Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 29
ALÞJÓÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURIIMIM
Dæmi um geðheilbrigðis-
þjónustu fyrir börn
FANNAR Þór er
fjórtán ára nemi í 9.
bekk sem nemenda-
verndarráð ákvað að
vísa til sérfræðiþjónustu
Fræðslumiðstöðvar
þegar tilraunir til að fá
hann til að mæta á ný
í skólann dugðu
skammt. Mætingar
höfðu Qarað út og bar
Fannar við verkjum
víðsvegar um líkamann
og þreytu auk þess sem
honum hundleiddist
skólinn enda gekk nám-
ið mun verr en áður.
Mömmu hans tókst að
drösla honum útá
heilsugæslustöð þar
sem hann var skoðaður og tekin blóð-
próf sem reyndust eðlileg. Læknirinn
fann „ekkert að“ honum, Fannar
væri stressaður og þyrfti að taka upp
heilsusamlegra líferni en fengnar
yrðu frekari rannsóknir „til öryggis".
Geirlaugur skólasálfræðingur setti
sig inn í málið, m.a. með því að tala
við Fannar og mömmu hans. í ljós
kom að hann hangir mest heima og
gerir mest lítið og verður pirraður
og uppstökkur ef yrt er á hann, þann-
ig að tilraunum mömmu hans til sam-
skipta lauk iðulega með rifrildi og
að Fannar rauk á dyr. Mamma hans
átti í fullu fangi með sjálfa sig vegna
eigin depurðar, sem hún hafði ekki
leitað sér aðstoðar vegna, og vissi
lítið um þann félagsskap sem Fannar
var í en hafði áhyggjur af að hann
var farinn að reykja og kom æ oftar
heim lyktandi af áfengi. Fannari
fannst hann vera „lúser“ og eiga það
skilið enda væri hann bara til vand-
ræða en það gerði svo sem ekkert
til því heimurinn væri hvort eð er
rotinn. Sem lítill drengur hræddist
hann auðveldlega nýjar aðstæður,
varð fælinn og tók breytingum illa.
Kennarinn, sem hafði kennt honum
í nokkur ár, sagði hann alla tíð hafa
verið frekar feiminn og til baka, átt
í erfiðleikum með stafsetningu og
stærðfræði en getað haldið í við hina
þar sem hann hafi verið samviskusam-
ur þar til síðast liðinn vetur að honum
virtist líða verr og fór að bera á andfé-
lagslegri hegðun og „stælum".
Geirlaugur taldi Fannar dapran
með neikvæða sjálfsmynd og skóla-
leiða og kannski áfengissjúkan eða í
öðrum vímuefnum, en pabbi hans
hafði drukkið nokkuð
áður en hann svipti sig
lífi fyrir tveimur árum.
Fannar var til í að koma
og ræða við Geirlaug
um föðurmissinn, skóla-
vandann og samskiptin
við mömmu hans og þó
að ástæða hafi verið til
að halda þeirri með-
ferðarvinnu áfram sem
hafin var, fór Geirlaug-
ur eftir verklagsreglum
sem honum eru settar
með að sinna eingöngu
greiningu vandans og
ráðgjöf til skólans og
vísaði því Fannari
áfram. Hann sendi því
tilvísun til Stuðla þar
sem drengurinn átti við vímuefna-
og hegðunarvanda, á Vog af sömu
ástæðu og til barna- og unglingageð-
deildarinnar (BUGL). Biðin eftir með-
ferð reyndist styst hjá SÁÁ og áður
en menn vissu af var Fannar farinn
að þylja AA-sporin 12 í grúppu með
ungum alkóhólistum á Vogi.
Mynd sú sem dregin er upp af
BUGL kemur að for-
varnarstarfi á öllum
stigum, segir Olafur
O. Guðmundsson, og
er sem sérfræðimiðstöð
barna- og unglingageð-
lækninga einn mikil-
vægasti hlekkurinn í
meðferðarkeðjunni.
Fannari er einfölduð lýsing á barni
með fjölmarga áhættuþætti tilfinn-
ingatruflana svo sem þunglyndis. Má
nefna erfðir, skapgerðarþætti, náms-
erfiðleika, fjölskylduaðstæður og
áföll. Þegar vanlíðan og hömlun eykst
og fjölskyldan, heilsugæslan, skóla-
kerfið og meðferðarkerfið bregst, eru
vímuefnin og sjálfsvígshættan
skammt undan.
Þetta tilbúna dæmi lýsir því hve
erfitt það getur verið fyrir börn og
unglinga í geðrænum vanda að fá
rétta aðstoð. Þjónustan er víða van-
búin að mæta geðrænum vanda
barna og ungmenna, hlutverk aðil-
anna óljós sem og boðleiðir milli
þeirra og sérhæfðu meðferðartilboðin
í meira samræmi við afleiðingar en
eðli vandans.
