Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 23 LISTIR Marglit föng- MYNPLIST N ý I 6 HUGMYNDAFRÆÐI/ MÁLVERK HJÖRTUR MARTEINS- SON, ÁSRÚN TRYGGVA- DÓTTIR, BERIT LIND- FELDT, EYJÓLFUR EIN- ARSSON Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 12. október. Aðgang- ur ókeypis. NÝLISTASAFNIÐ heldur áfram uppteknum hætti um tveggja vikna síbyljusýningar og kemur þar með öllum sem um list- ir fjalla í vanda. Eins og fólk í þeim húsum hafi ekki áttað sig á þeim gamla sannleik, að menn geta étið yfir sig af list og að þá taki listleiðinn við, sem víða er ofarlega á baugi í samræðu dags- ins. Jafnframt einstrengnisleg, ni- hilistísk viðhorf, sem gera lista- mönnum erfiðara um vik í sköpun- arferlinu og þar af leiðandi eftir- láta milligöngumönnum; sýningar- stjórum, listsögufræðingum list- heimspekingum og öðrum ráðgjöf- um í andlega menningariðnaðinum að hugsa fyrir sig. Illmögulegt er að gera sýning- unum ítarleg skil á þessum smátt skammtaða tíma í ljósi allra ann- arra framkvæmda sem í gangi era, sem hindrar að auk að einstakar sýningar fái unnið sig upp. Það væri til að mynda ástæða til að fara vel í saumana á sýningu Hjart- ar Magnússonar, sem kemur mjög á óvart fyrir sérstæð og einlæg vinnubrög, og þyrfti endurteknar heimsóknir til að melta boðskap hennar til fulls. Ekki fyrir það að hún sé tiltakanlega tormelt, heldur vekur hún upp spurningar og við- brögð sem bragðmeiri og sannari mergur er í, en þessu venjulega siðlausa áreiti, hip hop, ping pong og sump pump, sem gerir margan ringlaðan og áttavilitan, sem ekki vill vera ásakaður um fordóma og íhaldssemi. Hefur um leið enda- skipti á listhugtakinu án þess að gefa eitthvað í staðinn, byggja upp um leið. Hið síðasta virðist þó ein- mitt vera tilfellið um sýningu Hjart- ar, sem ekki er að rífa neitt niður BERIT Lindberg; Loftkastali. eru þrjú verk; „Forn útsýnisskífa við Heklu“ (12); “ í ijallshlíðum Heklu var áður að finna útsýnis- skífu fyrir vorboðana, til að auð- velda þeim að rata til bernsku- stöðvanna, eftir að þeir höfðu lagt að baki erfitt flug yfir Atlantsála í sunnan áttum. Sumir fuglanna vildu á fluginu tapa áttum og vissu því ekki gjörla hvert þeir áttu að fljúga með vortíðindi sín. Þetta voru hins vegar svikaskífur, því þar undir loguðu eldar, sem urðu sumum fuglum að fjörtjóni, er þeir steyptust ofan í logana." - ^.Hug- arburður að vetri“ (13); Á Islandi fullyrða menn einum munni að kríur hafist við á vetrum á gullnum skýjum í dásvefni. Þeim bregður fyrir á heiðríkum dögum" - „Rót- arhvel" (14); Neðanjarðar eru villustígarnir jafnmargir og ofan- jarðar og ekki gerist ferð þeirra sem um þessa heima fara auðveld- ari er þeir mæna til himins. Þar blasa venjulega við kolaðar leifar horfinna góðviðrisdaga, þegar allt lék í lyndi.