Morgunblaðið - 08.10.1997, Page 24

Morgunblaðið - 08.10.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Jlfargtiiifybifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hailgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Sendiherra Kína mótmælir heimsókn varaforseta Tævans til íslands KREFST ÞESS AÐ LIEN VERÐIVÍSAÐ ÚR LANDI EVROPA GEGN KRABBAMEINI KRABBAMEIN leiðir til dauða fjórða hvers Evrópubúa. Krabbamein getur heijað á hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það var því af ærnu tilefni sem Evrópu- sambandið ýtti úr vör verkefninu „Evrópa gegn krabba- meini“ árið 1987. Þriðja áætlun þess verkefnis, sem Skúli Thoroddsen gerði grein fyrir hér í blaðinu í gær, spannar árin 1996 til 2000. Áherzluþættir eru einkum fjórir: krabba- meinsleit, krabbameinsvarnir, starfsþjálfum heilbrigðisstétta og síðast en ekki sízt kraÓbameinsrannsóknir. Þessi þriðja krabbameinsaágtlun Evrópusambandsins er stærsta einstaka heilbrigðisverliefni þess. Hún felur m.a. í sér rannsókn með þátttöku 270 þúsund sjálfboðaliöa til að kanna fylgni krabbameins við tilteknar neyzluvenjur. Vax- andi áherzla er og lögð á baráttu gegn reykingum. Sjálfgef- ið er að Island og önnur Evrópuríki utan Evrópusambands- ins leggi sitt af mörkum í átakinu „Evrópa gegn krabba- meini“ og standi að sérstakri „Evrópuviku gegn krabba- meini“, sem árlega er efnt til í októbermánuði. Skúli Thoroddsen leggur áherzlu á einstaklingsbundnar krabbameinsvarnir, samhliða samátaki Evrópuþjóða. í því sambandi tíundar hann svonefnd „Evrópuráð": höfnun tób- aksreykinga, hóf í áfengisneyzlu, dagleg neyzla ferskra ávaxta, grænmetis og trefjaríkrar fæðu, viðspyrna gegn offitu, hóf í sólböðum - einkum barna og varúð í umgengni við krabbameinsvaldandi efni. Fólk er og hvatt til að leita læknis ef það finnur fyrir hnúðum, fær sár sem gróa ekki eða ef breytingar verða á hægða- og þvaglátsvenjum. Konur eru minntar á að skoða bijóst reglulega og sinna skipulegri leit að forstigum vegna leghálskrabbameins. Samátak Evrópuþjóða á eftir að skila góðum árangri í leit að sjúkdómnum á forstigum, í meðferð hans og í rann- sóknum á rótum vandans. En einstaklingsbundnar og fyrir- byggjandi heilsuvarnir, sem felast í lífsmáta hvers og eins, skipta ekki síður máli. Heilbrigði til líkama og sálar er dýr- mætasta eign hverrar manneskju. HEIMSÓKN FRÁ TÆVAN KÍNVERSK stjórnvöid bregðast nær undantekningarlaust harkalega við er fulltrúar Tævanstjórnar eiga sam- skipti við fulltrúa annarra ríkja. Kínverjar líta á Tævan sem hérað í ríki sínu, sem neitar að hlýða kalli miðstýringarvalds- ins í Peking, og að samskipti við þetta „hérað“ jafngildi afskiptum af innanríkismálum Kínverja. Tævanir líta hins vegar á sig sem hina einu sönnu ríkis- stjórn Kína þótt þeir hafi orðið undir í baráttunni um alþjóð- lega viðurkenningu er stjórn Richards Nixons Bandaríkjafor- seta ákvað að taka upp samskipti við Pekingstjórnina í upp- hafi áttunda áratugarins. Sú afstaða byggðist á pólitísku raunsæi. Þrátt fyrir andstöðu við hina efnahagslegu og póli- tísku stefnu kommúnistastjórnarinnar var ekki hægt að líta fram hjá fjölmennasta ríki veraldar til lengdar og neita því um alþjóðlega viðurkenningu. Tævanir berjast hins vegar áfram fyrir sjálfstæðri viður- kenningu í samfélagi þjóðanna. Viðbrögð Kínastjórnar við einkaheimsókn varaforseta Tævans, Lien Chan, hingað til lands sýna glögglega hversu þungur sá róður er. Sendiherra íslands í Peking var kallaður á fund í kínverska utanríkis- ráðuneytinu og kínverski sendiherrann hér á landi afhenti stjórnvöldum