Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 60
fltargtniÞIftfetto 5 <o> AS/400 er... ...þar sem grafísk j notendaskil eru ÍK- í fyrirrúmi <Ö> NÝHERJI MOBGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ@MBL.1S AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkeppnisráð um fjárhagslegan aðskilnað ÁTVR Stríðir gegn mark- miðum laga SAMKEPPNISRÁÐ telur að framkvæmd á fjárhagslegum að- skilnaði milli aðfangadeildar og smásöludeildar ATVR stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og að ganga beri lengra í aðskilnaði deildanna. Mælir ráðið með því að stofnað verði sérstakt hlutafélag um innflutningsstarfsemi fyrirtæk- isins. Bendir Samkeppnisráð á að í Svi- þjóð og í Noregi hafí þessi háttur verið hafður á þegar innflutningur áfengis var gefinn frjáls til að forð- ast aðstæður þar sem aðili með einkaleyfi í smásölu væri jafnframt í samkeppni við aðra heildsala. Verslunarráð hvetur hins vegar fjánnálaráðherra til þess að nota þetta tækifæri til að leggja ÁTVR niður og gefa smásölu áfengis frjálsa. Ráðið segir jafnframt í áliti sínu að telji ráðuneytið sig ekki hafa lagaheimild til að stofna um þennan rekstur sérstakt hlutafélag sé nauðsynlegt að fullur fjárhagslegur aðskilnaður fari fram innan ÁTVR. Þar þurfi m.a. að koma allri núverandi samkeppnisstarfsemi ÁTVR íyrir i sérstakri deild með sjálfstæð reikningsskil. Smásölu- deild ÁTVR verði ekki heimilt að leggja frekari fjármuni til deildar- innar né greiða hugsanlegan tap- rekstur hennar, dagleg stjórnun deildanna verði aðskilin og viðskipti þeirra í milli verði líkt og um tvö aðskilin fyrirtæki sé að ræða. ■ Hlutafélag/Cl Banaslys a Hringbraut BANASLYS varð á gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar á sjötta tímanum í gær þegar tveir fólksbílar rákust þar saman. Fjór- ir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn og var bandarísk kona, sem var farþegi í öðrum bílnum, úrskurðuð látin eftir komu á slysadeild, samkvæmt upplýsing- um lögreglu. Slysið varð með þeim hætti að Peugeot bifreið, sem ekið var aust- ur Hringbraut, beygði inn á Lauf- ásveg og lenti þá í árekstri við Golf bifreið, sem ekið var Hringbraut- ina í vesturátt. Tvennt var í hvor- um bíl og voru allir fluttir á slysa- deild. Meiðsl þeirra sem voru í bílnum sem ekið var vestur Hring- braut voru ekki talin alvarleg. Öku- maður bifreiðarinnar sem ekið var austur Hringbraut var í rannsókn- um í gærkveldi, en var ekki talinn í lífshættu, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Farþeginn, bandaríska konan, lést. Stöðva þurfti alla umferð um Hringbrautina um tíma eftir slysið og hlutust af því talsverðar um- ferðartafir. Bandaríska konan var ferðamað- ur hér á landi. Ekki er hægt að greina frá nafni hennar að svo stöddu. FRÁ slysstaðnum við gamla Kennaraskólann á gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nær 50 viðskiptavinir tölvufyrirtækis heimsóttir af lögreglu Fyrirtæki sakað um fjölföldun á forriti 25 ára afla- skipstjóri FRYSTISKIPIÐ Skutull kom til heimahafnar á ísafirði í gær með fullfermi af rækju eftir 23 daga veiðiferð. Aflaverðmætið í túmum er 19 miHjónir króna. Það er ekki óalgengt að skipið komi með góðan afla að landi, en það sem þykir hins vegar fréttnæmt við þennan túr er að skipstjórimi, sem