Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
Smáfólk
5CH00L START5 I M NOT 601N6.. H'OUR OLP TEACHER MOV/EP ALUAH\.THI5 vear you'll 5HE DOESN T EV/ÉN
A6AIN NEXT THE TEACHER o KN0W ME,ANP ALREAPY
UJEEK, RERUN.. HATE5 ME.. HAVE A NEW TEACHER.. 8 5HE HATE5 ME.'
) “C" J X. J \ \ I T1 l !
Skólinn byijar aftur í Ég fer Gamli kennarinn þinn er flutt- Hún þekkir mig ekki einu
næstu viku, Rabbi... ekki... kennar- ur...þú færð nýjan kennara í sinniogsamter húnfarin
inn hatar mig ... ár ... að hata mig!
BREF
TIL BLAÐSEMS
Kringlan 1103 Reykjavík 0 Sími 5691100 0 Símbréf 569 1329
Listasafn, 530
milljónir í hvað?
Frá Magnúsi Jónssyni:
TIL stendur að breyta 'Hafnarhús-
inu í Reykjavík í listasafn, en tillaga
er komin frá Studio Granda og
hefur verið kynnt í borgarráði.
Áætlaður kostnaður er 530 milljón-
ir án búnaðar (hvað sem það nú
merkir). Reiknað hefur verið út að
hver fermetri muni kosta okkur
(Reykvíkinga) 180.000 krónur án
búnaðar, sem telst bara ódýrt miðað
við listasafn þeirra í Kópavogi sem
náði að kosta 210.000 krónur fer-
metrinn og sýnir okkur að Kópa-
vogsbúar kunna ekkert með pen-
inga að fara.
En er ekki eitthvað athugavert
við 180 þúsund krónur á fermetra
og höfum við ekki eitthvað þarfara
við peningana að gera? Í vel búnu
húsi kostar hver fermetri um
80.000 krónur, við gætum því byggt
66 leiguíbúðir, hveija um 100 fer-
metra að stærð - eða er ekki skort-
ur á leiguhúsnæði?
Hvað er það sem kostar svona
mikið í listasafni þegar haft er í
huga að það er án búnaðar? Mín
tilgáta er sú að það sé snobb og
flottræfilsháttur að viðbættri
ósvífni gagnvart því fólki sem á að
borga brúsann. Varla er ástæðan
sú að geyma þurfi verðmæti við
sérstakar aðstæður, ef haft er í
huga að listaverk þau sem Erró gaf
borginni á sínum tíma eru geymd
í kjallara á Korpúlfsstöðum (sem
heldur varla vatni eða vindum og
hefur ekki verið kynt áratugum
saman), sennilega á bak við læsta
hurð. Hugsanlega er þetta svona
dýrt vegna þess að rífa þarf hafnar-
húsið og reisa það síðan stykki fyr-
ir stykki í sinni upprunalegu mynd
til varðveislu fyrir komandi kynslóð-
ir í þeirri ömurlegu mynd sem það
er í núna og reisa síðan annað hafn-
arhús í sömu mynd þar sem hafnar-
húsið stendur núna og breyta því
síðan í listahús. Þannig væri komin
skýring á þessu óhóflega háa fer-
metraverði.
En er þörf á fleiri listasöfnum á
höfuðborgarsvæðinu, þarf að reisa
safn í hvert skipti sem einhver sem
telur sjálfan sig vera listamann
gefur borginni vinnuskissurnar sín-
ar? Væri ekki nær að hirða frekar
það sem telst sýningarhæft og láta
það flakka milli opinberra staða, til
dæmis skóla, kirkna og safna um
land allt og halda síðan eina hátíð
seinnipartinn í ágúst ár hvert á
fyllingu þeirri sem í daglegu tali
er kallað Geirsnef þar sem þeir sem
vildu gætu komið og hirt afganginn
eða hjálpað til við að hlaða úr hon-
um það sem kalla mæti listabrennu
sem yrði síðan tendruð af borgar-
stjóra fyrir hönd okkar allra? Senni-
lega er ekkert athugavert við
180.000 á fm ef marka má þann
kostnað sem fór í að hanna hús-
gögn í Höfða. Þar var um að ræða
eitt herbergi og ekki dugði minna
en að bjóða fjórum útvöldum hönn-
uðum að gera tilögur fyrir 600.000,
eða 150.000 hver. Hönnun og hús-
gögn sem hlutu náð koma til með
að kosta 3.500.000 kr. sem er lík-
lega innan við 110.000 kr. á fm
fyrir 3 tveggja manna sófa og 3
staka stóla með 3 borðum, allt að
sjálfsögu í stíl og þannig upp raðað
að hægt sé að setjast í þá, opna
hliðin snýr frá veggnum og hús-
gögnin eru ekki fyrir hurðum her-
bergisins í hagræðingarskyni. Og
siðast en ekki síst standa borðin á
þar til gerðum fótum nálægt sófum
og stólum. Þvílík snilld. Mér finnst
einhvern veginn að það sé verið að
hafa mig og reyndar flesta Reykvík-
inga að fífli þegar sagt er að ekki
sé hægt að greiða mannsæmandi
laun fyrir dagvinnu en síðan sé
hægt að greiða 150.000 kr. fyrir
það eitt að raða upp húsgögnum í
einu herbergi eða greiða margfald-
an byggingarkostnað íbúðarhús-
næðis vegna listasafns.
Að lokum má benda á að lista-
söfn eiga ekki að vera listaverk sjálf
heldur góð aðstaða til að sýna list-
ina, og að listin dafnar hjá þeim
sem hafa hæfileika og skiptir þá
litlu hvemig aðstaða þeirra er eins
og verk gömlu meistaranna sýna.
MAGNÚS JÓNSSON,
Logafold 49.
Um nýtingarrétt
Frá Jóni Kjartanssyni:
HINN 14. sept. sl. birtist í Morgun-
blaðinu mikil grein um nýtingu
fiskimiða. Höfundar eru tveir ungir
og efnilegir menn, verkfræðingur
og hagfræðingur. í grein sinni bera
höfundar saman annars vegar rétt
bænda til að nýta jarðir sínar og
hins vegar rétt útvegsmanna tii að
nýta fiskimiðin. Þeir segja yfírráða-
rétt þjóðarinar yfir landi sínu og
miðum ekki hagga nýtingarrétti
bænda á jörðum sínum og „áunnum
nýtingarrétti útgerða“ á miðunum.
Nú er bújörð ákveðið svæði afmark-
að með landamerkjum og réttinn
til að nýta þetta svæði hefur bónd-
inn keypt. Réttur hans nær ekki
útfyrir jörðina sem hann á nema
annars sé getið í kaupsamningi og
er þá innifalið í kaupverðinu. Eigi
sama regla að gilda á sjó, yrði fyrst
að skipta miðunum upp í óðul -
eins konar bújarðir - og selja hverri
útgerð afmarkaðan reit sem hún
ein má nýta og þá má hún ekki
veiða annars staðar. Ég dreg í efa
að útvegsmenn vilji þetta.
Þá segja höfundar að útgerðar-
menn hafi sjálfir skapað sér veiði-
réttinn með því að eignast skip og
veiðarfæri. Nú er það svo að þótt
ég keypti mér 3 traktora með hey-
vinnuvélum aftan í og fullkomin
mjaltakerfi, myndi það ekki veita
mér rétt til ókeypis nýtingar á
landi. Yfirleitt öðlast menn hvergi
nýtingarrétt nema kaupa hann og
þau kaup eru ekki skattlagning
heldur viðskipti.
JÓN KJARTANSSON
frá Pálmholti.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, fþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222", auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.