Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.1997, Blaðsíða 24
M mI HllðTMO .01 WJOAÍiUTTO'l 24 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 LISTIR Rok og barokk TONLIST Setjarnarncskirkja BAROKKTÓNLIST Flytjendur: Úr „Musica Antiqua", Maida G.Halldórsdóttir sópran, Peter Tonipkius barokkóbó, Sigurður Hall- dórsson bai'okkselló og Anna Magn- úsdóttir seinbal. 8. október kl. 20.30. VAFALAUST var rokinu á Sel- tjarnarnesinu um að kenna hversu fáir mættu til að hvíla sig frá nútím- anum og hlusta á barokk í Seltjarn- arneskirkju. Charpentier væri vafa- laust þekktari í dag sem tónskáld ef Lully hefði ekki staðið í vegi fyrir framgangi hans, en Lully var þá mikils ráðandi í frönsku tónlist- arlífi, og Chaipentier mátti sætta sig við að mörg handrit hans ryk- féllu á söfnum í París. Hógværðin hefur semsagt á sautjándu öld, ekk- ert síður en á þeirri tuttugustu, mátt sín lítils gegn yfirgangi, en Lully náði fljótt lykiistöðu í frönsku tónlistarlífi þótt útlendingur væri í París. Marta Halldórsdóttir byijaði tónleikana með tveim mjög falleg- um lögum eftir Charpentier, Salve, Regina og Alma Dei Creatoris, og lék Anna Magnúsdóttir með á sembal. Þrátt fyrir óvenju lítinn tón sembalsins náðist gott jafnvægi í flutninginn með því að Marta héldi mjög aftur af röddinni. Eigi að síð- ur eða kannski þess vegna, náðist að skila þessum lögum mjög fallega í stíl og túlkun. Þetta var því miður einu skiptin sem semballinn naut sín aftur á aftasta bekk og oft í næstu verkum heyrðist semballinn vart á aftasta bekk í kirkjunni. Þetta hljómleysi sembalsins gerði það að verkum að nokkurt ójafn- vægi var í þeim verkum sem á eft- ir komu, en misskilningur er að semballinn eigi að vera úti í kuldan- um í þessari tegund tónlistar, held- ur þvert á móti. Fantasía í g-moll fyrir óbó, sembal og fylgirödd eftir þekktasta nemanda J.S. Bachs, J. Krebs, var næst á efnisskránni. Peter Tompkins valdi að flytja aðal- röddina með nokkrum styrkleika- sveiflum sem ég efast um að gert hafi verið á tímum Bachs og mér finnst síður eiga heima í ströngum stíl barokksins, enda hafði maður á tilfinningunni að Tompkins væri ekki alveg sáttur við leik sinn. Purc- ell var næstur á efnisskránni. Var- lega skyldi maður fara í styrkleika- breytingum í þessari tegund tónlist- ar, þó var Bid the Virtues mjög fallega sungið en Marta hefur tón- listargáfurnar og mjög hreinan kól- oratúr til að skila þessum verkefn- um framúrskarandi. Sigurður Hall- dórsson lék sónötu í a-moll eftir A. Vivaldi. Þættirnir skiptast í Largo, Allegro, Largo, Allegro, ólík- ir þættir innbirðis, þrátt fyrir aðeins tvær yfirskriftir, þó minnti síðara Allegroið töluvert á hið fyrra og hefði getað verið einskonar tilbrigði út frá því. Sigurður er mjög dugleg- ur sellóleikari, þó var dálítill óróleiki yfir tempóinu í fyrra Allegroinu, sem lítið varð vart í síðari þáttunum, en þessi tónlist þarf vitanlega að vera mjög stöðug í hraðavali og ryþma frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu. Eigi að síður gerði Sigurður margt mjög fallega, en synd var að hljóm- ur sembalsins náði engan veginn yfir á öftustu kirkjubekkina. Tón- íeikunum lauk með nokkrum atrið- um eftir J.S. Bach. Atriði úr Brúð- kaupskantötunni „Weichet nur be- truebte Schatten" var ánægjulegt að heyra í ágætum flutningi félag- anna í Musica Antiqua, svo og síð- ustu aríuna, aríu Jóhanns, úr nótna- bók Önnu Magdalenu Bach, sem lokaði tónleikunum. Þrennir