna ævilíkur aldr-
aðra íslendinga hafi aukizt umtalsvert minna en aldr-
aðra Finna, Norðmanna og Svía. Það hefur verið efnt
til rannsókna af minna tilefni.
SKYLDA AÐ NOTA
REIÐHJÓLAHJÁLM
UM NÆSTU mánaðamót, 1. október, tekur gildi reglu-
gerð um skyldu barna og unglinga undir fimmtán
ára aldri að nota reiðhjólahjálm. Þetta er fagnaðarefni,
því löngu var orðið tímabært að gera notkun hlífðar-
hjálma að skyldu. Um það vitna tíð slys og meiðsl barna
og ungmenna og reyndar fullorðinna reiðhjólamanna
einnig. En það er ekki nægjanlegt, að settar séu reglu-
gerðir verði framkvæmd þeirra ekki fylgt eftir og ástæð-
unum fyrir setningu þeirra ekki komið til skila. Þess
vegna er það hlutverk foreldra að sjá til þess, að börn
þeirra noti öryggishjálm. Einnig er nauðsynlegt, að þeir
aðilar, sem fjalla um umferðaröryggi og slysavarnir, láti
til sín taka og fylgi reglugerðinni eftir með fræðslu og
leiðbeiningum.
Samkvæmt könnun, sem Kristinn R. Guðmundsson,
heilaskurðlæknir á Borgarspítala, gerði fyrir fáum árum
á höfuðáverkum barna, sem þangað komu, höfðu ríflega
50% þeirra slasast á reiðhjólum. Afleiðingar höfuðáverka
geta verið mjög alvarlegar og augljóst er, að notkun
hlífðarhjálma getur komið í veg fyrir þá eða minnkað
verulega. Þess vegna er það ekkert áhorfsmál, að nota
öryggishjálm við hjólreiðar, og í því sambandi má enn
minna á, að tveir piltar, tólf og fjórtán ára, slösuðust
alvarlega á reiðhjólum fyrir síðustu helgi og hvorugur
var með hlífðarhjálm. Þau hörmulegu tíðindi bárust sl.
sunnudag, að yngri drengurinn hefði látizt af meiðslum
sínum.
Kannanir sýna, að yngstu börnin eru viljugust til að
nota hjálma, en erfiðara sé að fá ungmenni á tánings-
aldri til þess. Nú verður það skylda til fimmtán ára ald-
urs. Ljóst er þó, að jafnt börn, ungmenni og fyllorðnir
þurfa að nota reiðhjólahjálma og líta verður á þá sem
öryggistæki fyrst og fremst. Mjög algengt er, að fullorðn-
ir, sem margir eru að sjálfsögðu foreldrar, noti ekki ör-
yggishjálma. Þeir eru því ekki sú fyrirmynd barna sinna
sem æskilegt er.
VSÓ-skýrslan er aðeins fyrsta skrefið í átt að endanlegri niðurstöðu um framtíðarskipan sjúkrahúsmála á suðvesturhorninu
Varast verður að
umræðan fari langt
fram úr efninu
Hin svokallaða VSÓ-skýrsla er aðeins byrjunin á löngu ferli í átt að
framtíðarskipan sjúkrahúsmála á suðvesturhominu. Svanbjöm Thor-
oddsen, hjá VSÓ-Ráðgjöf, segir í samtali við Önnu G. Ólafs-
dóttur að töluvert af gagnrýni á hugmyndir í skýrslunni eigi við um
nánari útfærslur síðar í ferlinu. Varast verði að umræðan fari
langt fram úr efninu eða týnist í smáatriðum.
SVANBJÖRN Thoroddsen, hjá VSÓ-Ráðgjöf, er verkefnisstjóri við skipulagsathugun sjúkrahús-
anna. Framtíðarsýn skýrslunnar gerir ráð fyrir að sex sjúkrahús í Reykjavík og næsta nágrenni
sameinist í eitt stórt háskólasjúkrahús.
