Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 37

Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 37
I rps — .......... MORGUNBLAÐIÐ HELGI JÓNASSON + Helgi Jónas- son fæddist á Völlum á Kjalar- nesi 31. ágúst 1915. Hann andað- ist í Landspítalan- um 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Jósefsdóttir, f. 11. september 1887, d. 4. október 1962, og Jónas Sigurðsson, f. 27. júlí 1861, d. 25. maí 1921. Bræður hans voru Guð- mundur Jónasson, f. 16. júní 1917, látinn, Jónas Jónasson, f. 26. janúar 1921, og hálfbróð- ir Magnús Jónasson, f. 11. apríl 1888, látinn. Helgi kvæntist Eyrúnu Lilju Guðmundsdóttur frá Grinda- vík 12. september 1942 og Okkur langar með örfáum orðum _ að minnast tengdaföður okkar Helga Jónassonar. Hann fæddist og ólst upp á Völlum á Kjalarnesi og bast hann þeirri sveit mjög sterk- um böndum. Þar byggði hann sér lítinn fjallakofa og átti þar margar góðar stundir við að gróðursetja og dytta að. Helgi var mjög úrræða- góður og handlaginn maður, völ- undur bæði á tré og járn. Notagild- ið var ætíð í fyrirrúmi og hlutirnir einfaldir, vandaðir og endingargóð- ir, um það bera verkin hans vott. Til að mynda eru nú 35 ár síðan fólk á vegum úti rak upp stór augu þegar það sá hjólhýsið sem Helgi cignuðust þau fjög- ur börn sem eru: 1) Bragi, kvæntur Kristínu Þorsteins, og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn. 2) Sigurveig, gift Ara Stefáns- syni, og eiga þau þijú börn. 3) Guð- rún, i sambúð með Hilmari Jóhanns- syni, og eiga þau einn son og áður átti Guðrún son með Árna Aðalsteins- syni. 4) Steinunn, gift Kristni Jörunds- syni og eiga þau einn son. Helgi lærði bifvélavirkjun og starfaði við iðn sína, lengst af sem verkstjóri á bifreiðaverk- stæði Mjólkursamsölunnar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. smíðaði fyrir sig og fjölskylduna enda var það örugglega eitt af allra fyrstu hjólhýsunum sem sáust hér á landi. Enn í dag er það í mjög góðu ástandi og í fullri notkun. Helgi var mikið náttúrubarn og hafði gaman af öllum veiðiskap. Hann hafði góða frásagnarhæfi- leika og listilega leiddi hann okkur með sér í margan veiðitúrinn sem hann fór með „strákunum" í gamla daga. Því miður átti Helgi við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin og komst lítið um, en hann átti góða konu sem studdi hann og hjúkraði af mikilli alúð. í hugum okkar var ULSJU.fi AR SUSURLANDSBQAUT 22 StMI 533 1500 • FAX 533 1505 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 37 ^ MINNINGAR hans við náttúruna gerðu honum kleift að sýna okkur hvernig við lærisveinar hans gætum mannast. Þetta var ekki alltaf auðunnið verk hjá honum en með vandvirkni og þrautseigju tókst honum oftast að koma skilaboðum sínum á leiðar- enda. Ég hefði ekki kosið mér annan mann fyrir meistara. Þó að mótun- arár æskunnar væru nokkuð að baki þegar leiðir mínar lágu inn á umráðasvæði Helga hjá bílaverk- stæði Mjólkursamsölunnar höfðu samskiptin við hann djúpstæð áhrif. Og hafa enn. Þegar ég hætti á vinnustaðnum eftir níu ára sam- starf litum við Helgi um öxl. Lokin í þeirri umræðu hafa reynst mér ómetanleg. Ráðin voru silfurtær. <»- Nú er Helgi horfinn af vett- vangi. Kannski hittir hann Guð- mund Briskó og Kalla Gísla á urr- iðasvæðinu eða við laxána. Með fluguboxið í vasanum. Vonandi get- ur hann séð Esjuna út við sjónar- röndina. Samfylgdin við Helga voru mér auðnuspor. Pjölskyldu hans bið ég blessunar. Megi hún varðveita minningu um gegnheilan dreng. Snorri S. Konráðsson. Helgi einstaklega vandaður maður, heiðarlegur og hjálpsamur. Við kveðjum hann með söknuði og þakklæti fyrir allt það sem hann var