Forvarnir, sem mikið er rætt um
nú og oft eingöngu tengdar vímu-
efnavanda, beinast að því að hindra
uppkomu og minnka líkur á að vandi
verði að röskun, að stytta sjúkdóms-
tíma og koma í veg fyrir fylgikvilla
og loks að hindra að röskun/sjúkdóm-
ur leiði til fötlunar. Starfshópur, sem
heilbrigðisráðherra skipaði fyrr á ár-
inu, sendir í dag frá sér fyrstu tillög-
ur um leiðir til úrlausnar á þjónustu-
vandanum. Þar er bent á að grund-
völlur forvarnaretarfs á öllum stigum
er öflug lagskipt þjónusta með skýr-
um boðleiðum milli aðila, svo sem
ungbarna- og mæðravemd heilsu-
gæslunnar, félagsþjónusta sveitarfé-
laga, heilsugæsla og sérfræðiþjón-
usta skóla, starf sérfræðinga á stof-
um allt til sérhæfðra stofnana eins
og _ barnageðdeildarinnar.
í dag er hinn alþjóðiegi geðheil-
brigðisdagur, 10. október, helgaður
börnum og unglingum og því tilefni
til að skoða geðheilbrigðisþjónustuna
sem sinnir bömum eins og Fannari
Þór. Af þessu tilefni er Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans
(BUGL) að hluta til opin almenningi
í dag milli kl 14 og 18 auk þess sem
deildin stendur að útgáfu bæklinga
um geðheilsu barna í samvinnu við
Geðhjálp. Þá munum við í vetur vera
með mánaðarlega fræðslu fyrir al-
menning um sama málefni og verður
sú fyrsta 10. nóvember nk. um börn
í hegðunarvanda.
BUGL kemur að forvarnarstarfi á
öllum stigum og er sem sérfræðimið-
stöð barna- og unglingageðlækninga
einn mikilvægasti hlekkurinn í með-
ferðarkeðjunni. Þrátt fyrir tilfinnan-
legan skort á barna- og unglingageð-
læknum hefur starfsfólki BUGL tek-
ist að snúa vörn í sókn en ef stofnun-
in á að geta sinnt margþættu hlut-
verki sínu verður að eiga sér stað
uppbygging í samræmi við fram-
komnar tillögur starfshópsins um
stefnumótun í geðheilbrigðismálum.
Er nú komið að yfii’völdum að sýna
viljann í verki með því að veita þeim
tillögum brautargengi.
Höfundur eryfirlæknir barna- og
unglingageðdeildar Landspítalans
(BUGL)
ALÞJÓÐLEGI geð-
heilbrigðisdagurinn 10.
október er í ár helgaður
málefnum barna og
unglinga. Verndari
dagsins er frú Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir
forsetafrú. Horfast
verður í augu við þá
bláköldu staðreynd að
geðheilbrigðisvandamál
eru hlutfallslega algeng
hjá bömum. Talið er að
á milli 10 og 20% bama
þurfi á einhvers konar
hjálp að halda einhvern
tímann á barnsaldri - á
íslandi erum við að tala
um 7-14 þúsund börn.
Alvarlegir geðsjúkdóm-
ar eru hins vegar tiltölulega sjaldgæf-
ir hjá börnum og á unglingsárunum.
Það er þó talið nauðsynlegt að barna-
og unglingageðdeildir nái á hvequm
tíma að sinna að minnsta kosti 2%
barna. Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans, sú eina hér á landi,
sinnir um það bil 0,5% barna upp að
18 ára aldri. Það er því ljóst að bet-
ur má ef duga skal.
Barna- og unglingageð-
deild Landspítala heldur
fræðslukvöld, segir Ey-
dís Sveinbjarnardótt-
ir, 10. hvers mánaðar -
í fyrsta sinn 10. nóvem-
ber nk.
Sú neikvæða umræða sem skap-
aðist í kringum þennan málaflokk
fyrr á árinu er vonandi að snúast í
andhverfu sína þar sem vöm er snúið
í sókn. Starfshópur á vegum heilbrigð-
isráðuneytis sem vinnur að stefnumót-
un í málefnum geðsjúkra hefur gert
nákvæma úttekt á málefnum barna
og unglinga. í tilefni 10. október mun
starfshópurinn skila af sér stefnumót-
unartillögum í tengslum við geðheil-
brigðismál bama og unglinga þar sem
m.a. er lagt til að auka veröi fjár-
magn til bama- og unglingageðdeildar
þannig að hægt verði að auka og
bæta þjónustuna þar. Ef tekið verður
mark á tillögum starfshópsins ætti
bama- og unglingageð-
deild Landspítalans að
sex árum liðnum, eða
árið 2003, að geta veitt
u.þ.b. 2% barna nauð-
synlega sérfræðiþjón-
ustu árlega eins og best
gerist í nágrannalöndum
okkar
í fyrra var 10. október
á Islandi helgaður mál-
efnum aðstandenda geð-
sjúkra. I framhaldi af
þeim degi skapaðist mik-
il umræða um ijölskyld-
ur geðsjúkra og hvernig
þeim er sinnt innan geð-
heilbrigðiskerfisins.