UPPBYGGING VERKEFNIS
cH RATHUG
---,---
Núverandi staða
T
J
Greining lykiltalna I
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmjmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmM
Styrkleikar og veikleik a r |
I F r a m tTð a r s ý n |
1 ______r______
M a rkm i ð
o g s t e f n a
-
Akvörðun um
samstarfstorm
Skipulag og ferlari
--------T— -----—1
Aðstöðu- og mannafIaþörf I
------— ,— -------------J
Lausnir og f ramkvæmdamáti |
I
Kostnaður og fjármögnun |
-----------T-----------
Aðgerðaáætlun I
Á teikningunni má sjá hversu langt er í tand með að endanleg niður-
staða náist um framtíðarskipan sjúkrahúsmála á suðvesturhorninu.
SVANBJÖRN, sem er verk-
efnisstjóri við skipulagsat-
hugunina, byijaði á því að
rifja upp að vegna umfangs
verkefnisins hefði verið byrjað á því
að skipta því niður í nokkra hluta
og velja erlent ráðgjafafyrirtæki til
samstarfs. „Við völdum ráðgjafafyr-
irtækið Ernst & Young. Fyrirtækið
var valið vegna góðs árangurs við
verkefni af svipuðum toga á hinum
Norðurlöndunum. Með því var stuðl-
að að faglegum vinnubrögðum í öllu
ferlinu," sagði hann.
VSÓ og Ernst & Young hafa skil-
að af sér fyrsta hluta verkefnisins.
Fyrsti hlutinn felur í sér greiningu
á núverandi ástandi og tillögur um
framtíðarsýn. „Næstu skrefin felast
í því að útfæra framtíðarsýnina nán-
ar. Þar þarf að taka ákvarðanir um
samstarfsform sjúkrahúsanna, út-
færa skipulag og ferla, meta aðstöðu
og mannaflaþörf, leggja mat á
kostnað og leita leiða til fjármögn-
unar.“
- Hverju svarar þú gagnrýni á
tölulegan grunn skýrslunnar?
„Við styðjumst við tölur frá
stjórnendum sjúkrahúsanna. Töl-
urnar eru með ákveðnum þekktum
aðferðum notaðar til að reikna út
afköst. Markmiðið er að geta með
samanburði, á milli innlendra
sjúkrahúsa og samanburðarhæfra
sjúkrahúsa á Norðurlöndunum,
greint betur aðalatriðin. Að ljósara
verði hvar gengur vel og hvar skór-
inn kreppir og hægt er að gera bet-
ur. Okkar tölulegu upplýsingar eru
algjörlega fullnægjandi í ofan-
greindum tilgangi.
Þegar tölumar eru notaðar til að
bera íslensk sjúkrahús saman við
önnur norræn sjúkrahús kemur í ljós
að árangur íslensku sjúkrahúsanna
er almennt góður. Flestir taka undir
niðurstöðurnar og eru sammála um
að mælikvarðinn sé gagnlegur til
að leiða þessa staðreynd fram. Töl-
umar eru ekki síður gagnlegar til
að leggja mat á stærðargráðu þess
ávinnings sem við teljum raunhæft
að ná fram á grundvelli
framtíðarsýnar. Stór hluti
ávinningsins liggur í því
að draga úr tvöföldun, t.d.
varðandi innkaupa- og
birgðahald, apóteks- og
skrifstofurekstur, tæknimál o.s.frv.
Ekki er tekinn með í reikninginn
ávinningur til lengri tíma, t.d. vegna
úrbóta fyrir langlegusjúklinga.
Framtíðarsýnin gerir ráð fyrir að
langlegusjúklingar séu utan samein-
aðs háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt
er að hægt sé að veita aðra tiltekna
þjónustu utan kerfisins.“
Ávinningur 520 ársverk
Svanbjörn segir að ávinningurinn
sé metinn á grundvelli ársverka og
áætlaður samtals um 520 ársverk.
„Önnur sýn er að segja að ávinning-
urinn geti falið í sér aukna þjónustu
sem nemur þessum mælda ávinningi
eða fjölda ársverka. Það er skoðun
okkar ráðgjafanna að það verði ein-
mitt mikilvægt að nota ávinninginn
innan kerfisins til þess að bæta þjón-
ustu, stytta biðlista, rækta betur
háskólahlutverkið eða fjárfesta í
nýrri tækni og þekkingu," segir
hann og nefnir að enginn hafi lagt
til að 520 manns yrði sagt upp störf-
um.
