Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURIIMIM Efla þarf geðvernd og geðhjálp en ekki skerða OFT VAR þörf en nú er nauðsyn að minna á mikilvægi geðheilbrigðismála. Fimmti hver Islend- ingur hefur greinan- lega geðröskun á hveiju ári og fjórir af hveijum fimm munu fá einhveija slíka röskun, ef þeir lifa nógu lengi. Innan við helmingur þeirra, sem greina má einhveija geðröskun hjá á hveiju ári, leita læknis, enda fara ekki nema um 5% af kostnaði heilbrigð- ismála til þessa stóra sjúkdómaflokks. Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn bitnað hart á geðsjúklingum, ekki síst þeim mest veiku sem þurfa á sjúkrahús- vist að halda. Þessu verður að breyta, ef heilsuvernd á að vera annað en orðin tóm. Tómas Helgason og félagsmiðstöð fyrir geðfatlaða og sér um liðveislu við þá á veg- um félagsmálaráðu- neytis. Félagsmála- stofnanir sveitarfélaga reka einnig vernduð heimili og sambýli fyrir geðfatlaða. Náið sam- starf hefur verið á milli þessara aðila og geð- deilda sjúkrahúsanna, sem verða að geta brugðist strax við, ef heilsu einhvers í sam- býlunum eða á vernd- uðu heimilunum hrak- ar. Góð heilsa og góður efnahagur eru undirstaða lífsgæða einstaklinganna og fjölskyldna þeirra. Góð heilsa byggist á virkri Þeir sem láta sig geð- heilbrigði þjóðarinnar Geðverndarfélagið og Geðhjálp Þessi tvö félög hafa sinnt ýmiss konar fræðslu og uppiýsingastarf- semi um geðvernd og geðraskanir. Þau gefa út tímaritin Geðvernd og Geðhjálp, sem ætlað er að upplýsa fólk um eðli geðraskana og mögu- leika á að koma í veg fyrir þær eða lækna, auk þess sem þau hafa kom- ið upp endurhæfingaraðstöðu fyrir geðsjúklinga og vernduðu húsnæði fyrir geðfatlaða með aðstoð Kiwan- ishreyfingarinnar. Þannig kom Geð- verndarfélagið upp vistrýmum fyrir 22 sjúkinga til endurhæfingar að Reykjalundi og endurhæfingarstöð í Álfalandi. Geðhjálp rekur sambýli varða þurfa að snúa vörn í sókn. Tómas Helgason telur alþjóð- legan geðheilbrigðisdag vel fallinn til að taka ákvörðun um slíka stefnumörkun. heilsuvernd, þar sem beitt er til- tækum ráðum til að koma í veg fyrir sjúkdóma, lækna sjúklingana fljótt og koma í veg fyrir fötlun eða ótímabæran dauða. I velferðar- þjóðfélagi er það hlutverk al- mannatrygginga og ríkisins að sjá þegnunum fyrir heilbrigðisþjón- ustu og fræðslu. Samtök sjúklinga og velunnara þeirra hvetja og hjálpa til með fræðslu og fjársöfn- unum hver eftir sinni getu og að- stöðu. Aðstaða félaganna, sem láta sig varða geðvernd og geðhjálp, er að ýmsu leyti erfiðari en aðstaða margra annarra sjúklingafélaga, vegna þess að sjúklingarnir eiga oft erfitt með að tala fyrir sig sjálf- ir. Því er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að efla þau, því að enginn veit hvenær kemur að þeim sjálfum eða aðstandendum þeirra. Ut úr einangruninni Fræðslu- og upplýsingastarf fé- laganna hefur stuðlað að því að draga úr fordómum gagnvart geð- sjúkum og ijúfa einangrun þeirra. En fleiri hafa komið þar að. Sér- staklega er ástæða til að nefna þijá lækna, sem allir voru í forustu um skipulag heilbrigðismála og endurhæfingu og létu sig varða jafnræðj og réttlæti sjúkinganna. Oddur Ólafsson, yfirlæknir á Rey- kjalundi, varð fyrstur til með því að taka við geðsjúklingum til endurhæfingar á Reykjalundi ásamt öðrum sjúklingum. Dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, hafði forgöngu um stofnun geðdeildar Borgarspítalans, sem var ein af fyrstu deildunum sem fluttu í ný- byggingu spítalans í Fossvogi árið 1968. