Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 11
_____________________FRETTIR____________________
Samtök um þjóðareign ■ ávarp til íslendinga:
Nytjastofnar á íslandsmiðum eru
sameign íslensku þjóðarinnar
STOFNFUNDUR Samtaka um þjóð-
areign verður haldinn á Grand Hótel
við Sigtún í kvöld, miðvikudaginn
8. október 1997, og hefst kl 20.30.
í frétt frá samtökunum, sem Morg-
unblaðinu barst í gær ásamt ávarpi
þeirra, er tekið fram að allir séu
velkomnir á fundinn sem taka undir
markmið samtakanna, og vilja eign-
ast aðild að þeim. Jafnframt geta
þeir hringt í Gulu línuna, síma
580 8000.
Ávarp samtakanna fer hér á eftir
ásamt nöfnum þeirra sem undir það
hafa skrifað nú þegar:
íslandsmið hafa verið sameign
þjóðarinnar frá öndverðu. Á þessari
öld háðu íslendingar harða baráttu
fyrir því að aðrar þjóðir viðurkenndu
eignarrétt íslendinga á miðunum.
Nýting fiskimiða landsins hefur lagt
dijúgan skerf að framförum og vel-
sæld þjóðarinnar á 20. öld. Með
lögunum um stjórn fiskveiða og
framsali ríkisvaldsins á sameign
þjóðarinnar til einstakra manna og
félaga, án þess að gjald komi fyrir,
er brotið gegn eignarrétti þjóðarinn-
ar, - horfið frá leikreglum lýðræðis
og jafnréttis.
Fiskimiðin eru í raun að hverfa
úr eign íslensks almennings til
kvótaeigenda þrátt fyrir þau ákvæði
1. gr. laga um stjórn fiskveiða, að
nytjastofnar á Islandsmiðum séu
sameign þjóðarinnar og að úthlutun
veiðiheimilda samkvæmt lögunum
myndi ekki eignarrétt eða óaftur-
kallanlegt forræði einstakra aðila
yfir veiðiheimildum. Þetta samræm-
ist ekki hagsmunum og réttlætis-
kennd þjóðarinnar né hefð í nýtingu
fiskimiðanna.
Sjálfstæðisbarátta 19. aldar og
sóknin til lýðveldis á fyrri hluta 20.
aldar var ekki aðeins háð til að losna
undan erlendri áþján heldur einnig
til þess að losna undan sérdrægu
forréttindakerfi fyrri alda. Frelsi,
réttlæti og jafnrétti allra til atvinnu,
búsetu, menntunar og velsældar
hafa verið hornsteinar íslensks sam-
félags. Með lögunum um stjórn fisk-
veiða er þeim hróflað en höft, for-
réttindi, ójöfnuður og ranglæti sett
í staðinn. íslendingar geta aldrei
unað slíku til langframa.
Við, sem setjum nöfn okkar hér
undir, skorum á alla íslendinga,
hvar í flokki sem þeir standa, að
taka saman höndum með okkur í
samtökum til að tryggja að þjóðin
öll njóti réttláts arðs af sameign sinni
- íslandsmiðum. Þetta verða samtök
sjálfstæðra Islendinga sem una ekki
óréttlætinu lengur, - Samtök um
þjóðareign.
Ágúst Einarsson, Reykjavík, al-
þingismaður
Arnbjörn Gunnarsson, Grindavík,
skipstjóri
Árni Jónasson, Garði, skipstjóri
Bárður G. Halldórsson, Bessa-
staðahreppi, menntaskólakennari
Bjarni Arason, Hafnarfirði, hljóm-
listarmaður
Bjarni Bragi Jónsson, Reykjavík,
hagfræðingur
Bjami Finnsson, Reykjavík, kaúp-
maður
Flosi Ólafsson, Reykholtsdal, leik-
ari
Grétar Mar Jónsson, Sandgerði,
form. Skipstjóra og stýrimannafél.
Vísis
Guðmundur Erlendsson, Höfn,
stýrimaður
Guðmundur Kristjónsson, Ólafs-
vík, skipstjóri
Guðmundur Ólafsson, Reykjavík,
hagfræðingur
Gylfi Þ. Gíslason, Reykjavík,
fyrrv. ráðherra
Halldór Bjarnason, Mosfellsbæ,
framk væmdastj óri
Halldór Hermannsson, ísafírði,
skipstjóri
Haraldur Sumarliðason, Reykja-
vík, formaður Samtaka iðnaðarins
Hólmar Víðir Gunnarsson, Þor-
lákshöfn, skipstjóri
Ingólfur Karlsson, Grindavík,
skipstjóri
Jón Arason, Þorlákshöfn, skip-
stjóri
Jón Ásbjörnsson, Reykjavík,
fiskútflytjandi
Jón Sigurðsson, Reykjavík, fyrrv.
