Morgunblaðið - 25.09.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 41
MINNINGAR
KARL
JÓHANNSSON
+ Karl Jóhannsson fæddist 7.
nóvember 1923 á Reykjum
í Hrútafirði. Hann lést 16. sept-
ember síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 23. september.
Við vorum þijátíu og átta bekkj-
arsystkin í Menntaskólanum á Ak-
ureyri sem brautskráðumst þaðan
stúdentar vorið 1943. Þá geisaði
styrjöld í Evrópu og víðar í iang-
hijáðum heimi; margir leiðtogar
báru ugg í bijósti um ókomna tíma,
aðrir hugsuðu um sjálfa sig; enginn
vissi hvenær rofa myndi til. Við
íslendingar nutum þá herverndar
Breta um hríð og síðan Bandaríkja-
manna. Áður en Menntaskólinn
kvaddi okkur til hlítar og við vöpp-
uðum hvert um sig út á ókunna
stigu um hikandi veröld sem vissi
ekki hvert hún var sjálf að fara,
þá ávarpaði Sigurður Guðmundsson
skólameistari allan hópinn í kveðju-
skyni og kallaði okkur „heims-
mannabekk“. í slíku orði þótti okk-
ur þungur dómur fólginn; fimmtíu
og fjórum árum síðar erum við enn
að velta því fyrir okkur hvort við
höfum reynst þjóð okkar öllu verri
þegnar en aðrar bekksagnir frá
Akureyri, fyrr og síðar. I hvert
skipti sem eitthvert okkar fellur
frá, hljótum við sem enn erum ofan
jarðar að minnast þeirra skulda-
skila sem liggja að baki kuldalegra
orða sem dundu í eyrum okkar af
vörum Sigurðar Guðmundssonar
meistara við skólaslit vorið 1943.
Höfum við raunverulega um röskva
hálfa öld brugðist þeirri skyldu við
þjóðina og mannlífið í heild sem
menntun og gengi lögðu okkur á
herðar? Nú hafa seytján af systkin-
um okkar hnigið til foldar, og enn
verðum við að sinna ögrun skóla-
meistara í hvert skipti sem fækkar
í hópnum.
Með Karli Jóhannssyni er mikill
drengskaparmaður horfinn af sviði,
og nú er tækileg tíð til að minnast
góðra kynna frá liðnum áratugum.
Sá harmur sem að okkur er kveðinn
á döprum haustdægrum ætti síst
að láta okkur gleyma öllum þeim
greiðum og gæðindum sem við eig-
um honum að þakka. Karl var alla
ævi sína manna örlátastur, ljúfastur
og kurteisastur; snyrtimenni með
afbrigðum. Leitun mun á þeim
manni sem þótti jafn mikið gaman
og honum að hjálpa öðrum; frá
honum gekk enginn maður bónleið-
ur til búðar. Drengskapur, hjálp-
semi og örlæti hafa löngum þótt
meginstólpar þeirrar siðmenningar
sem stóð í sem mestri hættu í þann
mund sem við hurfum nýbakaðir
stúdentar frá MA, og Sigurður
Guðmundsson varaði við hrösun
„heimsmannabekks". Karl var
prýðismaður til náms, einkum í
tungumálum. Þegar í skóla náði
hann furðu traustum tökum á
enskri tungu, sem hann talaði lýta-
laust og með þeim hreim sem
menntamenn á sunnanverðu Eng-
landi hafa löngum tamið sér. Karl
hafði þýða rödd og beitti henni af
mikilli snilld. Kunnátta hans í ensku
og öðrum tungum kom sér vel í
ævistarfi hans: hann vann áratug-
um saman í Útlendingaeftirliti ríkis-
ins. Karl hafði mikinn áhuga á sögu
og sagnfræði. Um undanfarna mán-
uði kynnti hann sér rækilega hið
mikla hallæri sem dundi yfir íra
rétt fyrir miðja síðustu öld. Þá brast
uppskera á kartöflum og örsnautt
sveitafólk hrundi niður úr hungri.