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, vann ötullega að því að koma geð- deild Landspítalans upp á árunum 1970 - 1980. Fyrir tilstilli þessara lækna og fjölda annarra, þar á meðal stjórnmálamanna sem réðu ferð á þeim tíma, var einangrun geðsjúklinganna rofin, þannig að þeir gátu leitað sér lækninga á deildaskiptum sjúkrahúsum, eins og aðrir sjúklingar. Fátt hefur orð- ið til að draga jafnmikið úr fordóm- um gagnvart geðsjúkdómum. Eru fordómar enn ríkjandi? Svarið við þessari spurningu er því miður jákvætt, þó að þeir séu minni og ekki eins áberandi og áður. Sem dæmi má nefna, að nýlega var sýndur ágætur sjón- varpsþáttur um flogaveiki. Þar kom meðal annars fram, að nú væri orðin sú meginbreyting, að ekki væri lengur litíð á flogaveiki sem geðsjúkdóm. Þetta virtist vera mikill léttir, þó að sumum tegund- um flogaveiki fylgi miklar geðra- skanir. Nefna mætti fleiri raskan- ir, sem fólk hefur viljað þvo geðst- impilinn af, þó að hvorki gangur, einkenni né meðferð sjúklinganna hafi breyst að ráði við það. Alvarlegast er þó, að í nýlegu samkomulagi ráðherra heilbrigðis- mála og flármála og borgarstjóra, er gert ráð fyrir að byija á ný að einangra meðferð geðsjúklinga frá öðrum sjúklingum með því að flytja geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur úr aðalbyggingu þess. Tillaga um þennan flutning og niðurskurður samfara honum sýnir ótrúlegt til- litsleysi gagnvart geðsjúklingum og er ekki fallinn til að stuðla að minni fordómum. Niðurskurður Frá árinu 1991 hefur kostnaður geðdeildanna lækkað um 11% á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa rekstrargjöld spítalanna í Reykjavík og á Akureyri að öðru leyti staðið í stað. Fjármálaráðherra hefur ný- lega upplýst, að útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og félagsmála hafi auk- ist um 10% frá árinu 1990. En heildarútgjöld ríkisins á árinu 1996 voru 6% hærri en meðaltal áranna 1992-1995. íbúafjöldi landsins hef- ur aukist um 5,4% frá 1990. Geðheilsa og börn sem búa við ofbeldi á heimilum EINS og hjá full- orðnum snýst geð- heilsa barna um til- finningar bæði gagn- vart sjálfum sér og öðrum og eins hvernig þau ná að takast á við aðstæður og kröfur umhverfisins. Til að börn fái sem best vega- nesti út í lífið þurfa þau heimili þar sem hlúð er að alhliða þroska þeirra líðan og tilfínn- ingum. Börn sem búa við ofbeldi á heimilum eru í áhættu með að fá ekki grundvallarþörf- um sínum fullnægt og fara aldrei varhluta af því margvíslega álagi sem ofbeldinu fylgir. Margir for- eldrar í ofbeldissamböndum telja að þeim takist að halda börnum sínum fyrir utan ofbeldið - en svo er þó ekki. Mörgum foreldrum verð- ur illa brugðið þegar þeir komast að því að böm þeirra eru fær um að lýsa ofbeldinu, jafnvel í smáatr- iðum, og að þau eru orðin „sérfræð- ingar“ í líðan og viðbrögðum for- eldra sinna. Margoft hefur komið fram í rannsóknum að börn þurfa hvorki að verða sjálf fyrir ofbeldi né verða beint vitni að því til að þjást. Óbein þátttaka hefur einnig alvarlegar afleiðingar s.s. að vera í öðru herbergi og „heyra og skynja", horfa e.t.v. upp á hams- laust eða niðurbrotið foreldri, móð- ur með áverka, brotna hluti eða kært gæludýr sem hefur verið farg- að. Ofan á þetta bætist síðan álagið að búa á heimili, sem stöðugt er hlaðið spennu og vita oft ekki hvað næsti dagur ber í skauti sér. Hversu alvarleg og varanleg áhrifin verða er komið undir ýmsum þáttum eins og tegund ofbeldisins og tíðni, stöðugleika í umhverfi s.s. vinatengsl, búsetu- skipti, skólaskipti, líð- an og árangri í skóla og aðgengi að stuðn- ingi fullorðinna. Einnig hefur aldur, kyn og þroski áhrif auk hlut- verka þessara barna í fjölskyldum sínum. Áhrif ofbeldis á ung- og smábörn Hjá yngri börnum koma áhrifin gjarnan þannig