- Hafið þið ekki orðið vör við
skekkjur í einstökum tölum og út-
reikningum?
„Fram hafa komið ábendingar um
að skekkjur séu í einstökum tölum
og hefur heilbrigðisráðuneytið óskað
eftir leiðréttingum á þeim frá
sjúkrahúsunum. Leiðréttingar á út-
reikningum verða að sjálfsögðu
gerðar í beinu framhaldi. Hins vegar
er alveg klárt að leiðréttingar, sem
okkur er kunnugt um, hafa hvorki
áhrif á heildarniðurstöðurnar né til-
lögur okkar um framtíðarsýn.“
Framtíðarsýn
- Hvernig fór vinnan við fyrsta
hlutann fram?
„Við greiningu á núverandi
ástandi er uppbygging starfsemi
sjúkrahúsanna ítarlega kortlögð.
Við fengum lykiltölur úr starfsem-
inni og notuðum í samanburðinum
til að greina aðalatriðin. Þann
grunn, ásamt viðtölum við 80 til 100
stjórnendur stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík og framkvæmdastjóra
smærri sjúkrahúsanna í nágrenni
Reykjavíkur, notuðum við til að
meta styrkleika og veikleika núver-
andi ástands.
Á grundvelli matsins, sem alltaf
hlýtur að ákveðnu marki að vera
huglægt, byggjum við svo tillögur
um framtíðarsýn. Framtíðarsýn er
heppilegasta leiðin til að standa vörð
um mikinn og mikilvægan styrkleika
og yfirvinna veikleikana. Þarna ligg-
ur tengingin á milli núverandi
ástands og framtíðarsýnarinnar.
Þessi nálgun er sú aðferðafræði
sem við hjá VSÓ-Ráðgjöf höfum
ávallt stuðst við í stefnu-
mótunarvinnu með fyrir-
tækjum og stofnunum.
Sömu aðferðafræði nota
samstarfsaðilarnir við í
stefnumótuninni og
reyndar allir aðrir á þessu sviði,“
sagði Svanbjörn. „Stefnumótun af
þessu tagi er alveg nauðsynleg í
öllum rekstri fyrirtækja og stofnana
og öll vel rekin fyrirtæki tileinka sér
slík vinnubrögð.“
Samtenging á þjónustu
- Hvert er meginmarkmiðið?
„í okkar huga er alveg ljóst að
sameining ein og sér skilar litlum
árangri. Lykilatriðið í okkar tillögum
er samtenging á þjónustu sjúkrahús-
anna. Að dregið verði úr óhag-
kvæmri tvöföldun. Þrátt fyrir gagn-
rýni á skýrsluna úr ýmsum áttum
virðast flestir sammála því að ná
megi árangri með auknu samstarfi,
samþættingu og skýrari verkaskipt-
ingu.
Framtíðarsýnin gengur út á að
byggð verði upp sjúkrahúsþjónusta
þar sem sjúklingurinn er í öndvegi.
Þjónusta verði byggð upp út frá
þörfum sjúklinga, t.d. verði tryggt
að sjúklingurinn fái rétta þjónustu
á réttum tíma svo tími hans fari
ekki til spillis, hann sé ávallt upp-
lýstur um gang meðferðar, árangur
o.s.frv. Við leggjum áherslu á að
við uppbygginguna verði hverju
klínísku sérsviði stýrt frá einum
stað. Með því verði dregið úr tvöföld-
un og margföldun þjónustunnar eins
og oft er raunin í dag.