Þjónustu til aðstandenda
geðsjúkra þarf að auka
og bæta á formi fræðslu, ráðgjafar
og stuðnings. Gera þarf þessa þjón-
ustu formlegri og sýnilegri. Foreldrar
og systkini barna og unglinga sem
leggjast inn á geðdeild þurfa á marvís-
legum og markvissum stuðningi að
halda jafnt tilfmningalegum sem
„praktískum". Geðhjúkmnarfræðing-
ar í vinnu á bama- og unglingageð-
deild hafa fullan hug á að reyna að
bæta og auka þá þjónustu sem að-
standendur fá í tengslum við innlögn
barns eða unglings á geðdeild.
í tilefni af Alþjóðlegum geðheil-
brigðisdegi hafa Geðhjálp og barna-
og unglingageðdeild tekið höndum
saman og þýtt tvo bæklinga frá WHO
(alþjóðlega heilbrigðisstofnunin) sem
dreifðir verða á hvert heimili lands-
manna; Þú og geðheilsan. Hvað er
málið? og Geðheilsa bamsins þíns. Það
sem sérhver Qölskylda ætti að vita. í
framhaldi af 10. október verða haldin
fræðslukvöld fyrir almenning á bama-
og unglingageðdeild Landspítala, tí-
unda hvers mánaðar í tíu skipti.
Fyrsta fræðslukvöldið verður 10. nóv-
ember nk. og mun fjalla um börn í
hegðunarvanda. Fræðslukvöldin verða
auglýst sérstaklega. í tilefni dagsins
verður einnig opið hús á barna- og
unglingageðdeild Landspítalans, Dal-
braut 12, frá kl. 14.00-18.00 og eru
allir velkomnir. Starfsfólk mun upp-
lýsa gesti um starfsemina og boðið
veröur upp á léttar veitingar.
Höfundur er hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri barna og
unglinageðdeildar Landspítalans.
(BUGL.)
Ólafur Ó.
Guðmundsson
Geðheilsa bama
o g unglinga?
Hvað er málið?
Eydís
Sveinbjarnardóttir
Er ég með fordóma?
Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur
helgaður börnum og unglingum
GUÐRUN Katrín
Þorbergsdóttir, for-
setafrú, er verndari al-
þjóðlegs geðheilbrigðis-
dags, 10. október, sem
í ár er helgaður börnum
og unglingum. Fyrir ári
heiðraði Guðrún Katrín
geðsjúka með því að
láta það vera sitt fyrsta
opinbera embættisverk
að ávarpa hátíðarsam-
komu í ráðhúsinu í til-
efni af geðheilbrigðis-
deginum. Fundurinn
var fjölsóttur og ræða
Guðrúnar Katrínar
hvatti menn til dáða.
Nú er hugur okkar allra
með henni. Félagsmenn
Geðhjálpar senda henni innilegar
óskir um skjótan og góðan bata.
I ávarpi sínu ræddi Guðrún Katr-
ín um þá þjóðarvakningu sem varð
til þess að nánast útrýma berklaveik-
inni um allt land fyrir mörgum árum.
Þannig samstöðu þyrftu geðsjúkir á
að halda, sagði hún. Þessi bjartsýni
Guðrúnar Katrínar er einmitt það
sem við þurfum á að halda nú. Sam-
staða hefur aldrei verið
nauðsynlegri. Ekki
bara vegna þess að á
móti blæs. Nú er ein-
mitt von. Nú eru meiri
möguleikar en .áður að
ná árangri í baráttunni
gegn fordómum, beij-
ast gegn einangrun
geðsjúkra og fyrir betri
kjörum þeirra og bættri
meðferð. Þetta á ekki
síst við um þá sem dag-
urinn er helgaður, börn
og unglinga sem þjást
af geðrænum kvillum.
Af hverjum fjórum
börnum sem þurfa á
þjónustu geðheil-
brigðiskerfisins að
halda er aðeins eitt sem fær slíka
aðstoð nú. Þessar tölur fást með því
að bera okkur saman við nágranna-
lönd. Úrbætur í málum geðsjúkra
barna og unglinga eru forgangs-
verkefni. Þjónustu hins opinbera á
þessu sviði er sannarlega hægt að
bæta á ýmsan hátt, fyrst og fremst
með aukinni göngudeildarstarfsemi.
