Morgunblaðið - 08.10.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.10.1997, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 f----------------------------- MINNINGAR LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN + Lilja Halldórs- dóttir Steinsen fæddist í Reykjavík 15. janúar 1923. Hún lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 29. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blöndu- k óskirkju 4. október. Elsku amma. Það var erfitt að frétta að nú værir þú farin frá okkur, en það er samt gott að vita að nú líður þér vel og þarft ekki að þjást meir. Helgina, sem ég sá þig síðast, hrakaði þér mjög. Fyrst varst þú hress og ég hélt að svona yrði það alla helgina, en svo reyndist ekki vera. Það var erfitt að fara suður aftur, því ég vissi að þetta væri sennilega síðasta skiptið, sem ég væri hjá þér fyrir norðan. Fyrir stuttu frétti ég svo að það hefði gerst „kraftaverk“, eins og j» Hanna frænka orðaði það, því þú hresstist svo skyndilega og fórst heim og hittir vini þína. En þegar þér hrakaði aftur og öll börnin þín fóru til þín, vissi ég að nú myndir þú ekki fara heim aftur. Það var alltaf svo gott að koma norður til þín. Þú varst oft að prjóna á barnabömin og barnabarnabörnin og segja okkur frá hinum og þess- um fyrir norðan. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Oft þegar ég kom norð- ur, sýndir þú mér gamlar myndir j^og fræddir mig um þær. Þegar við vorum hjá þér, varst þú oftast nýbú- in að baka, og það var mjög oft sem einhver í húsinu kom til þín og þið sátuð saman yfir kaffibolla og höfð- uð alltaf eitthvað að segja. Það verður skrýtið að fara norður og geta ekki framar heimsótt þig, amma mín. Ég vil þakka þér fyrir allt og vonandi eigum við eftir að hittast aftur á öðrum stað. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. 0 • Fyrst sigur sá er fenginn, fýrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Steinunn Þórdís. Elsku amma. í fáum orðum langar mig að minnast þín og þakka þér einu sinni enn fyrir allt sem þú gafst mér og mínum í gegn um tíðina. Fyrstu sex árin af ævi minni þjugguð þið afi heima á Haukagili félagi við foreldra mína. Márgar eru minningarnar frá þessum árum. Fyrst koma upp í hugann stundirn- ar þegar við systurnar sátum hjá þér niðri í herbergi þar sem þú flett- ir í myndaalbúmum og sagðir frá atburðum frá því í „gamla daga“. Það var nokkuð sama frá hveiju þú sagðir, allar frásagnir urðu eins 'og lítil ævintýri í okkar eyrum. Aftur og aftur báðum við þig að segja okkur, einu sinni enn, frá prakkarastrikum pabba og Sævars og svo viðbrögðum afa við þeim. Og alltaf hlógum við öll því þú sagð- ir svo skemmtilega frá, t.d. þegar pabbi og Sævar stóðu í rúmunum sínum og kepptust um hvor gæti pissað lengra út á gólfið, þar sem þeir höfðu frá þér ströng fyrirmæli um að halda sig inni í herbergi í veikindunum og ekki láta sjá sig frammi. Eða þegar „Gunna litla“ og Guðmundur voru í tilhugalífinu og afa þótti kveðju- kossinn vera fulllangur úti á hlaði eftir ball, svo honum þótti ástæða til að sýna sig á síðbrókinni úti á tröppum um hánótt. Margar fleiri voru sög- urnar sem þú sagðir með svo mikilli frá- sagnarlist að ég fékk á tilfinninguna að allt hefði verið skemmti- legt sem gerðist í „gamla daga“. Þegar þið afi fluttuð svo niður á Blönduós hættum við systkinin að geta sótt til ykkar niður í kjallara, en fórum þess í stað að hlakka til að fara í kaffi á Blöndubyggðina, til ykkar þegar farið var í kaupstaðarferð. Það voru föstu punktarnir, eins þegar ég flutti norður, þá var það óbijótanleg regla að koma við hjá ykkur bæði á suðurleið og eins á leiðinni til baka. Alltaf man ég eftir því þegar ég kom fyrst með Valda og kynnti hann fyrir ykkur. Þá spurði ég hvernig ykkur litist á piltinn. Afí var ekkert að skafa utan af því og sagði á sinn rólega og yfirvegaða hátt, að hann liti eflaust betur út ef hann klippti hárið styttra, en þú sagðir að hann réði því nú líkast til sjálfur hvernig hann væri um höfuðið. En þér að segja, amma mín, þá held ég að þið hafið bæði haft nokkuð til ykkar máls. Afi þó ekki síður! Mér finnst ég sjái ykkur bæði brosa núna. Fyrir fimm árum fluttum við Valdi heim á Haukagil og ljölgaði þá samverustundunum. Það var okkur ómetanlegt að hafa haft ykk- ur svona nálægt og getað leitað til ykkar. Símon og Kata eiga eftir að sakna þín, ekki síður en afa, sem dó fyrir tveimur árum. Við eigum öll fjársjóð í minningunum um ykk- ur. Þú hefur nú fengið hvíldina eftir að hafa þurft að kljást við erfiðan sjúkdóm síðustu mánuðina. Takk fyrir allt sem þú gafst mér í gegnum árin, elsku amma. Harpa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, þar sem ég sit hér og hugsa til þín, taka tárin að streyma. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér hjá okkur, að eiga ekki eftir að hitta þig þegar ég kem norður. Þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið um miðjan september varst þú orðin fárveik. Það voru erfið spor aftur suður, því sjálfsagt vissum við báð- ar að þetta var í síðasta sinn sem við kvöddumst. Þú faðmaðir mig og sagðir: „Við skulum segja að ég verði hressari næst þegar þið kom- ið.“ Og ég vona, elsku amma mín, að þér líði miklu betur núna. Efst í minningunni eru fjölskyldumótin sem við héldum, þar sem við vorum öll saman komin. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn - stóri hópurinn þinn, sem þú varst stolt af. Þar leið þér vel. Þannig ætla ég að minnast þín, hressrar, kátrar og fullrar af umhyggju. Elsku amma mín, ég kveð þig nú að sinni því við eigum eftir að hitt- ast aftur annars staðar. HRAFN S VEINBJÖRNSSON Elsku pabbi, Eggert, Gunna, Gústý, Inga, Gréta og aðrir ástvin- ir, megi góður guð styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning ömmu. _Þín sonardóttir, Ólafía L. Sævarsdóttir (Lóa). Síðdegis mánudaginn 29. sept- ember sl. gerði snarpan hríðarbyl af norðvestri hér um Húnavatns- þing er minnti afdráttarlaust á komu hausts og vetrar. Laufblöðin hrundu af tijánum og voru þar með dæmd til þess að sameinast gróður- moldinni með fyrirheitum um end- urlífgun á næsta vori. Rétt í sama mund háði Lilja Halldórsdóttir Steinsen, um árabil húsfreyja á Haukagili í Vatnsdal, lokabaráttu við sjúkdóm þann, er um nokkurra mánaða skeið hafði eytt kröftum hennar. Sjálfri var henni ljóst að hvetju fór og tók því með yfirveg- aðri ró og æðruleysi. í samráði við lækni sinn hafnaði hún tvísýnum sjúkdómsaðgerðum og kaus að taka örlögunum, þeim er verða vildu og nú eru orðin. Við þann sem þessi orð skrifa ræddi hún um að hlutverki sínu væri lokið og mætti hún vel við una. Lýsti þessi skoðun lífsferli Lilju öllum að gera gott úr hlutunum og vera sátt við sjálfa sig og aðra. Orsakaði þetta að gott var að vera í návist hennar. Henni var tamara að afstýra vandamálum en að skapa þau. Návist hennar var bætandi hvar sem hún fór. Hálf öld, fimmtíu ár, eru síðan Lilja kom inn í vatnsdælskt sam- félag, þá öllum ókunn í sveitinni. Hafði hún, þá um vorið, ráðist sem ráðskona til næsta nágranna míns og frænda, Konráðs bónda á Haukagili, er tekið hafði við búi eftir lát föður síns og búið með móður sinni um nokkur ár. Koma Lilju að Haukagili markaði þátta- skil í búskaparsögu Haukagils. Móðursystir mín, Ágústína Gríms- dóttir, hvarf á braut og lét völdin í hendur ungu stúlkunnar sem var raunar hárgreiðslumeistari að mennt. Sem næsti nágranni var ég nærri því daglegur gestur á Haukagili og fylgdist því vel með öllum háttum heimilisins. Mjög tókst Lilju að halda öllum í föstu formi og tileinka sér hefðir um- hverfisins. Engin breyting varð á er hún varð eiginkona Konráðs á næsta ári og hlaut húsmóðurstöðu í stað þess að vera ráðskona í byijun dvalarinnar á Haukagili sem urðu þrír áratugir eða þar til sagan endurtók sig og ný kynslóð tók við. Á dvalartíma Lilju á Haukagili var vaxtar- og blóma- skeið í sveitinni. Fjórar ungar kon- ur höfðu komið til sögu á svipaðan hátt og Lilja. Allar reynst með farsælni, eignast stórar fjölskyldur er gáfu fyrirheit um jákvæða framvindu. Þá voru um 250 íbúar í Áshreppi og vissulega blómlegt samfélag. Þau Haukagilshjón, Lilja og Konráð, urðu um áratug seinni til þess að flytja burt úr Vatnsdalnum en við Saurbæjarhjónin. Hvor- tveggju hlýddu kalli tímans að láta afkomendum okkar í té hlutverk það er við höfðum haft um áratuga- skeið og haft náin kynni og sam- starf. Hér á Blönduósi hélt samleið okkar áfram þótt ekki yrði eins samofin sem áður hafði verið. Hún var þó alltaf góð. Konráð frændi minn varð á undan konu sinni að hverfa af sviðinu og nú er svo einn- ig um Lilju. Mjög þynnast nú raðir samferða- fólksins í Vatnsdalnum og ljóst er að maður er sjálfur sem farþegi á ströndinni er bíður þess að vera kvaddur til ferðar út í ómælið. Mín síðustu orð verða að þessu sinni að tjá Lilju á Haukagili þakk- ir mínar, konu minnar og barna okkar fyrir hin löngu og góðu kynni. Samúðarkveðjur eru fluttar börnum þeirra Lilju og Konráðs, tengdabörnum og öllum afkomend- um. Grímur Gíslason frá Saurbæ. + Hrafn Svein- björnsson fædd- ist í Hleiðargarði í Eyjafirði 12. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum hinn 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 29. september. Hrafsi, eins og við bræðurnir kölluðum hann, var fæddur í Hleiðargarði í Eyja- fjarðarsveit, sonur hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur og Sveinbjarnar Sigtryggssonar er síð- ast bjuggu að Saurbæ í Eyjafirði, því myndarbúi. Hann var yngstur sex systkina en Rósa var elst, síðan komu Her- bert, Daníel, Sigtryggur, Guðrún og Hrafsi. Rósa, Herbert og Daníel eru látin. Það mun hafa verið á árinu 1942 sem ungur glókollur, 14 ára gam- all, framan úr Eyjafirði birtist á heimili foreldra okkar bræðra, Friðriku og Herberts, í Hafnar- stræti 29 á Akureyri. Hann var að hleypa heimdraganum í fyrsta skipti ungur að árum, fullur sjálf- strausts, gjörvilegur á velli og fríð- ur sínum. Hrafsi var kominn í bæinn, það leyndi sér ekki, fullur af tápi og fjöri og þetta var engin stutt kurt- eisisheimsókn, hann var kominn til að vera og nema bifvélavirkjun á bifreiðaverkstæðinu Mjölni. Já, gló- kollurinn ungi var kominn til að takast á við lífið. Móðir okkar bræðranna, Friðrika Hallgrímsdótt- ir, bjó honum gott heimili, sem son- ur hennar væri, og faðir okkar, Herbert Sveinbjörnsson, studdi við bakið á honum fyrstu árin í nám- inu, enda hann í þá daga bílaspraut- ari _á Mjölni. Árin liðu og Hrafsi útskrifaðist í bifvélavirkjun með miklum sóma og var það mál manna er til þekktu að þarna væri efnispiltur á ferð, sem síðar kom á daginn því hann varð einna færastur manna í sinni grein er fram liðu stundir og vann við bifvélavirkjun, fyrst á Mjölni og síð- ar á Þórshamri í yfir 50 ár og lengst af sem verkstjóri. Árið 1949 steig Hrafsi mikið gæfuspor er hann kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni Báru Jakobsdóttur Óls- en, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu allt til leiðarloka. Eign- uðust þau hjónin níu börn, átta dætur og einn son, en eftirlifandi eru átta börn því óskírð Hrafnsdóttir dó stuttu eftir fæðingu í ágúst 1947. Sigrún, Guðbjörg, Rósa, Arna, Edda, Harpa, Þóra og sonurinn Hrafn, átta mannvænleg börn, komust á legg í faðmi ástsælla foreldra og stóð Bára eins og klettur á mann- mörgu heimili, sem einkenndist af myndarskap atorkukonu. Hrafsi var góður drengur, hógvær, æðrulaus og hæglátur en stutt í brosið og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, enda ósjaldan að við bræðurnir leit- uðum til hans með bíla okkar þegar eitthvað var að og gengum þá ekki bónleiðir til búðar. Hann var heiðar- legur og hreinskiptinn og var ekki með neina hleypidóma um einn eða neinn heldur reyndi hann að gera gott úr hlutunum og fórst það vel úr hendi. Í mannfagnaði var hann hrókur alls fagnaðar, enda mikill söngmað- ur og unnandi góðrar tónlistar og söng með Karlakór Akureyrar í mörg ár. Hrafsi barðist æðrulaus og af hetjuskap við illvígan sjúkdóm síð- ustu mánuði, en varð að lúta í lægra haldi í baráttunni við ofurmáttinn þó svo að ekki væri hans lífsmynst- ur að gefast upp. Við bræður kveðjum þig, kæri vinur og frændi, með söknuði, þökk- um þér fyrir allt, einnig móðir okk- ar Friðrika, og í sameiningu biðjum við Guð almáttugan að gefa Báru, börnunum og öðrum aðstandendum styrk í þeirra sorg og söknuði yfir missi mjög góðs drengs, sem fór frá okkur öllum langt um aldur fram. Blessuð sé minning Hrafns Sveinbjörnssonar. Hjörleifur, Örn, Rafn, Hjörtur og Sveinbjörn Herbertssynir. Afmælis- og minningargreinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöf- unda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skila- tíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningar- greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningargrein- um fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- blað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyr- ir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.