Skýrsluhöfundar telja að tvær
leiðir séu að ákjósanlegri framtíðar-
sýn. „Önnur leiðin og sú sem við
teljum vænlegri til árangurs er að
færa starfsemi sjúkrahúsanna undir
eina yfirstjórn sem fyrst. Sú yfir-
stjóm vinni að því að útfæra og
innleiða framtíðarsýnina. Hin leiðin
er að sjúkrahúsin starfi áfram sem
sjálfstæðar einingar en vinni að því
að samþætta þjónustuna og skipta
skýrar með sér verkum eftir fyrir-
mælum sameiginlegrar stýrinefnd-
ar.“
Takmarkað val sjúklinga
- Ófáir hafa nefnt að óheppilegt
væri að útiloka samkeppni á milli
sjúkrahúsa með einu sameinuðu
sjúkrahúsi.
„Þegar litið er til þeirrar niður-
stöðu að gæði þjónustunnar eru
mikil og afköst víða góð er freist-
andi að draga þá ályktun að árang-
urinn megi að hluta til rekja til sam-
keppni á milli stóru sjúkrahúsanna
tveggja. Slíkar ályktanir geta hins
vegar verið varhugaverðar því að
raunverulegt val sjúklinga á sjúkra-
húsi er mjög takmarkað. Yfírleitt
hefur sjúklingurinn ekki nægjanleg-
ar upplýsingar til að taka jafn mikil-
væga ákvörðun. Ef um er að ræða
bráðatilfelli ræður sjúklingurinn
engu um hvert hann er fluttur held-
ur ræðst ákvörðunarstaðurinn af því
hvort sjúkrahúsanna er með bráða-
vakt þann daginn en sjúkrahúsin
skipta að jafnaði með sér bráðavakt
annan hvern dag. Þegar sjúklingur-
inn þarf að koma inn aftur fer hann
yfirleitt inn á sama sjúkrahús. Hins
vegar hafa sjúklingarnir í mörgum
tilfellum tækifæri til að velja þegar
um er að ræða fyrirfram skipulagð-
ar aðgerðir. Þá er hann að velja sér
sérfræðing fremur en sjúkrahús.
Þess vegna er erfitt að réttlæta sam-
keppni á milli tveggja sjúkrahúsa
út frá þessu sjónarmiði.
Önnur rök um mikilvægi sam-
keppni snúast um að samkeppni við-
haldi nauðsynlegu aðhaldi. Þannig
geti samkeppni t.d. tryggt að ef ein-
hver deild á öðru sjúkrahúsinu
standi sig illa muni sambærileg deild
á hinu sjúkrahúsinu bjóða upp á
betri þjónustu og veita með því að-
hald. Þarna erum við hins vegar
fremur komin að áherslu á rétta
stjórnun og hvata til stjórnenda en
samkeppni. Við teljum að hægt sé
að byggja upp stjórnunarlega og
fjárhagslega hvata til stjórnenda og
starfsmanna til þess að tryggja fag-
legan metnað og gæði þjónustunnar
- og það kallar ekki á tvöfalt og
dýrara kerfí. Réttir stjómunarlegir
og fjárhagslegir hvatar og saman-
burður, annars vegar á milli deilda
innanlands og hins vegar á milli
sambærilegra deilda hér og erlendis,
geti verið nægileg til tryggja fagleg-
an metnað og þar með gæði þjón-
ustunnar," segir Svanbjörn og bætir
við að nú séu sum sérsvið aðeins á
öðru sjúkrahúsinu. Engum dytti í
hug að segja að þau sérsvið væru
öll slæm af því að þau væm ein-
göngu á einu sjúkrahúsi.
Mikill faglegur metnaður
Svanbjörn minnir á að mikilvægur
styrkleiki felist í því hversu faglegur
metnaður sé mikill innan sjúkrahús-
anna. „Læknar og hjúkranarfræð-
ingar sækja yfirleitt sína sérmennt-
un til útlanda og koma hingað frá
mörgum löndum með nýjustu tækni
og þekkingu í meðferð sjúkdóma.
Sú staðreynd er lykilatriði í miklum
gæðum þjónustunnar hér á landi.
Fá lönd búa við þennan kost,“ segir
hann og leggur áherslu á að fjár-
hagslegir og stjórnunarlegir hvatar
þurfi að tryggja að hæfustu starfs-
mennimir veljist til stjómunar-
starfa."
