Morgunblaðið - 10.10.1997, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997_____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ^
FRÉTTIR
SAMNINGUR hefur verið gerður
við hljómsveitarstjórann Rico
Saccani um að liann taki að sér
stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sin-
fóníuhljómsveitar íslands frá 1.
september 1998 til 30. júní árið
2000. Saccani tekur við af núver-
andi aðalhljómsveitarstjóra,
Petri Sakari, sem þá lætur af
störfum.
Rico Saccani hefur komið
hingað til lands nokkrum sinnum
og stjórnað Sinfóníunni. Það var
fyrir tilstilli vinar hans, Kristjáns
Jóhannssonar, óperusöngvara,
að Saccani stjórnaði tónleikum
til styrktar Barnaheill í Hall-
grímskirkju árið 1992. Síðast var
hann hér í mai 1995 og sljórnaði
konsertuppfærslu á óperunni
Othello eftir Giuseppe Verdi.
Saccani var ráðinn aðalhljóm-
sveitarstjóri Fílharmóníuhljóm-
sveitarinnar í Búdapest árið 1997
til þriggja ára og ætlar hann að
gegna því starfi samhliða starfi
sínu hér. Að auki kemur hann
fram sem gestastjórnandi víða
um heim, aðallega þó í Evrópu
og Asíu. Hann er bandarískur
ríkisborgari en rekur ættir sínar
til Ítalíu og Rúss-
lands. Saccani er
framúrskarandi
píanisti og fyrr á
árum kom hann viða
fram sem slíkur og
tók m.a. þátt í
Tchaikovsky píanó-
keppninni árið 1978.
Vill fá mikilsmetna
gestaleikara hingað
Rico Saccani er
staddur í Köln þar
sem hann stjórnaði
nýverið tónleikum
Fílharmóníuhljóm-
sveitarinnar þar í
borg og hljómsveit Kölnaróper-
unnar í uppfærslu á Falstaff eft-
ir Verdi. Hann segir það hafa
komið sér í opna
skjöldu þegar honum
barst i sumar boð um
að stjórna Sinfóníu-
hljómsveitinni.
„Tímasetningin var
góð og ég þekki
hljómsveitina af já-
kvæðu einu. Ég
gleðst þvi yfir þessu
boði og því að ég
skyldi geta tekið
starfið að mér en það
er ekki síst heiður að
fá að vera með hljóm-
sveitinni þegar hún
fagnar hálfrar aldar
afmæli sínu í mars
árið 2000.“
Aðspurður hvað hann hyggist
leggja áherslu á í starfi sínu seg-
ist Saccani ætla að leggja sig
fram við að fá hingað til lands
mikilsmetna gestaleikara víðs
vegar að úr heiminum. „Ég hef
áhuga á að stýra efnisskrá verka
sem hljómsveitin hefur ekki mik-
ið leikið að undanförnu. Hefð-
bundinni efnisskrá en engu að
síður áhugaverðri, bæði fyrir
hljómsveitina og áheyrendur."
Áherslur eftir bakgrunni
stjórnandans
Guðný Guðmundsdóttir, kon-
sertmeistari Sínfóníuhljómsveit-
arinnar, segist hlakka til samver-
unnar með Saccani. „Ég geri ráð
fyrir að við eigum eftir að leika
meira af verkum rómantíska
timabilsins og jafnvel óperur því
þær eru sérsvið Saccanis," segir
Guðný.
„Þó að tónlist sé alþjóðlegt list-
form þá fara áherslur alltaf eftir
bakgrunni stjórnandans. Það er
mín tilfinning að hann eigi eftir
að fara meira aftur í tímann en
við höfum verið og í því felst
auðvitað tilbreyting. Fjölbreyti-
leikinn verður að vera í fyrirrúmi
svo tónlistin.höfði til sem flestra."
Saccani ráðinn næsti
aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníunnar
Rico Saccani
Fangelsis-
dómur
staðfestur
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í
gær tveggja og hálfs árs fang-
elsisdóm Héraðsdóms Reykja-
vikur yfir Sigurbirni Gunnari
Utley, einum þriggja manna
sem dæmdir voru fyrir að hafa
ráðist á starfsmann verslana-
keðjunnar 10-11 og ræna pok-
um með uppgjöri.
