Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 24
M mI HllðTMO .01 WJOAÍiUTTO'l
24 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
LISTIR
Rok og barokk
TONLIST
Setjarnarncskirkja
BAROKKTÓNLIST
Flytjendur: Úr „Musica Antiqua",
Maida G.Halldórsdóttir sópran, Peter
Tonipkius barokkóbó, Sigurður Hall-
dórsson bai'okkselló og Anna Magn-
úsdóttir seinbal. 8. október kl. 20.30.
VAFALAUST var rokinu á Sel-
tjarnarnesinu um að kenna hversu
fáir mættu til að hvíla sig frá nútím-
anum og hlusta á barokk í Seltjarn-
arneskirkju. Charpentier væri vafa-
laust þekktari í dag sem tónskáld
ef Lully hefði ekki staðið í vegi
fyrir framgangi hans, en Lully var
þá mikils ráðandi í frönsku tónlist-
arlífi, og Chaipentier mátti sætta
sig við að mörg handrit hans ryk-
féllu á söfnum í París. Hógværðin
hefur semsagt á sautjándu öld, ekk-
ert síður en á þeirri tuttugustu,
mátt sín lítils gegn yfirgangi, en
Lully náði fljótt lykiistöðu í frönsku
tónlistarlífi þótt útlendingur væri í
París. Marta Halldórsdóttir byijaði
tónleikana með tveim mjög falleg-
um lögum eftir Charpentier, Salve,
Regina og Alma Dei Creatoris, og
lék Anna Magnúsdóttir með á
sembal. Þrátt fyrir óvenju lítinn tón
sembalsins náðist gott jafnvægi í
flutninginn með því að Marta héldi
mjög aftur af röddinni. Eigi að síð-
ur eða kannski þess vegna, náðist
að skila þessum lögum mjög fallega
í stíl og túlkun. Þetta var því miður
einu skiptin sem semballinn naut
sín aftur á aftasta bekk og oft í
næstu verkum heyrðist semballinn
vart á aftasta bekk í kirkjunni.
Þetta hljómleysi sembalsins gerði
það að verkum að nokkurt ójafn-
vægi var í þeim verkum sem á eft-
ir komu, en misskilningur er að
semballinn eigi að vera úti í kuldan-
um í þessari tegund tónlistar, held-
ur þvert á móti. Fantasía í g-moll
fyrir óbó, sembal og fylgirödd eftir
þekktasta nemanda J.S. Bachs, J.
Krebs, var næst á efnisskránni.
Peter Tompkins valdi að flytja aðal-
röddina með nokkrum styrkleika-
sveiflum sem ég efast um að gert
hafi verið á tímum Bachs og mér
finnst síður eiga heima í ströngum
stíl barokksins, enda hafði maður
á tilfinningunni að Tompkins væri
ekki alveg sáttur við leik sinn. Purc-
ell var næstur á efnisskránni. Var-
lega skyldi maður fara í styrkleika-
breytingum í þessari tegund tónlist-
ar, þó var Bid the Virtues mjög
fallega sungið en Marta hefur tón-
listargáfurnar og mjög hreinan kól-
oratúr til að skila þessum verkefn-
um framúrskarandi. Sigurður Hall-
dórsson lék sónötu í a-moll eftir
A. Vivaldi. Þættirnir skiptast í
Largo, Allegro, Largo, Allegro, ólík-
ir þættir innbirðis, þrátt fyrir aðeins
tvær yfirskriftir, þó minnti síðara
Allegroið töluvert á hið fyrra og
hefði getað verið einskonar tilbrigði
út frá því. Sigurður er mjög dugleg-
ur sellóleikari, þó var dálítill óróleiki
yfir tempóinu í fyrra Allegroinu, sem
lítið varð vart í síðari þáttunum, en
þessi tónlist þarf vitanlega að vera
mjög stöðug í hraðavali og ryþma
frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu.
Eigi að síður gerði Sigurður margt
mjög fallega, en synd var að hljóm-
ur sembalsins náði engan veginn
yfir á öftustu kirkjubekkina. Tón-
íeikunum lauk með nokkrum atrið-
um eftir J.S. Bach. Atriði úr Brúð-
kaupskantötunni „Weichet nur be-
truebte Schatten" var ánægjulegt
að heyra í ágætum flutningi félag-
anna í Musica Antiqua, svo og síð-
ustu aríuna, aríu Jóhanns, úr nótna-
bók Önnu Magdalenu Bach, sem
lokaði tónleikunum.
Þrennir tónleikar verða á vegum
„Norðurljóss“ og verða tvennir síð-
ari vonandi ekki fyrir barðinu á
kunningja okkar íslendinga, rok-
rassinum, því hér er um ágæta flytj-
endur að ræða (aðeins þetta með
hljóminn í sembalnum) og tónlist
sem lifað hefur af árhundruðin.
