Morgunblaðið - 08.10.1997, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ
I
10 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
FRETTIR
Veður set-
ur strikí
reikning-
inn
EKKI er lengur mokveiði á sjóbirt-
ingsslóðum, rysjótt veðurfar hefur
séð til þess, en heildartölur eru
víða orðnar iiærri en síðustu haust.
Enn er sums staðar veitt, en fiskur
er orðinn leginn og dregið hefur
úr göngum. Síðustu haust hefur
loðað við sjóbirtinginn að hann
gengi seint, jafnvel ekki fyrr en í
október. Að þessu sinni er ljóst að
september var aðalmánuðurinn.
Yfir 300 sjóbirtingar hafa verið
skráðir í Tungufljóti og að sögn
Þóris N. Kjartanssonar stanga-
veiðimanns í Vík í Mýrdal minnir
haustveiðin nú á „gömlu góðu
árin“ eins og hann komst að orði.
Það er ekki nóg með að meira
hafi gengið af fiski en í nokkuð
mörg ár, heldur er mikið af fiski
frá 8 pundum og upp í 16 pund.
í vikubyrjun sást til birtings í
Búrhyl sem menn fullyrtu að væri
í 18-20 punda flokknum. Fiskur
er um alla á, frá vatnaskilum við
Eldvatn og upp í Bjarnarfoss.
Fossinn, ásamt Hlíðarfit, Hlíðar-
vaði og Breiðufor hafa gefið
drýgsta veiði, einnig svokallaðir
Kotamelar í vatnaskilunum.
Af öðrum birtingsslóðum er það
að frétta, að í lok síðustu viku
dró mjög úr veiði í Hörgsá neðan
brúar, trúlega vegna kulda. í þijá
daga veiddist enginn fiskur en sáu
menn þó físka víða. Alls voru um
helgina komnir um 80 birtingar á
land í haustveiðinni og nokkrir
KLAKVEIÐIMENN við Sog, Ólafur K. Ólafsson t.v. og Guð-
mundur Bjarnason t.h., vega 19 punda hrygnu sem veiddist
á Bíldsfellsbreiðu.
laxar og bleikjur hafa einnig
veiðst. Mest er af 4-8 punda fiski,
en stærstu birtingarnir eru 12-14
pund. í Geirlandsá hafa verið að
koma skot, t.a.m. veiddust einn
daginn 12 fískar, allt að 9 punda.
Skot hafa einnig komið í Jóns-
kvísl og Grenlæk, en í báðum er
nóg af fiski en hefur á stundum
tekið illa. Einn daginn komu t.d.
9 fiskar úr Jónskvísl á tvær stang-
ir, en tvo næstu daga einn fiskur.
Þetta eru upp í 10 punda fískar,
en mest þó 3-6 pund.
Má bjóða Frances?
Það er ekki ofsögum sagt um
vinsældir Frances-flugunnar
hvort heldur er meðal laxa eða
veiðimanna. Veiðimenn velja það
agn sem laxinn vill og þar fer
Frances fremst í flokki og foryst-
an er með ólíkindum. Nýlega voru
menn að vinna upp úr veiðibókum
Norðurár í Borgarfirði. Af 1902
löxum sem veiddust í sumar sem
leið veiddist 1101 á flugu. Þar af
tóku 527 laxar Frances, en næst
kom Blue charm með 79 laxa og
Stoats tail með 60 stykki. Snælda
þar næst með 52 laxa og gamla
góða Collie dog og „Dómarinn"
með 49 laxa. Þessir yfírburðir
Frances eru ekki bara þetta árið.
1996 veiddust 525 laxar á Franc-
es. í sumar var Francesaflinn 48%
af fluguaflanum og hlutföllin voru
svipuð 1996. Frances er raunar
kannski ekki ein fluga. Hún er
aðallega rauð og svört, er ýmist
hnýtt á svarta, silfraða eða gulllit-
aða þríkróka, eða svartar tví-
krækjur. Eða að hún er notuð sem
‘/2, 1 eða 2 tommu túpuflugur.
Frances er einnig til græn, gul
og brún.
Styrkir veittir úr Þróunarsjóði
framhaldsskóla
13,5 milljónir
til 17 verkefna
MENNTAMALARAÐHERRA hef-
ur ákveðið að fengnum tillögum
þriggja manna ráðgjafarnefndar,
sem metur umsóknir um styrkveit-
ingar, að eftirtalin 17 verkefni að
fjárhæð samtals 13.550.000 kr.
hljóti styrk úr Þróunarsjóði fram-
haldsskóla 1997:
Blindrabókasafn íslands: Fram-
leiðsla námsbóka á aðgengilegu
formi fyrir nemendur á framhalds-
skólastigi sem geta ekki nýtt sér
hefðbundnar bækur. 800.000 kr.