“ Myndverkin eru þrívíð máluð smíðisverk og vel að verki staðið, en vekur þó dtjúg við'brogð ’því’ hún leitar á og krefst þess í látleysi sínu og hrekklausri einlægni að skoð- andinn hugsi sinn gang. Samheiti sýningarinnar gæti allt eins verið „Hinar breytilegu sjónir náttúruskoðara“, því hér er í senn vísað til hindurvitna, fáránleika og magna náttúruskapa. Skýr dæmi verður meira en fróðlegt að fylgj- ast með framhaldinu ... - Ásrún Tryggvadóttir er uppfull af áhuga á steinaríkinu og grípur í gijót á ólíklegustu stöðum, gengur um með fulla vasa af steinvölum og rannsakar jafnvel fluggetu steina með tilliti til veðurfars og loftlags. í því skyni tekur hún steinvölur HJÖRTUR Marteinsson; Forn útsýnisskífa við Heklu. með sér á ferðum sínum til út- landa. Hún hefur einnig tekið gömlu nótubókina hennar mömmu sinnar og skannað hana á tölvu og á að innihalda náttúrulýsingar fólks sem hún fær til liðs við sig. Þetta eru 99 bækur og er innihald verksins enn í vinnslu. Fágætis- skápar, geyma svo helst það sem hún hefur komið með heim í vösun- um síðastliðin tvö ár. Loks eru spjöld sem fyrir margt löngu tengdust náttúrufræðum, voru notuð í skólum en eru safngripir í dag. Hún sá þau í fornverzlunum í Danmörku í sumar og voru þau. gjaman með_ myndum úr blóma- eða dýraríkinu. Ákvað hún að gera fals- anir á spjöldunutn. Þetta er svo uppistaðan á sýningunni og koma bækumar sterkast út sem sjónræn innsetning á vegg. Að öðru leyti er gjörningurinn mjög, up-to date, í blessunarlegu samræmi við hrær- ingar tímanna meðal hinna ungu ... - Skyld, en þó nokkuð önnur viðhorf til náttúruskapa í mann- gerðri umgjörð, er sýningin „Leif- ar“ og er þar að verki sænska lista- konan Berit Lindberg, sem dvaldi í nöri'ænu gestaíböðinni í Hafnar- borg í tvo mánuði á liðnu ári, fór víða og tíndi upp hluti, sem hún svo setti saman. Um er að ræða eins konat' brotabrot ferðasögu á íslandi í maí, júní 1996, í búningi sem minnir ekki svo lítið á það sem í listasögunni skilgreinist sem, obj- ekt trouvé, fundnir hlutir. Náttúr- an hefur unnið á þessum mann- gerðu hlutum sem legið hafa á berangri í mislangan tíma. Ekki ýkja frumlegt en listakonan hefur góða tilfinningu fyrir samsetningu hluta, assamblage, og nær á stund- um býsna áhugaverðum árangri með sterkum sjónrænum tilvísun- um. Nefni helst „Náttlampi" (4), „Leitari" (5), „Loftkastali“ (9), „Ferða altari“ (17), „Löngun" (37) og „Blóm í vasa“ (39). Afar hraust- lega að verki staðið á aðeins tveim mánuðum ... Á palli er loks kynning á málar- anum Eyólfi Einarssyni sem er þó einn af þeim virkari í hópi sinnar kynslóðar og hélt eigi alls fyrir löngu stóra sýningu í Listasafni Kópavogs, svo „kynning“ í þessum umbúðum er dálítið þvæld skil- greining. Eitthvað í líkingu við, er þýskir listsögufræðingar endur- uppgötvuðu Chaim Soutine um árið! Þá hafa þessar kynningar sem byijuðu svo vel, einhverra hluta vegna mjög sett ofan. Eru að þessu sinni einungis 4 meðalstórir dúkar uppihangandi og eru tveir þeirra „I ljósaskiptum I og 11“ gerðir 1995 ög njóta sÍFi éngáfi VSgÍFifi á veggjunum, en hinir tveir „Fljúg- andi Hollendingur“ og „Ástar- saga“ sem báðir eru unnir á þessu ári bera í sér sterkar myndrænar vísanir og gefa fyrirheit um nýja landvinninga og fersk átök lista- mannsins við efnivið sinn .. . Bragi Ásgeirsson Fossar og eyjarí Grafar- vogskirkju SÝNING á málverkum eftir Guðbjörgu Lind verður opnuð nú um helgina í Grafai-vogs- kirkju. Verkin eru öll unnin í olíu á undanförnum þremur árum. Vatnið og hin síbreyti- lega mynd þess hefur verið eitt af meginviðfangsefnum Guðbjargar. Guðbjörg Lind útskrifaðist frá málunardeild_ Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1985. Hún hefur haldið marg- ar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. TROLLSKESSAN Flumbra með trölla- strákinn Bráðfríð. 