mótmæli. íslendingar vilja eiga vinaleg og góð samskipti við Kín- veija. Samskipti ríkjanna á flestum sviðum hafa farið vax- andi á undanförnum árum og munu vonandi halda áfram að dafna. Það er hins vegar ekki hægt að fallast á að Kín- veijar segi íslenskum ráðamönnum fyrir um það, hvaða ein- staklinga þeir tala við. Þótt ísland viðurkenni Pekingstjórn sem hina lögmætu ríkisstjórn Kína á það ekki að koma í veg fyrir að við eigum viðskipti jafnt sem samskipti við fyrir- tæki jafnt sem stjórnvöld á Tævan. Ástæða er til að minna á, að við íslendingar áttum mikil viðskipti við Sovétríkin á valdatíma kommúnista. Við héldum uppi harðri gagnrýni á sovézk stjórnvöld fyrir einræði og kúgun. Sovétmenn reyndu á allan hátt að efla pólitísk áhrif sín hér en djúpstæður skoðanamunur á hinum pólitíska vett- vangi kom ekki í veg fyrir mikil viðskipti á milli þjóðanna. Harðvítugar deilur eru á milli ísraela og Palestínumanna í Miðausturlöndum. Við íslendingar, sem og aðrar lýðræðis- þjóðir tölum við báða aðila og hvorugur þeirra gerir tilraun til að koma í veg fyrir slík samskipti. Tilraunir Kínveija til þess að koma í veg fyrir samtöl okkar við Tævani eru til marks um vinnubrögð, sem okkur eru framandi og verða ekki til þess að auka veg þessa mikla ríkis í okkar augum. Kínveijar hafa mótmælt kornu Liens Chans, varaforseta Tævans, hingað til lands harka- lega. Karl Blöndal fjall- ar um heimsókn ferða- mannsins frá Tævan. SENDIHERRA Kína á íslandi, Wang Jiangxing, gaf í gær- kvöldi út tilkynningu þar sem Iagt er að íslenskum stjórn- völdum að vísa Lien Chan, varafor- seta Tævans, sem nú er staddur í óformlegri heimsókn á íslandi, úr landi. Fyrr í gær var stjórnendum fyrirtækisins Silfurtúns, sem vinnur nú að uppsetningu verksmiðju til að framleiða eggjabakka í Kína, tilkynnt að ekki yrði af fundum fulltrúa fyrir- tækisins með kínverskum ráðamönn- um í Peking vegna heimsóknar Liens. Fundirnir áttu annars vegar að snú- ast um eggjabakkaverksmiðjuna og hins vegar jarðhitaverkefni í Tíbet. Kínveijar hafa brugðist hart við vegna heimsóknar Liens, sem kom hingað til lands í óformlega heimsókn á mánudag og ræðir í dag við Davíð Oddsson forsætisráðherra, en afboðun viðræðnanna við fulltrúa Silfurtúns er fyrsta dæmið um beinar aðgerðir af hálfu Kína. í mótmælum sendiherr- ans segir að aðeins sé til eitt Kína, stjómin í Peking sé eini fulltrúi alls Kína og Tævan sé óijúfanlegur hluti Kína. „Laumast inn í ísland“ „Lien Chan hefur nú laumast inn í ísland, sem er í stjómmálasambandi við Kínverska alþýðulýðveldið, undir því yfirskini að hann sé „ferðamað- ur“,“ segir í yfirlýsingunni. „Hann hyggst stuðla að því hér að mynda „tvö Kína“, „eitt Kína og eitt Tæ- van“, og vinna spellvirki á góðum samskiptum milli Kína og íslands.“ Sendiherrann skrifar að með því að leyfa Lien _að koma í heimsókn til íslands hafi íslendingar gerst sekir um „alvarleg afskipti af innanríkis- málum Kína og sært tilfmningar kín- versku þjóðarinnar illilega" því að einu gildi í hvaða erindum hann sé sagður vera eða hvernig heimsókn hans sé skilgreind sé heimsókn hans opinber og „eðli hennar sérdeilis slærnt". Því næst fylgir krafa Kínveija um að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða: „Kína getur því ekki annað en brugð- ist hart við. Við krefjumst þess að stjórn íslands geri sér grein fyrir hagsmununum af samskiptum íslands og Kína, vegi kostina og gallana af alvöm og ákveði þegar hún gerir upp hug sinn að binda tafarlaust enda á heimsókn Liens og athafnir hans á íslandi og banni einnig öllum íslensk- um