Þessari ógæfu hefur einna helst
verið líkt við móðuharðindin miklu
sem forfeður okkar urðu að þola.
Rétt eins og mörgum öðrum sem
fengist hafa við að rannsaka þjóð-
arógæfu íra, velti Karl einum spur-
daga fyrir sér: Að hve miklu leyti
var hungursneyðin Bretum að
kenna? En þeir höfðu þá ráðið lög-
um og lofum í írlandi um langan
aldur. Karl lét sér ekki nægja ein-
berar staðreyndir heldur leitaði
hann jafnan að rótum þeirra og
rökum. Svo segir í fornum ritum
að enginn lifi meinalausu Iífi, og
sá ljóður var einna helst á Karli
að hann dýrkaði stundum þann
vínguð sem Bacchus heitir, rétt
eins og sumum okkar hættir til,
jafnvel þótt ekkert bjáti á. En eng-
inn skuggi fellur á minningu góðs
vinar.
Við vottum dýpstu samúð ekkju
Karls, Aldísi Hafliðadóttur, börnum
hans Rögnu, Guðmundi, Hafliða,
Ragnari, Þorsteini og Magnúsi, og
öðrum nákomnum ættingjum og
vinum.
Bekkjarsystkinin.
Einn af mínum bestu og kær-
ustu vinum er horfinn af braut
yfir móðuna miklu. Tengdadóttir
hans hringdi til mín síðastliðinn
þriðjudagsmorgun til að tilkynna
mér þessi válegu tiðindi. Ég var
búin að frétta af slysinu kveldinu
áður.
Kærar minningar koma upp í
huga minn. Ég hef verið nærri dag-
legur gestur á heimili Kalla og Dídu
(Dísu eins og ég kalla hana alltaf,
en ég hef einkaleyfi á því), í mörg
ár. Ef ég ekki birtist, hringdum við
til skiptis. Get ég varla sagt að
nokkur dagur hafi fallið úr. Gest-
risni og hlýja ríkti á þeirra heimili.
Börn þeirra og fjölskyldur heim-
sóttu þau nærri dag hvern. Sam-
heldni slíkri hef ég aldrei kynnst
svo mikilli áður.
Kalli var hlýr maður, einstaklega
barngóður, góður vinur og fjölskyl-
dufaðir, vildi allt fyrir alla gera,
alltaf boðinn og búinn við hvers
manns bón og fórum ég og vinir
hans ekki varhluta af því. Það var
gaman að ræða við Kalla og fræð-
ast af honum. Hann var alæta á
bókmenntir og kom maður ekki að
tómum kofunum þar, sérstaklega
þegar rætt var um síðari heimstyij-
öldina. Ég gat setið klukkustundum
saman og fékk betri mannkynssögu
en ég hafði nokkurn tíma lært í
skólum þeim er ég hafði stundað.
Svona var Kalli vinur minn. Ef ég
hafði einhver vandamál á höndum
leitaði ég til Kalla, hann hafði alltaf
tíma til að hlusta. Mér leið alltaf
svo vel á eftir. Á eftir fylgdi svo
alltaf smákímni og einn og einn
brandari. Vaninn var að við heilsuð-
umst með kossi á báðar kinnar og
kveðjustundin var einnig á sama
máta.
Ég get ekki með orðum lýst hve
mikill söknuður minn er. Ég bið
Guð að vaka yfir Dísu, börnum og
fjölskyldum þeirra, sem öll sakna
hans og eiga um sárt að binda.
Sofðu rótt elsku _besti vinur minn.
Ása Andersen.
ÓLÖF
G UÐMUNDSDÓTTIR
HELGI
GÍSLASON
+ Ólöf Guðmundsdóttir fædd-
ist á Stórólfshvoli í Rangár-
vallasýslu 18. september 1922.
Hún lést í Sjúkrahúsi Suður-
lands 6. júlí síðastliðinn. Ólöf
var jarðsungin í kyrrþey frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju 14. júlí.