Borgarholtsskóli: Uppbygging og
þróun á almennri námsbraut fram-
haldsskóla (fjölmenntabraut).
800.000 kr. Undirbúningur að
námsbraut í iðnaði og framleiðslu.
1.600.000 kr. Fjölbrautaskóli
Norðurlands v. á Sauðárkróki:
Uppbygging og þróun fullorðins-
fræðslumiðstöðvar á Norðurlandi
vestra. 625.000 kr. Fjölbrautaskóli
Suðurlands á Selfossi: Uppbygging
og þróun fullorðinsfræðslumið-
stöðvar á Selfossi. 625.000 kr. Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja: Til undir-
búnings námsframboðs sviði flug-
þjónustu. 200.000 kr. Uppbygging
og þróun fullorðinsfræðslumið-
stöðvar á Suðurnesjum. 625.000
kr. Fjölbrautaskóli Vesturlands á
Akranesi: Fullorðinsfræðsla við
starfsbraut fatlaðra í FVA.
1.700.000 kr. Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti: Útfærsla hugmynda um
námsbraut í upplýsinga- og
margmiðlunartækni. Listnám,
fjölmiðlunarnám og tækninám
tengt saman í eina heild í margm-
iðlunarumhverfí. 750.000 kr. Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla: Nýjung-
ar á sjúkraliðabraut. 800.000 kr.
Fjarkennsla á heilbrigðismennta-
brautum. 1.200.000 kr. Iðnskólinn
í Hafnarfírði: Uppbygging náms-
Sími 555-1500
Garðabær
Stórás
Rúmgóö ca 70 fm 2—3 herb. íb. á
neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler.
Parket.
Hafnarfjörður
Óttarstaðir
Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr
landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð:
Tilboð.
Reykjavíkurvegur
Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2.
hæð. Verð 4,9 millj.
Breiðvangur
Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh.
i tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv.
byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj.
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. (b. á jarðh.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end-
um. Ath. skipti á lítilli íb.
Vantar
ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar-
fjarðar.
Vantar eignir á skrá
íf
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Ámi Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
WCjarðpCöntustöðinM
□úí?öaaQD
Skoðanakönnun DV
Viö veg IfnF374 j Hvammur)
í Ölfusi
GarÖyrkjufólk !
Ster/car víöiplöntur
i pottum fyrir
haustgróöursetningar.
Hagstætt ver6.
Sími 483 4840
Ekki marktækur
mumir á R- og D-lista
GRAM A GJAFVERÐI
KÆLISKAPUR
GERÐ KF-265
H: 146,5 cm.
B: 55,0 cm.
D: 60,1 cm.
Kælir: 197 1.
Frystir: 55 I.
TILBOÐ
Aðeins kr.
54.990,- stgr.
EKKI mældist marktækur munur á
fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-list-
ans í skoðanakönnun sem DV gerði
fimmta október og birt var í blaðinu
í gær.
í símakönnun sem náði til 466
kjósenda i Reykjavík sögðust 44,6%
úrtaksins mundu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn ef borgarstjórnarkosningar
yrðu haldnar nú en 43,1% sögðust
mundu kjósa R-listann. 12,3% neit-
uðu annaðhvort að svara eða tóku
ekki afstöðu.
Sé einungis litið til þeirra sem
tóku afstöðu ætluðu 50,9% þeirra
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en
49,1% R-listann.
í síðustu könnun DV, sem gerð
var í mars 1997, sögðust 51,1%
þeirra sem afstöðu tóku ætla að
kjósa sjálfstæðismenn en 48,9% R-
lista.
Björgvin með nýja
söngdagskrá
BjOOUM 20 GERÐIR GRAM KÆLISKÁPA
iFOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
íbúð við Háteigsveg
Nýkomin til sölu falleg 3ja herbergja íbúð á neðri hæð auk
herbergis í kjallara. Stærð 82 fm. Ekkert áhvílandi. Laus
strax. Verð kr. 5,8 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
ÆFINGAR eru hafnar
á nýrri söngdagsrá með
Björgvini Halldórssyni
sem sýnd verður á Hót-
el íslandi í vetur. Dag-
skrá í tilefni af 25 ára
söngafmælis Björgvins
gekk í tvo vetur á Hót-
el íslandi og var sótt
af tugþúsundum gesta.