tónleikar verða á vegum „Norðurljóss“ og verða tvennir síð- ari vonandi ekki fyrir barðinu á kunningja okkar íslendinga, rok- rassinum, því hér er um ágæta flytj- endur að ræða (aðeins þetta með hljóminn í sembalnum) og tónlist sem lifað hefur af árhundruðin. Ragnar Björnsson. Æviskrár og leyndar- dómarjökuls Morgunblaðið/Kristinn KOLBEINN Bjarnason, Hilmar Þórðarson, Atli Heimir Sveins- son og Gunnar Kristinsson. Ný tónverk flutt í Hafnarborg ÞJÓÐSAGA gefur einkum út stétt- artöl. Á árinu hafa komið út eða eru að koma út nokkur viðamikil stéttartöl. Viðskipta- og hagfræðingatal er gefið út í samvinnu við Félag við- skipta- og hagfræðinga. Ritstjóri verksins er Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur. Nýja stéttartal- ið leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1986 og er mjög aukið. Samtök bókagerðarmanna í 100 ár og stéttartal er gefið út í sam- vinnu við Félag bókagerðarmanna og er tvíþætt, 100 ára afmælisrit samtaka bókagerðarmanna og stéttatal þeirra í 400 ár. Höfundur afmælisritsins er dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, en Þorsteinn Jónsson er ritstjóri stéttartalsins. Tannlæknatai 1854-1997e rgefið út að frumkvæði Tannlæknafélags íslands. Ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur. MYNDLISTARMAÐURINN Einar Garibaldi heldur fyrirlestur og sýnir skyggnur í fyrirlestrasal Myndlista- og handíðaskóla íslands í Laugar- nesi mánudaginn 13. október kl. 12.30. í fyrirlestrinum fjallar Einar um eigin myndlistarferil og hugmyndir um myndlist. Listfræðingurinn dr. Ásdís Ólafs- Tannlæknatalið kemur í stað eldra verks sem gefið var út 1984 og er til muna stærra. í ritinu er saga tannlækninga á íslandi eftir Lýð Björnsson sagnfræðing. Arkitektatal er gefið út í sam- vinnu við Arkitektafélag íslands. Ritstjóri er Haraldur Helgason. Það er fyrsta rit sinnar tegundar hér á landi og hefur að geyma alls 413 æviskrár með myndum. Vélstjóra- og vélfræðingatal er gefið út í samvinnu við Vélstjórafé- lag Islands. Ritstjórar eru Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Utgáfa talsins hófst á liðnu ári með tveimur bindum en nú koma út þijú bindi. Leyndardómar Vatnajökuls: víð- erni, fjöll og byggðir er eftir Hjör- leif Guttormsson líffræðing og al- þingismann og Odd Sigurðsson jarð- fræðing. Þjóðsaga hefur umsjón með útgáfu verksins og sér um dreifingu á því. dóttir heldur fyrirlestur og sýnir skyggnur í Barmahlíð, fyrirlestrasal Myndlista- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1, miðvikudaginn 15. októ- ber kl. 12.30. í fyrirlestrinum íjallar Ásdís um módermisma í hönnun: Upphaf og þróun á millistríðsárunum. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og öll- um opnir. í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verða flutt ný tónverk eftir Gunnar Krist- insson, Atla Heimi Sveinsson og oktober kl. 17. Verkin tengjast öll myndlist Gunnars sem um þessar mundir er með myndlistarsýningu í Hafnar- borg. Verk Gunnars á tónleikunum heitir Standa, sitja, liggja og er samið fyrir flautu og tölvuhljóð á segulbandi. Það er unnið upp úr þeirri skynjun á líkamanum sem felst í þessum þremur stellingum og hafði Gunnar sérstaklega í huga upplifun sína á líkamsstellingum þessum á meðan hann var að vinna að myndunum á sýningu í Hafnar- borg. Kolbeinn Bjamason flautu- leikari er einleikari í þessu verki. Atli Heimir Sveinsson hefur samið sönglög við ljóð Gunnars úr ljóðabókinni Eyktir sem út kom árið 