Þremenningarnir voru sak-
felldir fyrir að hafa hinn 14.
apríl sl. með fyrirframgerðri
áætlun staðið að þessu ráni
og haft upp úr krafsinu 2,2
milljónir króna í reiðufé, 175
þúsund krónur í ávísunum og
4,1 m.kr. í rafrænum færslum,
alls 6.475 þúsund krónur.
Sigurbjörn Gunnar var sá
eini sem áfrýjaði en Hæstirétt-
ur tók sjónarmið hans ekki til
greina.
FÍB-trygging starfað í eitt ár
Beinn sparnað-
ur bíleigenda
1,1 milljarður
HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla
íslands áætlar að beinn sparnaður
bifreiðaeigenda vegna lægri ið-
gjalda sé tæplega 1,1 milljarður
króna á árinu 1997. Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda óskaði álits
Hagfræðistofnunar á þessu í tilefni
af því að eitt ár var í september
frá því Ibex Motor Policies tók að
sér tryggingar fyrir félagsmenn
FÍB.
Lækkun varð á iðgjöldum ann-
arra tryggingafélaga eftir að FÍB-
tryggingar tóku til starfa. FÍB
óskaði eftir áliti Hagfræðistofnun-
ar á beinum sparnaði bifreiðaeig-
enda vegna lækkunar á iðgjöldum
og lækkun vísitölu neysluverðs og
áhrifum þess á skuldir heimilanna.
Útgjöld vegna bifreiðatrygginga
hefðu orðið 6.432 milljónir króna
ef iðgjöld hefðu þróast eins og
verð á öðrum vörum og þjónustu.
Útgjöldin urðu hins vegar 5.335
milljónir króna. Beinn sparnaður
bifreiðaeigenda er því
1.096.452.165 krónur á árinu
1997.
Hagfræðistofnun áætlaði hvað
vísitala neysluverðs hefði hækkað
ef ekki hefði komið til lækkun á
iðgjöldum. Niðurstaðan er sú að
hækkun hefði orðið 2% á tímabilinu
september 1996 til loka ágúst
1997. Miðað er við að iðgjöld bif-
reiðatrygginga hefðu hækkað jafn
mikið og önnur vara og þjónusta
á tímabilinu.
Skuldir heimilanna lækka
um 1,2 milljarða kr.
Þar sem iðgjöld bifreiðatrygg-
inga lækkuðu í stað þess að hækka
leiddi það til áhrifa á vísitölu
neysluverðs. í stað 2% hækkunar
vísitölu neysluverðs varð hækkunin
1,62%. Hagfræðistofnun metur
þetta til lækkunar á skuldum heim-
ilanna um rúmlega 1,2 milljarða
króna á þessu tímabili. Samtals
hafi landsmenn því hagnast um
rúmlega 2,3 milljarða króna á einu
ári vegna aðgerða FÍB til að skapa
virka samkeppni í bifreiðatrygg-
ingum.
Félagsmenn í FÍB eru um
18.000 talsins en þeir sem hafa
tekið tryggingu hjá FÍB-tryggingu
hjá Lloyd’s eru á sjötta þúsund.
Arni Sigfússon, formaður FÍB,
segir að Ibex Motor tryggingahóp-
urinn sé sáttur við útkomuna
fyrsta árið sem FÍB-trygging starfi
hérlendis. Nú sé unnið að undir-
búningi þess að bjóða upp á fleiri
tryggingaþætti í starfseminni.
Mor^unblaðið/Kristinn
TRYGGVI Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, og Árni Sigfús-
son, formaður FÍB, kynntu niðurstöður álitsgerðar Hagfræðistofnunar.
Rannsóknarnefnd flugslysa vegna slyssins á TF-CCP
Settar verði takmarkan-
ir um lágmarksreynslu
LOKIÐ er rannsókn Rannsóknar-
nefndar flugslysa á flugvélinni TF-
CCP, eins hreyfils, tveggja manna
flugvél sem fórst skammt út af
Straumsvík 5. apríl og með henni
tveir menn. Rannsóknarnefndin
leggur til að Flugmálastjórn setji
sérstakar takmarkanir um lág-
marksreynslu flugmanns á vand-
meðfarnar flugvélar, sem skráðar
eru eða kunna að verða skráðar
hérlendis, varðandi starfrækslu í
listflugi.
