Morgunblaðið - 08.10.1997, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eldri borgarar afhenda Alþingi kröfugerð um bætt kjör
Morgunblaðið/Halldór
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, taka við kröfu-
gerð samtaka aldraðra við Alþingishúsið.
FJÖLDI eldri borgara safnaðist saman við Alþingishúsið þegar
kröfugerðin var afhent.
Ofbeldislaust
sjónvarp á
Bamarásinni
Kre^jast
tengingar
launa og
eftirlauna
MIKILL fjöldi eldri borgara
safnaðist saman við Alþingis-
húsið í gær þegar Félag eldri
borgara í Reykjavík, Landssam-
band eldri borgara og Samtök
aldraðra afhentu kröfugerð
þess efnis að tengingu launa og
eftirlauna verði komið á að nýju.
Tenging þessi var afnumin með
bráðabirgðaákvæði árið 1995.
„Eldra fólk, sem komið var
út af vinnumarkaði þegar efna-
hagslífið varð fyrir áföllum fyr-
ir nokkrum árum galt að fullu
þeirrar niðursveiflu kjara sem
þá varð,“ sagði Benedikt Davíðs-
son, formaður Landssambands
eldri borgara, í ræðu sem hann
hélt þegar kröfugerðin var af-
hent. „Kjör þessa fólks voru þá
bundin órjúfanlegum tengslum
við þróun almennra kjara verka-
fólks.... Nú þegar kaupmáttur
almennra launa fer stígandi hef-
ur viðmiðun eftirlauna verið
rofin úr tengslum við almenna
launaþróun í landinu."
Benedikt sagði tenginguna
vera forsendu sáttar milli kyn-
slóða og milli stjórnvalda og
eldra fólks. Hann krafðist einnig
aðgerða til lækkunar jaðar-
skatta, lægra skattþreps fyrir
lífeyristekjur og endurskoðunar
almannatrygginarlaganna.
„VIÐ ætlum eingöngu að bjóða upp
á efni fyrir börn og unglinga, það
verður helgað þeim. Það gerir eng-
inn annar í dag. Á dagskrá verður
erlent efni sem við talsetjum og
íslenskt efni sem við framleiðum
að einhverju leyti með börnunum,"
sagði Böðvar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Hljóð
og mynd, sem reka mun sjónvarps-
stöðina Barnarásina.
Ráðgert er að hefja útsendingar
í gegnum breiðband Pósts og síma
í desember. Böðvar Guðmundsson
segir að hægt verði á kaupa áskrift
eingöngu að Barnarásinni og muni
verðið vera innan við þúsund krónur
á mánuði. Gjald fyrir allar 20 rás-
irnar sem Póstur og sími ráðgerir
að senda um breiðbandið segir hann
hins vegar verða kringum tvö þús-
und krónur.
Sent verður erlent efni sem verð-
ur tal- og hljóðsett og framleiða á
innlent efni eftir föngum. Senda á
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna
hefur endurflutt þingsályktunartil-
lögu um að taka beri upp veiði-
leyfagjald í tengslum við úthlutun
veiðiheimilda fyrir afnot af sameig-
inlegri auðlind.
Fyrsti flutningsmaður er Ágúst
Einarsson en allir þingmenn Þing-
flokks jafnaðarmanna standa að
tillögunni. Þar er lagt til að Al-
þingi kjósi nefnd til að undirbúa
löggjöf um veiðileyfagjald og skili
áliti fyrir lok apríl 1998.
í greinargerð með tillögunni
kemur fram að ýmsir hagfræðingar
telji að fiskveiðiarðurinn muni nema
15-30 milljörðum króna árlega
þegar fyllstu hagkvæmni sé náð.
út alla daga milli klukkan 16 og
19 og um helgar milli 8.30 og 12
að auki og segir Böðvar stefnuna
þá að bjóða efni án ofbeldis. Telur
hann ljóst að teiknimyndir með of-
beldi hafi slæm áhrif á börn og því
verði sneitt hjá slíku efni; nóg sé
af öðru skemmtilegu efni.
Áskriftar- og auglýsingatekjur
Dagskrá stöðvarinnar verður
fjármögnuð með áskriftartekjum,
auglýsingum og beinni kostun og
segir Böðvar að það verði að koma
í ljós hvemig hlutfallið verði. Póstur
og sími munu annast útlán á mynd-
lyklum og innheimtu áskriftar-
gjalds. Böðvar segir þessa leið til
miðlunar sjónvarpsefnis mun hag-
kvæmari en þá að stofna sérstaka
sjónvarpsstöð með eigin dreifikerfi.