Ég kynntist Ólöfu Guðmundsdótt-
ur árið 1939 á Laugarvatni ásamt
Katrínu Clausen og vorum við þijár
saman í herbergi þær 6 vikur sem
matreiðslunámskeiðið stóð yfir. Þar
var mikið gaman og hlegið dátt og
oft komu margar stúlkur í heimsókn
til okkar, því við vorum allar hlátur-
mildar og höfðum mikið gaman af
að segja brandara og sögur.
Eins og áður segir vorum við að
læra matreiðslu, því flestar vorum
við hringtrúlofaðar og veit ég ekki
betur en að þessar 42 stúlkur sem
voru á námskeiðinu hafi verið heppn-
ar með sína kærasta og allir verið
dugnaðarmenn, sem sáu heimilunum
vel farborða, þrátt fyrir kreppuna
sem var búin að vera á íslandi í svo
mörg ár. Þá var að ég held meiri
h'fslgleði hjá fólki en nú tíðkast,
enda þótt flestir geti í dag veitt sér
alla skapaða hluti sem þá langar til.
Já, þetta var góður og eftirminni-
+ Ingibjörg Stefánsdóttir
fæddist á Ósi á Skógar-
strönd 29. ágúst 1910. Hún lést
á Sjúkrahúsi Suðurlands 5.
september síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Kot-
strandarkirkju í Ölfusi 13. sept-
ember.
„Fögur sál er ávallt ung undir
silfurhærum."
Kæra frænka. Nú þegar þú ert
sofnuð svefninum langa og hefur
verið lögð til hinstu hvíldar í faðmi
fóstuijarðarinnar, vil ég með fáum
kveðjuorðum, þakka þér ævilanga
vináttu og hinar mörgu ánægju-
stundir í návist þinni beggja vegna
hafsins stóra. Þótt þú sért ekki leng-
ur í okkar hópi lifír þú áfram í hug-
arlöndum mínum og hugskoti.
Lífsgleði þín, sem var bæði einlæg
og traust, þitt milda kærleiksríka
legur tími á Laugarvatni. Mat-
reiðslukonan var þá Ólöf Jónsdóttir,
sem var frábær manneskja og við
lærðum mikið hjá henni þennan
stutta tíma. Hjúkrunarkonan, sem
stjórnaði og kenndi okkur að ganga
vel um herbergin okkar, leggja
snyrtilega á borðin og viðhafa hátt-
vísa borðsiði, lagði mikla áherslu á
að alls ekki mætti hlæja á meðan
máltíðin stæði yfir. Mér reyndist
erfítt að búa við þennan heraga að
mega ekki hlæja, því hjúkrunarkon-
an, sem raunar var hin ágætasta
kona, var sífelit að áminna okkur
með að undir engum kringumstæð-
um mætti flissa eða hlæja. En þegar
hún bannaði okkur líka að brosa gat
ég ekki stillt mig og hló svo hátt
að það endaði með allsherjarhlátri
okkar nemendanna. En þá tók nú
út yfir allt þegar hún missti stjórn
á sér, hún harðbannaði okkur að
hlæja þegar Halldór Kiljan, sem fékk
að vera um tíma í einu horni matsal-
arins, var viðstaddur. Hún lagði blátt
bann við að við hlæjum við matar-
borðið svo að Kiljan heyrði, þar sem
hún óttaðist að skáldið myndi skrifa
um hlátursköstin okkar í sinni næstu
bók. Slíkt yrði skólanum til vansa.
Til að tryggja að ekki-yrði hlegið,
setti hún mig við hlið sér við matar-
bros, kímnigáfa þín og hlýtt við-
mót, gleymist ekki en er geymt í
vitund allra þeirra, sem þig þekktu
vel. Þín einstæða auðmýkt og hlé-
drægni, þinn sterki persónuleiki og
persónugerð, vakti mig oft til um-
hugsunar og varð tilefni mikillar
virðingar fyrir þér.