- Er heppilegt að aðeins sé slysa-
og bráðaþjónusta í annarri sjúkra-
húsbyggingunni?
„Framtíðarsýnin byggist á því að
æskilegt sé að í framtíðinni verði
slysa- og bráðamóttaka á einum
stað enda verði um eitt sjúkrahús
að ræða þar sem teymi sérfræðinga
starfar þótt í tveimur byggingum
sé. En nánari útfærsla á þessu verð-
ur eitt af mikilvægustu
viðfangsefnunum á næstu
stigum verkefnisins."
- Sú rödd heyrist að
eðlilegt sé að byggja sér-
staklega undir sameinað
sjúkrahús.
„Okkar framtíðarsýn byggist á
því að ná árangri innan núverandi
ramma, þ.e. í sjúkrahúsbyggingun-
um tveimur. Aðeins era um tveir
kílómetrar á milli bygginganna og
ekki er útilokað að sjá fyrir sér að
jafnumfangsmikil starfsemi, sem
þarna er og verður, fari fram í tveim-
ur byggingum. Hins vegar þarf nán-
ari útfærsla á síðari stigum verkefn-
isins að leiða í ljós með hvaða hætti
þessar byggingar verði best nýttar,
hvaða starfsemi á að vera hvar og
hvaða breytingar þarf að gera á
byggingum o.s.frv. Jafnframt verð-
ur að meta hvaða fjárfestingar eru
hagkvæmastar í framtíðinni. Fram-
tíðarfjárfestingar þurfa að taka mið
af sameiginlegri framtíðarsýn þann-
ig að ekki verði um að ræða tvöföld-
un í fjárfestingum."
- Nýtist reynslan af sameiningu
Borgarspítala og Landakots við
sameiningu stóru sjúkrahúsanna?
„Þegar kemur að útfærslunni er
ekki spurning að hægt verður að
draga mikinn lærdóm af sameiningu
Borgarspítala og Landakots. Áður
en hafist var handa vom gerðar
áætlanir um sameininguna. Eftir á
að hyggja virðast ýmsir telja að það
hafí ekki verið gert nægilega ítar-
lega og nákvæmlega. í þessari vinnu
sem við emm að tala um hér á að
fara að kafa mjög djúpt í hvern ein-
asta þátt.“
Starfsmenn með í ráðum
Svanbjörn sagði afar mikilvægt
að starfsmenn yrðu hafðir með í
ráðum og fengju upplýsingar um
ferlið jafnóðum. „Við erum að tala
um að breytingin snerti á fjórða
þúsund starfsmenn og svo auðvitað
sjúklingana. Þjónustan er auðvitað
fyrst og fremst fyrir sjúklingana og
sjúklingamir greiða fyrir þjónustuna
með skattpeningum sínum og eiga
heimtingu á því að hún sé sem allra
best og fjármunirnir nýttir á sem
hagkvæmastan hátt. Rekstrarkostn-
aður allra sex sjúkrahúsanna er á
bilinu 14 til 15 milljarðar á ári.“
Svanbjörn leggur áherslu á að
starfsumhverfi sjúkrahúsanna sé
sérstakt. „Stöðugt eru gerðar kröfur
til meiri og betri þjónustu, tækninni
fleygir fram og kröfur aukast sífellt
um fjárfestingar í þekkingu og bún-
aði. Á sama tíma er fjárhagur
sjúkrahúsanna að þrengjast ár frá
ári. Ef við ætlum að tryggja áfram
jafngóða heilbrigðisþjónustu og
hingað til, er þörf á gagngerum
breytingum. Styrkja þarf sjúkrahús-
in til þess að þau geti staðist kröf-
urnar við þessar aðstæður og það
teljum við best tryggt með því að
byggja hér upp eitt öflugt
háskólasjúkrahús sem
hefur kraft og burði til
þess að geta í framtíðinni
boðið það besta sem völ
er á.“
Svanbjörn segir að ekki hafi verið
teknar ákvarðanir um framhald
verkefnisins. „Aðstandendurnir,
heilbrigðisráðuneytið, fj árm ál aráðu-
neytið og borgarstjórinn í Reykjavík,
hafa ekki tekið ákvörðun um fram-
haldið. Við teljum mjög mikilvægt
að geta hafist handa við að reyna
að útfæra framtíðarsýnina og draga
inn í þá vinnu lykilfólk úr hópi
