Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 8

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Uppskipun í Hafnarfirði ÞAU eru mörg handtökin við höfnina. styrktarjárni í Hafnarfirði og í nógu að I fyrradag var verið að skipa upp steypu- snúast. Nemendur ML taka að sér að gera vefsíður um uppsveitir Arnessýslu Fastmótað skólastarf brotið upp og skólinn tengdur atvinnulífinu NEMENDUR Menntaskólans að Laugarvatni, skólastjórnendur og átta sveitarfélög í uppsveitum Ár- nessýslu hafa gert með sér samn- ing um að nemendurnir taki að sér að vinna vefsíður á Netinu um ferðaþjónustu, náttúru, sögu, menningu og mannlíf í sveitarfé- lögunum átta. Tilgangur verkefn- isins er að auka ferðamannastraum á svæðinu, stuðla að nýbreytni í skólastarfinu, kynna upplýsinga- tæknina í héraði og að tengja skól- ann betur umhverfi sínu. Vinna við verkefnið hófst í sept- ember sl. og stendur í tvö ár. Nem- endur ML, alls um 200 talsins, hafa þegar skipað sér i vinnuhópa, sem hver hefur sitt sérsvið. Þannig sér t.d. einn hópur um kynningu á sögustöðum, annar um grafíska hönnun, þriðji um kvikmyndun o.s.frv. Seint í október verður hefð- bundin kennsla felld niður í tvo daga og allir nemendur skólans einbeita sér að gerð vefsíðnanna. I nóvember verður haldið áfram með vefnaðinn, prófarkalestur, skráningu á leitarvélar o.þ.h. og er gert ráð fyrir að íslensk útgáfa vefsíðnanna verði opnuð í lok nóv- ember. í janúarlok er svo von á enskri útgáfu síðnanna og í febr- úar verða opnaðar síður á dönsku, þýsku og frönsku. Nemendur mjög áhugasamir Guðjón Ármannsson, stallari ML og félagi í fjölmiðlahóp verkefnis- ins, segir nemendur almennt mjög áhugasama um verkefnið. Helstu ástæður fyrir góðum undirtektum nemenda séu þær að þekking á upplýsingatækni sé eftirsóknar- verð og geti gefið þeim stærri og meiri tækifæri síðar meir. Þá sé með verkefninu verið að bijóta upp hið fastmótaða skólastarf og tengja skólann við atvinnulífið, sem sé nokkuð sem stjórnmála- menn og aðrir tali mikið um á hátíðarstundum þó að ekki verði alltaf mikið úr framkvæmdinni. Einnig telur hann jákvætt að nem- endur geti valið sér viðfangsefni sem falli að áhugasviði hvers og eins, til að mynda séu margir nem- endur skólans sjálfir úr uppsveit- unum og hafi þar af leiðandi mik- inn metnað fyrir hönd sinnar heimabyggðar. Þýskalandsferð og ferðamenn á Netinu Á sl. ári fór hópur nemenda frá ML til Þýskalands og heimsótti þar jafnaldra sína í menntaskóla í Bæjaralandi. Þýsku nemendurnir komu svo í heimsókn á Laugarvatn nokkrum mánuðum síðar. Verk- efnið hlaut styrk frá Linguaþætti Sókratesáætlunar Evrópusam- bandsins og unnu nemendurnir í sameiningu verkefni um land, umhverfi og menningu landanna tveggja. Laugvetningarnir bættu svo um betur og settu verkefnið inn á vefsíðu á Netinu. Að fenginni áðurnefndri reynslu af þverfaglegu skólastarfi og gerð vefsíðna og þegar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðafólks í uppsveitum Árnessýslu á sl. ári sýndu að um ijórðungur ferðamanna sem heimsækja ísland hafa kynnst því á Netinu, kom sú hugmynd upp í skólanum að ráð- ast í gerð vefsíðna um svæðið. Sveitarstjórnirnar tóku vel í hug- myndina og nú eru nemendur ML að komast á fulla ferð með verk- efnið. Ungt fólk með MS-sjúkdóminn Alnetið opnar möguleika til auk- inna samskipta Vilborg Traustadóttir IDAG hefst árleg Norðurlandaráðstefna ungs fólks með M_S- sjúkdóminn á Hótel ís- landi. Ráðstefnan stendur fram á sunnudag en þetta er í þriðja skipti sem hún er haldin. Vilborg Traust- adóttir er varaformaður MS-samtakanna. Hún segir að upprunalega hafi samstarfið verið hug- mynd Finna. „Þeir sóttu um styrk til Evrópu- bandalagsins til að halda fund sem þennan. Þar kom berlega í ljós þörfin fyrir samstarf af þessu tagi og mikill áhugi innan MS-samtaka allra Norð- urlandanna á að halda samstarfi meðal ungs fólks áfram. Nassti fundur var því strax ákveðinn að ári í Kaupmannahöfn. Þar var lagður gi-unnur að frekara samstarfi og ákveðið að hittast á íslandi. Nefnd unga fólksins í MS-sam- tökunum hérlendis sem heitir NÝMS fékk síðan styrk frá nor- rænum samtökum fatlaðra til að halda þessa norrænu ráð- stefnu ungs fólks með MS-sjúk- dóminn á íslandi. - Hvaða málefni verða tekin fyrír á ráðstefnunni? „Samskipti á upplýsingaöld er þema þessarar ráðstefnu. Við munum ganga frá grundvaliar- reglum sem við komum til með að vinna eftir og ennfremur setja niður á blað nokkurskonar vinnuplan fyrir okkur.