í nær níu áratugi bjóst þú við
ysta haf og lifðir í sannleika, grand-
vör, farsæl og fróðleiksfús. Hafið
var alla tíð stór hluti af lífi þínu, í
senn gjöfult og grimmt. Það mark-
aði djúp spor í lífsskjöld þinn og
særði þig djúpum sárum, sem þó
greru að lokum. Það tók frá þér og
fjölskyldunni báða þína elskuðu
bræður og augasteina foreldranna,
báða í blóma lífsins. Við þá voru
bundnir margir fagrir framtíðar-
draumar, sem hurfu í hina votu
gröf. Þú barst harm þinn og sorg í
hljóði með hug hetjunnar og skap-
festu.
borðið. En þá fyrst byijaði nú hlátur-
inn sem aldrei fyrr og hver einasta
stúlka hló við borðið, enda þótt
skáldið fræga frá Gljúfrasteini væri
inni. Ég gleymi aldrei þessum
skemmtilega tíma á Laugarvatni.
Og nú þegar ég tek mér penna í
hönd til að minnast Ólafar vinkonu
minnar, rifjast svo margt upp.
Ólöf heitin var dul að eðlisfari,
en giftist ágætum manni, Andrési
Bjarnasyni, gullsmiði frá Fáskrúðs-
firði. Bjuggu þau lengi og öll sín
bestu ár í Reykjavík. Hin síðari ár
fór heilsa Ólafar versnandi. Árið
1991 fluttu þau til Hveragerðis,
keyptu ágætis hús og góða lóð. Var
Ólöf mjög ánægð þar og hafði yndi
af blómum og trjágróðri. Hlúðu þau
hjón vel að sínum garði og fengu
viðurkenningu frá bæjaryfirvöldum
sl. sumar fyrir snyrtilegan garð. En
heilsan fór niður á við með hveiju
árinu sem leið og síðasta árið annað-
ist Andrés konu sína af mikilli alúð
eins og best verður á kosið og dáð-
ust læknar og hjúkrunarfólk að hve
Andrés hjúkraði sinni konu af mik-
illi natni og kunnáttu.
Ég óska þér góðrar heimkomu,
Olla mín, og ég hlakka til að hitta
þig. Þú varst alltaf svo góð og yfir-
lætislaus og lést alls staðar gott af
þér leiða, ennfremur þinn góði eigin-
maður. Þið heiðurshjónin voruð til
fyrirmyndar og öllum þótt vænt um
ykkur.
Regína Thorarensen,
Hulduhlíð, Eskifirði.
Kæra frænka. Þú ert ein af fáum,
sem aldrei verða gamlir í lifanda
lífi eða minningunni, því bæði æskan
og vorið áttu heima í bijósti þínu.
Þessi hálfsystkini leiddu þig í gegn-
um lífið og þú varst ung, þrátt fyr-
ir hvítu hárin. Friðsemd og jafnvægi
var í sporum þínum og þú áttir
dyggðir, sem prýddu góða sál og
nafn þitt lék mér jafnan blítt á vör-
um. Söknuður minn er mikill.
Hansi.
„Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta."
Elsku lnga. Núna ert þú búin að
fá verðskuldaða hvíld eftir langa
ævi. Þú varst alltaf svo góð og
hæglát. Ég man hvað þú varst góð
við Diddu og hafðir mikla þolin-
mæði til að hlusta. Ég vil muna
þig, og mun alltaf gera, eins og þú
varst, alltaf hress og í góðu skapi.
Mig langar að skrifa þetta til að
segja bless og takk fyrir allt, sem
þú gafst mér.
Þín frænka og vinkona,
Gunnhildur.
+ Helgi Gíslason fæddist á
Ytri-Á í Ólafsfirði 7. febr-
úar 1913. Hann lést á dvalar-
heimilinu Hornbrekku á Ólafs-
firði 9. september síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Ólafsfjarðarkirkju 13. septem-
ber.