155. Astar- sögusýning MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir Ástarsögu úr fjöllunum sunnudaginn 12. október kl. 15 og er það 155. sýning á leikritinu sem hefur á undan- fömum misserum verið sýnt í leik-og grunnskólum um allt land. Leikritið er byggt á sam- nefndri sögu Guðrúnar Helga- dóttir, þar segir frá tröllskess- unni Flumbru, strákunum hennar átta og ástinni í fjöllunum. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 2ja til 7 ára. Leikstjóri er Stefán Sturla Siguijónsson, leikmynd gerði iiim uuiiiuesmpt, tORllSt 5T eftir Björn Heimi Viðarsson og söngtextar eftir Pétur Eggerz. Leikarar eru Margrét Kr. Pétursdóttir og Pétur Eggerz. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða í Mögu- leikhúsinu við Hlemm. Listahópurinn tarGET sýnir í Norræna húsinu SÝNING listahópsins tarGET verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 15 í sýningarsal Nor- ræna hússins. Úista- hópinn skipa sjö ungir listamenn frá íslandi, Svíþjóð og Noregi. Þau hafa búið saman í Listamiðstöðinni í Straumi við Hafnar- fjörð í tvo og hálfan rnánuð og unnið að þessari sýningu sem síðan heldur áfram til Stokkhólms, Ósló- ar og Þrándheims. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefnd- inni og Stokkhólmsborg sem lista- og menningarborg Evrópu 1998. Birgitta Silfverhielm, Brynhild- ur Bye, Magnea Ásmundsdóttur, María Friberg, John 0yvind Egg- esbo, Solveig Birna Stefánsdóttir og Torbjörn Skaarild kynntust þegar þau voru við myndlistarnám og fóru _sem skiptinem- ar milli Islands, Noregs og Svíþjóðar. Síðan í ágúst hafa þau dvalið í Straumi og unnið sam- an og afraksturinn verður nú kynntur í Norræna húsinu. Þau segja verkefnið hafa verið á þeirra eigin forsendum, þeim var ekki boðið að vinna saman heldur buðu þau sér sjálf og þar af leiðandi hefur verkefnið mótast eftir þeirra eigin höfði. Listamennirnir unnu sjálfstætt að verkum sínurn. Flest lögðu þau stund á málun og skúlptúr í skóla en miðlar eru orðnir margvíslegir og á sýningunni verða einnig ljós- myndir og myndbandsverk. Að- spurð hvort sameiginlegt viðfangs- efni tengi einstaklingana svara þau því til að þau sjálfs séu viðfangs- efnið. Eitt af markmiðum verkefn- isins var að kanna hvort náin sam- vera listamannanna kæmi fram í verkum hvers og eins. Þau segja svo vera á þann hátt helst að ein- staklingurinn endurspegli sjálfan sig í öðrum. „Við höfum lært mik- ið á því að fylgjast svo náið með vinnuferli annarra," segir Birgitta Silverhielm. „Og eftir að hafa kynnst því að vera undir stöðugu aðhaldi annarra í vinnuferli mínu er ég ekki eins spéhrædd." María Friberg tekur fram að gagnrýni félaganna hafi heyrst hvort sem maður kærði sig um eða ekki og því hafi þau orðið að venjast. Komu þá ekki upp einhver vandamál? tarGET hópurinn er skipaður listamönnuni frá Noregi, Svíþjóð og íslandi. „Við rifumst mest í byijun," segir heildina litið hefur þetta verið mjög Birgitta. „Smám saman lærðum jákvæð reynsla." Sýningin stendur við að virða mörk hvert annars, yfir til 2. nóvember, og er opið kl. hvenær best var að þegja, og í 14-18 alla daga nema mánudaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.