embættismönnum að hitta hann, hvort sem það er formlega eða „óformlega", sem svo er nefnt. Eila verða afleiðingarnar alvarlegar." Jiangxing hefur haft mikið að gera undanfarna tvo daga. Hann ræddi í gær við Geir H. Haarde, formann utanríkismálanefndar Alþingis, og í fyrradag gekk hann á fund embættis- manna í utanríkisráðuneytinu. Á mánudag var Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Peking, kallaður á fund í kínverska utanríkisráðuneyt- inu vegna heimsóknar Liens. Mót- mælabréf sendiherrans fylgdi í kjölfar yfirlýsingar, sem gefin var út í Peking í gær. „Kínveijar eiga ekki annars kost en að bregðast við af hörku,“ sagði Shen Guofang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, við blaðamenn í Peking í gær. „Við biðjum þau ríki, sem eiga í hlut, að leyfa Lien Chan ekki að koma í heimsókn þar sem það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir tvíhliða samskipti.“ I skeyti frá Reuíers-fréttastofunni sagði að Guofang hefði ekki viljað segja hveijar þær afleiðingar yrðu. I leiðara dagblaðsins Hong Kong Standard sagði hins vegar í gær að létu stjórnvöld í Kína reiði sína í ljósi vegna þessa máls hlyti að verða um meira en mótmæli formsins vegna (pro formá) að ræða. Þar er spurt hvort fyrir Tævönum vaki að tryggja að viðræður við ráðamenn í Peking frestist enn eða varaforsetinn hafi eingöngu verið gripinn ferðalöngun: „Hvort heldur sem er þjónar ferðin aðeins þeim tilgangi að eitra andrúms- loftið einmitt þegar við ættum að vera hreinsa burt alla pólitíska meng- un, sem liggur yfír sundunum [milli Kína og Tævans].“ Fundi aflýst Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Silfurtúns, sagði í gær að fulltrúar fyrirtækisins í Peking hefðu átt að eiga fund með fulltrúum ráðuneytis utanríkisviðskipta og efnahagssam- starfs Kína í dag. Að sögn Friðriks er verkefni Silfurtúns í Kína mjög langt komið og verið að ganga frá lokaatriðum samnings um að setja upp verksmiðju til að framleiða eggja- bakka fyrir Peking-borg. Hann kvaðst ekki óttast að þessum samningi væri stefnt í hættu, en þetta væri engu að síður slæmt. „Þetta tefur fyrir og tími er pening- ar,“ sagði Friðrik og bætti við að þetta væri um 100 milljóna króna verkefni. Hann sagði einnig að hann ætti von á að gera nokkra samninga til viðbótar fyrir áramót um að setja upp svipaðar verksmiðjur víðar í Kína. Það væri því „mjög slæmt" ef nú hlypi snurða á þráðinn. Silfurtún rekur skrifstofu með þremur starfsmönnum, þar af einum Islendingi, Rúnari Má Sverrissyni, í Peking og að auki starfa tveir menn á vegum fyrirtækisins við uppsetningu tækja. Tækin eru hins vegar framleidd í Garðabæ. Silfurtún er einnig fulltrúi Útflutn- ingsráðs íslands í Kína og átti að sitja fund í utanríkisviðskiptaráðuneytinu um jarðhitaverkefni í Tíbet í dag. Þeim fundi var einnig aflýst. Vilhjálmur Guðmundsson, for- stöðumaður iðnaðar og þjónustu hjá Útflutningsráði, sagði í gær að ætl- unin væri að halda óbreyttri áætlun. „Okkur var beinlínis sagt að vegna heimsóknar varaforseta Tævans gæti ekki orðið af þessum fundi á meðan á einkaheimsókn varaforseta Tævans stæði,“ sagði Vilhjáimur. „Ég lít svo á að þetta sé táknrænt. Þeir eru að senda okkur skilaboð um að þetta séu ekki bara orðin tóm, heldur láti þeir verkin tala. Ég held hins vegar að þetta sé mál, sem muni fjara út og leysast." Vilhjálmur sagði að jarðhitaverk- efnið í Tíbet væri á frumstigi. Hann kvaðst ekki vilja spá um hvert fram- haldið yrði á aðgerðum Kínverja, eða hvort þeim yrði haldið áfram eftir að heimsókn Liens lyki. Útflutningur til Kína eykst