Ragnar Björnsson.
Æviskrár
og leyndar-
dómarjökuls
Morgunblaðið/Kristinn
KOLBEINN Bjarnason, Hilmar Þórðarson, Atli Heimir Sveins-
son og Gunnar Kristinsson.
Ný tónverk flutt
í Hafnarborg
ÞJÓÐSAGA gefur einkum út stétt-
artöl. Á árinu hafa komið út eða
eru að koma út nokkur viðamikil
stéttartöl.
Viðskipta- og hagfræðingatal er
gefið út í samvinnu við Félag við-
skipta- og hagfræðinga. Ritstjóri
verksins er Gunnlaugur Haraldsson
þjóðháttafræðingur. Nýja stéttartal-
ið leysir af hólmi eldri útgáfu frá
1986 og er mjög aukið.
Samtök bókagerðarmanna í 100
ár og stéttartal er gefið út í sam-
vinnu við Félag bókagerðarmanna
og er tvíþætt, 100 ára afmælisrit
samtaka bókagerðarmanna og
stéttatal þeirra í 400 ár. Höfundur
afmælisritsins er dr. Ingi Rúnar
Eðvarðsson, en Þorsteinn Jónsson
er ritstjóri stéttartalsins.
Tannlæknatai 1854-1997e rgefið
út að frumkvæði Tannlæknafélags
íslands. Ritstjóri er Gunnlaugur
Haraldsson þjóðháttafræðingur.
MYNDLISTARMAÐURINN Einar
Garibaldi heldur fyrirlestur og sýnir
skyggnur í fyrirlestrasal Myndlista-
og handíðaskóla íslands í Laugar-
nesi mánudaginn 13. október kl.
12.30.
í fyrirlestrinum fjallar Einar um
eigin myndlistarferil og hugmyndir
um myndlist.
Listfræðingurinn dr. Ásdís Ólafs-
Tannlæknatalið kemur í stað eldra
verks sem gefið var út 1984 og er
til muna stærra. í ritinu er saga
tannlækninga á íslandi eftir Lýð
Björnsson sagnfræðing.
Arkitektatal er gefið út í sam-
vinnu við Arkitektafélag íslands.
Ritstjóri er Haraldur Helgason. Það
er fyrsta rit sinnar tegundar hér á
landi og hefur að geyma alls 413
æviskrár með myndum.
Vélstjóra- og vélfræðingatal er
gefið út í samvinnu við Vélstjórafé-
lag Islands. Ritstjórar eru Þorsteinn
Jónsson og Franz Gíslason. Utgáfa
talsins hófst á liðnu ári með tveimur
bindum en nú koma út þijú bindi.
Leyndardómar Vatnajökuls: víð-
erni, fjöll og byggðir er eftir Hjör-
leif Guttormsson líffræðing og al-
þingismann og Odd Sigurðsson jarð-
fræðing. Þjóðsaga hefur umsjón
með útgáfu verksins og sér um
dreifingu á því.
dóttir heldur fyrirlestur og sýnir
skyggnur í Barmahlíð, fyrirlestrasal
Myndlista- og handíðaskóla íslands,
Skipholti 1, miðvikudaginn 15. októ-
ber kl. 12.30.
í fyrirlestrinum íjallar Ásdís um
módermisma í hönnun: Upphaf og
þróun á millistríðsárunum.
Fyrirlestrarnir eru ókeypis og öll-
um opnir.
í HAFNARBORG, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, verða
flutt ný tónverk eftir Gunnar Krist-
insson, Atla Heimi Sveinsson og
oktober kl. 17.
Verkin tengjast öll myndlist
Gunnars sem um þessar mundir er
með myndlistarsýningu í Hafnar-
borg. Verk Gunnars á tónleikunum
heitir Standa, sitja, liggja og er
samið fyrir flautu og tölvuhljóð á
segulbandi. Það er unnið upp úr
þeirri skynjun á líkamanum sem
felst í þessum þremur stellingum
og hafði Gunnar sérstaklega í huga
upplifun sína á líkamsstellingum
þessum á meðan hann var að vinna
að myndunum á sýningu í Hafnar-
borg. Kolbeinn Bjamason flautu-
leikari er einleikari í þessu verki.
Atli Heimir Sveinsson hefur
samið sönglög við ljóð Gunnars úr
ljóðabókinni Eyktir sem út kom
árið 1989. Andrea Gylfadóttir og
Sicurður Flosason flvtia löein.