Eg geri mér vonir um að hugmynd-
Pétur
Hauksson
ir sem settar hafa verið fram um
úrbætur geti orðið að raunveruleika
í nánustu framtíð.
En það er ekki nóg að benda bara
á hvað hið opinbera getur gert bet-
ur. Ýmislegt er í undirbúningi hjá
Geðhjálp. Fjölskyldulínan, hjálpar-
sími aðstandenda, er eitt af því sem
er á döfinni. Fræðsluátak um geð-
heilbrigðismál fyrir skóla og foreldra
er einnig í undirbúningi hjá félaginu.
Eigin fordómar og annara
Á síðasta geðheilbrigðisdegi
komu nokkrar hetjur í ræðustól og
sögðu frá sinni reynslu af eigin
geðsjúkdómi. Þeir sögðu einnig að
Úrbætur í málum geð-
sjúkra barna og ungl-
inga, segir Pétur
Hauksson er forgangs-
verkefni.
baráttan gegn fordómum byrjaði
hjá manni sjálfum. Þar eru fordóm-
arnir alltaf alvarlegastir. Þess
vegna er svo brýnt að hafa alltaf í
huga hvernig maður dæmir eða
myndar sér skoðun á öðrum fyrir-
fram, án nauðsynlegrar þekkingar.
Það er sennilega besta leiðin til að
draga úr fordómum.
Þeir sem eru með geðræn ein-
kenni lýsa því oft hvernig -viðhorf
til þeirra breytast þegar einkennin
koma fram. Þá er nærvera þeirra
ekki lengur eftirsótt, þeir njóta ekki
sama trausts, verða jafnvel varir við
hræðslu annarra. Gæti það verið
hræðsla við eigin tilfinningar? Alla
vega leiðir þetta til útilokunar, bæði
hins geðsjúka og e.t.v. eigin tilfinn-
inga.
Framtíðarverkefni Geðhjálpar
Landssöfnun Geðhjálpar stendur
nú yfir. Söfnunin hefur tekist vel,
margir hafa styrkt félagið. Ég færi
stuðningsmönnum hér með hinar
bestu þakkir. Með aðstoð Stöðvar 2
og Bylgjunnar verður geisladiskur
seldur um helgina. Listamennirnir
gáfu vinnu sína og rennur allt sölu-
verð disksins til félagsins. Tilgangur
með söfununum er að bæta úr hús-
næðisvanda geðsjúkra með kaupum
bæði á íbúðum og húsnæði fyrir
starfsemi félagsins, sem nú fer fram
í Hafnarbúðum, Tryggvagötu 9. Það
húsnæði er í eigu ríkis, en 2 hæðir
standa ónotaðar og húsið er til sölu.
Geðhjálp hefur hug á að eignast
húsið til afnota fyrir geðsjúka.
í húsinu er félagsmiðstöð og þar
eru starfræktir sjálfshjálparhópar,
fræðslustarf, matarfélag og fleira.
Vinnustofa Geðhjálpar hefur einnig
verið starfrækt í Hafnarbúðum og
hefur reynst vel. Þegar verkefni eru
fyrir hendi eru margir til í að vinna
þar eins og starfsorkan leyfir, og
uppskera laun fyrir. í undirbúningi
er að koma af stað starfsmiðlun fyr-
ir geðfatlaða sem kallast Klúbburinn
Geysir. Störfum er miðlað á almenn-
um vinnumarkaði en þetta fyrir-
komulag hefur gefið góða raun víða
erlendis og verið kennt við Fountain
House.
Er líf eftir útskrift?
Nú fá 30 geðfatlaðir aðstoð
Stuðningsþjónustu Geðhjálpar. 19
þeirra eru á sambýlum Geðhjálpar.
30 aðrir eru á biðlista og eru marg-
ir þeirra í brýnni þörf fyrir þjónustu-
íbúð eða sambýlispláss. Félagið hef-
ur hug á að reyna að útvega þessum
einstaklingum húsnæði og stuðn-
ingsþjónustu. Hægt er að hafa íbúð-
ir á einni hæð Hafnarbúða og hýsa
margvíslega starfsemi á hinum
tveimur hæðunum og í kjallaranum.
Fjölbreytt starfsemi og þjónusta ut-
an stofnana, í anda Geðhjálpar, er
það sem félagsmenn vilja byggja
upp.
Til að gera þessi áform að raun-
veruleika þarf samstillt átak margra.
Stöndum því saman og horfurn bjart-
sýn til framtíðar, þannig geturn við
náð markmiðinu: Að draga úr for-
dómum og bæta hag geðsjúkra.
Mætum í hátíðargönguna í dag og
á tónleikana í Háskólabíói.
Höfundur er formaður
Geðlyálpar.