Morgunblaðið - 10.10.1997, Page 10

Morgunblaðið - 10.10.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÖLMENNI var á fundi Þroskaþjálfafélagsins í gærkvöldi. Þroskaþjálfar einhuga um boðun verkfalls ÞROSKAÞJÁLFAR samþykktu í gær að boða verkfall 3. nóvember nk. hafi samningar ekki tekist. Algjör einhugur var um nið- urstöðuna. 227 voru á kjörskrá og greiddu 183 atkvæði, sem er liðlega 80% kjörsókn. Já sögðu 99,5%, enginn sagði nei, en einn seðill var auður. Boðað verkfall nær eingöngu til þroskaþjálfa sem starfa hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Komi til verkfalls mun það hafa áhrif hjá dagvistunarstofnunum fyrir fatlaða, greiningarstöð, leikskól- umog víðar. Árni Már Björnsson, stjórnar- maður í Þroskaþjálfafélagi Is- lands, sagði að meginkrafa þroskaþjálfa væri um 110 þúsund króna lágmarkslaun í lok samn- ingstímans, að námið yrði metið til þriggja ára starfsaídurs, að viðbótarnám og framhaldsmennt- un yrði metin til launa og að sam- starf yrði haft við Þroskaþjálfa- félagið um flutning málefna fatl- aðra til sveitarfélaganna. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni, en Árni Már sagði að samninga- nefnd þroskaþjálfa myndu ræða við ríkissáttasemjara á morgun um næstu skref. Síðasti samn- ingafundur var haldinn fyrir tveimur vikum. Bruggverk- smiðju lokað í Skagafirði Sauðárkróki. Morgunblaðið. LÖGREGLAN á Sauðárkróki lokaði í vikunni mikilvirkri bruggverksmiðju í næsta ná- grenni kaupstaðarins og er tal- ið að framleiðslan hafi farið á Rey kj avíkursvæðið. Snemma sumars var ljóst að mikið af landa barst inn á höf- uðborgarsvæðið og benti flest til þess að framleiðslan væri einhvers staðar á Norðurlandi. Með samvinnu lögreglunnar í Reykjavík og á Sauðárkróki var hringurinn þrengdur og aðfara- nótt miðvikudags var til atlögu og húsleit gerð á þrem stöðum og fannst þá áðurnefnd verk- smiðja í aflögðu mjólkurhúsi. Gerðar voru upptækar sjö tunn- ur með gambra og afkasta- mikil áhöld til suðu, umbúðir og efni til framleiðslunnar. Héraðsdómur Reykjaness Hárgreiðslustofa dæmd til að borga STEF-gjöld HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt eiganda hárgreiðslustofu til að greiða Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, 8.411 kr. með dráttarvöxtum vegna tónlistarflutnings á stof- unni. í niðurstöðu dómsins segir að fyrir liggi að á kaffistofu hár- greiðslustofunnar hafi verið út- varpstæki. Ágreiningur aðila standi um hvort tónlist hafi verið spiluð fyrir viðskiptamenn hár- greiðslustofunnar eða hvort tækið hafi einungis verið notað fyrir starfsfólk og þá aðallega til þess að hlusta á fréttir. STEF hefur á sínum snærum tvo menn sem fara milli fyrirtækja og athuga hvort þar sé spiluð tón- list. Sé um svokallaða opinbera birtingu að ræða ber fyrirtækjun- um að greiða STEF-gjöld. Á tíma- bilinu 13. febrúar 1995 til 24. febr- úar 1997 fóru eftirlitsmennirnir tólf sinnum í heimsókn á hár- greiðslustofuna. í sex skipti var útvarp í gangi með tónlistarflutn- ingi en önnur sex skipti ekki. Að sögn þeirra ómaði tónlist um alla stofuna í þau skipti sem þeir stöldr- uðu við og kveikt var á útvarpi. Aðallega hlustað á fréttir í kaffistofu Stefndi segir alrangt að tónlist hafi verið leikin fyrir viðskiptavini hárgreiðslustofunnar. Á kaffistofu sé útvarpstæki sem starfsfólk hafi hlustað á í matartímum og hléum og þá aðallega á fréttir. Kaffistof- an sé oftast Iokuð, en vel geti ver- ið að dyrnar hafi staðið opnar þeg- ar starfsmenn stefnanda komu í heimsókn. Vel geti verið að ein- hver starfsmaður hafi þá verið að blanda lit inni á kaffistofu og haft opið fram og útvarp í gangi. Þá hafi ómur af tónlist væntanlega borist fram á hárgreiðslustofu en tæpast til viðskiptavina, því jafnan séu þurrkur og blásarar i gangi. í öðru lagi styður stefndi sýknu- kröfu sína þeim rökum að sam- kvæmt útvarpslögum sé útvarps- stöðvum skylt að lesa tilkynningar frá almannavörnum, löggæslu, slysavarnafélögum eða hjálpar- sveitum og