Hin nýja dagskrá
mun heita „í útvarpinu
heyrði ég lag“ sem er
heiti á einu laga Björg-
vins auk þess sem lög
hans hafa hljómað í
útvarpinu í nærri 30 ár.
Frumsýning verður 25.
október.
Björgvin
Halldórsson
Hljómsveit undir
stjórn Þóris Baldurs-
sonar mun annast und-
irleik við söng Björg-
vins og gestir á sýning-
unum í vetur verða m.a.
Egill Ólafsson, Diddú,
Sigríður Beinteinsdótt-
ir, Ragnar Bjarnason,
Pálmi Gunnarsson,
Helgi Björnsson, Stef-
án Hilmarsson, Svala
Björgvinsdóttir og
Bjarni Arason.
Handrit og val tón-
listar var í höndum
Björgvins og Bjöms G.
Björnssonar sem ann-
ast einnig sviðsetningu.
brautar í gluggaútstillingum, upp-
setningu á vörusýningum og mark-
aðssetning á iðnaðarvöru. 500.000
kr. Iðnskólinn í Reykjavík: Þróun
sérsviða tölvufræðibrautar Iðnskól-
ans í Reykjavík. 1.800.000 kr.
Menntaskólinn að Laugarvatni:
Dögun af annarri öld. Nokkur mis-
munandi verkefni sem nemendur
vinna til birtingar á veraldarvefn-
um. 200.000 kr. Menntaskólinn við
Sund: Endurskipulagning náms-
mats í stærðfræði: 500.000 kr.
Verkmenntaskóli Austurlands:
Fullorðinsfræðsla: Aðild að evr-
ópsku þróunarverkefni. 200.000 kr.
Uppbygging og þróun fullorðins-
fræðslumiðstöðvar á Austurlandi.
625.000 kr.
Doktor í
sameinda-
líffræði
• STEFÁN Einar Stefánsson
hefur varið doktorsritgerð sína í
sameindalíffræði frá læknadeild
Toronto-háskóla í Kanada.
í doktorsverk-
efni sínu rann-
sakaði Stefán
hvernig steinbít-
ur og aðrar físk-
tegundir stjórna
framleiðslu pró-
teina sem gera
þeim kleift að
verjast frosti.
Þessi prótein eru einkum framleidd
í lifur fiskanna af svokölluðum
frystiþolsgenum. Genin eru mis-
munandi eftir tegundum; þau fram-
leiða t.d. frystiþolsefni allan ársins
hring hjá ákveðinni tegund Suður-
Atlanshafsáls, en hjá steinbít er
framleiðslan árstíðabundin, segir í
fréttatilkynningu.
Rannsóknir Stefáns Einars
beindust að því að greina stjórn-
þætti frystiþolsgensins og þá sér í
lagi þann eiginleika steinbíts að
geta bælt framleiðslu efnanna. Gen
steinbíts og tveggja álategunda
voru borin saman á því svæði sem
tengist bælingunni. Þessi greining
leiddi í ljós sameiginlegar kjarnsýr-
uraðir á þessu genasvæði tegund-
anna þriggja. Auk þess voru genab-
útar sér á parti hjá hverri tegund.
Með frekari rannsóknum var
sýnt fram á að genabæling stein-
bíts á rætur að rekja til tveggja
svæða þar sem annar búturinn er
sameiginlegur hjá tegundum þrem
en síðari búturinn fínnst eirigöngu
í steinbít. Þá var lögð áhersla á að
greina prótein sem tengdust þess-
um svæðum. Með þeim rannsókn-
um fundust þrjú áður óþekkt pró-
tein sem bæla tjáningu gena fyrir
frystiþolsefni.
Stefán Einar lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
árið 1983 og hóf nám í líffræði-
deild Háskóla íslands sama ár.
Hann útskrifaðist með B.S. gráðu
í líffræði árið 1986. Þá vann Stefán
um tveggja ára skeið að rannsókn-
arstörfum við Tilraunastöð Háskól-
ans í meinafræði að Keldum, uns
hann fór utan í doktorsnám. Hann
starfar nú hjá íslenskri erfða-
greinginu í Reykjavík.
Stefán Einar er sonur Ellenar
Sætre meðferðarfulltrúa og Stef-
áns Aðalsteinssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Norræna gen-
bankans fyrir búfé.