Morgunblaðið - 08.10.1997, Side 35

Morgunblaðið - 08.10.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 35 Tommi og Jenni BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Sannleikurínn úr þingsölum Frá Lárusi Hermannssyni: í SÍÐASTA blaði „Listin að lifa“ er greint frá því, hvernig alþingismenn í Reykjavík og Reykjanesi greiddu atkvæði 18. desember 1995 um breytingar á lögum nr. 75/1981 um tekju og eignarskatt, sem fól í sér afnám 15% skattaafsláttar til ellilíf- eyrisþega, vegna tvísköttunar, sem þingið hafði áður samþykkt í tíð fyrsta ráðuneytis Davíðs Oddssonar. Og nú verða birt nöfn þeirra, sem greiddu atkvæði hér í Reykjavík, með því að fella þessi réttindi burtu: Já sögðu: Björn Bjartmars, Finnur Ingólfsson, Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Guðmundur Hallvarðs- son, Lára M. Ragnarsdóttir, Ólafur Ö. Haraldsson, Pétur H. Blöndal og Sólveig Pétursdóttir. Fjarstaddur var Davíð Oddsson. Nei sögðu: Ásta R. Jóhannesdótt- ir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón B. Hannibalsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson. Og þarna má sjá, án þess að vill- ast um, hveijir vildu hag eldri borg- ara hér í Reykjavík og hveijir vildu beija þá niður. Er ekki rétt að hafa það hugfast fyrir næstu kosningar, þegar þeir fara að gera hosur sínar grænar og gatlausar? Og svona greiddu þingmenn Reykjaneskjördæmis atkvæði gagn- vart 15% niðurfellingunni: Já sögðu: Árni M. Mathiesen, Árni R. Árnason, Hjálmar Árnason Fr.fl., Kristján Pálsson, Ólafur Ein- arsson, Sigríður A. Þórðardóttir og Siv Friðleifsdóttir, Fr.fl. Nei sögðu: Ágúst Einarsson, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, Rannveig Guð- mundsdóttir, Kristín Halldórsdóttir. Fjarstödd var Pétrína Baldursdóttir. Til áréttingar er þess getið sam- kvæmt ákvörðun félagsfundar í Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík hinn 8. mars 1997, skal birta niðurstöðu atkvæðagreiðslna á Alþingi í málum er varða íjárhag og félagslega af- komu aldraðra sérstaklega, svo aldr- aðir geti gert sér grein fyrir því hvernig þingmenn, sem sækjast eft- ir endurkjöri, hafa varið atkvæði sínu í málum er varða afkomu þeirra. (Endursagt.) Þessi samantekt er gerð af Hlöð- veri Kristjánssyni sem er gott að hafa fyrir fleiri en eldri borgara þessa lands. Því við vitum mörg, að fjöldi af afa- og ömmubörnum vilja ekki að alþingismenn og stjórnvöld þessa lands níðist freklega á þessum hópi manna. En' einmitt þetta unga fólk mun geta ráðið miklu í næstu kosningum, hveijir verða kosnir til setu á Al- þingi næsta kjörtímabil. Þess vegna er þetta birt í blöðum, fleirum en „Listin að lifa“. LÁRUS HERMANNSSON frá Ysta-Mói. Mér þykir það Ieitt að ég var of Við áttum í svolitlum vandræðum Eldhúsið okkar varð fullt af seinn, kennari. heima. argaþrasi. Svar við bréfi Benedikts Brynjólfssonar í Morgun blaðinu 18. september sl. Frá Finni Ingólfssyni: LEITT er að þú skulir ekki hafa fengið viðhlítandi upplýsingar um hvert þú ættir að snúa þér þegar þú hafðir samband við hin ýmsu ráðuneyti. Vil ég aðeins reyna að bæta úr þeim upplýsingaskorti. Það er hins vegar hvorki við hæfi né á mínu færi að gefa álit á einstökum atriðum er varða samskipti þín við einstök vátryggingafélög eða að fjalla um hugsanlegar breytingar á lögum er falla undir aðra ráðherra. Án þess þó að vilja taka neina afstöðu til þess er fram kemur í bréfi þínu vií ég benda þér á að um slys á áhöfnum skipa og ákvörðun bóta fer samkvæmt ákvæðum sigl- ingalaga, en þau lög heyra undir samgönguráðherra. Er mér reyndar kunnugt um að nefnd er að störfum um endurskoðun þeirra ákvæða lag- anna. Þá er einnig líklegt að kjara- samningur sá sem þú starfaðir eftir á þeim tíma er þú varðst fyrir slys- inu hafi að geyma ákvæði um slysa- tryggingar og örorkubætur. Vil ég benda þér á að hafa samband við stéttarfélag þitt þar um. Hafi slysið orðið með þeim hætti að útgerðin teldist bótaskyld, þannig að reyni á ábyrgðartryggingu hennar, koma til skoðunar ákvæði skaðabótalaga sem heyra undir dómsmálaráðherra. Teljir þú að starfshættir þess vá- tryggingafélags sem þú áttir sam- skipti við í kjölfar slyssins hafi ekki verið í samræmi við almenna við- skiptavenju í vátryggingamálum vil ég benda þér á að í gildi er reglu- gerð um neytendamáladeild hjá Vá- tryggingaeftirlitinu, nr. 693/1994, en þar geta neytendur fengið upplýs- ingar og komið kvörtunum á fram- færi telji þeir á sér brotið. Einnig er í gildi samkomulag á milli ráðuneyt- is míns, Sambands íslenskra trygg- ingafélaga og Neytendasamtakanna um Úrskurðarnefnd í vátrygginga- málum. Nefnd þessi er einnig vistuð hjá Vátryggingaeftirlitinu. Enginn á að þurfa að líða það að á honum séu brotin lög. Ef þú ert sannfærður um það að vátrygginga- félag það sem þú tilgreinir í bréfi þínu til mín hafi brotið á þér lög er það sjálfsagður réttur þinn að leita til dómstólanna til þess að fá úr- lausn þinna mála. Ég ítreka að mér þykir leitt að þú skuiir til þessa ekki hafa fengið þau svör og þá þjónustu sem þú telur þig eiga rétt á en vona að þetta svar mitt geri að einhveiju leyti grein fyrir hvernig málum er fyrirkomið í kerfinu margumtalaða. Með kveðju, FINNURINGÓLFSSON, viðskiptaráðherra. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.