Verðmæti útflutnings frá íslandi til Kína nam 69 milljónum króna á síð- asta ári, en 238 milljónum króna á tímabilinu janúar til maí á þessu ári samkvæmt Hagtölum mánaðarins, sem Seðlabanki Islands gefur út. Sagði Vilhjálmur að viðskiptin við Kína hefðu vaxið margfalt eftir sýningu, sem hald- in var í Xingdao í nóvember i fyrra og næmi andvirði útflutnings 400 millj- ónum króna það sem af væri þessu ári. Vöruskiptajöfnuðurinn við Kína hef- ur verið íslendingum óhagstæður. í fyrra var andvirði innflutnings frá Kína 1,774 milljarðar, en 650 milljónir á tímabilinu janúar til maí á þessu ári. Andvirði útflutnings til Tævans nam hins vegar tæpum tveimur millj- örðum króna á síðasta ári samkvæmt Hagtölum mánaðarins og rúmum milljarði á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Verðmæti innflutningsvara frá Tævan hefur á sama tíma verið um helmingi minna en verðmæti út- flutningsvara. Lien Chan er á 10 til 12 daga heim- sókn til Evrópu og hafa dagblöð á Tævan sagt að hann muni einnig fara til Spánar og sennilega Frakklands og Belgíu. í dagblaðinu China Times, sem gefið er út í Tævan, sagði á mánudag að íslenskir embættismenn hefðu að- stoðað við að skipuleggja för varafor- setans þegar þeir heimsóttu Tævan. Vangaveltur um viðskiptaskrifstofu Tævan rekur viðskiptaskrifstofu í öllum ríkjum Evrópu utan íslands. í China Times sagði að ekki væri vitað hvort Lien hygðist ræða opnun slíkrar skrifstofu í viðræðum sínum hér á landi. John Chang, varaforsætisráð- herra Tævans, þvertók fyrir að slík skrifstofa yrði opnuð um leið og Lien færi brott frá íslandi og lagði áherslu á að meta þyrfti málið. „Það er mikilvægt að varaforseti okkar fari utan,“ sagði Chang. „Það varðar öryggi Tævans." Stjórnvöld í Peking hafa litið svo á allt frá því að borgarastyijöldinni lauk með sigri kommúnista árið 1949 og þjóðernissinnar undir forustu Changs Kaisheks flúðu til Tævans að Tævan væri uppreisnarhérað í Kína. Þegar spurst var fyrir um mótmæli Kínveija vegna heimsóknar varaforseta Tæ- vans í kínverska sendiráðinu í gær var spurt á móti: „Þú átt við Tævan- Kína?“ Kínveijar mótmæla ávallt af festu öllum formlegum samskiptum ríkja, sem þeir hafa við stjórnmálasamband, við Tævan á þeirri forsendu að um afskipti af kínverskum innanríkismál- um sé að ræða. Tævanar hafa nú stjórnmálasam- band við 30 ríki og eru flest þeirra í Afríku og Rómönsku Ameríku. Páfa- garður er eina ríkið í Evrópu, sem hefur stjórnmálasamaband við Tæ- van. íslendingar gengu frá samningi um stjórnmálasamband við Kínverska alþýðulýðveldið í desember 1971. Bandaríkjamenn slitu stjórnmála- sambandi við Tævan árið 1979 þegar þeir tóku upp stjórnmálasamband við Kína. Bandaríkjamenn hafa þó ávallt stutt Tævan gegn ágangi Kínveija og meðal annars veitt Tævönum hern- aðaraðstoð. Markmið Bandaríkjamanna er að styðja Tævana án þess að styggja Kínveija. Það hefur gengið misvel og fyrir tveimur árum andaði svo köldu milli Kínveija og Bandaríkjamanna eftir að þeir síðarnefndu ákváðu að leyfa Lee Teng-hui,forseta Tævans að koma í einkaheimsókn til Banda- ríkjanna, þar sem hann hitti meðal annars A1 Gore varaforseta og Bill Clinton forseta (þann síðarnefnda fyr- ir tilviljun, eins og haldið var fram) að nálgaðist frostmark. Þegar Kín- veijar reyndu að skjóta Tævönum skelk i bringu með heræfingum fyrir kosningarnar á Tævan í mars í fyrra sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip til eyjarinnar til að sýna stjórnvöldum í Taipei stuðning. Kínveijar mótmæltu einnig þegar Danir lögðu fram tillögu um mann- réttindamál í Kína hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrra og hótuðu að það mundi draga dilk á eftir sér. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það mál ekki leitt til samdráttar í viðskiptum Dana og Kínveija. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 25 Útfiutningnr til Kína jókst úr 69 milljónum í fyrra í 381 fyrstu átta mánuðina 1997 Stærsti fiskmarkaður heims eftir aldamót? Heildarútflutningur frá íslandi til Kína hefur margfaldast á seinustu mánuðum. Verðmæti útflutnings til Kína nam tæpum 7 0 milljónum í fyrra en frá janúar til ágústloka í ár var flutt ■-----------------—----->-------- á Kínamarkað fyrir 381 millj. kr. Omar Frið- riksson komst að raun um að Kínveijar lækk- uðu 1. október sl. tolla á sjávarafurðum sem Islendingar selja til Kína úr 30% í 15-20%. — ------------------------- Ymsir eru þeirrar skoðunar að Kína verði mikilvægasti einstaki markaður heims fyrir sjávarafurðir innan fárra ára. Mikilvægi kínverska mark- aðarins fyrir íslenskar sjávarafurðir fer stöðugt vaxandi. Breytingarnar eru svo örar að fæstir treysta sér til að spá með einhverri vissu um þróun- ina á kínverska markaðsveldinu þar sem nú búa 1,2 milljarðar manna. Ekkert land í heiminum getur sýnt fram á jafn mikla aukningu í inn- flutningi sjávarafurða síðustu ár og Kína og spáð er stöðugri aukningu á næstu árum. Eftir aldamót verði Kína sennilega stærsti einstaki mark- aður í heimi fyrir sjávarafurðir. Fisk- neysla Kínveija er talin hafa tvöfald- ast á seinustu fímm árum og er nú orðin um 20 kg á mann á ári. Áætl- að er að 70-100 milljónir íbúa hafi efni á að kaupa innflutt, tilbúin mat- væli. Skv. opinberum tölum í Kína hafa Kínveijar aukið innflutning sinn á sjávarafurðum úr sem svarar 400 milljónum Bandaríkjadala (28,4 millj- örðum ísl. kr.) í 1,5 milljarða dala (106,5 milljarða kr.) á tæpum fímm árum með vaxandi kaupmætti í ein- stökum héruðum og fylkjum. Áætlað hefur verið að það sem af er þessu ári hafi innflutningur sjávarfangs í Kína aukist um 10% frá í fyrra og að innflutningur sjávarafurða muni fjórfaldast fram til ársins 2010. Kína er án efa stærsti framleið- andi sjávarafurða í heiminum í dag og halda kínversk stjórnvöld því fram að þjóðin standi undir fjórðungi allrar sjávarafurðaframleiðslu í heiminum í dag (25 milljónum tonna). „Þrátt fyrir miklar veiðar og fisk- eldi í landinu dugar það ekki til að mæta eftirspurninni og því hafa þeir verið tilneyddir að opna landið fyrir innflutningi sjávarafurða frá öðrum löndum. Kína er án efa mikilvægasti markaðurinn fyrir sjávarafurðir af þeim markaðssvæðum sem eru í ör- um vexti í heiminum. Hann er örugg- lega sá stærsti," segir í skýrslu um markaðsathugun á Kína sem Vil- hjálmur Guðmundsson hjá Útflutn- ingsráði íslands gerði fyrir tveimur árum. Lítill útflutningur samanborið við Tævan og Hong Kong Útflutningur ísienskra aðila til Kína og fjárfestingar í landinu hafa verið sáralitlar fram á allra seinustu ár en íslendingar hafa hins vegar keypt þeim mun meira frá Kína. Á seinasta ári nam verðmæti innflutn- ings frá Kína 1.774 milljónum kr. og hefur hann farið stigvaxandi ár frá ári. Uppistaðan í innflutningnum hefur verið málmgrýti og kol sem íslenska jámblendifélagið hefur flutt inn en einnig hefur verið fluttur inn fatnaður, pappírsvörur, leðurvörur, sprengiefni o.fl. Á undanförnum árum vom loðnulýsi og land- fryst loðna uppistaðan í útflutningi íslenskra að- ila til Kína auk lítilshátt- ar karfa. Upp á síðkastið hefur hins vegar útflutningur á skel- rækju stóraukist. Þá hefur fyrirtækið Silfurtún ehf. náð stómm