Morgunblaðið - 08.10.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 08.10.1997, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 '1—.......... MINNINGAR t Ástkær móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA MAGNÚSDÓTTIR, Ljósheimum 9, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 7. október. Halldór Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Ástríður Halldórsdóttir, Inga Margrét Halldórsdóttir, og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA EINARSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 11, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víöihlíð, Grinda- vík, þann 25. september síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Víðihlíð Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SÍMON KRISTJÁNSSON, Túngötu 23, Vestmannaeyjum, andaðist mánudaginn 6. október. Anna Tómasdóttir, Helga Símonardóttir, Lfney Símonardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HÓLMSTEINN AÐALGEIRSSON múrarameistari, Hafnarstræti 17, Akureyri, sem lést þann 2. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 9. október klukkan 13.30. Guðrún Valdemarsdóttir, Aðalgeir Hólmsteinssn, Steinunn Thorarensen, Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson, Alma Lára Hólmsteinsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR EINARSSON fyrrv. lögregluþjónn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 9. október, kl. 15.00. Einar Gunnarsson, Ingibjörg Harðardóttir, Inga Gunnarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Skarphéðinn Þ. Helgason, Gunnar Th. Gunnarsson, Ásta Ásgeirsdóttir, barnabörn og langafabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN KARLSDÓTTIR, Brimhólabraut 6, Vestmannaeyjum, sem lést 30. seþtember si., verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum föstu- daginn 10. októþer kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Systrafélagið Alfa. Arnmundur Þorbjörnsson, Ásta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Gyða Arnmundsdóttir, Viðar Aðalsteinsson, og barnabörn. GUÐMUNDUR ÞOR VARÐARSON + Guðmundur Þorvarðarson fæddist í Vindási á Rangárvöllum 14. maí 1915. Hann lést á heimili sínu, Há- túni 10, 30. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sólveig Jóns- dóttir og Þorvarður Sveinbjörnsson, bóndi í Vindási. Guðmundur var einn sex systkina, hin eru Sigurður, lést barnungur, Vigdís, látin 1933, Jón, býr í Vindási, Lilja, býr í Reykjavík, og Filipus, býr í Reykjavík. Guðmundur eignaðist tvo syni, Ómar og Þorvarð Reyni. Guðmundur starfaði við bif- reiðaakstur hjá Samvinnuf élaginu Hreyfli frá árinu 1944 til ársins 1989. Hann kenndi einnig á bíl. Útför Guðmund- ar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þeir náðu þér ekki. Þjófarnir sem biðu á hornunum og tóku venjulega aurana þína eða lygalauparnir sem töluðu þér á bak og hlógu að sýnum þínum og upplifunum eða háu herr- arnir sem þú skildir ekki hvernig fóru með peninga og sitt ríkidæmi. Því núna, vinur, ert þú kominn með Jesú í veiðilendurnar eilífu. Þar finnurðu fískana sem þú sást í æsku þinni í óspjallaðri náttúru landsins, og fuglana færðu að sjá fljúga frjálsa. Þú varst góður maður, Guðmund- ur. Hógvær, lítillátur, örlátur, þó varstu sjálfum þér nógur og allt þitt var klárt og kvitt. Þú varst ein- faldlega alveg frábær persóna. Allir báru þér söguna vel, og alls staðar var þér boðið uppá kaffi. Þú fylltist ekki hroka vegna þessa. Þú varst mín hjálparhella þegar ég flutti inn í Hátún og aldrei bar skugga á vin- áttu okkar þennan tíma. Minning þín^ lifír. Ég sakna þín, vinur, en ég sam- gleðst þér líka að fá hvíldina sem þú þráðir svo heitt. Það er skarð fyrir skildi í Hátúni 10, þinn smit- andi hlátur eða hlýjan sem streymdi frá þér. Ég man þegar þú varst rændur ekki alls fyrir löngu, þá sagðir þú: „Að þurfa þennan skóla ennþá.“ Þetta lýsir þér svo vel því að róin var einstök. Þrátt fyrir mikið mótlæti í lífinu sagðir þú mér samt einu sinni þeg- ar ég spurði hvernig væri að líta til baka: „Þetta hefur verið sól- skinsdagur!“ Jesús og ísrael voru okkur hugleikin umræðuefni og jafnan þegar þetta bar að góma sagði þú: „Fannstu kraftinn sem kom núna?!“ Það er gott að hafa kynnst þér og mér finnst einsog nú sért þú ríkur en ég fátækur. En einsog þú sagðir sjálfur þegar dauði einhvers barst í tal: „Hann hefur verið kallaður annað, þar sem þörfin er.“ Ég kveð þig, vinur, bið þér góðr- ar hvíldar í veiðilendunum þar sem þú situr með Jesú og horfir yfír. Ég hlakka til að hitta þig þar. Ég sendi Þorvarði samúðarkveðju því ég veit að hann hefur misst mest. Magnús Einarsson. JÓN GUÐMANN VALDIMARSSON + Jón Guðmann Valdimarsson var fæddur í Gula- ráshjáleigu, Austur- Landeyjum, 5. októ- ber 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 28. