Morgunblaðið - 08.10.1997, Page 15

Morgunblaðið - 08.10.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 15 ERLENT Árlegt flokksþing breskra íhaldsmanna hafið í Blackpool Óvægin sj álfsgagnrýni einkennir umræðuna Blackpool. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter WILLIAM Hague, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, heilsar forvera sínum, John Major, á flokksþinginu í Blackpool. ARLEGT flokksþing breskra íhaldsmanna var sett í Blackpool í gær og sjálfsgagnrýnin sem ein- kenndi umræðuna þar þótti minna á fjölmennan meðferðarfund. Ræðumenn leituðu skýringa á kosn- ingaafhroði íhaldsflokksins fýrir fimm mánuðum og hvöttu flokks- mennina til að taka höndum saman og láta af áralöngum deilum sínum. Fulltrúarnir á þinginu fögnuðu einna mest þegar nýi flokksleiðtog- inn, William Hague, og forveri hans, John Major, sögðu að innbyrðis deilur íhaldsmanna væru meginor- sök kosningaósigursins sem batt enda á 18 ára valdatíð þeirra. Maj- or varpaði fram þeirri spurningu hvort hann kynni að eiga sök á ósigrinum en fulltrúamir þögguðu niður í honum með því að hrópa hátt og snjallt: „Nei!“ „Klofinn, hrokafullur, síngjarn og fláráður" „Komið á umbótum innan flokks- ins, styðjið William Hague, lærið aftur þá list að vinna saman, berj- ist um hvert sæti í öllum kosningum - eða beijist ykkar á milli og tapið kosningunum," sagði Major við mikinn fögnuð viðstaddra. Hague tók í sama streng, enda vonast hann til þess að geta komið á sáttum innan flokksins eftir margra ára deilur um Evrópumálin. „Þingflokkur okkar leit út fyrir að vera klofinn, hrokafullur, síngjarn og fláráður,“ sagði hann. „Flokkur- inn í heild virtist hafa glatað tengsl- unum við fólkið. Þetta er sannleikur málsins og við verðum að takast á við hann.“ Ræðan á flokksþinginu var mjög mikilvæg fyrir Hague sem er aðeins 36 ára og veit að hann verður að ávinna sér hylli almennra félaga flokksins til að geta stokkað upp í flokksstarfinu og mótað stefnu sem gæti komið íhaldsmönnum til valda aftur í næstu kosningum. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem var birt í vikunni, er aðeins fimmtungur Breta ánægður með frammistöðu hans. Hague viðurkenndi að hann ætti feikierfitt verkefni fyrir höndum en kvaðst sannfærður um að flokks- þingsins yrði minnst sem vikunnar er íhaldsmenn sneru vöm í sókn. „Vikunnar er við hættum að biðjast afsökunar. Vikunnar er við risum upp og stóðum upprétt að nýju. Þetta er vikan þegar allur heimur- inn sér að Ihaldsflokkurinn er farinn að láta til sín taka á ný.“ Gleymdu að klappa Fréttaskýrendur segja að Hague sé ekki enn nógu þekktur meðal breskra kjósenda og fyrsta verkefni hans sé að breyta því. Viðhorfs- kannanir benda til þess að of fáir hafi heyrt af honum, að minnsta kosti þar til Tony Banks, íþrótta- málaráðnerrann orðhvati, kallaði hann „fósturvísi" í vikunni sem leið. Ráðherrann baðst reyndar afsökun- ar á ummælunum en þau beindu athygli margra kjósenda að barns- legu brosi nýja flokksleiðtogans. Cecil Parkinson lávarður, for- maður íhaldsflokksins, sagði að þótt Hague væri ungur hefði hann mikla reynslu af atvinnulífinu og stjórnmálunum. „William Hague er sigurvegari," sagði hann á flokks- þinginu. „Hann er rétti maðurinn í starfið!" Það er ef til vill til marks um ástandið innan flokksins að fulltrú- arnir fögnuðu ekki þessari upphróp- un formannsins. „Þið áttuð að klappa!