Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 34

Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Umræða um loftslagsbreytingar ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐA á ís- landi er á margan hátt sérstæð í samanburði við það sem sést í fjöl- miðlum grannþjóða. Enda þótt máls sé hafið á málefnalegum grundvelli er hér á landi óðar brugðist við af þeim sem eru ann- arrar skoðunar með persónulegum skætingi, útúrsnúningi, ýkjum eða dylgjum eða að andstæðingnum eru gerðar upp skoðanir - nema allt sé. Úr verður þref og þras og um- ræðuefnið týnist smám saman. Orsakir þess að umræður hér eru með öðrum hætti en með siðuðum grannþjóðum eru eflaust margar, en ein þeirra er sú að blöð hér rit- stýra aðsendu efni í mun minni mæli en tíðkast hjá þeim. Færa má rök fyrir því að í því felist meira lýðræði. En lýðræðinu fylgir ábyrgð. Eigi þessi lausari ritstýring ekki að leiða til lakari umræðu verða þeir sem senda efni í blöðin að aga sjálfa sig, ástunda sjálfs- gagnrýni, vera sínir eigin ritskoð- endur, halda sig við málefnin og forðast skæting. Greinaskrif um * koltvísýringslosun ' Vrð undirritaðir skrifuðum grein í Margunblaðið hinn 6. júlí sl. um i Gæðahirslur á besta verði. Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta. JbíOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 \ Cjjz/k/vi I 1 f BVSTIKISTUIi f ^MnriUHmiiiniiminiim i\V 234 Itr. 2 körfur 39.990 stgr. 348 Itr. 3 körfur 45.990 stgr. 462 Itr. 4 körfur 53.990 stgr. 576 Itr. 5 körfur 68.380 stgr. Góóir greiósluskilmálar. Iliirel VISA og EURO raógreiðslur án útb. I ---- -o II r,j?0nix HÁTÚN (>A - SÍMI 552 442» Þorkell Jakob Helgason Björnsson afmarkaða þætti mik- ils efnis sem getur skipt sköpum um framhald mannlífs á jörðunni: Losun gróðurhúsaloftteg- unda út i andrúmsloft- ið. Greinin fjallaði ann- ars vegar um losun koltvísýrings frá ál- vinnslu og það hvernig álvinnsla hérlendis ylli minni losun en þar sem rafmagns til vinnsl- unnar væri aflað með eldsneytisbruna og hins vegar um vissan samanburð þessa við aðra atvinnugrein, ferðamennsku, sem að sumra dómi er valkostur fram yfír stóriðju. Hinn 12. ágúst sl. ríða þeir Hilm- ar J. Malmquist og Jóhann Bogason fram á ritvöll Morgunblaðsins með svargrein undir heitinu: „Óbeislaðir orkumálastjórar“. Þessi fyrirsögn gefur strax tóninn um það að grein- in sé í hefðbundnum íslenskum skætingsstíl og því miður reynist það að verulegu leyti rétt þegar grein þeirra er tesin í heild. Það væri að æra óstöðugan að eltast við allt sem þeir félagar halda fram í grein sinni. Aðeirts skal því and- mælt að við förum rangt með stað- reyndir og reiknum ekki rétt. Ann- ars vegar segja þeir okkur stinga öðrum gróðurhúsalofttegundum en koltvísýringi undir stól. Fyrst er því til að svara að samkvæmt fyrir- sögn greinar okkar var henni fyrst og fremst ætlað að fjalla um koltví- sýringslosun, en hins vegar er það rangt að annarra gróðurhúsaloft- tegunda vegna álvinnslu hafi ekki verið getið: I þriðja dálki frá vinstri, ofarlega í grein okkar hinn 6. júlí var þess getið að árið 1996 hafi losun frá álverinu í Straumsvík á þessum efnum (flúorkolefni) numið 6,1 tonni sem jafngildi 41 þúsund tonnum af koltvísýringi. Þá er sagt að útreikningar séu að öðru leyti „kolrangir" og virðist þá vísað til mismunandi mats okk- ar á þeirri koltvísýringslosun sem verður við flutning á aðföngum og afurðum álvinnslunnar. Við teljum losun af þessum sökum hafa numið 57 þús. tonnum árið 1996 vegna álversins í Straumsvík en gagnrýnendur okkar fá út 177 þús. tonn. Forsendur útreikninga þeirra eru - samkvæmt þeirra eig- in orðum - þær að sjóflutningarn- ir valdi losun á 158 kg pr. áltonn. Nú var framleiðslan hjá ísal þetta ár rúm 103 þús. tonn. Bvernig margfeldi þessara talna gefur 177 þús. tonn af koltvísýringi verða þeir