Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
JONFREYR
SNORRASON
+ Jón Freyr
Snorrason var
fæddur 19. janúar
1963 í Vestmanna-
eyjum. Hann lést af
slysförum 14. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akranes-
kirkju mánudaginn
22. september.
„Þó ég sé látinn,
harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi og
ótta. Ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár snertir mig
og kvelur, þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, sál mín lyftist upp í
mót til ljóssins: Verið glöð og þakk-
lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég,
þótt iátinn sé,_tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu?" (Óþekktur höf.)
Að morgni mánudagsins 15. sept-
ember sl. barst okkur til eyrna sú
harmafrétt að ástkær vinur okkar,
Jón Freyr Snorrason, hefði látist af
tslysförum.
Við ætluðum ekki að trúa því að
þessi stóri og sterki einstaklingur,
sem ailtaf stóð sem klettur í hafinu,
væri látinn. Jón Freyr sem átti hug
okkar allan, draumóramaðurinn í
hópnum, sá eini sem átti sér stóran
draum, draum um að verða þyrlu-
flugmaður. Það hvarflaði aldrei að
manni að það ætti eftir að verða
honum að aldurtila. Margur hefði
guggnað á því að fara í slíkt nám
en ekki hann, þetta fannst okkur
sýna hversu sterka skapgerð hann
hafði.
Jómbi, eins og við kölluðum hann
í okkar hópi, var sá einstaklingur
sem hægt var að leita til og aldrei
stóð á hjálp frá honum. Eftir nokkur
yndisleg ár sem við áttum saman
tvístraðist hópurinn en aldrei slitn-
uðu tengslin við gömlu félagana. Það
var alltaf gott að koma í heimsókn
til Jómba og Svövu því höfðinglegri
móttökur var vart hægt að hugsa
sér.
Þessi fátæklegu orð verða aldrei
nógu sterk til að lýsa þessum öðl-
ingi, því kveðjum við hann með mikl-
um söknuði.
Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
’ og fóður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
(M. Joch.)
Elsku Svava og Kol-
brún svo og aðrir að-
standendur, við vottum
ykkur okkar innileg-
ustu samúð. Megi Guð
og gæfan styrkja ykkur
í þessari miklu sorg.
Klakabandið.
Frá því í apríl í vor
höfum við starfað að
gullleit á vegum Melmis
ehf. í nánu samstarfi við Þyrluþjón-
ustuna. Allan þann tíma nutum við
öryggis og hæfni Jóns Freys þyriu-
flugmanns, vinar okkar, allt til hans
hinsta dags hinn 14. september. Við
störfuðum á Suðvesturlandi, Suð-
austurlandi, Flateyjarskaga, Vopna-
firði og nú síðast á Austurlandi.
Daginn örlagaríka höfðum við flogið
vítt og breitt um Lónsöræfi og lent
á stöðum sem vart eru færir nema
fuglinum fljúgandi. Lónsöræfi skört-
uðu sínu fegursta þennan dag, og
naut Jón hvers augnabliks með okk-
ur og fegurðar síðsumardagsins.
Sannfæring Jóns Freys var sú að
hver maður ætti að sinna köllun
sinni. Hann einfaldlega elskaði að
fljúga og hreif okkur með til sömu
tilfinninga. Hann gat ekki hugsað
sér neitt skemmtiiegra né meira
gefandi starf. Við fundum okkur
ávallt örugg í hans höndum, og nut-
um tignar hinnar íslensku náttúru
frá sjónarhorni sem flestir þrá en
færri fá.
Jón Freyr var þéttur á velli,
traustur í lund, glaður og góður fé-
lagi. Logandi glettinn á stundum,
eða eins og þær sænsku í hópnum
sögðu: „Han hade glimten i ögat.“
Einn okkar, selfluttur 5 metra yfir
straumharða á, í sínu allra fyrsta
þyrluflugi, fékk kveðjuorð frá Jóni:
„Þetta kostar 5.750 krónur - takk.“
Ofáar voru gletturnar af líkum toga
allt sumarið, hvort heldur það var á
ensku, sænsku eða íslensku. Hann
var hvers mann hugljúfi. Gleðin var
sönn, en öryggið ávallt í fyrirrúmi.
Söknuður okkar er sár og þakk-
læti er okkur efst í huga fyrir að
hafa notið samvista við þennan góða
dreng, og til allra þeirra sem reyndu
að koma honum til hjálpar á örlaga-
stund.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt dumi foss í gljúfrasa!
í hreiðrum fuglar hvíia rótt.
Þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð.
í brekkum fjalla hvíla hljótt.
Þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur hljótt.
Það hefur boðið góða nótt.
(Mapús Gíslason - Ámi Thorsteinsson.)
Konu Jóns Freys, Svövu Huld, og
dótturinni Kolbrúnu, vottum við okk-
ar dýpstu samúð, svo og aðstandend-
um öllum.
Gullleitarfólk Melmis.
Á meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómstrar enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Úr ljóði Tómasar Guðmundssonar
um Jón Thoroddsen.)