fram að grunnþörf- um þeirra er illa sinnt, sem sést m.a. sem truflun á líkamsþroska, svefni og skorti á hreinlæti. Stöðug- leika og reglufestu vantar og þau verða öryggislaus. Þau fá ekki næga andiega örvun þannig að til- fínningaþroski hægir á sér og oft verða nokkuð einkennandi ýmsir skapgerðar- og hegðunarerfiðleik- ar, þar sem tengslamyndun við full- orðna og önnur börn nær ekki að þróast eðlilega. Hegðun barnanna einkennist gjarnan af „tilfínninga- legu hungri", sem birtist með ýmsu móti m.a. í árásargirni, háværð, fyrirferð og skemmdarfýsn, eða á Vilborg G. Guðnadóttir móti í sinnuleysi, doða og ósjálf- stæði. Foreldrarnir eru sjáfir meira og minna undirlagðir af vanlíðan og spennu og standast því illa það álag, sem umönnun ung- og smá- barna er. Því má segja að börnin séu í töluverðri áhættu hvað alhliða vanrækslu varðar. Áhrif á skólabörn Börn á skólaaldri líta á foreldr- ana sem sínar aðalfyrirmyndir, hafna yfir gagnrýni. Þau læra helst af því sem þau sjá og skynja en minna af því sem sagt er. Á þessum aldri er algengt að þau telji ofbeld- Börn á skólaaldri líta á foreldrana sem sínar aðalfyrirmyndir, segir Yilborg G. Guðnadótt- ir, hafna yfir gagnrýni. ið sér að kenna og reyni því eins og hægt er að vera „góð“ þannig að ástandið lagist. Þegar síðan engin breyting verður fyllast þau vonleysi, sektarkennd og kvíða. Þau þjást gjarnan í þögn, þar sem ofbeldið verður hluti af daglega lífinu og vel varðveitt leyndarmál. Sum bera ofurábyrgð á heimili sínu m.a. gagnvart yngri systkinum, móðirin treystir gjarnan á dugnað þeirra og þau verða jafnvel eini „trúnaðarvinur" illa farinnar móð- ur sinnar. Börnin koma síðan með vanlíðan- ina í skólann, þar sem hún kemur fram með ýmsu móti. Þau eiga erf- itt með að skilgreina eigin og ann- arra mörk, sem getur valdið ýmsum samskiptaerfiðleikum. Eins hafa þau gjarnan slaka færni í að leysa ágreining, sem bæði getur leitt til þess að þau verða óvenju árásar- gjöm eða illa fær um að veija sig. Þessi börn eiga því í erfiðleikum með að sýna „viðeigandi“ hegðun og geta því orðið „afbrigðileg" í augum umhverfisins, sem býður ýmsum hættum heim í hinum stundum harða heimi skólasamfé- lagsins. Áhyggjur og kvartanir úr skólanum berast gjarnan heim þar sem þær blandast við erfíðleikana sem fyrir eru og afleiðingarnar, ef ekki er vel á málum haldið, geta orðið magnaðri spenna og ennþá vansælli börn - án viðeigandi úr- lausna. Unglingsaldurinn Unglingsaldurinn getur verið erfiður fyrir börn sem búa við of- beldi. Á þessum aldri eiga sér stað miklar breytingar á þroska og til- finningum, sem veitist mörgum unglingum ærið að fást við, þó ekki komi til ofbeldi. Unglingar sem búa við ofbeldi eiga oft í tölu- verðum tilfinningalegum erfiðleik- um þar sem þeir lifa þá gjarnan í skjóli skammar, sektar, vonbrigða og niðurlægingar vegna afleiðinga ofbeldisins. Þeir ala oft þá von í bijósti að einhver komi og „bjargi“ þeim. Þeir sveiflast á milli vonar og vonleysis um að nú sé ástandið að lagast og tilfinningar um að hafa litla sem enga stjórn á eigin lífi gerast áleitnar. Á unglingsaldri hefst tímabil kynferðislegrar að- löðunar þar sem unglingarnir falla gjarnan inn í þann farveg sem þeir þekkja fyrir bæði varðandi kynhlutverk og samskipti. Ungl- ingar sem búa við ofbeldi á heimil- um geta þarna verið illa staddir og átt í töluverðum erfiðleikum varðandi samsömun í félagahópi, sumir taka upp andfélagslega hegðun, aðrir geta orðið ofur- ábyrgir fyrir fjölskyldum sínum og eins er ekki óalgengt að þeir lokist inni í sjálfum sér. Þeir sveiflast gjarnan á milli ástar og haturs á foreldrum sínum og á milli vonar og