gera hlé á dagskrá ef brýna nauðsyn ber til og almanna- heill krefst. I reglugerð um viðvör- unarkerfi almannavarna komi m.a. fram að gefin séu merki um áríð- andi tilkynningar í útvarpi. Á ís- landi geti skapast bráð hætta á svipstundu, s.s. vegna veðurs eða náttúruhamfara og nauðsynlegt sé því að hafa útvarpstæki til taks á hveijum stað. í þriðja lagi er málsástæða stefnda sú að tilgangur höfundar- laga sé tæpast að koma í veg fyr- ir að starfsfólk geti haft útvarps- tæki hjá sér og hlustað á fréttir, neyðarsendingar og annað efni. Tilgangur höfundarlaga sé að koma í veg fyrir að útvarpsefni sé dreift til almennings í hagnaðar- skyni án þess að greiða höfundar- laun. Dómsorð hljóðar upp á að stefndi greiði STEF 8.411 krónur með dráttarvöxtum en málskostn- aður falli niður. Gunnar Aðal- steinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ágúst Einarsson, þingflokki Jafnaðarmanna, í umræðu um veiðileyfagjald á Alþingi í gær Fiskveiðiarður gæti orðið 15-30 millj. árlega ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna leggur til að tekið verði upp veiði- leyfagjald í sjávarútvegi og að í fyrstu yrðu að minnsta kosti tveir milljarðar greiddir í veiðileyfagjald. Þetta telja jafnaðarmenn sann- gjarna álagningu í byijun miðað við það að fiskveiðiarðurinn væri nú um fimm milljarðar. Þetta kom fram í máli Ágústs Einarssonar, þingflokki jafnaðar- manna, á Alþingi í gær er þings- ályktunartillaga jafnaðarmanna um veiðileyfagjald var rædd. Jafnaðar- menn hafa flutt tillögu til þings- ályktunar um veiðileyfagjald á síð- ustu þingum, en með veiðileyfa- gjaldi er átt við gjaldtöku í tengslum við úthlutun veiðiheimilda fyrir af- not af sameiginlegri auðlind. í máli Ágústs kom jafnframt fram að jafnaðarmenn leggi til í ályktuninni að Alþingi kjósi nefnd til að undirbúa löggjöf um þetta efni og skili áliti í lok apríl 1998. „Við leggjum sömuleiðis til að veiði- leyfagjaldið renni í ríkissjóð og sé notað til að lækka aðra skatta og þá beinum við sérstaklega athygl- inni að tekjuskatti einstaklinga. Þannig að álagning veiðileyfagjalds er ekki álagning á fólkið í landinu. Þetta er gjaldtaka sem mun renna aftur til fólksins," sagði hann. Ágúst fjallaði m.a. um fiskveiði- arð í framsögu sinni og sagði að hann væri líklega um það bil þrír til fimm milljarðar um þessar mund- ir en gæti farið vaxandi á næstu árum eftir því sem fiskistofnar myndu byggjast upp og meiri hag- kvæmni myndi ríkja í sókninni. „Það er talið af vísindamönnum að þessi fiskveiðiarður geti numið 15 til 30 milljörðum árlega þegar fyllstu hag- kvæmni verði náð,“ sagði hann. Ágúst sagði að veiðileyfagjaldið hefði ekki einungis réttlætisrök sér til stuðnings heldur ýmiskonar hag- kvæmnisrök, sem væru þau að styrkja stöðu annarra útflutnings- greina og samkeppnisiðnaðar. „Þannig er hægt að halda stöðu raungildis eins og það er núna,“ sagði hann. Ennfremur sagði hann að veiðileyfagjaldið gæti komið í veg fyrir að það þrengdist að öðrum atvinnugreinum. „Veiðileyfagjald mun einnig staðfesta þjóðareign á fiskimiðum einfaldlega vegna þess að þegar menn greiða leigu fyrir þennan afnotarétt þá eiga þeir hann ekki.“ Loðið hugtak í umræðum sem fylgdu á eftir framsögu Ágústs sagði Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðis- flokks m.a. veiðileyfagjaldið vera ákaflega loðið hugtak. Væri litið á það sem skatt væri búið að viður- kenna kvótaeign þeirra sem borg- uðu skattinn, en málið horfði öðru vísi við væri litið á veiðileyfagjald sem leigu. Ágúst kom aftur í pontu og hafnaði því að veiðileyfagjaldið væri skattur. Hann sagði að veiði- leyfagjaldið rynni til fólksins í land- inu með þeim eina hætti sem hægt væri að gera, í gegnum ríkissjóð, en síðan myndi ríkissjóður lækka aðra skatta til baka. Svanfríður Jónasdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði að veiðileyfagjaldið gæti leitt til betri lífskjara og benti á að það væri til dæmis hægt að nýta með beinum eða óbeinum hætti með því að