viðskipta- samningi í landinu um sölu og upp- setningu vélasamstæðu til fram- leiðslu á matarbökkum úr pappír fyr- ir kínversku járnbrautirnar. Silfurtún verður í samstarfi við kínverska aðila við framleiðsluna sem á að hefjast undir lok október og hafa opnað sölu- skrifstofu í landinu. Gera forráða- menn fyrirtækisins sér vonir um sölu á fleiri pappírsmótunarvélum í Kína ef vel tekst til, að sögn Björns Inga Sveinssonar, framkvæmdastjóra Silf- urtúns. Söluverðmæti vélarinnar sem nú er verið að taka í notkun nam rúmum 100 milljónum kr. Virkir Orkint hefur einnig um skeið unnið að jarðhitaverkefni í Tangoo-borg og eru nú hafnar við- ræður við aðila í Tíbet um sams kon- ar verkefni þar og undirbúningur undir það verkefni er í fullum gangi að sögn Vilhjálms Guðmundssonar. Árið 1993 var heildarverðmæti útflutnings til Kína 8,6 milljónir kr. Á síðasta ári skilaði beinn útflutning- ur til Kína 69,1 millj. kr. en á fyrstu átta mánuðum þessa árs nam verð- mæti hans 380,9 milljónum kr. Út- flutningur til Kína er enn sem komið er smár í sniðum samanborið við við- skipti íslendinga við Tævan og Hong Kong. í fyrra voru fluttar út vörur til Hong Kong fyrir 81,8 millj. kr. en markaðurinn í Tævan skilaði 1.605 milljóna kr. útflutningstekjum. Verðmæti útflutnings til Tævan hef- ur numið á annan milljarð kr. árlega allan þennan áratug. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því nokkuð hefur verið um óbeinan innflutning íslenskra afurða til Kína í gegnum milliliði í Evrópu og einnig hefur tölu- verður hluti innflutnings til Hong Kong verið fluttur áfram til Kína. Unnið markvisst að auknum samskiptum milli þjóðanna „Viðskiptin hafa verið lítil við Kína fram á seinustu ár en margfalt meiri við Tævan. Við sjáum hins vegar möguleikana í Kína, sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem þar eiga sér stað. Við fórum því af stað með markaðsrannsókn á árunum 1994 og 1995. Því var fylgt eftir þegar send var viðskiptasendinefnd með forseta íslands til Kína í ágúst 1995. Við höfum einnig tekið á móti viðskiptasendinefndum frá Kína og höfum unnið markvisst að því að auka samskiptin. Okkur varð það ljóst að samskiptaörðugleikar á milli landanna voru flöskuháls og réðumst við þá í útgáfu á kynningarriti um ísland á kínversku, sem var dreift í Kína í fyrrasumar. Héldum við svo mikla ráðstefnu í nóvember í fyrra þar sem við kynntum ellefu íslensk fyrirtæki samhiiða sjávarútvegssýn- ingu sem haldin var í Qingdao. Fjög- ur íslensk fyrirtæki voru með bás á sýningunni og í framhaldi af þessu fóru hjólin að snúast. Við gerðum okkur grein fyrir því að þarna væri markaður fyrir rækju en við höfðum fram að því lagt mesta áherslu á loðnu," segir Vilhjálmur Guðmunds- son í samtali við Morgunblaðið. 4.-6. nóvember næstkomandi verð- ur haldin önnur stór sjávarútvegs- sýning í Peking og er áætlað að 12.000 gestir verði á sýningunni, sem er talin mikilvægur vettvangur til að koma á viðskiptasamböndum og hasla sér völl á kínverska markað- inum. Meðal þátttakenda á sýning- unni í ár verða Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Hampiðjan, Samherji og Kassagerð Reykjavíkur. SH flytur út 1.400 tonn í ár SH hefur margfaldað útflutning sinn á skelrækju beint til Kína og gera áætlanir SH ráð fyrir að heild- arútflutningurinn á árinu verði um 1.400 tonn, skv. upplýsing- um Halldórs G. Eyjólfsson- ar, deildarstjóra hjá SH. Gott verð hefur fengist fyrir rækju í Kína og heimsmarkaðsverð hefur hækkað á þessu ári en einnig er nú unnið að markaðssetningu fyrir loðnu. Mjög lágt verð hefur hins