Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 21

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 21 LISTIR GLÆSILEIKI OG GALSI ISLENSKI DRAUMURINN TONLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Schubert, Vieuxtemps, Sarasate og Bizet. Einleikari: Pálína Arnadóttir. Stjórnandi: Ronald Zollman. Fimmtudagurinn 9. október, 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á þeirri ófullgerðu eftir Franz Schubert, fallegu verki sem var fallega flutt, svolítið blátt áfram og í klassískum anda. Eitt atriði truflaði undirritað- an en það var einn hljómur, sem ekki fer saman við stíl verksins og munar þar einni nótu í fagottrödd. í Petersútgáfunnni er þessari nótu vikið til um stóra tvíund svo að hljómurinn verður hreint fimmta sæti, þríferundarhljómur, í h-moll. Það gæti verið, að svo hafi ekki verið gert í frumútgáfunni, sem gæti þrátt fyrir það verið prent- villa, enda losar Schubert um liggj- andi h-nótuna í öðrum röddum. Þessi sami hljómur kom aftur fyrir, rétt á undan „codanum" og var pirr- andi áheyrnar. Pálína Árnadóttir er efnilegur konsertfiðlari og lék Fiðlukonsert nr. 5, eftir Vieuxtemps. Pálína lék mjög vel og sama má segja um Carmen fantasíuna eftir Sarasate, sem var nokkuð varlega leikin fram- an af, þótt tekið væri á svo um munaði undir lokin. Pálína ræður yfir mikilli tækni og lék tandur- hreint öll tæknibrögð verkanna en vantar auðvitað enn þann þroska, er gerir flutninginn annað og meira en flutning, enda enn svo ung, að ekki verður séð fyrir hversu iangt henni mun auðnast að ná í að full- komna leik sinn. Pálína Árnadóttir er stórefnilegur fiðlari og var leikur hennar í heild að mörgu leyti glæsi- legur og verður spennandi að fylgj- ast með henni er námi lýkur og við taka ár listamannsins. Tónleikunum lauk með C-dúr sin- fóníunni eftir Bizet, er hann samdi 17 ára (1855) í námi hjá Gounod og var ekki frumflutt fyrr en 1935, í Basel, undir stjórn Weingartner. Verkið er sérlega glaðlegt, þar sem saman fer klassík sem rekja má til Mozarts, lýrik, sem minnir á Schu- bert, og leikandi fjör, ættað frá Rossini og Mendelssohn. Þrátt fyrir galsann mátti heyra fallegar tónlín- ur, eins og óbósólóana í öðrum þætti, sem Hólmfríður Þóroddsdótt- ir og Daði Kolbeinsson skiptu með sér mjög fallega. Lokakaflinn er sannkölluð leikniþraut, sem lék í höndum fiðlusveitarinnar. Hljóm- sveitin skilaði þessu leikglaða verki mjög vel og var auðheyrt að Ron- ald Zollman er góður hljómsveitar- stjóri. Jón Ásgeirsson KVIKMYNPIR Stjörnubíö/ Iláskólabíó/ S a m b í ó i n , Áifabakka PERLUR OG SVÍN ★ ★ Vi Leikstjóni og handrit: Óskar Jónas- son. Kvikmyndataka: Sigurður Sverr- ir Pálsson. Leikmynd: Arni Páll Jóhannsson. Búningar: Áslaug Leifs- dóttir. Hljóðhönnun: Kjartan Kjart- ansson. Klipping: Steingrímur Karls- son. Leikarar: Olafia Hrönn Jónsdótt- ir, Jóhann Sigurðarson, Olafur Darri Olafsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Steinunn Olína Þorsteinsdóttir, María Guðmundsdóttir, Edda Björgvinsdótt- ir og Ingvar Sigurðsson. 100 mín. Islensk. Islenska kvikmyndasam- steypan/ Zentropa. 