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkj u 4. október. Elsku afi, það var á sunnudagskvöldið sl. að þú varðst enn einn af ástvinunum til að kveðja á þessu ári. Það var dimmt úti og hellirigning, innanbrjósts var tilfínningin eins. Þegar komið er að kveðjustund lítur maður alltaf yfir farinn veg og langt upp úr standa ferðirnar sem við fórum niður i fjöru áður en flóðgarðurinn var byggður. Þú varst maður fárra orða, en sýndir væntumþykju þína alltaf með þéttu faðmlagi og klappi á kollinn. Amma mín, Guð gefí þér styrk og huggun í sorg þinni. Vertu sæll elsku afí. Dagný Hrund. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur eins og svo margir aðrir. Vonandi ertu kominn á betri stað þar sem veikindi eru ekki til, í faðmi ann- arra vina _sem fallnir eru frá. Ég kynntist þér ekki fyrr en eftir að veikindi fóru að hijá þig, en í þessi 24 ár hefur þú staðið þig eins og hetja sem ég er stolt af. Það er ekki hægt að segja það um marga en ég hef aðeins einu sinni séð þig reiðast, það sýnir hversu góður og þolinmóður þú varst. Alltaf þegar þú vissir að við vorum á leiðinni í heim- sókn mátti sjá þig í eldhúsglugga- num kíkjandi eftir okkur. Ég er þér þakklát fyrir stundirn- ar sem við áttum saman og fegin hversu vel ég kvaddi þig síðast þeg- ar við hittumst. Hafðu það alltaf sem best. Elsku amma og pabbi, ég hugsa til ykkar og megi það styrkja ykkur í sorg ykkar. Sóley Huld. Elsku afi minn. Mér þykir leiðin- legt að þú skulir hafa kvatt okkur, en samt var það gott þín vegna því að vonandi líður þér betur. Það verður skrýtið að fara til ömmu á Eyrarbakka, en ekki til ömmu og afa. En leiðinlegast þykir mér samt að hafa ekki kynnst þér áður en þú varðst svona veikur, en mér skilst að þú hafír verið mjög laginn í höndunum, sem sannast mjög vel á skápnum sem er inni í stofu hjá okkur, en það var alltaf þitt fyrsta verk þegar þú komst til okkar, að skoða skápinn og stijúka hann. En það sem ég mun muna best eftir, eru þétt faðmlög þín alltaf þegar við hittumst. Afi minn hafðu það gott á nýjum stað, þar sem ég veit að mamma mun taka vel á móti þér. Takk fyr- ir allt. Þín Signý Hlíf. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn yfír í annan heim, þar sem þér líður örugglega betur. Það verður skrítið að koma á bakkann og þú ekki þar. Þegar ég var lítil á bakkanum í búaleik, varst þú alltaf að fylgjast með leiknum og glottir örugglega í laumi. Og þegar ég fermdist smíð- aðir þú svefnbekk handa mér þó að heilsan leyfði það ekki og mun ég alltaf halda uppá þennan svefn- bekk. Þegar ég og fjölskyldan mín kom- um stormandi í heimsókn til þín og ömmu, varðst þú alltaf svo glaður að sjá strákana og þér fannst þeir aldrei óþægir, bara venjulegir strákar. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig. Ragnhildur Hafdís, Páll, Ingi Hrafn, Þórarinn Arni og Jón Guðmann. DAGNÝ ÓLAFSDÓTTIR + Dagný Ólafsdóttir fæddist á Bíldudal 1. september 1976. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Asdís Asgeirsdóttir og Ólafur Egilsson. Systkini hennar eru Anna Heiða, Guðný og Egill. Dagný fluttist í Bræðra- tungu árið 1986 og bjó þar alla tíð síðan. Útför Dagnýjar fór fram frá Selvogskirkju í kyrrþey. Elsku Dagný. Með þessum orð- um viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir það sem þú gafst okkur árin þín í Bræðratungu. Þú munt seint gleymast þeim sem kynntust þér. Glaðværð þín var smitandi. Þú komst ætíð fagn- andi og umvafðir okkur fölskva- lausri hlýju og hressileika. Þér var oft mikið niðri fyrir og vildir segja svo margt. Ef þú áttir ekki orð, þá dugði táknmálið þitt og lát- bragð. Þú gladdist yfir hveijum nýjum degi og gladdist með hveijum þeim samferðamanni sem þú hittir. Þú hafðir góð áhrif á fólk og áttir alltaf einn sólargeisla handa hveij- um og einum sem varð á vegi þín- um. Yfirleitt varstu miðdepillinn, þegar við komum saman til að gera okkur glaðan dag. Þrátt fyrir fötlun þína varstu einskis eftirbát- ur í vinnu og leik. Stórt tómarúm hefur verið skilið eftir í hjörtum okkar. Við deildum með þér heimili og þar varstu eins og barn okkar og systir. Bræðra- tunga verður aldrei söm. Við eigum erfitt með að skilja tilgang Guðs, að kalla þig svo skyndilega burt, því líf þitt var svo sannarlega eng- inn táradalur. Þú ferð þó ekki ein. Þér fylgir áreiðanleika einkavinur- inn „Kiddi“, sem við hin höfðum ekki hæfileika til að skynja, en sem þú ein gast séð og deildi með þér öllum gleði- og sorgarstundum. Við sendum foreldrum þínum, systkinum og öðrum aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Starfsfólk og íbúar Bræðratungu, ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.