Morgunblaðið - 08.10.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 08.10.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fundur Fransk-íslenska verslunarráðsins í franska þinginu í París Ljósmynd/Reuter HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, á leið í ræðustól á kvöldverðarfundi Fransk-íslenska versl- unarráðsins i París á mánudag. Aftur áhugi á beinu flugi með fisk París. Morgunblaðið. FRANSK-ÍSLENSKA verslunarráð- ið hittist í París í vikunni og ferð íslensku gestanna til Frakklands lýk- ur í dag með heimsókn í höfuðstöðv- ar SH í París. Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendiherra í París, bauð ásamt verslunarráðinu til kvöldverð- ar í franska þinginu á mánudag og þar hlýddu 130 gestir á ræður Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra og franska öldungardeildar- þingmannsins Claude Belot. Fyrr um daginn áttu tuttugu íslendingar frá fjórtán fyrirtækjum á íslandi stefnu- mót við franska viðskiptaaðila sína og um morguninn var fræðslufundur um franskt tollkerfi, réttarfar og stjórnsýslu og svo bankamál. Farið var til héraðsins Champagne í gær og Bollinger kampavínsverksmiðjan skoðuð, en í dag verður Nýi verðbréfamarkað- urinn í París heimsóttur á undan höfuðstöðvum Icelandic-France, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Brynjólfur Helgason, stjómarformaður Islands- arms ráðsins, segir þessa árlegu fundi haldna til að fólk ræði saman og nýir möguleikar opnist. Ráðið sé ekki stofnun sem starfi linnulaust, heldur vettvangur til að að vinna að því sem tengist viðskiptum land- Hlutabréf hækka á ný HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings hækkaði um tæp 0,6% í gær eftir töluverð- ar lækkanir undanfarið og virtist gæta meiri bjartsýni á markaðnum en verið hefur. Þannig hækkaði gengi hluta- bréfa í Vinnslustöðinni um 16,7%, bréf Samheija um 5% og bréf Eimskips um 2,3%. Dæmi voru þó einnig um nokkrar lækkanir á gengi bréfa á markaðnum því hluta- bréf í Haraldi Böðvarssyni lækkuðu um 2% og bréf í ís- landsbanka lækkuðu um 1,7%. Kauptilboðum í hlutabréf fjölgaði nokkuð á Verðbréfa- þingi og sömuleiðis glæddust viðskipti nokkuð á Opna til- boðsmarkaðnum, en þar hefur mikil ládeyða ríkt undanfarnar vikur. anna, beint eins og nú, og í sam- vinnu við franska verslunarfulltrú- ann á íslandi, Dominique Pleidel. Ráðið hafi verið tvískipt til þessa, en til skoðunar sé að sameina stjórn- irnar. Aftur rætt um beint flug með fisk Franski stjórnarformaðurinn, Jaques Gourlet, er umbúðaframleið- andi í Boulogne-sur-Mer, þar sem megnið af íslenskum físki fyrir ÍSLANDSBANKI hf. hefur tekið upp þá nýjung í stjórnun gengisáhættu að gefa fyrirtækjum kost á að breyta lánum úr einni mynt í aðra hvenær sem er á lánstímanum. Hingað til hafa myntbreytingar einungis verið mögulegar á gjalddögum lánanna. íslandsbanki býður körfumynt Þetta kom fram á haustfundi ís- landsbanka sem haldinn var á fimmtudag með mörgum af helstu viðskiptavinum bankans. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri, sagði að viðskiptavinir gætu breytt mynt á öllu láni eða hluta láns eða breytt úr einni mynt í margar myntir. Þeir þyrftu einfaldlega að hringja inn, gengið væri fest og viðskiptin af- greidd á tveimur dögum. Frakkland og Benelux- löndin kemur í höfn. Hann kveðst vinna að við- skiptum 200 til 300 franskra fyrir- tækja við ísland og sagði í lok upp- lýsingafundarins í gærmorgun að Touquet-flugvöllur, skammt frá sinni heimaborg, væri upplagður áfangastaður sendinga með ferskan fisk og hugmyndir væru uppi um leiðir til að taka þær upp að nýju. Flogið var á tímabili með glænýj- an fisk til Frakklands en horfið frá því vegna þess að erfitt reyndist að Þá nefndi Tryggvi að margir við- skiptavinir bankans vildu losna við gengisáhættuna sem fylgdi hreyf- ingum á milli erlendra gjaldmiðla og hafa eingöngu áhættu gagnvart íslenskri krónu. Margir hefðu reynt að líkja eftir gengisvoginni með því að blanda íjórum eða fleiri gjaldmiðl- um saman í sínum skuldum. Þessu fylgdi hins vegar mjög mikið um- stang og útilokað að veijast allri áhættu vegna hreyfinga milli er- lendu gjaldmiðlanna. Islandsbanki hefði því í undirbúningi svokallaða körfumynt sem væri með sömu sam- setningu og gengisvog íslensku krónunnar, en hún er samsett úr 16 myntum. „Við myndum þannigjafna sveiflur erlendu gjaldmiðlanna að fullu innbyrðis fyrir þá sem nýttu þetta,“ sagði hann. Um kostina við fylla flugvélarnar á leiðinni aftur til íslands. Nú er flogið með ófrystan fisk til Belgíu, en aðaldreifing ís- lenskra sjávarafurða á þessu svæði er eftir sem áður frá Boulogne. Sam- starfsmaður Gourlet, Jean-Claude Corset, segir eftirspurn eftir nýjum fiski í keðjum stórmarkaða og slíkar verslanir gætu auðveldlega fyllt flugvélar af frönskum varningi sem eftirspurn reyndist eftir. íslandsdeild verslunarráðsins gæti ef til vill kann- að það mál. körfumynt sagði Tryggvi að minni kostnaður fylgdi slíkum lánum í samanburði við það að dreifa áhætt- unni með mörgum myntum. Með því að taka slíkt lán gætu fyrirtæki nýtt sér lægri vexti og betri kjör, en gengisáhættan yrði einangruð við íslensku krónuna. Þreföldun viðskipta á sex árum Umfang gjaldeyrisviðskipta í bönkum og sparisjóðum hefur þre- faldast á síðustu sex árum, að því er fram kom hjá Tryggva. Vöru- og þjónustuviðskipti hafa ekki breyst mjög mikið heldur hafa ýmis konar önnur viðskipti verið að aukast veru- lega sem rekja má til eignahreyf- inga, arðgreiðslna, framvirkra við- skipta o.fl. Sól-Víking tekur við Pripps og Foster’s SÓL-VÍKING hf. hefur tekið að sér sölu, dreifingu og aðra umsýslu öl- tegundanna Pripps og Foster’s sem Vífilfell ehf. annaðist áður. Eru þess- ar breytingar gerðar í kjölfar sam- einingar Víking hf. og Sólar hf. en Vífilfell á meirihluta í hinu samein- aða fyrirtæki. Nokkrir starfsmenn Vífilfells hafa þegar verið ráðnir tii starfa hjá Sól- Víking til að annast viðskipti með öl og léttöl og segir í frétt frá Vífil- felli að allir samningar og kjör um sölu á ölinu verði óbreytt. Stefán Steinsen verður sölu- og markaðs- stjóri, Nikulás Jónsson mun veita þjónustudeild forstöðu og Þórður Gunnarsson verður sölufulltrúi. Hjá Vífilfelli ehf. hefur Páll Líndal tekið við sem sölustjóri kvikmynda- og veitingahúsa af Stefáni Steinsen. ------» + 4---- Uppreisn gegn háu gjaldi kapalstöðva Washington. Reuter. TVEIR voldugir neytendahópar í Bandaríkjunum hafa skorað á eftir- litsyfirvöld að frysta gjöld kapalsjón- varpsstöðva og halda því fram að verðið hækki stjórnlaust. Samtökin Consumers Union og Consumer Federation of America hvetja alríkisfjarskiptaráðið, FCT, til að endurskipuleggja gjaldskrár kapalstöðva til að halda verði niðri og taka upp strangari hömlur á eign- arhaldi kapalkerfa og efni þeirra. Sjóvá með 3% hlut í TM SAMNINGAR eru á lokastigi um að Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. kaupi u.