Morgunblaðið - 08.10.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR að hljóðið hélt innreið sína í sjónlistir, helstan tjámiðil þagnarinnar, var að sjálfsögðu stutt
í aðrar hjáleitar athafnir svo sem fóðrun smáfugla. Listaverkið er eftir hinn unga Kestius Andrasiún-
as (f. 1973) og er frá 1995.
„Neðanmálsgreinar“
MYNDLIST
Kjarvalsstaöir
SAMTÍMALIST
FRÁ LITHÁEN
Opið alla daga frá 10-18.
Til 12. október. Aðgangur 300 kr.
Sýningarskrá 500 krónur.
ÞAÐ er ekki ýkja mikið sem rýn-
irinn þekkir til af myndlist frá Lit-
háen, eða Lithaugalandi, sem
til skamms tíma var lokuð ein-
ing sovétvaldsins. Einstaka
myndir hins viðurkennda raun-
sæis sama valds bar þó fyrir
sjónir hans í Rostock, á tímum
Tvíærings Eystrasaltsland-
anna, meðan sá var og hét,
aðallega frá Vilnu eða Vilnius
sem höfuðborgin nefnist. Hins
vegar veit hann að samskipti
norrænna listamanna við balt-
nesku löndin þrjú, Eistland,
Lettland og Litháen, var um-
talsverð á þeim góðu tímum
fyrir margt löngu er þau gátu
heitið sjálfstæð, einkum Finn-
lands og Svíþjóðar, enda liggja
strandlengjurnar meira og
minna saman. í Stokkhólmi var
eitt sinn mikil sýning á list
þjóðanna er dijúga athygli
vakti. Þá er rétt bæjarleið milli
Helsingfors og Tallin í finnska
flóanum, höfuðborgar Eist-
lands.
Það var því eðlilega af mik-
illi forvitni sem ég nálgaðist sýningu
á litháskri samtímalist í vestari sal
Kjarvalsstaða, en komst þá að því
að hugtakið „samtímalist" er skil-
greint á mjög svipaðan hátt og með-
al afmarkaðs hóps ungra í „fram-
varðsveitinni" hér á útskerinu. Það
er annars afar margt líkt með þess-
um einangruðu þjóðum, þrátt fyrir
að íbúatala Litháen mun nær 4 millj-
ónum. Helst í þá veru að ef einum
gengur vel vilja allir hinir fylgja í
fótspor hans og líkja eftir honum.
Þetta eru að vísu einkenni meðal
flestra þjóða, telst til eðlisborins
metnaðar sem býr með hveijum heil-
brigðum einstaklingi, en ber sums
staðar meir á þeim en annars staðar
og tekur á sig skringilegar myndir.
Einangrunin gerir að menn verða í
ríkara mæli auðtrúa og um leið auð-
veldari fómardýr alþjóðlegra bendi-
prika er fjarstýra íþrótta- og listhug-
tökum, bólusetja og heilaþvo óþrosk-
uð ungmenni.
í grein nr. 66 í sýningarskrá í
samantekt Raimundas Malasaukas,
rakst ég á þessar upplýsandi máls-
greinar: Nr. 66; „íþrótta-hetju- þjóð-
in: Þegar hin litháska stjarna í
bandaríska körfuboltanum, Arvydes
Sabonis, keypti sér flösku af Issey
Myake ilmvatni fyrir karlmenn í
borginni Kaunas í Litháen seldist
það nær samstundis upp í öllum
verzlunum" (!). Nr. 68; Að hlaupa
fyrir Litháen ... - Núna-? Og til
hvers? „Hlaupari FYRIR“ gefur til
kynna að það sé nauðsynlegt að
hlaupa fyrir Litháen vegna þess að
landið sé „óþekkt“: Það sé miskilið
sem nafn á matseðli, Króatíu eða
áfengistegund. „Hlaupari FYRIR"
samsamar sig við alla þjóðina. í
huga hans „eykur það frægð Lithá-
en“ að hlaupa með þessi auðkenni
á alþjóðlegum vettvangi." Nr. 73;
„Listamenn sem spyija spurninga
búa í Vilnius." Nr. 74; „Það fyrir-
finnst engin lithásk samtímalist;
aðeins listalífið í Vilnius, og það er
steingelt í þjóðleika sínum. Það sam-
L, ,
m
GJÖRNINGUR Zilvinas Kempinas (f.