“ hrópaði Parkinson og fékk þá loks lófatakið sem hann beið eftir. 70% studdu Hague Fram hefur komið að fimmtung- ur íhaldsmanna studdi ekki nýja flokksleiðtogann og umbótaáform hans í atkvæðagreiðslu meðal fé- laga flokksins fyrir þingið. Af 400.000 kjörseðlum, sem voru send- ir út, bárust 180.000 aftur og 70% þátttakendanna greiddu atkvæði með Hague. Forystumenn flokksins segja þessa fyrstu almennu atkvæða- greiðslu meðal félaga flokksins til marks um að hann hafi enn mjög öflugan kjarna dyggra flokks- manna þrátt fyrir mesta ósigur breskra íhaldsmanna frá 1906 í þingkosningunum 1. maí. Mestu umbæturnar í 120 ár íhaldsflokkurinn gaf í gær út 39 síðna bækling þar sem kynnt eru áforrn um mestu umbætur á starf- semi íhaldsflokksins í 120 ár. Meginmarkmið umbótanna er að auka áhrif almennra flokksmanna á starfsemi flokksins. Allir félagar íhaldsflokksins eiga að fá atkvæðis- rétt í öllum leiðtogakosningum flokksins og í atkvæðagreiðslum um stefnuskrá og val á frambjóðendum í næstu kosningum. Félögunum verður einnig tryggður réttur til að velja fulltrúa í nýja flokksstjórn og boðaðar eru aga- og siðareglur sem eiga að hindra að þingmenn og aðrir fulltrúar flokksins geti komið óorði á hann. Martröð mark- mannsins The Daily Telegraph. ELLEFU ára gamall strákur, sem fenginn var til að verja mark knattspymuliðs fullorð- inna, náði næstum þvf að setja heimsmet, er hann fékk á sig 41 mark. Daniel Sutton á sér þann draum að standa einn daginn í marki enska landsliðsins. Þegar hann fór með systur sinni einn daginn að horfa á kærastann hennar leika með Torrington í deildinni í North Devon-héraði kom í ljós að einungis sex liðsmenn Torr- ington voru mættir til leiks. Daniel var sendur heim að sækja skóna, enda hafði hann einungis fengið á sig eitt mark það sem af var keppnis- tímabilinu hjá strákum undir 12 ára. Hann hélt hreinu fyrstu fimm mínúturnar í marki Torrington, en síðan kom holskeflan. Erfitt að spila við fullorðna „Ég var eiginlega allan leiktímann að taka boltann úr netinu en ég varði oft vel og ég held að þeir hefðu skor- að helmingi fleiri mörk ef ég hefði ekki verið í markinu. Það var rosalega erfitt að spila við fullorðna. Ég er rúm- lega einn og fímmtíu og stór eftir aldri en þeir voru miklu stærri og þyngri," sagði Dan- iel eftir leikinn. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er mesta tap í knatt- spyrnuleik fullorðinna 45 - 0. Lokatölur þarna í North Dev- on urðu Torrington 1, Barn- staple Amateurs 41. Hefði Torrington ekki tekist að safna í fullt lið hefði leikurinn verið blásinn af, en liðið hafði þá þegar tapað þrem stigum í deildinni vegna þess að nokkrir liðsmenn mættu ekki til leiks. „Þegar leikurinn var búinn sögðu þeir að ég væri mjög duglegur og hugrakkur. Ég held með Arsenal og David Seaman er uppáhalds leik- maðurinn minn. Ég vona bara að honum gangi betur í Róm en mér í dag,“ sagði Daniel og skírskotaði þar til jands- leiks Englendinga og ítala í undankeppni heimsmeistara- mótsins, en leikurinn fer fram á laugardag í Róm. Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugamesveg, færðu slátur, nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Einnig tilbúið slátur í kössum. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18. Síminner568 1370.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.