Sjö manns munu starfa við Barna-
rásina auk nokkurra leikara og
annarra sem koma þurfa við sögu
í einstökum þáttum.
Núverandi fiskveiðiarður sé mun
minni, eða innan við 5 milljarða
króna. Að mati flutningsmanna sé
eðlilegt að í fýrstu verði um 2 millj-
arðar greiddir í veiðileyfagjald en
það þýði að mikill hagnaður sé enn
innan greinarinnar.
Flutningsmenn tillögunnar gera
ráð fyrir að veiðileyfagjaldið renni
í ríkissjóð en því verði varið til
hagsbóta fyrir almenning. Til
greina komi að lækka tekjuskatt
einstaklinga, lækka erlendar
skuldir, auka vegagerð á lands-
byggðinni, auka framlög til
mennta- og heilbrigðismála og
styðja sérstaklega eldri borgara
og öryrkja.
Þingflokkur jafnaðarmanna
Tillaga um veiði-
leyfagjald endurflutt
Nöfn tvíburanna
Fyrsti dómur í máli vegna upplýsingalaganna
Iðnlánasjóður afhendi
upplýsingar um styrki j
MENNIRNIR tveir, se_m hafa játað
að hafa banað Lárusi Ágústi Lárus-
syni í Heiðmörk aðfaranótt sl.
fimmtudags, heita Sigurður Júlíus
Hálfdánarson og Ólafur Hannes
Hálfdánarson. Þeir eru tvíburar, 25
ára að aldri, búsettir í Reykjavík.
í úrskurði um gæsluvarðhald yfir
mönnunum segir að Sigurður Júlíus
hafi viðurkennt að hafa lent í átök-
um við hinn látna. Hann hafi tekið
upp stein og barið manninn í ennið
með honum með þeim afleiðingum
að hann féll til jarðar. Þar segir
einnig að Ólafur Hannes hafi borið
fyrir dómi að hafa ekið yfir hinn
látna á vettvangi.
Mennirnir hafa verið úrskurðaðir
í gæsluvarðhald til 14. nóvember
næstkomandi.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Iðnlánasjóð til þess
að veita Einari S. Hálfdánarsyni,
lögmanni og löggiltum endurskoð-
anda, aðgang að upplýsingum um
yfírlit yfir úthlutun um styrki sem
Iðnlánasjóður veitti á árunum 1990
til 1996. Úrskurðarnefnd um upp-
lýsingamál hafði úrskurðað að
samkvæmt upplýsingalögum bæri
Iðnlánasjóði að verða við beiðni
um aðgang að gögnunum en sjóð-
urinn bar þann úrskurð undir dóm-
inn. Dómurinn frá í gær er sá fyrsti
sem byggist á upplýsingalögunum.
Óafturkræf framlög
úr ríkissjóði
Samkvæmt lögum um Iðnlána-
sjóð á hann að verja 10% af iðnl-
ánasjóðsgjaldi til að greiða fyrir
hagaðgerðum sem stuðla að þjóð-
hagslega hagkvæmri iðnþróun í
landinu.
Styrkir til hag-
rannsókna og iðn-
þróunar njóta ekki
bankaleyndar
Einnig er sjóðnum skylt að
styrkja ný útflutnings- og þróunar-
verkefni og rannsóknir í iðnaði.
Dómur féll á sömu leið í gær
og niðurstaða úrskurðamefndar
um upplýsingamál hafði verið. í
niðurstöðum Allans Vagns Magn-
ússonar héraðsdómara segir að
styrkveitingar Iðnlánasjóðs séu
einhliða ráðstöfun opinbers fjár
með óafturkræfum framlögum og
styrkjum.
Ákvæði í lögum um Iðnlánasjóð
né almenn þagnarskylduákvæði
laga um banka og sparisjóði gildi
ekki um efnið. Dómarinn segist
telja að eðli málsins leiði ekki til
þess að þessi gögn skuli fara leynt
og að ákvæði laga um bankaleynd
geri það ekki heldur né ákvæði
upplýsingalaga enda sé hér einings
um að ræða upplýsingar um nöfn
styrkþega og fjárhæð framlaga til
þeirra.
Afturvirk
upplýsingalög
Iðnlánasjóður hafði einnig borið
því við að ákvæðum upplýsingalag-
anna yrði ekki beitt afturvirkt en
dómurinn áréttar að samkvæmt
skýru ákvæði upplýsingalaga gildi
þau um öll gögn án tillits til þess
hvenær þau urðu til eða hvenær
þau bámst stjómvöldum.
Auk þess sem Iðnlánasjóði var
gert að afhenda gögnin var sjóðn-
um gert að greiða Einari S. Hálf- j
dánarsyni 200 þúsund krónur í
málskostnað.