stjórnenda og starfsmanna sjúkra-
húsanna. Hvað tekur langan tíma
að fara í gegnum ferlið fer eftir því
hvernig það er keyrt. Það tekur hins
vegar aldrei skemmri tíma en hálft
til heilt ár.“
Val sjúklinga
á sjúkrahúsi
takmarkað
Mikill fagleg-
ur metnaður á
sjúkrahúsum
Málþing um aukna umferðarfræðslu í skólum
Oru gg leið
í skólann
og forvarnir
MÁLÞING á vegum Umferð-
arráðs um hvemig auka
megi og efla umferðar-
fræðslu í skólum var hald-
ið sl. þriðjudag. Meðal fyrirlesara var
Torgeir Tande, fræðsiustjóri Trygg
Trafíkk í Noregi, sem eru systursamtök
Umferðarráðs. Einnig fluttu m.a. erindi
Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, Þröstur Hjör-
leifsson, varðstjóri í Kópavogi, og Helga
Hannesdóttir barnageðlæknir.
Trygg Trafíkk er tengiliður milli
opinberra aðila og fijálsra félaga í
Noregi og innan vébanda þess eru 19
fylkisfulltrúar og 58 svaeðisfulltrúar.
Torgeir Tande segir að sérstöku átaki
hafí verið hrundið af stað í Noregi á
vegum samtakanna til að kanna þær
leiðir sem skólaböm þurfa að fara á
leið sinni í skólann. Tilgangurinn með
>essari rannsóknarvinnu sé að geta
krafíð hið opinbera um úrbæt-
ur þar sem þeirra er þörf. 6
ára börn eru í fyrsta sinn að
hefla skólanám í Noregi á
iessu haust og hafa samtökin
áhyggjur af_ velferð þeirra í
umferðinni. Á síðasta ári slös-
uðust 1.500 böm á aldrinum
0-16 ára í umferðinni í Nor-
egi, sem er um 15% af öllum
slysum á bömum í landinu.
40% þessara bama létust í
slysunum.
Tande segir að engar reglu-
gerðir séu sérstaklega sniðnar
að umferð við skóla en vonir
standi til að norsk stjómvöld
setji reglugerðir í þá veru sem
taki gildi næsta vor. í fram-
haldi af rannsókninni verði
m.a. lagðar fram tillögur um
hámarkshraða á götum við
skóla, uppsetningu hraða-
hindrana og fleira í þeim dúr.
„Við teljum mjög mikilvægt
að tekið verði tillit til staðla
okkar í væntanlegri reglugerð
og sömuleiðis er mikilvægt að
vita hvað sé örugg leið í skól-
ann. Án staðla á þessu sviði
gæti menn greint á um hvað
teldist örugg leið eftir lands-
hlutum. Örugg leið í skólann
fyrir böm í fyrsta bekk gmnn-
skóla telst t.d. vera vistgata
að því tilskildu að leyfður há-
markshraði þar sé ekki hærri
en 30 km á klst. Við götur þar sem
leyfður hámarkshraði er 50 km á klst.
gemm við kröfu um að sé gangstétt,"
segir Tande.
Einelti og jafn réttur
Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfírlög-
regluþjónn í Reykjavík, greindi frá
fræðsluverkefninu ÞOR, Þú og raun-
veruleikinn, fyrir 10 til 16 ára gömul
grunnskólaböm sem lögreglan fór af
stað með í fyrra.
„Við útbjuggum námsefnið með hlið-
sjón af svipuðum verkefnum í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð. Lögreglan vinnur
námsefnið með börnunum og undirbýr
þau undir lífið og þau lög og reglur
sem gilda í landinu. Við fórum líka inn
á einelti og reynum að vekja börnin til
umhugsunar um það að allir eigi sama
rétt. Við fjöllum líka um áhrifagimi
og að það eigi ekki að láta aðra segja
sér að bijóta lög, stela, reykja og
drekka. Bamið á að geta sagt nei ef
það vill ekki taka þátt í slíku. Við erum
því að taka undir það sem flestallir
foreldrar segja við bömin sín en það
virðist oft eins og það þurfí þriðja aðil-
ann til að auka áhrifamáttinn," sagði
Geir Jón.