Mig langar að minnast elskulegs
afa míns í nokkrum orðum, hann
lést hinn 9. september síðastliðinn,
eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Þegar ég lít til baka koma upp
ótal minningar tengdar honum afa.
Þegar ég sem smástelpa var að
koma til afa og ömmu í Ólafsfirði,
þá var sko gaman, alltaf beið afi á
tröppunum á Grund og tók á móti
okkur, ekki brást það að hann afi
hafði hugsað fyrir því að kaupa
eitthvað sem litlu nöfnu hans lík-
aði, vanalega var það nú ís eða
kókópuffs.
Helgi afí var einstaklega góður
maður og vildi öllum vel, alltaf í
góðu skapi og tilbúinn að gantast
við mann, eins var mjög gaman að
ná honum á eintal, og þá sagði
hann manni frá viðburðaríkri ævi
sinni. Mér er á þessari stundu mjög
minnisstætt samtal sem við afi átt-
um fýrir örfáum árum, við settumst
niður í góðu næði og þá sagði hann
mér frá æfi sinni í hnotskurn, bæði
því gleðilega og því sem erfitt var.
Þessar minningar eru mér mjög
mikilvægar.
Afí var einstaklega barngóður
maður og hafði mjög gaman af að
gera eitthvað fyrir börnin, það brást
ekki að þegar ég kom með litlu
dætur mínar tvær til afa og ömmu
þá gaukaði afí alltaf að þeim ein-
hveiju góðgæti, og bætti svo við
áður en maður fór: Taktu nú einn
með í nesti.
Það er mjög skrítin tilhugsun að
maður skuli aldrei eiga eftir að sjá
hann afa aftur, en minningin um
góðan mann lifir í hjörtum okkar.
Ég kveð þig, elsku afí, með sár-
um söknuði, og von um að þér líði
vel þar sem þú ert. Elsku amma,
megi góður guð styrkja þig í sorg-
um þínum.
Eg er sannfærður um að
aðeins óblíð umskipti og
breytileg örlög séu þess
megnug að móta
dugmikinn mann í hvívetna.
Lengi lifi því flóð
og fjara, gleði og sorg, gæfa
og þrautir.
(Gottfried Keller)
Helga Jóna.
Elsku Helgi afí.
Fyrstu frostnóttina í þínum kæra
heimabæ, hófst þú þitt hinsta ferða-
lag. Það voru ekki auðveld spor að
fylgja þér síðasta spölinn.
En í allri sorginni sitja þó eftir
margar góðar og skemmtilegar
minningar. Mörgum stundum eyddi
iég sem barn hjá ömmu og afa á
Grund, þar var nú ýmislegt gert sér
til dundurs og var þá sérstaklega
oft gripið í spilin. Eftir að þið flutt-
uð á Hornbrekku komum við mæðg-
umar ansi oft að ykkur ömmu
ásamt fleirum með spil í hendi.
Dóttir mín var alltaf fljót að hlaupa
í fangið á honum „úsa afa“ sínum.
Þá laumuðust þið inn í herbergið
og náðuð ykkur í nokkrar rúsínur.
Þú kallaðir sjálfan þig rúsínuafann
hennar. En rúmlega ársgömlu barni
gengur ekki vel að segja rúsínuafi,
svo þið sættust á það að hún kall-
aði þig „úsa afa“. Það er sárt að
hugsa til þess að þar sem hún er
bara tveggja og hálfs árs, á hún
ekki eftir að koma til með að muna
eftir þér. En ég var aftur á móti
svo lánsöm að kynnast þér mjög
vel og mun ég geyma minninguna
um góðan og heiðarlegan mann í
huga mínum um ókomin ár.
. Elsku amma, þú átt heiður skilið
fyrir dugnaðinn síðastliðna mánuði.
En eftir 60 ár þurftir þú að kveðja
manninn þinn. Og ég vona að góður
guð styrki þig í þinni þraut.
Sigríður Ingimundardóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
i bréfasima 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni ( bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasið-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðalltnubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
INGIBJÖRG
STEFÁNSDÓTTIR