greiða niður þann kostnað sem rík- issjóður bæri vegna sjávarútvegs. Þeim fjármunum sem þannig væri hægt að ná væri hægt að veita til menntakerfisins, heilbrigðiskerfis- ins eða annarra kerfa, þar sem sam- félagsþjónustan ætti að eiga sér stað. Sighvatur Björgvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, tók fram að það væri ekki ætlun jafnaðarmanna að veiðileyfagjaldið myndi taka við og verða almennt stjórntæki í fisk- veiðum. „Slík útfærsla er ekki í okkar huga,“ sagði hann. „Veiði- leyfagjald getur hins vegar sem leigugjald fyrir afnotarétt fárra að auðlind fjöldans gengið með öllum stjórnkerfum fiskveiða. Það er hægt að innheimta veiðileyfagjald í nú- gildandi kvótakerfi, það er hægt að innheimta það í skrapdagakerfi og það er hægt að innheimta veiði- leyfagjald í fijálsum fiskveiðum," sagði hann. Er hægt að skattleggja einokunargróða? Jón Baldvin Hannibalsson, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði mikil- vægt að sá skilningur væri fyrir hendi að takmarkaður aðgangur að auðlindinni skapaði einokunargróða og að ekkert fiskveiðistjórnunar- kerfi yrði til neinna bóta væri slíkur skilningur ekki til staðar. „Lýðræð- ið á íslandi getur aldrei liðið að þessi einangrunargróði sé úthlutað- ur fámennum hópi forréttinda- manna í skjóli pólitísks valds,“ sagði hann. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags, sagði að þessum einangrunargróða ætti að ná með skattlagningu, eins og hveijum öðr- um einangrunargróða. „Til þess eru lög í þessu landi að þessi einangrun- argróði eins og annar einangrunar- gróði verði skattlagður," sagði hann. Svavar sagði einnig að menn þyrftu að gera sér grein fyrir því að jafnvel þó þessi tillaga þing- flokks jafnaðarmanna verði sam- þykkt þá myndi hún engu breyta um fiskveiðistjórnun. „Staðreyndin er sú að tillagan felur ekki í sér kerfisbreytingu heldur skatt á vont kerfi.“ Jón Baldvin steig aftur í pontu og spurði hvernig skattleggja ætti einokunargróða. „Sannleikurinn er sá að þau stóru fyrirtæki, hlutafélög á verðbréfamarkaði íslands sem smám saman eru að öðlast eignar- hald á auðlindinni í skjóli pólitísks valds borga enga skatta. Engin gjöld til sveitarfélaga fyrir alla þá þjónustu sem þau veita og enga skatta til ríkisins. Sannleikurinn er sá að miðað við óbreytt ástand, þá munu þessi fyrirtæki enga skatta borga,“ sagði hann. Einar Oddur Kristjánsson þing- maður Sjálfstæðisflokks benti á að öll þessi umræða hlyti að snúast um það hvort einhver árangur ætti að nást í fiskveiðistjórnun. „Ef við náum ekki árangri í fiskveiðistjórn- un þá er um engan fiskveiðiarð að ræða, þannig að rifrildið hvað eigi að gera við arð sem ekki er til er þarflaus hlutur," sagði hann. Þjóði borgar skattinn Einar Oddur taldi ennfremur ljóst að það yrði þjóðin sem myndi borga þann skatt sem yrði lagður á út- gerðarfyrirtæki og því myndi slíkur skattur ekki skila þjóðfélaginu við- bótararði. „Skattur á útgerðarfyrir- tæki gæti aldrei verið borgaður af neinum öðrum en sjómönnum og fiskverkafólki. Það er hrein blekk- ing ef menn halda að einhver annar muni borga.“ Einar efaðist því um í ræðu sinni að hægt væri að ná arði með umræddum hætti. „Því miður er ég smámsaman að komast að þeirri niðurstöðu að það sé jafnvel betra fyrir íslensku þjóð- ina, sem á auðlindina, að útlending- um sé leigð þessi auðlind frá ári til árs heldur en að nokkrir útgerðar- menn ráðstafí auðlindinni og sitji á Spáni og njóti arðsins," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans. Guðný sagði að það fólk í sjávar- plássum sem hugsanlega missti at- vinnu sína við þetta yrði að fá ann- að lífsviðurværi. Hún nefndi sér- staklega að Vestfirðir byðu upp á mikla möguleika í ferðamannaþjón- ustu. Með leigu á veiðiheimildum til útlendinga væri hægt að fjár- magna velferðarkerfið og mennta- kerfið. Meginatriðið væri hins vegar að það væri þjóðin sem fengi að njóta afrakstursins af auðlindinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.