TF-CCP var af gerðinni Yakolev,
Yak-52, hönnuð af Yakolev Design
Bureau í Moskvu en smíðuð hjá
Bacau flugvélaverksmiðjunum í
Búkarest í Rúmeniu 1984. Hún var
keypt notuð hingað til lands og gaf
Flugmálastjórn út lofthæfisskírteini
16. mars 1995 til tilrauna- ogeinka-
flugs.
TF-CCP hóf flug af Reykjavíkur-
flugvelli kl. 13:35 og flugmaðurinn
hafði nýhafíð æfingar í listflugsæf-
ingasvæði suður af Álftanesi þegar
hún hafnaði í sjónum, um 1.600 m
frá landi út af Straumsvík. Svo virð-
ist sem flugvélin hafi ofrisið á hvolfí
í um 3.000 til 4.000 feta flughæð
og fallið í spuna til jarðar. Niður-
staða þessarar skýrslu er sú að
ekki var unnt að finna neina bilun
í flugvélarflakinu sem hugsanlega
gat verið orsök eða orsakavaldur
slyssins. Ekki er talið að flugmaður-
inn eða farþeginn, sem einnig var
flugmaður, hafi ætlað sér í þetta
flugbragð, heldur hafi ofrisið verið
óvænt og snarpt í flugi á hvolfí.
Einnig er talið að sá sem höndlaði
stjórntækin, hafi ekki náð að koma
fram réttum viðbrögðum til þess
að stöðva spunann til jarðar.
í niðurstöðum Rannsóknarnefnd-
ar flugslysa segir m.a.:
Skjöl flugvélarinnar voru í gildi;
flugmaðurinn hafði gild réttindi til
flugsins; farþeginn sem var reyndur
listflugmaður en hafði enga reynslu
á Yak-52, var við stjórnvöl þegar
flugvélin féll í sjóinn; ekki fannst
bilun í flugvélarflakinu, sem ætla
má að hafi verið fyrir hendi fyrir
slysið. Þá segir svo í niðurstöðunum
um líklega orsakaþætti:
Flugvélin var á eða rétt yfir há-
marksþyngd með þyngdarmiðju við
aftari takmörk; hraður spuni varð
eftir ofris í flugi á hvolfi í um 3.000
til 4.000 feta hæð; flugvélin var í
hröðum spuna á hvolfi þegar hún
hafnaði í sjónum; lítil reynsla flug-
mannsins í listflugi á Yak-52 og
mikil reynsla farþegans í listflugi
en engin á Yak-52 kann að hafa
valdið því að rétt viðbrögð til að
stöðva spuna til jarðar hafi komið
of seint.
Hvatt til stofnunar sambands
listflugmanna
í lok skýrslu Rannsóknarnefndar
flugslysa eru settar fram tillögur í
öryggisátt. Er því beint til Flug-
málastjórnar að hún setji sérstakar
takmarkanir um lágmarksreynslú
flugmanns á Yak-52 og aðrar vand-
meðfarnar flugvélar sem skráðar
eru eða kunna að verða skráðar hér
á landi varðandi starfrækslu í list-
flugi. Einnig er því beint til Flug-
málastjórnar að hún skrái sérstakar
takmarkanir í rekstrarfyrirmæl'
fyrir tilraunaloftför sem eiga við
hveija sérstaka tegund og mælt er
með því að Flugmálastjórn beiti sér
fyrir stofnun sambands listflug'
manna sem hafí umsjón með list-
flugi og setji sér reglur þar um er
Flugmálastjórn viðurkenni.
í lögum um rannsókn flugslysa
nr. 59 frá 1996 segir m.a. að mark-
mið flugslysarannsókna sé að
greina orsakaþætti flugslysa í þv'
skyni einu að koma í veg fyrir að
flugslys endurtaki sig og að örygg1
í flugi megi aukast. Tilgangurinn
sé ekki sá að skipta sök eða ábyrgð’