þ.b. 3% hlut í Tryggingamiðstöðinni af Bún- aðarbankanum. „Trygginga- miðstöðin er gott fyrirtæki og við lítum á það sem góða fjár- festingu að eignast hlut í því,“ sagði Ólafur B. Thors, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Al- mennra, í samtali við Morgun- blaðið, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Búnaðarbankinn keypti um 9,71% hlut í Tryggingamiðstöð- inni í sumar af tveimur hluthöf- um félagsins, Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal og dánarbúi Ág- ústs Sigurðssonar í Stykkis- hólmi. Bankinn keypti þessi bréf eingöngu með það fyrir augum að selja aftur og hefur selt eitthvað af bréfum til við- bótar við fyrrnefndan 3% hlut. Nýjung í fyrirtækjaþjónustu íslandsbanka Breyta má myntsamsetningu lána hvenærsem er UmhverfisstjdrnuniSSs Leitast verður við að svara ettirfarandi: ^ Hver hefur þróun síðustu ára í umhverfismálum fyrirtœkja og stofnana verið? A hvaða sviðum skipta þau mestu máli? lívernig eiga minni fyrirtæki og stofnanir að byrja ef þau œtla að taka á umhverfismálum sínum og hvemig tengist sú vinna stjómun t.d. á gæðamálum fyrirtœkjanna? STAÐUROG TÍMI: Miðvikudagur 15. október kl. 12.50 -17.00 Hótel Loftleiðir- bfó.salur 1. hæð VERÐ: Verðkr. 5.500,- Ncmendur: kr. 2.500,- SKRÁNING OG UPPIÁSINGAR: Áskrifstofu Endumrenntunarstofnunar HÍ: Sfmi: 525-4923 Símbréf: 525-4080 Tölvupóstur: endurm@rhí.hi.is DAGSKRÁ: Setning: Guðmundur Bjamason, umhverftsráðherra Umhverfisniál? Þtirfum við í meðalstórum fyrirtækjum eða sveitarfélögum nokkuð að spá í þau? Halldóra Hreggviðsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og byggðatceknisviðs hjá VSÓ Ráðgjöf. Unihverfisstjómunarkerfi Helga fóhanna Bjamadóttir,umhverfisverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun. Tengsl umhverfisstjórnunar við gæðastjórnun og fyrstu skrefin í innleiðingu umhverfisstjómtmar. Haraldur Á. Hjaltason, rekstrarráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf LÝSI HF: Baldur Hjaltason, forstjóri ODDI HF: Þorgeir Baldursson, forstjóri RíKf SSI’í'i AI ,AR: Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri tœknisviðs FRIGG HF: Sigurður Geirsson, framkvœmdastjóri Endurmcnntunarstofnun @) SAMTÖK IÐNAÐARINS n Iðntæknistofnun Chrysler reynir að auka sölu í Evrópu Frankfurt. Reuter. CHRYSLER Corp, þriðji helzti bíla- framleiðandi Bandaríkjanna, vonast til að sala fyrirtækisins í Evrópu aukist um nálega 30% 1997 í um 120.000 til 130.000 bíla, en ætlar ekki að reisa fleiri verksmiðjur í Evrópu. Aðalframkvæmdastjóri Chrysl- ers, Robert Eaton, sagði í viðtali við Die Welt að fyrirtækið vonaðist til að árleg sala fyrirtækisins á næstu fimm árum mundi aukast um 20 af hundraði. Chrysler gegnir litlu hlutverki í Evrópu miðað við keppinautana General Motors og Ford og seldi 102.000 bíla í álfunni 1996 sem var 0,7% markaðshlutdeild. Chrysler á verksmiðju í Austur- ríki, þar sem framleiddir eru jeppar og litlir sendiferðarbílar. Að sögn Eatons mun fyrirtækið ekki fara að dæmi GM og Ford og reisa fleiri verksmiðjur í Evrópu, enda fram- leiðslukostnaður hár. Vonað er að sala aukist nokkuð þegar ný Chrysl- er Neon gerð verður aftur sett á markað. Sala á Neon hefur valdið vonbrigðum, en gerðin hefur verið endurhönnuð fyrir Evrópumarkað. I > l ! I I ! I I í i I í t I I , I I I ;U

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.