Við vorum báðar leiðsögumenn á
einum fallegasta stað íslands. Á stað
þar sem farnar eru bátsferðir milii
blárra og aldagamalia ísjaka, þar
sem hver steinn hefur sína sögu að
segja, Jökulsárlóni á Breiðármerk-
ursandi.
Til stóð að þyrluþjónustan hæfi
útsýnisflug yfir lóninu sem telja
mátti til nýjungar í ferðaþjónustunni
þar. Þannig kynntumst við Jóni
Frey. Það var ekki liðinn langur tími
þar til hann fékk viðurnefnið Jón
Freyr „Draumur okkar allra“.
Þeir sem þekkja til á Jökulsárlóni
vita að þar er veðrið ekki alltaf hið
ákjósanlegasta og ef ekki viðraði til
þyrluflugs þá var segin saga að Jón
Freyr hafði alltaf nóg fyrir stafni.
Gamla bilaða klósettskálin var allt
í einu byrjuð að virka, vaskurinn
hættur að leka og brotinn landgang-
ur snarlega heill.
Jón Freyr var sannur félagi, ávallt
tilbúinn að leyfa okkur að fljóta með
sér í þyrlunni, hvort sem var til
Reykjavíkur eða upp að túnfætinum
á Gullberastöðum í Lundarreykjadal.
Sem betur fer kynnist maður
stundum á lífsleiðinni manneskjum
sem hafa að geyma jafnmikla mann-
kosti og Jón Freyr. Og þess vegna
erum við þakklátar fyrir að hafa átt
með honum stutta samleið því hann
auðgaði líf okkar eins og allra ann-
arra sem kynntust honum og syrgja
hann nú.
Eiginkonu hans, dóttur og öllum
þeim sem stóðu honum nærri vottum
við okkar dýpstu samúð.
Kolbrá og Þorgerður.
Sigurbjörg
Angantýsdóttir
fæddist á Mallandi
á Skaga 3. febrúar
1940. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Blönduósi 10. sept-
ember síðastliðinn.
Utför Sigurbjargar
fór fram frá Hóla-
neskirkju á Skaga-
strönd föstudaginn
19. september.
Kæra Simba mín.
Þá ertu farin í ævin-
týraferðina miklu, far-
in til landsins þar sem engin sorg
og þjáning er, aðeins gieði og ham-
ingja: En eftir erum við, tárin falla
og við syrgjum þig svo óendanlega
mikið. Hví við grátum er auðsvar-
að, því eins og segir í Spámannin-
um þá grátum við það sem eitt
sinn var gleði okkar. Allar minn-
ingarnar um þig, allt sem við höf-
um gert og upplifað saman. Mikið
sem við gátum grínast og hlegið
í vinnunni og tíminn leið stundum
svo undur fljótt. Þú og mamma
voruð tvíburasystur og mér hefur
alltaf fundist eins og þú værir
önnur mamma mín. Enda bjóst þú
á heimili okkar fyrstu ár mín ásamt
Báru dóttur þinni.
Að hlusta á ykkur tala saman
um gamla daga, þegar þið voruð
að alast upp hjá ömmu ykkar í
litla húsinu niðri við sjóinn, var
eins og að hlusta á ævintýri. Þeg-
ar þið fóruð út að ganga saman,
en það gerðuð þið svo oft, var
gengið arm í arm, gengið inn í
Stapa á haustin, eða inn að á eða
bara eitthvað hér um bæinn. Þið
áttuð dætur sama árið og urðuð
ömmur sama árið, en núna skilja
leiðir og það er eitthvað svo erfitt
að hugsa um að aldrei sé ég ykk-
ur mömmu leiðast aftur eða heyri
ykkur tala um fyrri tíma. Ein-
hvernveginn finnst mér þið vera
svo óijúfanleg heild. Aldrei aftur
mun ég heyra glaðlegu röddina
þína hljóma er ég hringdi í þig,
en hana mun ég geyma í huga
mér um ókomna tíð.
Á barnsaldri var ég mikill
heimagangur á heimili þínu, enda
ekki nema von, tvær stelpur til að
leika við, þær Bára og Dadda. Og
eftir að ég eignaðist
mitt eigið heimili í ná-
grenni við þig var
stundum hlaupið í
morgunkaffi eða
kvöldkaffi. Og jólin
verða aldrei eins og
áður, því alltaf var far-
ið í jólaboð til ykkar
Sigmars á annan í jól-
um og þið komuð til
mömmu og pabba á
jóladag. Einhvernveg-
inn var eins og þessi
tími myndi alltaf vera
en allt í einu er ekkert
lengur eins og það
var. Ég flutti úr götunni í aðra
götu lengra frá þér og við vorum
ekki lengur saman á vakt í rækj-
unni, svo við hittumst ekki eins
oft og áður. Svo gerist það að þú
veikist, hvílík skelfing er greip
okkur öll, en við vonuðum auðvitað
að allt færi á besta veg. Því miður
varð ekki svo, og lyfjameðferðirnar
sem tóku marga mánuði voru þér
svo erfiðar. Eins og ein hjúkkan á
FSA sagði, er ég sagði henni að
þú værir svo slæm eftir meðferð-
irnar: „Hvers á fólk að gjalda?"
og ég spyr líka að því sama. Að
horfa á manneskju sem er okkur
svo kær verða svo veika og hjálp-
arvana er ólýsanlegt. Simba sem
aldrei varð veik, alltaf svo frísk
og fjörug, þetta er eitthvað sem
ekki hvarflaði að okkur.
