Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 1
r
72 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
230. TBL. 85. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
55. ríkisstjórn ftalíu eftir stríð fallin eftir 17 mánuði við völd
Prodi biðst lausnar eftir
Reuter
Leiðtogar
heilsa
JACQUES Chirac Frakklandsfor-
seti horfír sposkur á er Borís
Jeltsín Rússlandsforseti veifar til
manníjölda fyrir utan Chez
Yvonne krána í Strasbourg í
Frakklandi í gær. Þar eru þeir
staddir vegna leiðtogafundar
Evrópuráðsins sem fram fer í
dag og á morgun.
■ Áhersla á mannréttindi/19
-------------
Skeggstutt-
ir strýktir
Kabúl. Daily Telegraph.
HERT hefur verið á eftirliti með
skeggvexti í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, og sæta karlmenn með
ónógan hárvöxt í andliti refsingu af
hálfu Taliban-stjórnarinnar.
„Þeir mældu skeggvöxtinn og
ákváðu að hann væri ónógur og ég
var hirtur. Sleginn sex sinnum á
hvora hendi með stálstreng," sagði
einn hinna snöggskeggjuðu, sem
varð fyrir barðinu á eftirlitssveitum
stjórnarinnar. Samkvæmt skipun
strangtrúarstjórnar múhameðstrú-
armanna mega afganskir karlmenn
hvorki raka skegg sitt né snyrta.
strand fjárlagafrumvarps
Róm. Reuter.
ROMANO Prodi, forsætisráð-
herra Italíu, baðst í gær lausnar
fyiir sig og ráðuneyti sitt eftir að
tilraunir til að fá þingmenn vinstri-
flokksins „kommúnískrar endur-
reisnar“, sem fram að þessu höfðu
stutt minnihlutastjórn Prodis, til
að samþykkja fjárlagafrumvarp
stjórnarinnar, strönduðu.
Prodi, sem hafði veitt fyrstu
vinstristjórn Italíu eftir lok síðari
heimsstyi'jaldar forsæti, kom í veg
fyrir að stjórnin byði lægi'i hlut í
atkvæðagreiðslu um fjárlagafrum-
varpið í neðri deild þingsins í gær
með því að bjóða afsögn sína. Það
er nú í höndum Oscars Luigis
Scalfaro forseta að ákveða hvort
hann fallist á afsögn Prodis eða
hvort hann feli honum um-
boð til myndtinar nýrrar
stjórnar. Walter Veltroni,
varaforsætisráðherra,
sagðist búast við að boða
þyrfti til nýrra þingkosn-
inga.
Kommúnistar
brugðust
Ríkisstjóm „Ólífubanda-
lags“ miðju- og vinstri-
flokka, sem sat í 17 mánuði undir
forystu Prodis, var háð stuðningi
þingmanna „kommúnískrar endur-
reisnar," til að tryggja stjómar-
frumvörpum brautargengi á þing-
inu. En kommúnistarnir, undir for-
ystu Faustos Bertinottis, neituðu
að styðja fjárlagafrumvarp-
ið íyrir næsta ár, sem fól í
sér verulegan niðurskurð
ríkisútgjalda. KommúiiisL
ar gerðu kröfur um breyt-'
ingar á frumvarpinu, meðal
annars um að lífeyrisþegar
og atvinnulausir fengju
meira í sinn hlut.
PRODI ygglir sig
á þinginu í gær.
Berlusconi vill
þjóðstjórn
Strax eftir að Prodi hafði yfir-
gefið þingið á leið á fund forsetans
tilkynnti Silvio Berlusconi, leiðtogi
Frelsisbandalags mið- og hægii-
flokka, sem era í stjórnarand-
stöðu, að Italía þyrfti á þjóðstjórn
beggja stærstu þingfiokkanna að
halda til að stýi-a landinu örugg-
lega í höfn Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópu, EMU. „Eina
raunhæfa lausnin er þjóðstjórn.
Það er öruggasta leiðin til að eiga
greiða leið inn í Evrópu og til að
gera umbætur á efnahagi lands-
ins,“ sagði Berlusconi.
Scalfaro forseti er sagður lítt
hrifinn af þvi að kallað verði til
kosninga þremur og hálfú ári áður
en kjörtímabili sitjandi þings lýk-
ur. Hann mun í dag og næstu daga
eiga fundi með forystumönnum
þingflokka til að kanna möguleika
á myndun nýrrar stjórnar, fyrst
með leiðtogum smærri flokkanna.
Prodi og Berlusconi hitta forset-
ann á mánudaginn.
Gardermo-brautinni
líkt við umhverfísslys
Reuter
Ósló. Morgunblaðið.