1997. í SÓDÓMU Reykjavíkur bauð Óskar Jónasson áhorfendum í ævin- týralegt ferðalag um höfuðborgina í leit að fjarstýringu. Sú leit hafði ýmsa útúrdúra og leyfði áhorfendum að kynnast kostulegum persónum. í Perlum og svínum fá áhorfendur aftur að kynnast sérstæðum karakt- erum og ævintýrum þeirra í Reykja- vík dagsins í dag. Aðalpersónur myndarinnar eru hjónin Lísa (Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir) og Finnbogi (Jóhann Sigurðar- son) sem eru að brölta við að höndla íslenska drauminn, þ.e. hann vill meika það í bissniss, verða ríkur, og hún vill komast á sólarströnd í langþráð frí. Barátta þeirra við að láta draumana rætast leiðir af sér ýmsa útúrdúra og skringilegar per- sónur flækast inn í líf þeirra hjóna. Leikstjóri og leikarar hafa sagt í viðtölum að undirstaða handritsins og persónusköpum hafi mótast í spunavinnu þar sem hver leikari fékk tækifæri til þess að þróa sinn karakt- er. Þessi nálgun er bæði sterkasta hlið myndarinnar og hennar veik- asta. Hún er sterk vegna þess að persónur Lísu og Finnboga eru dregnar sterkum dráttum. Ólafía og Jóhann gefa þeim hiýju og dýpt sem vantar oft í persónur gamanmynda. Einnig ná Ölafur Darri Ólafsson, sem sonur Finnboga og Lísu með eigin viðskiptadrauma, og Ingvar Sigurðsson, sem rússneskur togara- sjómaður, að vinna mjög skemmti- lega með sína karaktera. Ingvar er rússneskari en nokkur Rússi, í sinni stílfærðu útgáfu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Edda Björgvinsdótt- ir og María Guðmundsdóttir, sem kræfar mæðgur í bakarísviðskiptum, og Þröstur Leó Gunnarsson, sem bakari með vafasama fortíð, eru óljósari og flatari persónur þó að þau eigi öll góða spretti inn á milli. Spunavinnan hefur þannig getið af sér nokkrar spennandi persónur sem gaman er að fylgjast með en ramminn, söguþráðurinn, sem þau eru sett inn í virkar ekki eins vel. Barátta bakaría, sala á Lödum til Rússlands, og birgðir af hjálpartækj- um ástarlífsins sem illa gengur að losna við, eru þau ævintýri sem sögupersónur þurfa að takast á við og verður að segjast að þó að sumt sé sprenghlægilegt þá fellur annað gjörsamlega. Svikamyllan sem eigendur stærstu brauðgerðar landsins fara af stað með til þess að hnekkja á Lísubakaríi fer einhvern veginn fyrir ofan garð og neðan hjá manni. Bard- úsið í kringum njósnir og slægð og spurninguna hver heldur með hveij- um kveikir mjög takmarkaða for- vitni og skapar sáralitla dramatíska spennu. Það sama má segja um vandræðagang Finnboga með hjálp- artæki ástarlífsins. Það eru einna helst samskipti Bjartmars (Ólafs Darra) við Rússana sem halda at- hyglinni. Eitt og eitt atriði er þó fyndið og má því segja að takmarki gamanmyndar séð náð að hluta. Það er orðin þreytt lumma að fjalla um tæknilegan frágang ís- lenskra kvikmynda. Byijunarörðug- leikar íslenska kvikmyndavorsins eru löngu að baki og flestar kvik- myndir síðustu ára standast allan samanburð við erlenda fjöldafram- leiðslu bandarísku draumaverk- smiðjunnar. Það sama á við um Perl- ur og svín. Hún er gerð af fag- mennsku. Það er engin ástæða til að afsaka eitt né neitt og tala um myndir gerðar af vanefnum. Anna Sveinbjarnardóttir NOATUN Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. NÓATÚN11? • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 Veisla íypir litið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.