framkvstj_ ísl. járnblendifélagsins
Jónas Árnason, Reykholtsdal, rit-
höfundur, fyrrv. alþingismaður
Karvel Pálmason, Bolungarvík,
fyrrv. alþingismaður
Kolbrún Halldórsdóttir, ísafirði,
bæjarfulltrúi
Kristinn Arnberg, Grindavík,
skipstjóri
Kristján Kristjánsson, Akureyri,
heimspekingur
Lúðvík Emil Kaaber, Reykjavík,
lögfræðingur
Markús Möller, Garðabæ, hag-
fræðingur
Matthías Bjarnason, Reykjavík,
fyrrv. ráðherra
Njörður P. Njarðvík, Reykjavík,
prófessor
Ólafur Hannibalsson, Reykjavík,
blaðamaður
Pétur Sigurðsson, ísafirði, forseti
Alþýðusambands Vestfjarða
Sigríður Þorgeirsdóttir, Reykja-
vík, heimspekingur
Sigurður R. Ólafsson, ísafirði,
formaður Sjómannafélags ísfirðinga
Sigurður T. Sigurðsson, Hafnar-
firði, formaður Verkamannafélags-
ins Hlífar
Stefán Erlendsson, Hveragerði,
stjórnmálafræðingur
Steingrímur Hermannsson,
Garðabæ, seðlabankastjóri
Sveinn Tryggvason, Kópavogi,
fiskverkandi
Valdimar Jóhannesson, Mos-
fellsbæ, framkvæmdastjóri
Vilhjálmur Árnason, Reykjavík,
heimspekingur
Þórarinn Eldjárn, Reykjavík, rit-
höfundur
Þórir Sigurðsson, Akureyri, kenn-
ari við sjávarútvegsdeild Háskólans
á Akureyri
Þórólfur Matthíasson, Reykjavík,
hagfræðingur
Þorsteinn Gylfason, Reykjavík,
prófessor
Þorsteinn Jóhannesson, ísafirði,
yfirlæknir
Þorvaldur Elbergsson, Grundar-
firði, skipstjóri
Þorvaldur Gylfason, Reykjavík,
prófessor
Gothe-stofnunin í Reykjavík
Aformaðri lokun mótmælt
HÓPUR manna afhenti þrjá undir-
skriftalista í þýska sendiráðinu á
íslandi í gær og skoraði á þýsk
stjórnvöld að falla frá þeirri ákvörð-
un að loka Goethe-stofnuninni í
Reykjavík.
I hópnum voru meðal annars nem-
endur og kennarar í þýsku við Há-
skóla íslands og hafði hann áður
gengið frá Tryggvagötu, þar sem
Goethe-stofnunin er til húsa, að
þýska sendiráðinu við Laufásveg.
„Eindregin ósk“
„Við lögðum fram eindregna ósk
um að þessi ákvörðun yrði endur-
skoðuð," sagði Oddný Sverrisdóttir
sem kennir þýsku við Háskólann.
Hún sagði að safnað hefði verið
undirskriftum meðal frammámanna
í þjóðfélaginu og á hann hefðu með-
al annars skrifað nafn sitt Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti,
Ólafur Skúlason biskup og ýmsir
listamenn og rithöfundar. Sá listi
hefði verið sendur til Þýskalands og
myndi Ingimundur Sigfússon, sendi-
herra íslands í Bonn, afhenda hann
í þýska utanríkisráðuneytinu, en af-
rit af honum hefði verið afhent hér.
Annan lista hefðu félagar í Félagi
þýskukennara undirritað og hinn
þriðja þýskunemar og verða þeir
einnig afhentir í höfuðstöðvum
Goethe-stofnunarinnar í Múnchen.
í bréfi, sem fylgdi frammámanna-
listanum, segir að íslendingar glati
mikilvægum hlekk í menningarsam-
skiptunum við Þýskaland verði Goet-
he-stofnuninni lokað.
í bréfínu er bent á að við lokun
hennar yrði engin Goethe-stofnun
eftir á íslandi sem yrði þá éina Evr-
ópulandið í þeirri stöðu.
„Vegna þess hvað Island er af-
skekkt gegnir Goethe-stofnunin í
Reykjavík sérlega mikilvægu hlut-
verki sem tengill við þýskt menning-
arlíf,“ segir í bréfínu. „Ef hann glat-
ast er enginn til að taka við því hlut-
verki."
Jurt meí stafinn
Athl: Þeirsem eru með alvarleg einkenni sjúkdóma s.s. liðagigtar, sykursýki
eða blóðrásartruflana, ættu leita sár ráðlegginga lækna áður en komið er
tí! okkar.___________________________________________________________________
„Ég var slæmur í fótunum, er með gigt. Það
var eins og fæturnir neituðu að hlýða og því
var ég mjög óöruggurtil gangs. Gekk með
staf hvert sem ég fór. Ég fékk sprautur hjá
lækni trekk í trekk en að iokum sagði hann
mér að fara til Stoðtækni og láta skoða
fótstigið hjá mér, sem ég og gerði.
Ég hitti Kolbein, hann sá strax að stigið hjá
mér var mjög skakkt og smíðaði handa mér
innlegg. Eftir 2’/2 mánuð leið mér mikið betur
ífótunum og þurfti ekki lengur á stafnum að
halda. Nú geng ég um allt án þess að nota
hann."
Haukur Bjarnason
ellilífeyrisþegi
Xi
STOÐTÆKM
Lœkjargötu 4 • S: 551 4711
Morgunblaðið/Ásdís
VELUNNARAR Goethe-stofnunar ganga eftir Fríkirkjuveginum.
LANCOME1
édl Le GiftN^
Núer LANCÖME veisla. *Allt þetta fylgir við kaup
á 2 vörum þar af einu Primordiale næturkremi.
• Eau Bienfait hreinsivatn 50 ml • Taska
• Bienfait Total dagkrem 15 ml • Trésor ilmur 5 ml
• Eau de Treint faroi 10 ml • Absolu varalitur
Verðmæti kaupaukans er 3.200 kr.
Þetta er aðeins eitt sýnishorn aí því sem í boði er.
Vertu velkomin á næsta LANCÖME útsölustað.