1989. Andrea Gylfadóttir og Sicurður Flosason flvtia löein. “ *0 - -------- ‘ v tl~~ *-<=> Hilrnar samdi sitt verk, Augna- blik hreyfingarinnar, með þijár myndir Gunnars í huga, en mynd- ir þessar eru á sýningunni í Hafnarborg og hanga þar á gafli í aðalsal. Myndirnar túlka um- breytingu á tíma og einingum. Einingarnar eru í upphafi áttunda- partsnótur, en þróast milli mynda í lifandi frumur. Verkið er rafverk, unnið í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs sem Hilmir veitir for- stöðu ásamt Ríkharði H. Friðriks- syni Myndlistarsýningu Gunnars lýk- ur um helgina. Fyrirlestrar og; skyggnur í MHI Hilmar Þórðarson. sunnudaerinn 12. Samkór Vest- mannaeyja í tónleikaferð TÓNLISTARFÓLK úr Vestmanna- eyjum, Samkórs Vestmannaeyja og Kór Landakirkju, ásamt trompet- leikaranum Birki Frey Matthías- syni, heldur tónleika í Langholts- kirkju á morgun, laugardag kl. 16. Kórinn nýtur aðstoðar hljóðfæra- leikara úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Stjórnandi er Guðmundur H. Guðjónsson. Flutt verða tvö verk eftir Joseph Haydn, Trompetkonsert í Es-dúr og Messa í C-dúr. Einsöngvarar með kórnum í síðara verkinu eru Harpa Harðardóttir, sópran, Stefanía Val- geirsdóttir, alt, Þorgeir Andrésson, tenór og Eiríkur Hreinn Helgason, bassi. TÓNLISTARFÓLK úr Vestmannaeyjum mun lialda tónleika í Langholtskirkju. í SÖGUNNI af litla varð- hundinum sem ekki kanú að gelta verða krakkarn- ir að hjálpa til. ii: Brúðubíll- inn í Gerðú- bergi UÓSMYNDASÝNINGU af listsköpun barna frá Norður- löndum sem sýnd er í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubefgi lýkur nú um helgina. Af því tilefni verða ýmsar uppákóm- ur fyrir börn. Börnum géfst kostur á að byggja sitt eigið umhverfislistaverk auk þess sem Brúðubíllinn kemur í heimsókn. Brúður, gamlir kunningjar úr Brúðubílnum og Stundinni okkar, verða til sýnis á veggj- um Gerðubergs og sýnd vérða leikritin í Dúskalandi uog Bimm-bamm. Sýningarnar verða á morg- un, laugardag og sunnudag. Báðar sýningarnar hefjast kl. 14_og er miðaverð 500 kf, í leikritunum koma fíam yfir 50 brúður af öllum stærð- um og gerðum. Hvort leikrit fyrir sig inniheldur litla leik- þætti, söng og sögur. Í leikrit- inu í Dúskalandi er m.a. éág- an af því þegar Lilli týndi dúskinum af húfunni sinni og svo er það sagan af litla varð- hundinum sem ekki kann, að gelta. Og þar verða krakkarn- ir að hjálpa til. í leikritinu Bimm-bamm er afmælisveisl- an hans Garps, sem er letidýr. Það er gleðin sem ræður rikjum á sýningum Brúðubíls- ins og er þar ýmislegt bæði til fróðleiks og skemmtunar. Málverkasýn- ing á menn- ingardögnm í TILEFNI af menningardög- um heyrnarlausra opnar Vil- hjálmur G. Vilhjálmsson myndlistarsýningu í Lista- safni ASI á morgun, laugar- dag kl. 15. Vilhjálmur stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands, Skolen for Brugsk- unst, Kaupmannahöfn og hef- ur sótt ýmis námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykja- vík. Hann hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og er- lendis. Sýningin ber heitið Blæ- brigði og er opin alla daga frá kl. 14-18, nema mánudaga. Aðgöngumiðar eru seldir í Listasafni ASÍ, Freyjugötú 41, Reykjavík, og kosta 200 kr. Málverkasýn- ing í Garðabæ MÁLVERKASÝNING Gunn- ellu í Sparisjóðnum Garða- torgi, Garðabæ, verður opin á morgun, laugardag frá kl. 14-18. Á sýningunni eru 24 olíumálverk sem unnin eru á sl. tveimur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.