„UMHVERFISVERKEFNIÐ sem
varð að umhveríisslysi," segir Odd-
vard Nilsen, formaður samgöngu-
nefndar norska þingsins, um eitt
umfangsmesta klúður sem komið
hefur upp í samgöngumálum þai' í
landi, Gardermo-brautina svoköll-
uðu. Er sprengt var fyrir henni
nærri Ósló, reyndist bergið svo
óþétt að grunnvatnsstaða í ná-
grenninu hefur lækkað úr öllu valdi,
lítil vötn eru við það að hverfa og
hús hafa skekkst á grunni. Er reynt
var að þétta bergið var notað fyll-
ingarefni sem getur reynst hættu-
legt mönnum við þessar aðstæður.
Flytja á allt utanríkisflug frá
Fornebu til Gardermoen-vallar á
næsta ári og ætlunin er að yfii'
helmingur allrar umferðar til vallar-
ins verði með járnbraut. Nú bendir
allt til þess að veruiegar tafír verði
á að hún komist í gagnið vegna áð-
urnefndra vandamála með lagningu
brautarinnar. Stjórnvöld halda enn
fast við þá ákvörðun að flugvöllur-
inn verði tekinn í notkun á næsta
ári og fyrirséð era samgönguvanda-
mál, verði járnbrautin ekki tilbúin.
Lekinn í berginu kom í ljós í byrj-
un árs og hefur verið reynt með
ýmsum ráðum að hækka grunn-
vatnsstöðuna, sem hefur lækkað á
tólf ferkíiómetra svæði. Það hefur
hins vegar ekki tekist vegna þess
hversu mikið vatn lekur í jarðgöng-
unum og hefur jarðsig orðið á Hell-
erud-svæðinu við Ósló, með þeim af-
leiðingum að 61 hús hefur skekkst á
grunninum. Tvö þeirra hafa
skemmst svo mikið að norsku járn-
brautirnar hafa boðist til að kaupa
þau.
Til að bæta gráu ofan á svart
reyndist efni sem notað var til að
þétta göngin vera eitrað og hefur
starfið í göngunum verið stöðvað,
auk þess sem starfsmennirnir gang-
ast undir læknisskoðun. Sama efni
hefur verið notað við gangagerð í
Halland í Svíþjóð, þar sem fimm
kýr veiktust eftir að hafa drukkið
vatn sem rann úr göngunum. Um er
að ræða efnið Rhoca-Gil en í því er
m.a. akrýlamíð, sem er krabba-
meinsvaldandi og getur valdið út-
brotum og skaða á taugakerfi.
Hvölum
komið í sjó
HUNDRUÐUM sjálfboðaliða
tókst að konia 48 grindhvölum til
sjávar á ný eftir að 100 hvala
vaða synti upp í íjöru á Karikari-
ströndinni á norðurhluta Nýja
Sjálands í gær. Voru vinnuvélar
notaðar til að flytja þá sem
lengst voru komnir upp í fjöru.
Kínverj-
ar opni
markað
sinn
Genf. Reuter.
RENATO Ruggerio, fram-
kvæmdastjóri Heimsviðskipta-
stofnunarinnar (WTO), sagði í
gær, að Kínverjar yrðu að opna
fyrir innflutning á vörum og
þjónustu til Kína áður en þeir
gætu vonast til að langþráður
draumur þeirra um aðild að
WTO rættist.
Vill gagnkvæmni
Ruggerio varaði Kínverja við
því að búast við að þeim tækist
að yfirstíga allar hindranir, sem
enn væru í vegi aðildar, í ferð
Jiangs Zemins forseta til
Bandaríkjanna seinna í þessum
mánuði.
„Kínverjar verða að átta sig
á því að viðskiptalönd ætlast til
gagnkvæmni; að sami aðgangur
verði að þeirra markaði og þeir
hafa að mörkuðum erlendis,“
sagði Ruggerio í upphafi við-
ræðna við kínverska sendinefnd
um skilyrði fyrir inngöngu í
WTO.
Reno varð bálreið
Wa.shington. Reutcr.
JANET Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, kvaðst í gær hafa
orðið báh'eið yfir því hve Hvíta
húsið hefði dregið að afhenda
myndbandsupptökur af meintum
fjáröflunarfundum Bills Clintons
forseta í Hvíta húsinu.
Ráðuneytið hafði óskað eftir því
að upptökur af 44 kaffifundum
Clintons með aðilum er létu fé af
hendi rakna í kosningasjóði forset-
ans yrðu afhentar vegna rann-
sóknar á meintum brotum hans í
starfi.
Tilvist myndbandanna kom í ljós
1. október en það var ekki kynnt
ráðuneytinu fyrr en 4. október, eða
daginn eftir að Reno skrifaði þing-
mönnum bréf og hreinsaði Clinton
af broti í starfí.