“ *0 - -------- ‘ v tl~~ *-<=>
Hilrnar samdi sitt verk, Augna-
blik hreyfingarinnar, með þijár
myndir Gunnars í huga, en mynd-
ir þessar eru á sýningunni í
Hafnarborg og hanga þar á gafli
í aðalsal. Myndirnar túlka um-
breytingu á tíma og einingum.
Einingarnar eru í upphafi áttunda-
partsnótur, en þróast milli mynda
í lifandi frumur. Verkið er rafverk,
unnið í Tónveri Tónlistarskóla
Kópavogs sem Hilmir veitir for-
stöðu ásamt Ríkharði H. Friðriks-
syni
Myndlistarsýningu Gunnars lýk-
ur um helgina.
Fyrirlestrar og;
skyggnur í MHI
Hilmar Þórðarson. sunnudaerinn 12.
Samkór Vest-
mannaeyja í
tónleikaferð
TÓNLISTARFÓLK úr Vestmanna-
eyjum, Samkórs Vestmannaeyja og
Kór Landakirkju, ásamt trompet-
leikaranum Birki Frey Matthías-
syni, heldur tónleika í Langholts-
kirkju á morgun, laugardag kl. 16.
Kórinn nýtur aðstoðar hljóðfæra-
leikara úr Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Stjórnandi er Guðmundur H.
Guðjónsson.
Flutt verða tvö verk eftir Joseph
Haydn, Trompetkonsert í Es-dúr og
Messa í C-dúr. Einsöngvarar með
kórnum í síðara verkinu eru Harpa
Harðardóttir, sópran, Stefanía Val-
geirsdóttir, alt, Þorgeir Andrésson,
tenór og Eiríkur Hreinn Helgason,
bassi.
TÓNLISTARFÓLK úr Vestmannaeyjum mun lialda tónleika í Langholtskirkju.
í SÖGUNNI af litla varð-
hundinum sem ekki kanú
að gelta verða krakkarn-
ir að hjálpa til. ii:
Brúðubíll-
inn í Gerðú-
bergi
UÓSMYNDASÝNINGU af
listsköpun barna frá Norður-
löndum sem sýnd er í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubefgi
lýkur nú um helgina. Af því
tilefni verða ýmsar uppákóm-
ur fyrir börn. Börnum géfst
kostur á að byggja sitt eigið
umhverfislistaverk auk þess
sem Brúðubíllinn kemur í
heimsókn.
Brúður, gamlir kunningjar
úr Brúðubílnum og Stundinni
okkar, verða til sýnis á veggj-
um Gerðubergs og sýnd vérða
leikritin í Dúskalandi uog
Bimm-bamm.
Sýningarnar verða á morg-
un, laugardag og sunnudag.
Báðar sýningarnar hefjast kl.
14_og er miðaverð 500 kf,
í leikritunum koma fíam
yfir 50 brúður af öllum stærð-
um og gerðum. Hvort leikrit
fyrir sig inniheldur litla leik-
þætti, söng og sögur. Í leikrit-
inu í Dúskalandi er m.a. éág-
an af því þegar Lilli týndi
dúskinum af húfunni sinni og
svo er það sagan af litla varð-
hundinum sem ekki kann, að
gelta. Og þar verða krakkarn-
ir að hjálpa til. í leikritinu
Bimm-bamm er afmælisveisl-
an hans Garps, sem er letidýr.
Það er gleðin sem ræður
rikjum á sýningum Brúðubíls-
ins og er þar ýmislegt bæði
til fróðleiks og skemmtunar.
Málverkasýn-
ing á menn-
ingardögnm
í TILEFNI af menningardög-
um heyrnarlausra opnar Vil-
hjálmur G. Vilhjálmsson
myndlistarsýningu í Lista-
safni ASI á morgun, laugar-
dag kl. 15.
Vilhjálmur stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla
Islands, Skolen for Brugsk-
unst, Kaupmannahöfn og hef-
ur sótt ýmis námskeið hjá
Myndlistaskólanum í Reykja-
vík. Hann hefur haldið einka-
sýningar og tekið þátt í sam-
sýningum hér heima og er-
lendis.
Sýningin ber heitið Blæ-
brigði og er opin alla daga frá
kl. 14-18, nema mánudaga.
Aðgöngumiðar eru seldir í
Listasafni ASÍ, Freyjugötú 41,
Reykjavík, og kosta 200 kr.
Málverkasýn-
ing í Garðabæ
MÁLVERKASÝNING Gunn-
ellu í Sparisjóðnum Garða-
torgi, Garðabæ, verður opin á
morgun, laugardag frá kl.
14-18. Á sýningunni eru 24
olíumálverk sem unnin eru á
sl. tveimur árum.