“ Vilborg segir að um tuttugu manns taki þátt í ráðstefnunni og að meðal- taii séu um þijú ungmenni frá hveiju Norðurlandanna. Vilborg segir þátttakendur ætla að miðla af reynslu og hug- myndum og markmiðið sé að gera ungt fólk með MS-sjúkdóm- inn sýnilegra en það hefur verið. „Við viljum efla samskipti milli okkar og ætlum einmitt að fá til okkar gestafyrirlesarann Eyþór Arnalds frá OZ sem mun fræða okkur um þá samskiptamögu- leika sem alnetið býður upp á. Vilborg segir að Finnarnir í hópnum séu allir komnir með alnetstengingu og töluvert sé eflaust hægt að læra af þeirra reynslu á því sviði. „Eitt af markmiðum okkar er auðvitað að fræðast hvort um annað, miðla af reynslu og kynna okkur réttindi MS-sjúklinga í ná- grannalöndunum. Auk þess viljum við fylgjast náið með félagslegum aðbún- aði í löndunum kringum okkur. Með notkun alnetsins ættum við að geta skipst á upplýsingum um allan heim.“ - Hvernig er aðbúnaður MS- sjúklinga hér á landi miðað við á hinum Norðuriöndunum? „Ég held að hann sé bara nokkuð góður ef aðgengismál eru frá talin. Þau eru í algjörum ólestri þó með hveiju árinu séu gerðar breytingar til bóta. MS- sjúkdómurinn er oft þannig að sjúkdómseinkennin koma stig af stigi. Fólk fer kannski fyrst að nota staf, svo hækjur og stund- um lendir það í hjólastól. Það er því að reka sig á aðgengis- vandann smám sarnan." - Eru mörg íslensk ung- ► Vilborg Traustadóttir fædd- ist á Eljúpuvík þann ll.janúar árið 1957. Hún ólst upp á Sauðanesi við Siglufjörð en hefur síðan lengstum verið búsett á Siglufirði, á Akureyri og í Reykjavík. Vilborg er varaformaður í MS-félagi ís- lands og tengiliður NÝMS hér á landi við samtök ungs fólks með MS-sjúkdóminn á hinum Norðurlöndunum. Hún hefur verið með sjúkdóminn síðast- liðin tuttugu ár. Eiginmaður Vilborgar er Geir Þórarinn Zoega og eiga þau fjóra syni. menni með MS-sjúkdóminn? „Það er talið að um hundrað einstaklingar innan við fertugt séu með MS-sjúkdóminn hér á landi. Þegar öll Norðurlöndin eru talin saman skipta ungmennin þúsundum. Standi allt það fólk saman gefur augaleið að það er sterkari þrýstihópur en ef hver samtök standa ein og sér í sínn landi.“ Þegar sérstök deild var stofn- uð innan MS-samtakanna fyrir ungt fólk var tilgangurinn aðal- lega að koma til móts við unga einstaklinga sem nýlega höfðu fengið fregnir um að þeir væru með sjúkdóminn. „Það er oft erfitt að koma innan um mikið fatlað fólk eftir að vera nýbúinn að uppgötva sjúkdóminn. Fólki bregður. Við töldum því að sam- tök ungs fólks gætu veitt stuðn- ing. í og með var líka ætlunin að virkja ungt og hresst fólk í félagsstörfin hjá MS- félaginu." Vilborg segir að með- limir hittist að jafnaði einu sinni í mánuði og spjalli um þau vandamál sem koma upp í daglegu lífi. Þá hafa fræðslufundir um réttindamál fatlaðra verið haldn- ir á vegum NÝMS og verið boðið upp á fundi með læknum og fleira fagfólki þar sem hægf hefur verið að varpa fram spurn- ingum varðandi sjúkdóminn." - Hver eru byijunareinkenM MS-sjúkdómsins? „Það er mismunandi eftir ein- staklingum. Oft má þó segja að byijunareinkenni komi fram sem dofi í útlimum eða sjóntruflaniu viðkomandi sjái þá í móðu eða jafnvel tvöfalt. MS-sjúklingar fá bólgur á hýðið sem umlykui' taugasímana og bólgurnar trufla boð eða stöðva þau. Einkennín fara því eftir hvaða taugasímai' eru umluktir." Um 100 ungir einstaklingar með MS sjúk- dóminn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.