1969), andlitsmyndir, steingervingar frá
1996, er það sem helst vekur athygli.
anstendur af listamönnum frá öllum
landshomum; í Vilnius geta þeir tal-
að ensku við ókunnuga, á sama tfma
og þeir þegja í návist hvers annars.“
Allt eru þetta meira en kunnugleg
einkenni, þjóðlegheitum hafnað sem
myrkum miðöldum og enskan tekin
fram yfir þjóðtunguna, sem einkum
sér stað í textum myndanna. Rétt
að minna á, að t.d. franskir og rúss-
neskir núlistamenn gera það sjaldn-
ast og notast þó einnig við texta.
Sýningargestirnir verða í fyrstu
hálf gáttaðir, því þeir eru lítið nær
um list Litháa eftir skoðun fram-
kvæmdarinnar, sem er afar keimlík
tilraunum annarra listamanna af
sama upplagi í vestrinu og gæti allt
eins komið frá Sidney, San Franc-
iskó eða Singapúr, þetta sett fram
með allri virðingu fyrir þessari teg-
und listar, en sannfæring mín og
vissa er, að til séu fleiri hliðar á
blóðríkri litháskri samtímalist. Þær
vildi ég og margir fleiri einnig hafa
fengið að sjá og sömuleiðis fá tæki-
færi til að rýna í hvað gert hefur
verið í myndlist í þessu marghijáða
landi f tímans rás, en talið er að það
hafi verið hernumið í 22 skipti. Má
vera mjög spennandi og upplýsandi
um kúgaða þjóð með ómælda og
aðdáunarverða frelsisþrá.
Menn verða því að taka sýning-
unni sem afmörkuðum og á sinn
hátt eðlilegum hræringum í litháskri
list eftir 1990, og segir nokkuð að
fimm af sjö listamönnum eru um og
yfir þrítugt, sá yngsti, Kestutis An-
drasiúnas, einungis 24 ára. Einn,
Gintautas Trimakas, er fæddur
1958, en langelstur er málarinn
Povilas Ricardas Vaitekúnas fæddur
1940. Torsótt mun mönnum reynast
að finna lithásk sérkenni í verkunum
sjálfum, og er ráðlagt að lesa texta
sýningarskrár, en þeir geyma upp-
lýsandi fróðleik og tilvísanir, þannig
að gesturinn ætti frekar að ná áttum
um bakgrunn og inntak verkanna.
í flestum tilvikum er þannig um
að ræða unga og framgjama lista-
menn á línu með þeirri hug-
myndafræði sem kennd er í
svonefndum fjöltæknideildum
listaskólanna. Rýnirinn sá gott
sýnishorn slíkra víða að í
Brúnu kjöthöllinni í Kaup-
mannahöfn í tilefni menning-
arborgarárs 1996 og einnig á
Gámasýningunni svonefndu,
en báðum sýningunum gerði
hann skil á síðum blaðsins. Og
þessi ójarðtengda kúvending
frá sósíalraunsæinu er mjög í
anda einangrunar eins og við
þekkjum afar vel til hér á landi,
einkum er menn hurfu frá hlut-
bundinni túlkun eftir stríð, og
er hugmyndafræðilega liðið fór
á einni nóttu að mála í anda
nýbylgjunnar í upphafi níunda
áratugarins. Hér er verkið með
fótboltanum og fylltu lakks-
kónum eftir Deimantas
Narkevicius (f. 1964) mjögein-
kennandi og mun trúlega kím-
in vísun til íþróttahetjuhug-
taksins. Miðsalurinn telst líf-
rænasti hluti sýningarinnar með sín-
um 50 andlitsmyndum, stein-
gervingum, í gipsi eftir fyrrnefndan
Kestutis Andrasiúnas (f. 1973). Hið
stóra veggtjald Audrius Vovickas (f.