að skýra út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum? Losun gróðurhúsalofttegunda kann að vera alvarlegasta umhverf- isvandamálið sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Verstu spár í þeim efnum eru, að því er ísland varðar, þær, að Golf- straumurinn kynni að skipta um stefnu og skilja landið eftir úti í kuldanum. Vonandi eru það hrak- spár en varúðarsjónarmiðið verður að gilda í þessum efnum. Vandinn er hnattrænn en ekki hefur enn verið tekið á honum sem slíkum. Og í samræmi við það hefur losun sem verður í alþjóðasamgöngum Málefnaleg umræða er til þess að finna lausnir, málamiðlanir og sættir. Að því viljum við stuðla, segja Þorkell Helga- son og Jakob Björns- son, og treysta því að gagnrýnendur þeirra séu sama sinnis. verið haldið utan skuldbindinga þar eð enginn hefur viljað kannast við að bera ábyrgð á henni. Þannig er losun vegna millilandaflugs stungið undir stól - og reyndar líka vegna sjóflutnings á áli. M.a. af þessum sökum verður umræðan um vand- ann einatt einhliða. Ef við meinum það alvarlega að við viljum bægja frá þeirri hættu sem kann að steðja að öllu mannkyni, ættum við að hafa jafnmiklar áhyggjur af losun koltvísýrings í millilandasam- göngum okkar og álvinnslu, enda er um álíka lostm að ræða. Alheimslausn vandans kallar bæði á það að ekkert sé undanskil- ið og að Iosunin sé minnkuð með altækum aðgerðum. Aðeins þær aðgerðir skipta máli sem draga úr losun heimsins í heild á koltvísýr- ingi um leið og úr henni dregur í ákveðnu landi en ekki hinar sem draga úr losun í tilteknu landi með því að flytja hana í annað land. Þegar við Islendingar hættum að heita má að hita híbýli okkar með olíu dró úr losun á koltvísýringi sem því svaraði á íslandi og í heiminum í heild um leið. En með því að hafna hér álveri, meðan ekki dregur úr álnotkun i heiminum, erum við ein- ungis að ýta þeirri losun sem slíku fylgir annað og hugsanlega um leið að allt að því tífalda hana. Hlutverk kennara í þróunaraðstoð VIÐ ÞEKKJUM öl! einkenni frétta frá þriðja heiminum. Þær snúast aðallega um hungursneyð, stríð, dauða og náttúru- hamfarir. Þótt myndin sem við fáum sé brota- kennd og að mörgu leyti villandi situr hún föst í huga okkar. Við spyijum okkur hvort þarna verði nokkru breytt? Á meðan við leitum svara keppum við að enn meiri neyslu og bilið milli ríkra og fátækra breikkar stöð- ugt. Lært af mistökunum Ein leið til að jafna metin er öflugt þróunarsamstarf. Þá er fólki veitt aðstoð á þeirra eigin forsend- um til þess að takast á við aðstæð- ur sínar. Eða eins og sagt hefur verið: „Gefi einh 'er mér físk fæ ég í matinn í einn dag. Kenni einhver mér að veiða svelt ég ekki fram- ar.“ Sumir hafa haft efasemdir um gagnsemi þróunarhjálpar og kannski með réttu, því hægt er að benda á mörg dæmi þar sem hún hefur mistekist. Mistökin hafa oft tengst ólíkri menningu hjálparlandsins og þess lands sem þiggur aðstoð. Við megum samt ekki láta mistök- in koma í veg fyrir að reynt verði að hjálpa bágstöddu fólki. Menn hafa lært margt af reynslunni og mistök- um hefur farið fækk- andi. Afkoma jarðarbúa er okkar mál Við kennarar erum í lykilaðstöðu til þess að stuðla að hnattrænni hugsun nemenda okkar. Sýnum þeim að menntunarskortur, fátækt, mannréttindabrot og kúgun kvenna eru ekki náttúrulögmál heldur að stórum hluta mannanna verk. Rétt- lætiskennd nemenda er sterk. Spurningar vakna um misskiptingu auðlinda og úrbætur. Við slíkar aðstæður verður kennarinn, sem ábyrgur uppalandi, að styrkja Við kennarar erum í lykiiaðstöðu, segir Garðar Gíslason, til þess að stuðla að hnattrænni hugsun nemenda okkar. áhuga nemenda og beina honum inn á réttar brautir þannig að leiði til aðgerða. Þó að við finnum oft fyrir vanmætti gagnvart stórum og flóknum vandamálum verður að undirstrika að heilmikið er hægt að gera, sé vilji