Morgunblaðið - 10.10.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 11
FRÉTTIR
Erfiður rekstur Seaflower Whitefish í Namibíu vegna of lítils kvóta
Samstarf við annað út-
gerðarfélag undirbúið
ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrir-
tækið Seaflower Whitefish í Namib-
íu, sem er að hluta til í eigu Is-
lenskra sjávarafurða hf., er um
þessar mundir að ganga frá samn-
ingi við útgerðarfélagið Lalandii í
Namibíu um samnýtingu veiði og
yinnslu. Fyrirtæki í eigu namibískra
stjórnvalda á 80% í Seaflower
Whitefish og íslenskar sjávarafurð-
ir eiga 20% í fyrirtækinu. Lalandii
er með álíka mikinn kvóta og Sea-
flower Whitefish, en að sögn Bene-
dikts Sveinssonar, forstjóra ÍS, er
kvóti hvors félags um sig of lítili
til að félögin geti náð árangri við
núverandi aðstæður, en með sam-
vinnu og hagræðingu ættu þau að
geta staðið betur að vígi.
í byijun þessa árs var var úthlut-
aður kvóti lýsings í Namibíu skorinn
niður um 30% og lækkaði kvóti
Seaflower þá úr tæplega 13 þúsund
tonnum í fyrra í um 8.500 tonn.
|Áður hafði kvóti fyrirtækisins verið
aukinn um 30% m.a. fyrir milli-
göngu íslenskra stjórnvalda. Að
sögn Benedikts var kvóti Seaflower
svo aukinn nýlega um 10% á ný,
en kvótaúthlutun fyrir næsta ár
verður ljós í næsta mánuði. Hann
sagði að í áætlunum væri miðað
við að kvótinn yrði ekki aukinn frek-
ar og því væri verið að ganga frá
samningi við Lalandii um samstarf
sem ætti að leiða til aukinnar hag-
ræðingar.
Meiri tekjur
en gjöld
„Seaflower seldi tvö skip fyrr á
þessú ári bæði vegna þess að kvót-
inn hafði minnkað og einnig vegna
þess að fyrirtækið hafði bætt við
sig nýju skipi áður og var því um
ákveðna hagræðingu að ræða í
samsetningu flotans.
Þessi rekstur hefur gengið svona
frekar illa þar sem þetta félag hef-
ur aldrei haft nægilega mikinn
kvóta til að rífa sig virkilega upp.
Það var upphaflega reiknað með
því í öllum áætlunum að kvótinn
yrði meiri og við það miðað, en það
hefur ekki gengið eftir og rekstur-
inn því verið erfiður. íslenskar sjáv-
arafurðir hafa hins vegar alla tíð
haft af þessu meiri tekjur en gjöld.
Namibíumenn hafa mikinn áhuga á
því að við höldum áfram að vinna
saman og viija þeir leggja töluvert
á sig til þess. Við höfum líka áhuga
á samstarfinu og við verðum að
telja að það sé einhver framtíð í
þessu,“ sagði Benedikt.
Heimsókn sjávarútvegs-
ráðherra styrkir tengslin
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra er nú í Namibíu og sagð-
ist Benedikt eiga von á að hann
myndi leggja inn gott orð í þessu
sambandi eins og hann hefði reynd-
ar alla tíð gert hingað til.
„í fyrra báðum við íslensk yfir-
völd um hjálp vegna þess að þá
þurftum við nauðsynlega að fá
meiri kvóta til þess að ná rekstrin-
FRÁ stofnfundi samtakanna í fyrrakvöld,
FYRSTI stjórnarfundur Sam-
taka um þjóðareign var haldinn
í gær. Jón Arason, formaður
samtakanna, segir að félags-
menn séu nú á sjötta hundrað
og búast megi við að félagið
stækki mikið á næstu dögum
þegar það komi sjónarmiðum
sínum á framfæri í auglýsing-
um fjölmiðlanna.
Jón kveðst ekki vera móti
kvótakerfinu heldur þeim
agnúum sem eru á því. „Við
erum fyrst og fremst að beij-
ast gegn þeim misrétti að auð-
lindin færist á nokkrar hendur.
Menn eru að kaupa og selja
þjóðareign því það stendur
skýrum stöfum að fiskurinn sé
sameign þjóðarinnar. Við ætl-
um að láta á það reyna hvort
þjóðin vilji fá úr því endanlega
úr því skorið hvort svo sé eða
ekki,“ sagði Jón.
Jón sagði að viðtökur al-
mennings við stofnun samtak-
anna hefðu verið langt umfram
væntingar sínar. „Ég er ekki
lentur ennþá og varð hálf-
hræddur á fundinum við við-
brögðin. Það er að fæðast nýtt
afl í þjóðfélaginu þrátt fyrir
að þessi umræða sé ekki ný af
nálinni. Samtökin eru samein-
ingarskjól fyrir alla þá sem eru
andvígir allri þessari eignaupp-
töku. Málið snýst ekki einvörð-
ungu um kvótakerfið og hverjir
eigi kvótann heldur miklu
fremur um öryggi fólksins í
landinu, búsetu þess
og annað slíkt.