vonleysis varðandi ástandið. Þeir eiga að geta sótt öryggi og styrk til foreldra sinna en fá jafn- vel hvorugt. í könnunum kemur endurtekið í ljós að ákveðin tengsl eru á milli oflieldis á heimilum og andfélagslegrar hegðunar ungl- Rekstrarútgjöld vegna geðdeild- anna hafa því minnkað mjög veru- lega miðað við útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og félagsmála, fólks- fjölgun og rekstrarkostnað sjúkra- húsanna að öðru leyti, þrátt fyrir mjög aukið álag á deildunum. Nið- urskurðinum, sem leitt hefur til lokunar nokkurra deilda og sívax- andi sumarlokana bráða- og endur- hæfingardeilda, hefur verið mætt með því að auka göngu- og dag- deildarþjónustu, en geðdeildirnar voru brautryðjendur slíkrar þjón- ustu á sjúkrahúsunum. Meðaldval- artími á geðdeildunum hefur styst verulega og legudögum fækkað, en dagvistir tvöfaldast. Þessar breytingar hafa leitt til stóraukins álags á sjúklingana og fjölskyldur þeirra, sem jafnframt fá minna af tíma starfsfólksins, sem hefur fækkað. Snúum vörn í sókn Enn á að vega í sama knérunn með áðurnefndu samkomulagi ráð- herra og borgarstjóra, þar sem gert er ráð fyrir að rúmum á geð- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur verði fækkað og álag aukið á geðdeild Landspítalans, án þess að fjölga þar starfsfólki. Með þessu móti er gert ráð fyrir að unnt verði að skera niður fjárveitingar til geð- deildanna um 40 milljón krónur á næsta ári. Og ekki er svokölluð framtíðarsýn Verkfræðiskrifstofu Stefá Ólafssonar, ráðgjafa heil- brigðisráðuneytisins, bjartari, en hún gerir ráð fyrir að starfsfólki geðdeildanna verði fækkað um 80 með sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Það er í raun öfugmæli að kalla slíkt fram- tíðarsýn. Þetta bendir aðeins til að „hin nýja stétt“ rekstrarráðgjafa viti ekki mikið um líðan og heilsu- far fólksins í landinu. Höfundur er dr. med. prófessor emeritus fyrrverandi forstöðumaður geðdeildar Landspítalans. inga, vímuefnaneyslu, þunglyndis, almennrar vanlíðunar, vændis og sjálfsvíga. Niðurlag í stað þess að búa við öryggi og alhliða næringu búa börn í heimilis- ofbeldi við stöðugan kvíða, ótta, reiði, stjórnleysi, vanmátt og ringul- reið. Þau þurfa jafnvel alla ævi að glíma við afleiðingar ofbeldisins bæði á líkama og sál og í flestum samskiptum sínum við aðra. Þau læra takmarkað um hvað einkennir venjulegt heimilislíf því þar gætu þau, svo eitthvað dæmi sé tekið, búið hjá föður sem er nokkuð sjálfmiðaður, illa sveigjanlegur og leysir ágreining gjarnan með vald- beitingu. Á móti gæti síðan móðirin verið svo yfirþyrmd og illa farin af ofbeldinu að hjá henni er lítið ör- yggi og skjól að finna. Tilfinninga- lega mætti því segja að mörg börn í ofbeldi væru heimilislaus. Sífellt er að koma betur í ljós að afleiðing- ar ofbeldis á heimilum eru í hópi alvarlegustu og útbreiddustu heil- brigðisvandamála sem staðið er frammi fyrir í dag. Hér á landi er fátt sem bendir til annars en að þessi tegund ofbeld- is sé álíka alvarlegt og útbreitt vandamál og hjá öðrum þjóðuin, sem við berum okkur saman við. Með forgangsröðun verkefna, raun- verulegum skilningi á eðli vandans og góðri samvinnu ætti að vera hægt að taka á þessum málum bæði varðandi forvarnir og stuðn- ingsúrræði. Það er þó ómögulegt að segja að útlitið sé bjart framund- an hvorki fyrir þolendur ofbeldis né aðra sem þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda. Niðurskurður- inn er óvæginn og miskunnariaus og er þá sama hvort litið er til skóla-, heilbrigðis- eða félagsmála- kerfisins og hvort um stjómvölinn halda vinstri eða hægrimenn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.