fyrir hendi. Eg bendi kennurum á í þessu sam- hengi á bækur eins og Ríkar Jjjóðir og snauðar eftir Hannes Isberg Ólafsson, Löndin í suðri eftir Jón Orm Halldórsson og nýútkomna bók sem ég hef skrifað, Félags- fræði, einstaklingur og samfélag. Einnig upplýsingahefti fyrir fram- haldsskólakennara um Indland sem Islenskt dagsverk gaf út í vor. Þró- unarmál og hnattrænar spurningar er ekki síður auðvelt að flétta inn Garðar Gíslason Skapa þarf hvata til að hver leiti hagkvæmustu lausna sem dragi raunverulega úr losun. Besta leiðin í því skyni er e.k. kvótakerfi, þar sem allir þeir sem losa koltvísýring þyrftu á losunarheimild að halda: Kvótum sem gengið gætu kaupum og sölum þjóða og fyrirtækja á milli. Það gefur augaleið að það er miskostnaðarsamt að draga úr losuninni. Alkunna er að orku var sóað í heimsveldi kommúnismans og hús t.d. afar illa einangruð. Þetta kom m.a. fram í nýlegum viðræðum borgarstjóranna í Reykjavík og Moskvu. Bætta ein- angrun mætti að hluta fjármagna með sölu koltvísýringskvóta vegna minni upphitunarbrennslu. Fyrir- tæki hérlendis gætu orðið kaupend- ur svo sem til að afla losunarkvóta fyrir aukinni álvinnslu - nú eða ferðamennsku. Því miður á hugmyndin um al- tæka og alheimslosunarkvóta enn nokkuð langt í land. Sem millibils- ástand er fremur horft til svokall- aðrar „sameiginlegrar fram- kvæmdar“ (sem kallast ,joint implementation“ á alþjóðlegu stofnanamáli). Dæmið um sam- tengingu húsaeinangrunar í Moskvu og álvinnslu á Islandi gæti rúmast innan slíkrar framkvæmd- ar. í grein okkar í sumar bentum við í þessu samhengi á að flutning- ur álvinnslu frá svæðum þar sem rafmagnið til hennar er framleitt úr eldsneyti til svæða þar sem upp á vatnsorku er að hlaupa, leiddi til hlutfallslega mikillar minnkunar á koltvísýringslosun (allt að 90%). Þetta er einföld og auðskilin stað- reynd og er ekki byggð „á sandi“ eins og þeir félagar fullyrða. Þenn- an ávinning eigum við að hafa til hliðsjónar í stóriðjustefnu okkar, enda er það beinlínis í samræmi við þá alþjóðasamþykkt sem við undirrituðum í Ríó. En því fer íjarri að það eigi að vera eina, jafnvel ekki meginsjón- armiðið í stefnumótuninni, eins og andmælendur okkar gera að okkar skoðun. En málefnaleg umræða er einmitt til þess að finna lausnir, málamiðlanir og sættir. Að því vilj- um við stuðla og við treystum því og trúum að margumræddir gagn- rýnendur okkar séu sama sinnis þrátt fyrir heldur stráksleg skrif þeirra í Morgunblaðinu hinn 12. ágúst sl. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi orkumálustjóri. í sögukennslu og landafræði eins og félagsfræði. Áhugi nemenda er til staðar - nýtum hann Síðustu ár hafa framhaldsskóla- nemendur, undir merkjum Islensks dagsverks og í samvinnu við Hjálp- arstofnun kirkjunnar, staðið fyrir lofsverðum átaksverkefnum í Bras- ilíu og á Indlandi. Hugmynd þeirra er mjög einföld; ungt fólk á íslandi hefur safnað peningum til að hjálpa ungu fólki í þessum löndum til betra lífs með því að beita sér fyr- ir því að auka möguleika þeirra til mennta. Eins hafa nemendur lagt mikið upp úr því að kynnast menn- ingu þeirra sem þeir hafa lagt lið. Kennarinn er þarna í lykilhlut- verki. Skólinn byggist á lýðræðis- legum hugmyndum og mannlegum gildum. í þessu felst meðal annars að skólinn eigi að auka virðingu fyrir verðleikum hvers og eins ásamt réttinum til að fá að lifa við frelsi og í friði. Með því að opna fyrir alþjóðlega umræðu í kennslu, ýtum við undir alþjóðlega sam- vinnu, skilning og þolinmæði gagn- vart ólíkum menningarhópum. Þekking um samhengi er þó í sjálfu sér ekki nægjanleg. Ef víð viljum og ætlum að breyta ranglæt- inu í heiminum þarf hugarfars- breyting að eiga sér stað. í raun getum við engu breytt nema sjálf- um okkur. Það yrði góð byrjun! Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.