Kvótinn hefur horf-
ið úr byggð og
margir þurft að yf-
irgefa eignir sínar
og hefja lífsbarátt-
una upp á nýtt
vegna eignaupptök-
unnar,“ sagði Jón.
Hann kvaðst ekki
geta svarað því
hvers konar fyrir-
komulag hann sæi
fyrir sér. Samtökin
hefðu ekki útkljáð
það mál. „Það verða
alltaf skiptar skoð-
anir því við finnum
aldrei til það gott
kerfi að það verði
ekki ósætti um það. Hjá ýmsum
þjóðum er það fyrirkomulag
að ríkið eigi kvótann og leigi
hann út. Aðrir deila þjóðar-
auðnum niður á hvert manns-
barn og til eru margar leiðir
að markmiðinu.
Hvað sem öllu líður
hefur núverandi
fyrirkomulag geng-
ið sér til húðar. Það
eru tímamót í land-
inu. Við finnum það
á öllum, það er ekki
hægt að bjóða fólki
upp á slíka eigna-
upptöku lengur,"
sagði Jón.
Hann kvaðst sjá
vissa annmarka á
veiðileyfagjaldi. „Ef
þeir sem leigja
kvóta þyrftu einnig
að greiða gjald
fyrir veiðileyfi Jenti
það gjald á endan-
um á þeim sem vinn-
ur á dekkinu. Það yrði einung-
is einn viðbótarskatturinn á
sjómenn landsins. Við viljum
að allir fái að njóta fisksins í
sjónum áfram og fái arð af
sinni eign.
A sjötta hundrað
félagar í Samtök-
um um þjóðareign
Morgunblaðið/Ásdís
JÓN Arason, for-
maður Samtaka
um þjóðareign.
um saman. Það leiddi til þess að
kvótinn var aukinn, en við erum
auðvitað ekki að ætlast til þess að
opinberir aðilar reki þessi viðskipti
fyrir okkur. Hins vegar er gott að
íslensk stjórnvöld fylgist með þessu
og leggi inn gott orð þegar á þarf
að halda, og ég held að það sé
nákvæmlega þannig sem Þorsteinn
hefur farið að málum,“ sagði Bene-
dikt.
Hann sagði aðspurður að ekkert
hefði verið leitað sérstaklega til
Þorsteins í þessu sambandi áður en
hann hélt í opinberu heimsóknina
til Namibíu, en honum og ráðunejá-
isstjóra sjávarútvegsráðuneytisins
hefði þó verið kynnt nákvæmlega
starfsemi ÍS þar í landi. Benedikt
sagði að hins vegar væri ljóst að
heimsókn Þorsteins til Namibíu
styrkti þau tengsl sem komin væru
á og auk þess gæfi hún íslenskum
sjávarafurðum og fleiri fyrirtækjum
aukna möguleika á að ná meiri at-
hygli stjórnvalda í Namibíu.
Við getum ímyndað okkur
hvernig Iífsafkoman væri í
Noregi ef olíugróðinn væri í
höndum 10-15 manna. Útgerð-
armönnum var treyst fyrir því
að hafa kerfið á þann hátt sem
það er orðið núna og þeir spil-
uðu vitlaust úr því. Sljórnvöld
hafa sofið á verðinum. Nú boða
stjórnvöld að fyrirtæki í sjávar-
útvegi megi ekki eiga meira
en 10% kvótans. Það verður að
byrja á því að móta leikreglurn-
ar áður en gefið er út í spil.
Auk þess skiptir sú hugmynd
engum sköpum því reglugerðin
verður svo götótt að það verður
hægt að smjúga í gegnum hana.
Þetta er aðeins gert til að slá
á óánægju manna og kaupa sér
grið,“ sagði Jón.
Hann kveðst eiga von á því
að Samtök um þjóðareign eigi
eftir að vera öflug hreyfing. Á
næstu dögum verði auglýsingar
í útvarpi og sjónvarp þar sem
landsmenn verða hvattir til að
skrá sig í félagið. Samtökin
fjármagna auglýsingarnar með
félagsgjöldum. Félagsgjald er
2.000 kr. á ári.
„Það verður blásið í herlúðra
því við vitum að við höfum
mótbyr úr röðum kvótaeig-
enda. Því er líka ósvarað hvern-
ig svona hreyfing þróast. Verði
engin viðbrögð og ekki á okkur
hlustað geta samtökin þróast
út í að vera stjórnmálaafl,“
sagði Jón.