okkur og fjölskyldum okkar. Tengdabörn. Elsku afi okkar. Það er sárt að vita til þess að við sjáum þig aldrei framar, en það er gott að vita að nú ertu laus við þjáningarnar. Elsku afi, við trúum því að þú hafir á ný öðlast það þrek og þann styrk sem einkenndi þig áður en veikindin fóru að segja til sín. Við vitum að það hefur verið vel tekið á móti þér og að þér mun líða vel þar sem þú dvelur nú. Elsku amma okkar, við biðjum guð að gefa þér styrk í sorg þinni og þú veist að við verðum alltaf til staðar þarfnist þú okkar. Eyrún Helga, Jörundur, Almar og Steinar. „Sástu Kolbein í Kollafirði?“ sagði Helgi Jónasson við mig fyrir nokkrum árum á kirkjuhlaðinu eftir að við höfðum kvatt gamlan starfs- félaga. „Ég ætlaði að gefa honum þessar.“ Upp úr vasa sínum dró Helgi silfurlitað flugubox. í því voru nokkrar litskrúðugar laxaflugur hnýttar af vandvirkum höndum Helga. Kolbeinn yngri í Kollafirði sást hvergi, flugurnar fengi hann seinna. Þetta litla flugubox endur- speglaði eiganda sinn í hvívetna. Silfurliturinn var tákn um silfur- tæra manngerð hans. Gott hand- verk var aðalsmerkið. Lifið var lit- ríkara þar sem hann fór. Náttúr- unni var Helgi Jónasson bundinn tryggðarböndum. Helgi Jónasson var einkabarn íslenskrar náttúru. í hijúfu um- hverfi bíla og stáls hrærðist þessi maður án þess að reyna nokkurn tíma um of á strengina er lágu til upprunans. Vindhviður Esjunnar, blómin í haganum, silungurinn í læknum og ijúpan í lynginu voru fóstrur hans. Þær umvöfðu hann með örmum sínum þannig að hann varð aldrei einsýnn tæknimaður og náttúran hélt ætíð sessi sínum. Bif- vélavirkjameistarinn var síungt náttúrubarn. Helgi var unnandi vandaðra vinnubragða. Samt tók alvaran aldrei af honum ráðin. Ekkert hlut- verk var svo ábúðarmikið að ekki væri hægt að mæta því af léttleika og lipurð. Helgi sagði oft við þá sem hann tók í læri að lífið yrði þeim þraut sem ekki gætu verið hæfilega kærulausir. Hann lagði það fyrir okkur að ganga uppréttir, óþving- aðir og léttir í lundu. Hann sagði okkur það og sýndi okkur það líka. Við erum allmargir sem Helgi tók á samning í bifvélavirkjun. Hann hélt að okkur vönduðum vinnu- brögðum og að við ættum að ganga til verka með réttu hugarfari. Við fengum tilsögn sem veitt var af næmi og kunnáttu. Útsjónarsemin var með afbrigðum mikil og að- dáunarvert var hvernig snúin þraut varð að léttgengri götu. Og ekki skemmdi fyrir að með leiðbeining- unum flutu sögur og frásagnir til að undirstrika og létta lundina. Stundum voru þær um brotinn öx- ul, brotna fjöður eða stóran urriða úr Þingvallavatni. Allt var á sínum stað. Allt til að auðga mannsand- ann. Þó að hlutverk meistarans og læriföðurins í bifvélavirkjun væri rækt af trúmennsku og lipurð voru hlutverki uppalandans ekki síður gerð góð skil. Það fundum við strax á lærlingsárunum og enn betur þegar rykið tók að falla á tækni- kunnáttuna í áranna rás. Sá fóstri sker sig úr sem veit hvaða orð og æði hæfa hveiju augnabliki. Helgi Jónasson var meistari í að kenna á lífið sjálft. Hin órjúfanlegu bönd í dag kveðjum við íbúar í Stiga- hlíð 14 einn af samferðamönnum okkar, Helga Jónasson, bifvéla-^ virkja, er andaðist hinn 15. septem- ber síðastliðinn. Frá árinu 1959 höfum við flest hér í húsinu búið saman í svo góðu samfélagi að fátítt mun vera. Helgi var einn af þeim góðu og hógværu mönnum sem svo undurgott er að eiga samleið með. Konu hans Ey- rúnu, börnum þeirra og öðrum að- standendum vottum við alla okkar samúð. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. F.h. íbúa í Stigahlíð 14, Súsanna Halldórsdóttir. 1 ~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.