veg- ar fengist fyrir síid, sem er eftirsótt í norðurhéruðum Kína. Nýlega kom fram í fréttum að norskir síldarút- flytjendur leggja mikið kapp á síldar- útflutning til Kína og ætla að vinna henni stóran sess á Kínamarkaði með von um að verð fari hækkandi með bættum efnahag þjóðarinnar. Halldór G. Eyjólfsson segir dæmi um að aðeins fáist 450 dalir fyrir tonnið ^ af síld en á sama tíma sé flutnings- kostnaður í gámi 350 dalir og skila- verð til framleiðenda því svo lágt að það skili engum hagnaði. Tollar lækka Hár flutningskostnaður og háir tollar og aðrar innflutningshindranir hafa verið helstu hindranir í vegi útflutnings íslenskra fyrirtækja til Kína. Einstakar tegundir hafa verið bundnar ákveðnum innflutningsk- vótum. Á þessu eru þó að verða mikilverðar breytingar, sem hafa _ greitt fyrir fijálsari viðskiptum. Fyr-' ~ ir nokkru afnam ríkið verðlagshöft á fiskverði og tollmúrar hafa lækk- að. Þannig hafa tollar á þeim sjávar- afurðum sem íslendingar selja til Kína nú verið iækkaðir úr 30% í 15-20% frá og með 1. október sl., skv. upplýsingum sem fengust á við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins. Útflyijendur hafa enn ekki feng- ið tollskiptinguna sundurliðaða eftir tengundum en telja þó ljóst að lækk- unin skipti miklu fyrir íslenska út- flutningshagsmuni. Toilalækkunin er liður í allsherjartollalækkun sem kínversk stjórnvöld tilkynntu í sein- asta mánuði þar sem tollar voru al- mennt lækkaðir úr 23% í 17% og nær hún til 4.800 vörutegunda eða 73% af öllum innfluttum vörutegund- um sem tollaðar eru í Kína. Þetta er í annað skiptið á árinu sem Kínveij- ar lækka tolla en aðgerðirnar eru liður í opnun Kína fyrir alþjóðlegum viðskiptum og aðlögun að reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en Kínveijar sækja fast að fá aðild að stofnuninni. Útflutningsráð telur mikilvægt að kannaðir. verði möguleikar á útflutn- ingi fleiri fisktegunda til Kína og áhugaverðir kostir kunni einnig að*' vera á framleiðslu tæknivara til fisk- vinnslu í Kína. Vilhjálmur Guð- mundsson varar þó við því að litið sé á Kína sem einn markað. í land- inu séu 30 fylki mjög misjafnlega í sveit sett en strandfylkin séu hvað áhugaverðust, enda uppgangur þar mestur og kaupgeta vaxandi. Ekkert lát er á uppganginum í Kína. Þótt lítillega hafi dregið úr hagvexti mældist hann 9,7% á sein- asta ári og verðbólga hefur farið lækkandi, var 6,1% í fyrra. Á ný- legri ráðstefnu á vegum OECD um framtíðarþróunina í Kína var því spáð að gera mætti ráð fyrir um 8% árlegum hagvexti í Kína næsta ára- tuginn. Bent var á að Kína er heim- kynni 22% alls mannkyns en þar er aðeins 7% ræktanlegs lands og því verði fæðuöfl- un meðal forgangsverk- efna stjórnvalda á komandi árum. Mestar líkur eru því á að Kínveijar muni sækj- ast eftir fiski í auknum mæli enda fiskneysla í hávegum höfð í Kína. „í Kína er fiskur táknrænn fyrir bæði góða heilsu og mikil auðæfí. Fiskafurðir eru því taldar vera mjög góðar gjafír til vina og fjölskyldu- meðlima,“ segir { skýrslu Útflutn- ingsráðs um Kína. Viðskipti Islands við Kína, Hong Kong og Taiwan Island Milljónir / |rína króna • l'jn« 2.000 yE3 Keypt frá Kína (cif-verð) B Selt tii Kína (fob-verð) 1.500 1.000 □ Keypt frá Hong Kong (cif-verð) - B Selt til Hong Kong (fob-verð) 500 Island / Taiwan -■ Keypt frá Taiwan B Selt til Taiwan (fob-verð) rrrrrrp iuiui 1991 199219931994199519961997 1991 19921993199419951996 1991 199219931994199519961997 Viðræður um verkefni í Tíbet íslensk fyrir- tæki á sýn- ingu í Peking

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.