Stjórn Samtaka um þjóðar-
eign kom saman á sínum fyrsta
stjórnarfundi í gær. Sjö aðal-
menn skipa sljórnina. Þeir eru:
Jón Arason formaður, skip-
stjóri frá Þorlákshöfn, Bárður
G. Halldórsson menntaskóla-
kennari, Bessastaðahreppi,
Kristinn Arnberg skipstjóri,
Grindavík, Valdimar Jóhannes-
son framkvæmdastjóri, Reykja-
vík, Árni Jónasson skipstjóri,
Garði, Stefán Erlendsson
stjórnmálafræðingur, Hvera-
gerði, og Halldór Hermannsson
skipstjóri, ísafirði.
I varastjórn sitja: Guðmund-
ur Erlendsson stýrimaður,
Hornafirði, Guðmundur Olafs-
son hagfræðingur, Reykjavík,
Ólafur Hannibalsson blaðamað-
ur, Reykjavík, Lúðvík Emil
Kaaber lögfræðingur, Reykja-
vík, og Þórir Sigurðsson, Akur-
eyri.
Ráðherra
athugar
reglur LIN
MENNTAMÁLARÁÐHERRA sagði
í utandagskrárumræðu á Alþingi í
gær að hann hefði beint þeim tilmæl-
um til stjórnar Lánasjóðs íslenskra
námsmanna að hún framfylgdi ekki
þeirri ákvörðun sinni, frá því í síð-
ustu viku, að þeir nemendur sem
byggju við fjöldatakmarkanir myndu
aðeins fá eitt tækifæri á námslánum
til að reyna að komast af fyrsta
misseri yfir á annað misseri, í stað
þess að fá tvö tækifæri, eins og
verið hefur.
Ráðherra sagði málið vera til efn-
islegrar athugunar hjá ráðuneytinu
í samráði við námsmenn og stjórn
Lánasjóðsins og taldi líklegt að hægt
yrði að komast að sameiginlegri nið-
urstöðu sem allir gætu unað við.
Málshefjandi Svavar Gestsson,
þingmaður Alþýðubandalags, gagn-
rýndi í ræðu sinni fyrrgreinda
ákvörðun stjórnar LÍN og sagði að
um stjórnsýsluleg mistök væri _að
ræða. Nýjar reglur stjórnar LÍN
hefðu verið afturvirkar og því snert
þá námsmenn sem þegar hefðu haf-
ið nám á grundvelli annars kerfis.
Svavar fagnaði fyrrgreindri ákvörð-
un ráðherra og sagði að með henni
gætu þeir nemendur sem þegar
hefðu skráð sig í þær deildir sem
hefðu fjöldatakmarkanir, treyst því
að gamla kerfið gilti að minnsta
kosti í vetur.
í fréttatilkynningu, sem formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands hefur
sent frá sér, er þessari ákvörðun
ráðherra einnig fagnað.
♦ ♦ ♦-----
Hæstiréttur
Kirkjugarðar
o g útfarar-
þjónusta verði
aðskilin
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
með dómi úrskurð áfrýjunarnefndar
samkeppnismála um stjórnunarleg-
an aðskilnað Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma og Útfararstofu
kirkjugarðanna, sem hefur um 80%
markaðshlutdeild í útfararþjónustu.
Upphaf málsins var það að dóms-
og kirkjumálaráðuneytið skaut
kvörtun keppinauta Útfararstofunn-
ar til samkeppnisyfirvalda. Þá
gegndi forstjóri kirkjugarðanna
framkvæmdastjórastarfi útfarar-
þjónustunnar og var það metið sem
25% af starfi hans.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
mælti svo fyrir að kirkjugarðsstjórn
skyldi skipa serstaka framkvæmda-
stjórn fyrir Útfararstofuna. Fram-
kvæmdastjórnin skuli ráða fram-
kvæmdastjóra fyrir Útfararstofuna.
Framkvæmdastjórn Útfararstofunn-
ar skuli ekki skipuð sömu mönnum
og framkvæmdastjórn Kirkjugarð-
anna og sami maður skuli ekki
gegna starfi framkvæmdastjóra Útf-
ararstofunnar og Kirkjugarðanna.
Laun framkvæmdastjórnar og fram-
kvæmdastjóra Útfararstofunnar
skuli greidd af Útfararstofu Kirkju-
garðanna.
Stjórn kirkjugarðanna skaut þess-
um úrskurði áfrýjunamefndar til
Héraðsdóms sem staðfesti hann í
mars sl. og það gerði Hæstiréttur
einnig í gær. M.a. hafnar rétturinn
þeirri málsástæðu kirkjugarðanna,
sem eru sjálfseignarstofnun, að
starfsemin hafi ekki fallið undir sam-
keppnislög. Telur rétturinn að sam-
keppnisyfirvöld hafi haft formlega
heimild til aðgerða á þessu sviði.
Einnig telur Hæstiréttur að
ákvörðun samkeppnisyfirvalda um
stjórnunarlegan aðskilnað hafi verið
málefnaleg, stuðlað að lögmætu
markmiði og ekki gengið lengra en
góðu hófi gegndi. Því var aðskilnað-
urinn staðfestur og kirkjugörðunum
gert að greiða samkeppnisráði 400
þúsund krónur í málskostnað.