Hvers vegna fengum við ekki
að hafa þig lengur meðal okkar,
þá gætum við hlegið og grínast
eins og við gerðum svo oft. Þú
myndir sitja í sólstofunni þinni og
dúlla þér við blómin þín og allar
rósirnar sem voru þar. Hekla dúka
eins og þú gerðir svo mikið af. Ég
er svo þakklát fyrir að eiga svo
marga dúka frá þér til að minna
mig á þig, þó að ég muni aldrei
gleyma þér mín kæra móðursystir,
þakka þér fyrir allt sem þú varst
okkur, alla gleðina sem þú veittir
okkur, allar stundirnar sem við
sátum saman og spjölluðum, þakka
þér fyrir allt.
Samúðarkveðjur til ykkar allra
sem sakna Simbu svo mikið. Við
munum öll hitta hana aftur.
Hafðu þökk fyrir.
Sigurbjörg Árdís Indriða-
dóttir og fjölskylda.
SIG URBJÖRG
ANGANTÝSDÓTTIR
+
Stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFURINGVARSSON
frá Vindási,
Kjós,
verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju föstu-
daginn 26. september kl. 14.00.
Jakobína G. Finnbogadóttir,
Guðni G. Jónsson, Ingveldur Sveinsdóttir,
Elín H. Jónsdóttir, Jóhann Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
■m
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Boðahlein 9, Garðabæ,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. september.
Óskar J. Sigurðsson,
Magnús Matthíasson,
Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Lrandsson,
Björg S. Óskarsdóttir,
Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HULDA GUÐNÝ
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Hulda Guðný
Benediktsdóttir
fæddist að Sauða-
nesi á Langanesi 25.
nóvember 1909.
Hún lést 17. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Guð-
finna Stefánsdóttir
f. 15.9. 1882, og
Benedikt Jóhanns-
son, f. 6.1. 1877.
Hulda starfaði
lengst af hjá skó-
gerðinni Iðunni á
Akureyri.
Útför Huldu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Mín fyrstu kynni af Huldu voru
þegar mamma giftist Baidri bróður
hennar fyrir 32 árum. Samvera
þeirra varð þó ekki löng, því
mamma lést 2 árum síðar. Frá
þeim tíma varð Baldurshagi sem
annað heimili fyrir okkur yngstu
systkinin tvö, og Hulda og Rúna
urðu okkur eins og mæður, en hjá
þeim vorum við í mat á hveijum
degi þó svo við byggjum að öðru
leyti með Baldri stjúpa
í Klettaborginni. Mér
eru sérstaklega hug-
leikin fyrstu jólin eftir
að mamma dó, en þá
gengum við systkinin
með Baldri niður í
Baldurshaga rétt fyrir
klukkan sex í fallegu
vetrarveðri. Matarilm-
urinn og hlýjan sem
tók á móti okkur er
mér enn í fersku
minni, Hulda og Rúna
í sínu fínasta pússi og
jólamessan í útvarp-
inu. Þetta aðfanga-
dagskvöld er eitt það hátíðlegasta
sem ég á í minningunni. Eftir að
ég fór að búa varð Baldurshagi sem
heimili afa og ömmu fyrir syni
mína. Sú hlýja og sú ró sem ríkir
þar er einstök og óvíða eru blómin
fallegri en þar. Þær eru margar
stundirnar sem synir mínir Guð-
mundur og Baldur áttu með þeim
Huldu, Rúnu og Baldri meðan hans
naut við, og ófá dönsku blöðin sem
þau skoðuðu saman. Eftir að við
fluttum suður fækkaði óhjákvæmi-
lega heimsóknunum í Baidurshaga,
en ekki er farið svo norður að ekki
sé komið þar við. Það er svo ótal-
margt sem kemur upp í hugann á
svona stundu, en erfitt er að koma
orðunum á blað.
Hún Hulda var ákaflega róleg
og hæglát kona en vel lesin og fróð
um alla hluti. Mér er minnisstæð
ferð sem við hjónin fórum með
Huldu og Rúnu austur í Mývatns-
sveit fyrir fáeinum árum, en á þeirri
leið var varla það fjall eða sú á sem
hún ekki vissi hvað hét og meira
að segja vissi hún nöfnin á velflest-
um sveitabæjunum sem við fórum
framhjá.
Elsku Rúna, ég veit að missir
þinn er mikill, en alltaf var talað
um ykkur Huldu í einu og sama
orðinu, svo samrýndar voruð þið
systur. Við vitum að nú líður Huldu
vel, og það hefur verið tekið vel á
móti henni í nýjum heimkynnum.
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Elsku Rúna, Barði og Erna. Góð-
ur Guð blessi minninguna um yndis-
lega konu og gefi ykkur og öðrum
ástvinum styrk í sorginni.
Steinunn Margrét
Arnórsdóttir.