1968) „Svartur engill“ frá 1996
samansett af 1.521 ljósmynd og
Jafnvægislist Audrius Novickas (f.
1968) sem er hvítur trefjaglerhlutur
með lágan þyngdarpunkt, smíðaður
í flugvélaverksmiðju, magnari fyrir
hljóðmerki, hátalarar, aska, tuska
frá 1996, koma ekki ókunnuglega
fyrir sjónir.
Viðbótin er svo helst myndbandið
stóra „í hunangi“, 1996, eftir hinn
þrítuga Eglé Rakauskaité, en er
sömuleiðis mjög í línu með því sem
maður sér á myndbandasýningum.
Mikill misskilningur að telja fram-
sláttinn neikvæða gagnrýni í sjálfu
sér, gjömingarnir geta allt eins skoð-
ast sem hliðstæða og fullgilt innlegg
í skylda samræðu í heimslistinni eins
og átti sér stað um abstraktið og
strangflatalistina á sínum upphafsá-
rum. Hér er þó um mun altækari
hreyfmgu að ræða, og hvorug stefn-
an var viðurkennd salonlist né því
síður sérstakt námsfag í listaskólum
þeirra tíma, enn síður var um að
ræða hræringar á heimsvísu.
Auðvitað þakkar maður fyrir
þetta brotabrot litháskrar Iistar með
miklum virktum, en biður um leið
um stærra og fyllra samhengi í
framtíðinni. Aleitinni spurningu um
inntak og eðli litháskrar listar telst
enn ósvarað, en allt er fyrst ...
Bragi Ásgeirsson
Syngjandi
fiðlutónn
TÓNLIST
Gcrðarsafn
KAMMERTÓNLEIKAR
Gerður Gunnarsdóttir og Anna
Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk
eftir Mozart, Beethoven og Snorra
Sigfús Birgisson. Mánudagurinn
6. október 1997.
í EFNISSKRÁ tónleikanna vantaði
að gera grein fyrir kaflaheitum í
sónötum Mozarts og Beethovens, en
úr því var bætt með sérprentuðum
fylgimiða. Á þessum miða var ekki
talað um hraðaheiti, heldur kafla-
heiti, sem vekur upp þá hugmynd
að ítölsku „hraðaheitin“ séu flest í
raun ranglega þýdd. Largo (Breiður
- stór) þýðir ekki hægt og Allegro
(glaðlega) ekki hratt og er því miklu
fremur leiðsögn um leikmáta frekar
en hraða. Auðvitað má tengja
stemmningu við ákveðinn hraða, þó
hins vegar væri athugandi, hvort
nákvæmari þýðing á svonefndum
„hraðaheitum" gæti haft í för með
sér meiri skilning á innihaldi tón-
verkanna. Tónleikarnir hófust á són-
ötu í B-dúr, K454, eftir Mozart.
Gerður Gunnarsdóttir er frábær fiðl-
ari og flutti hún sónötuna af mikilli
mýkt, sérstaklega fyrsta þáttinn.
Klassískur flutningur hennar og yf-
irveguð tónmótun er „evrópsk“ og
því hefði farið betur á að píanóleikar-
inn hefði verið aðeins tónmýkri og
hefði jafnvel mátt loka flyglinum
alveg, „eins og sagt er“. Þó verður
að hafa það í huga að hljómrými
salarins er mun hagstæðara fyrir
flygilinn en fiðluna.
Annað viðfangsefnið var Nove-
lette, eftir Snorra Sigfús Birgisson,
er var einstaklega vel flutt og var
samspilið oft mjög fallega mótað í
styrk og blæbrigðum andstæðra tón-
hugmynda. Fyrir undirritaðan var
flutningur Gerðar og Önnu hrein
endursköpun á þessu ágæta verki,
frá því að hafa heyrt það flutt í Iðnó
fyrir nokkrum árum. Tónleikunum
lauk með síðustu fiðlusónötunni eftir
meistara Beethoven en verkið er op.