Frelsi eða vanræksla
Helga Hannesdóttir, bama- og ungl-
ingageðlæknir, sagði að samkvæmt
rannsóknarniðurstöðum virtist heimilið
vera algengasti slysastaður bama og
umhverfið utan heimilisins hjá eldri
bömum. Hún sagði ábyrgð foreldra
ekki síst fólgna í því að þeir átti sig á
þvi hvenær barnið hefur sjálft þroska
til að sjá og skilja aðsteðjandi hættur.
„íslendingum hefur verið tíðrætt um
það að böm hafí mikið frelsi til athafna
og það er eins og frelsið hafí breyst í
vanrækslu í allt of mörgum tilvikum
þegar slys hafa átt sér stað. Umburðar-
lyndi foreldra er einnig hættulegt og
getur leitt til slysa ef það er viðvar-
andi,“ sagði Helga.
Unglingar virþjaðir
Þröstur Hjörleifsson, varðstjóri í
Kópavogi, hefur starfað að umferð-
arfræðslu í Kópavogi í 18 ár. Hann
kvaðst hafa sérstakan áhuga á að
virkja unglinga til þess að taka þátt í
forvamastarfí með það að markmiði
að auka virðingu þeirra og annarra
nemenda fyrir umhverfí sínu og al-
mennum reglum. Þröstur hefur lagt
fram tvær tillögur í þessu augnamiði
á skólanefndarfundi í Kópavogi og
kynnti hann hana í öllum skólum í
Kópavogi.
Fyrri tillagan felur í sér að 10. bekkj-
ar nemendur taki að sér hlutverk gang-
brautarvarða í um það bil hálfa klukku-
stund að morgni hvers skóladags við
fjölfomustu gangbraut við skólann.
Þeim er ekki ætlað að hafa afskipti
af umferð heldur eiga þeir með viðvem
sinni að vera eins og lifandi aðvöranar-
merki á gangstéttinni við gangbrautina
til aðstoðar þeim yngri sem era að
koma í skólann í fyrsta sinn. Tækju
allir nemendur í 10. bekk þátt í gang-
brautarvörslunni yrði viðvera hvers og
eins varla meiri en í eitt skipti annan
hvern mánuð. Tryggingafélag sæi síð-
an um kaup á hlífðarfatnaði gangbraut-
ai-varða og nauðsynlegum útbúnaði
þeirra auk þess að leggja fram sem
ákveðinn hvata umsamda fjárhæð í
ferðasjóð 10. bekkja nemenda í lok
skólaársins.
Seinni tillagan felur í sér að nemend-
ur í 10. bekkjum láti sig varða um-
gengni barna og ungmenna með það
að markmiði að hamla gegn hvers kon-
ar skemmdarverkum. Þeir haldi sjálfir
fund í skólanum um málefnið eða heim-
sæki aðrar bekkjardeildir. Þeir reyni
þannig að bæta umgengni barna ogC
ungmenna, efli auk þess skilning þeirra
og virðingu fyrir eigin umhverfí og
stuðli þannig að viðhorfsbreytingu
þeirra sem stundað hafa rúðubrot eða
önnur skemmdarverk. Tryggingafélag
leggi síðan umsamda fjárhæð í ferða-
sjóð 10. bekkjar nemenda í lok skóla-
ársins sem þakklætisvott fyrir störf að
forvörnum.
Geir Jón Þórisson Þröstur Hjörleifs-
aðstoðaryfirlög- son, varðstjóri í
regluþjónn. Kópavogi.
Helga Hannesdótt- Torgeir Tande,
ir, barna- og ungl- fræðslusljóri
ingageðlæknir. Trygg Trafikk.
|*#ÍÍÍ