var í sinni fyrstu veiðiferð, er einungis 25 ára gamall. , ^ Skipstjóri í veiðiferðinni var '-•^Tryggvi Eiríksson. Hann er 1. stýri- maður á Skutli og var að leysa Hjaita Þorkelsson skipstjóra af. Sömu sögpi er að segja af áhöfn skipsins, því meðalaldurinn í veiði- ferðinni var einungis 32 ár. „Meðal- TRYGGVI Eiríksson skipstjóri. aldurinn væri miklu lægri ef við hefðum ekki þessa tvo flmmtugu karla hér um borð,“ sögðu nokkrir úr áhöfninni í samtali við Morgun- blaðið. ■ „Kallinn“/6 RANNSÓKNARMENN hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra hafa undan- farna daga heimsótt 46 viðskiptavini tölvufyrirtækis í Reykjavík, vegna kæru lögmanns Microsoft-fyrirtæk- isins bandaríska um meinta ólöglega fjölfóldun hugbúnaðar. Heimsóknir til viðskiptavina komu í kjölfar hús- leitar hjá tölvufyrirtækinu sem er m.a. sakað um að fjölfalda og selja Windows 95 forrit Microsoft. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu kærði íslenskur lögmaður Microsoft-fyrirtækisins málið til ríkislögreglustjóra fyrir um hálfum mánuði. Amar Jensson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá embætti ríkis- lögreglustjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að eftir frum- rannsókn hefði verið gerð húsleit hjá tölvufyrirtækinu sem bæði selur tölvur og hugbúnað og sinnir við- gerðaþjónustu. „Rannsóknarmenn lögðu hald á hugbúnað og bókhalds- gögn hjá fyrirtækinu. í kjölfarið voru 46 viðskiptavinir fyrirtækisins heimsóttir og rannsóknarmenn fengu að skoða tölvur þeirra og hugbúnað. Ég tek þó skýrt fram að rannsóknin beinist einungis að tölvufyrirtækinu; viðskiptavinir eru yfirheyrðir sem vitni.“ Tímanna tákn Arnar sagði að á næstunni yrði unnið úr þeim gögnum og upplýs- ingum sem embætti ríkislögreglu- stjóra hefði safnað og nokkur tími myndi líða þar til þeirri rannsókn yrði að fullu lokið. Hann tók undir að rannsóknarefnið væri tímanna tákn; hann myndi ekki eftir um- fangsmikilli rannsókn sem lyti að höfundarrétti á hugbúnaði, þótt ým- is höfundarréttarmál hefðu komið til kasta lögreglu. Björk spáð 3. til 5. sæti BREIÐSKÍFU Bjarkar Guð- mundsdóttur, Homogenic, hefur verið vel tekið um heim allan, að sögn starfsmanna útgáfu hennar í Bretlandi. Fyrirtækið spáir því að platan eigi eftir að fara í þriðja til fimmta sæti á breska breiðskífu- listanum. Fyrri tvær skífur Bjark- ar náðu ekki inn á lista 10 mest seldu skífanna fyrstu vikuna. Homogenic kom út um heim all- an sl. mánudag og hafa viðtökur verið góðar, að sögn Sue John- ston, starfsmanns One Little Indi- an, sem gefur plötuna út í Bret- landi. Hún segir að sölutölur bendi til þess að platan lendi í þriðja til fimmta sæti á breska breiðskífulistanum, en tekur fram að taka verði svonefndri miðviku- spá með fyrirvara því lokasala verði ekki tekin saman fyrr en síð- degis á fóstudag. Johnston segir að viðtökur hafi verið það góðar að ekki hafi verið hægt að fullnægja eftirspurn því fyrsta útgáfa plötunnar er í sér- stökum viðhafnarbúningi sem lengri tíma tekur að framleiða. Hér á landi hefur plötunni verið vel tekið, að sögn starfsmanna Japís sem dreifir henni. Þar kom fram að þegar væri búið að dreifa á þriðja þúsund eintökum af plöt- unni hér á landi og sala virtist vera góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.