96 (1812). Þetta verk er oft tilgreint
þegar Qallað er um lýrískar tilhneig-
ingar meistarans, sem urðu mjög
áberandi á „þriðja tímabilinu" og
einnig tengist áhuga hans á alþýðu-
lögum, aðallega enskum, sem hann
raddsetti um svipað leyti og hann
samdi op. 96 og lagaflokkinn An die
feme Geliebte, píanósónötuna i e-
moll, op. 90 og sellósónötuna,
op.102. Hinar svarthvítu og skörpu
andstæður, sem einkenndu oft tón-
mál Beethovens eru horfnar og í
staðinn eru mörg síðustu verka hans
orðin sérlega ljóðræn, friðsæl og
bera í sátt við lífið og tilveruna .
Syngjandi fiðlutónninn hjá Gerði
og klassískur flutningur hennar var
í anda verksins og oft brá fyrir fal-
legum samleik, þó píanpið væri á
stundum nokkuð sterkt. í heild voru
þetta góðir tónleikar og var flutning-
ur Gerðar sérlega fallegur í fyrsta
þætti Mozarts-sónötunnar, frábær-
lega góður í Novelettunum eftir
Snorra Sigfús og einnig í sónötu
Beethovens.
Jón Ásgeirsson
ÚR kvikmyndinni Perlur og svín sem frumsýnd verður á morgun.
Frumsýnmg á
perlum og svínum
KVIKMYNDIN Perlur og svín eftir
Óskar Jónasson verður frumsýnd í
3 kvikmyndahúsum á morgun, 9.
október. Þetta er önnur kvikmyndin
sem Óskar gerir en kvikmynd hans
Sódóma Reykjavík var fmmsýnd
sumarið 1992.
íslenski draumurinn er viðfangs-
efni gamanmyndarinnar Perlur og
svín. Hjónin Lísa og Finnbogi eru
nýlega flutt til borgarinnar frá
Seyðisfirði og dreymir um að auðg-
ast hratt og komast svo í langt frí
til heitra landa. Þau kaupa niður-
nítt bakarí og byija að baka, meira
af vilja en getu. Þrátt fyrir smæð
bakarísins tekst þeim fljótt að stíga
á tána á risanum í brauðbransanum,
sem bregst við með offorsi. Það
reynist þeim Lísu og Finnboga dýr-
keypt.
Hjónin leika þau Ólafía Hrönn
Jónsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Með önnur stór hlutverk fara Ólaf-
ur Darri Ólafsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, María Guðmundsdótt-
ir, Edda Björgvinsdóttir og Ingvar
Sigurðsson.
Óskar er bæði leikstjóri og hand-
ritshöfundur Perlna og svína og
leitaði hann nýrra leiða við hand-
ritsskrifin. Kaus hann að setja þró-
un persónanna í hendur leikara
sem spunnu texta sem Óskar vann
síðan úr. Þröstur Leó Gunnarsson
leikur Erling sem kemur til starfa
í bakaríinu, nýsloppinn út af vafa-
sömum stað. „Það var margt við
vinnu myndarinnar sem kom
skemmtilega á óvart,“ segir Þröst-
ur. „Það að leikaramir skildu taka
þátt í persónusköpun i upphafi var
líka góð reynsla, þó svo að miklar
breytingar hafi síðan verið gerðar
á síðari vinnslustigum. Mér finnst
ég eiga svolítið meira í persónu
minni fyrir vikið.“ Hann segir Perl-
ur og svín lýsa dæmigerðum ís-
lenskum aðstæðum.
Kvikmyndatöku annaðist Sig-
urður Sverrir Pálsson, leikmynd
gerði Árni Páll Jóhannsson og bún-
inga Áslaug Leifsdóttir. Hljóð-
hönnun er Kjartans Kjartanssonar
og um klippingu sá Steingrímur
Karlsson. Gerð kvikmyndarinnar
var styrkt af Kvikmyndasjóði ís-
lands og Norræna Kvikmynda-
sjóðnum. Framleiðandi myndarinn-
ar ásamt Óskari er Friðrik Þór
Friðriksson.