Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 13

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 13 AKUREYRI Vélsleða- menn gefa hreinlætistæki „ Morgunblaðið/ TOMAS Búi Böðvarsson, formaður Félags vélsleðamanna í Eyjafirði, afhendir Ingvari Teitssyni, formanni Ferðafélags Akureyrar, ávísun upp á hreinlætistæki í nýja snyrtihúsið í Laugafelli. FÉLAGAR í Félagi vélsleða- manna í Eyjafirði afhentu á dögunum Ferðafélagi Akur- eyrar ávísun upp á hluta af hreinlætistækjum sem sett verða upp í nýju snyrtihúsi við skála félagins að Laugafelli. Aður hafa sleðamenn lagt ferðafélaginu lið, m.a. staðið fyrir og kostað hitaveitufram- kvæmdir sem nýtast við snyrti- húsið. Um tvö ár eru frá því eyf- irskir vélsleðamenn bundust formlegum samtökum og er félag þeirra deild innan Lands- sambands íslenskra vélsleða- manna. Markmið hinna ey- firsku sleðamanna er að styðja við og efla sleðamennsku á svæðinu, þannig hefur félagið látið fræðslumál til sín taka, beitt sér fyrir lagfæringum á vegarslóðum með það að markmiði að koma í veg fyrir akstur utan vega og staðið fyrir byggingu og endurbótum á fjallaskálum. Laugafell, norðaustur af Hofsjökli, er einn þeirra staða sem vélsleðamenn hafa tekið verulegan þátt í uppbyggingu og viðhaldi á undanförnum árum. Þegar vélsleðaferðir hófust um hálendið fyrir al- vöru nutu vélsleðamenn góðs af brautryðjendastarfi ferð- afélaganna víða um land og eyfirskir vélsleðamenn áttu til að mynda víst húsaskjól í skál- um Ferðafélags Akureyrar, m.a. í Laugafelli þar sem skáli var reistur árið 1948. Ferðafélag Akureyrar hefur verið að koma upp nýju veg- legu snyrtihúsi við Laugafell, þar sem verða salerni, hand- laugar, búningsaðstaða og sturtur. Leitaði félagið eftir stuðningi hjá Félagi vélsleða- manna í Eyjafirði og var ákveðið að gefa hluta af þeim hreinlætistækjum sem til þarf í húsið. Málþing um börn og unglinga UMBOÐSMAÐUR barna efnir til málþings um málefni barna og ungmenna á Norðurlandi eystra á sal Menntaskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 11. október, og stendur það frá kl. 13.30 til 16.30. Frummælendur eru börn og unglingar undir 18 ára aldri sem m.a. munu ræða um sjálfræði, framtíðina eins og hún blasir við þeim og hvað þau myndu gera mættu þau ráða. Á milli erinda verða skemmtiatriði í umsjón barna og ungmenna. Eyþing, sam- tök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, býður upp á hressingu í hléi. Síðasti liður dagskrárinnar er pallborðsumræða þar sem ráðherr- ar og sveitarstjórnarmenn úr kjör- dæminu svara fyrirspurnum frá börnum og ungmennum. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, flytur ávarp og setur mál- þingið en málþingsstjóri er Tryggvi Gíslason, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri. Norræna félagið á Akureyri Kvikmynda- sýning fyrir börn NORRÆNA félagið á Akureyri efnir til kvikmyndasýningar fyrir börn á morgun, laugardaginn 11. október kl. 11 í stofu 16 í Glerár- skóla. Sýnd verður myndin Elvis Elvis og er um 6 ára strák, bráðum 7 sem skírður er í höfuðið á átrúnað- argoði móður sinnar, Elvis Pres- ley. Brallar hann ýmislegt með vinkonu sinni, Önnu Rósu, en eina vandamálið er að hann á oft erfitt að skilja fullorðna fólkið. Myndin er gerð eftir sögu Marie Gripe. Myndin er sænsk og með sænsku tali. í tilefni af 75 ára afmæli Nor- ræna félagsins verður afmælis- fundur haldinn á Akureyri 24. október næstkomandi. Þá verður ungmennastarf innan Norræna félagsins kynnt á fundi 7. nóvem- ber næstkomandi og síðar í þeim mánuði, eða dagana 10. til 16. nóvember, verður norræn bóka- safnsvika. Norræn upplýsingaskrifstofa er opin á Akureyri alla virka daga frá kl. 9 til 12 eða á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hún er að Glerárgötu 26 og veitir Valgerður Hrólfsdóttir henni forstöðu. Þar er hægt að kynna sér starf Nor- ræna félagsins og fá ýmsar upp- lýsingar. -----*—*—*--- Mat í skólastarfi RANNSÓKNARSTOFNUN Há- skólans á Akureyri og kennara- deildar háskólans efnir til ráð- stefnu á morgun, laugardaginn 11. október, og hefst hún kl. 9. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Gildi mats og matsaðferðir í skólastarfi." Meðal annars verður fjallað um félagslegan veruleika í skólastarfi, sjálfsmat í framhalds- skólum, prófatriðabanka sem leið til gæðastjórnunar og fleira. Ráð- stefnan verður haldin í sal Fiðlar- ans á 4. hæð í Alþýðuhúsinu. Skráning á ráðstefnuna er hjá Háskólanum á Akureyri. Við óskum Verslun KÁ á Selfossi til hamingju með nýtt og glæsilegt Mjólkurtorg í dag verður opnað með pomp og prakt nýtt glæsilegt MjÓlkurtOIg hjá Verslun KÁ á Selfossi. Mjólkurtorgið er fyrsta sinnar tegundar á íslandi, bylting í bættri þjónustu við neytendur. Þarna verða allar mjólkurvörur á einu yfirbyggðu torgi og fá því viðskiptavinir Verslunar KÁ góða yfirsýn yfir fjölbreytt úrval og innkaupin verða skemmtilega þægileg. Ýmis tilboð á mjólkurafurðum og uppátæki í tilefni dagsins. Við óskum Verslun KÁ og viðskiptavinum til hamingju með þessa merku nýjung. MJÓLKURBÚ FLOAMANNA OSTA- OG SMJÖRSALAN SF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.