Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 35

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ á lausu. Svo er um brottför frænda míns yfir móðuna miklu. Spurt er: Hví var honum gefið og hví var af honum tekið með þeim hætti sem nú liggur fyrir með ótímabæru andláti hans? I þríburunum fólst gjöfin sem þú, frændi, og þín eina sanna ást meðtókuð fyrir liðlega þremur árum. Lengi höfðuð þið þráð að eignast erfingja og illa gekk en að lokum leysti tækni- ftjóvgun þá þraut fyrir ykkur. Þið geisluðuð af hamingju og þið um- vöfðuð drengina ykkar með ást ykkar og eftir því var tekið hvað þú, frændi, eýddir miklum tíma í samvistir við þá. Hví misstir þú þá nú og þeir þig? Svörin eru ekki til og fást ekki. Kannski veist þú, frændi, svörin á þessari stundu, við verðum að trúa því að þér hafi verið ætlað að gegna mikilvægum störfum á öðru tilverustigi, hversu torskilið sem það kann að vera. Nú, undir lok baráttunnar, ákváðu Óli, Kristjana og drengirn- ir að opna hjörtu sín fyrir þeim kærleik og þeirri samkennd sem þau fundu fyrir hjá bæjarbúum í erfiðleikum sínum. Þau „opnuðu dyrnar“ með því að leyfa framtaks- sömum einstaklingum að stofna fjárstyrktarreikning sér til handa. Hefur söfnunin gengið framar von- um og sýnir vel kosti þess að búa í litlu samfélagi þar sem samheldni með náunganum á erfiðum tímum fær að njóta sín. Daginn fyrir andl- át sitt fór frændi fram á það við mig að sjá til þess að innilegustu þakkir kæmust til skila. Ég geri það hér og nú f.h. hans, Kristjönu og drengjanna. Óli hafði einmitt á orði daginn fyrir andlát sitt að ef hann hefði upplifað að sjá annan í svipuðum sporum og hann var í þá hefði hann breytt með því að gefa vel í slíka söfnun. Ég færi að lokum f.h. Óla og fjölskyldu hans þakkir til lækna og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans sem og Sjúkrahúss Þingeyinga fyrir góða umönnun á meðan á veikindum hans stóð. Kæra Kristjana, kæru litlu frændur, kæra Lilja og aðrir vandamenn. Mikill harmur er að ykkur kveðinn með fráfalli Óla. Það sem auðveldar gönguna nú framundan er björt minning um Óla. Hún kemur til með að veita þá skærustu birtu og yl sem völ er á og græða þau sár er nú standa opin. Ég bið ykkur guðs blessunar. Kæri frændi. í mínum huga voru það forréttindi að fá að hafa þig sem samfylgdarmann. Guð blessi sálu þína. Ævar Ákason. Okkur langar með fáum orðum að minnast góðs vinar okkar. Við kynntumst Ola fyrst þegar hann hóf sambúð með Kiddu frænku. Alltaf var gaman að umgangast þau hjónin. Óli var þannig gerður frá náttúrunnar hendi að ekki var nokkur leið að láta sér leiðast í návist hans. Hressilegur hlátur, glens og grín voru tryggir föru- nautar. Þar sem hann var voru þeir líka og létu svo á sér kræla að seint hefði Óli dulist lengi í margmenni. Allt fram á síðustu stundu hélt hann í skopskynið og var hrókur alls fagnaðar. Atorka og snyrtimennska var honum í blóð borin. Hann fór á fætur um líkt leyti og haninn gól hvort sem hann þurfti að mæta til vinnu eða hlúa að heimili sínu. Óli og Kidda eignuðust lang- þráðu drengina sína, þríburana; Arnar Má, Sævar Guðmund og Gunnar Jón árið 1994. Strákarnir fæddust svo agnarsmáir að þeir þurftu að dvelja á Vökudeild Landspítalans fyrstu tvo mánuð- ina. Mikið var það stoltur faðir sem kom flestar helgar frá Húsavík til að annast þá og kjassa. Það er undarlegt að nú þremur árum síðar skuli hann þurfa að yfirgefa syni sina. Óli greindist með krabbamein í febrúar á þessu ári og hefur fjöl- skyldan þurft að dveljast í Reykja- vík langtímum saman. Samskipti okkar við þau voru mikil á þessum tíma og munum við seint gleyma hve hetjulega þau stóðu sig. Kæri Óli, hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar á liðnum árum. Elsku Kidda, litlu frændur og aðrir nákomnir. Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Anna og Sigrún. Mig langar í fáeinum orðum til að fá að kveðja góðan vin. Ólafur eða Óli eins og ég þekkti hann var góður drengur og heill sínum vin- um. Ég kynntist honum fyrst fyrir tæpum þremur árum þegar leiðir okkar lágu saman í félagi þríbura- foreldra og strax við fyrstu kynni tókst með okkur góður vinskapur. Þótt kynnin hafi verið stutt í árum mun minningin vara að eilífu. Það var gaman að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu þótt þau hafi búið svo fjarri okkur og sjá hve ham- ingjan var mikil hjá þeim, en hver getur beðið um meira en þijú heil- brigð börn. Þessvegna á maður svo erfitt með að skilja hvers vegna almættið grípur í taumana á þann hátt að kalla Óla til sín í blóma lífsins og þegar framtíðin virtist blasa björt framundan. Óli var trúr sinni heimabyggð eins og best kom fram þegar hann nú á síðustu dögum lífs síns var að ræða við mig um atvinnú sína í gegnum tíðina en þar kom fram að hann hafði aldrei starfað ann- ars_ staðar en í sinni heimabyggð. Óli var afar sterk persóna og lét aldrei sín veikindi standa í vegi fyrir því að spauga með alla hluti þó oft hafi hann verið þjáður mik- ið af sínum veikindum og var allt- af tilbúin að gera gott úr öllu. Óli og Kristjana hafa kennt mér að meta lífið og sjá í gegnum erfið- leika þá sem upp kunna að koma því heilbrigði er hin verðmætasta eign hvers mans. Elsku Óli, ég veit að núna ert þú á góðum stað og vakir yfir fjöl- skyldu þinni og verndar hana eins og þú gerðir í lifanda lífi. Elsku Kristjana, Arnar, Gunnar og Sævar, megi almættið styðja ykkur í sorg ykkar sem svo óréttlátlega hefur sótt ykkur heim. Ragnar Borgþórsson og fjölskylda. Elsku Óli, guðfaðir minn. „I andartaki lífsins við fáum að vera til, teljum það sjálfsagt uns dauðinn tekur við.“ Hafðu kærar þakkir fyrir þína vináttu og tryggð. Ég hugsa til þín hrygg í lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund, því er þín minnig tær. Margir vilja spyija og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá og fengið hefur ró. Þú varst svo hlýr og vildir gott og væn og góð þín lund, birta og ylur bar þess vott og ber hann alla stund. Eilífðin er öllum trú þar allir hitta sína og samúð mína sendi nú er syrgja brottför þína. (J.G.) Far þú í friði. Guð blessi þig. Vinarkveðja, Guðrún María Ævarsdóttir. Elsku Óli, það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki hjá okkur lengur. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur greindist með hræðilegan sjúkdóm og varst hrif- inn frá okkur svona fljótt. Það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar við vorum að hjálpa þér með strák- ana á meðan Kidda var að vinna. Þú varst svo stoltur af strákunum þínum, þér fannst svo gaman að leika við þá og kenna þeim eitt- hvað nýtt. Þú gerðir svo margt fyrir þá; smíðaðir kofa, settir upp FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 35 MINNINGAR rólur, gerðir pall á lóðina og settir upp hlið svo strákarnir væru ör- uggir. Elsku Kidda, Arnar, Sævar og Gunnar, ykkar missir er mestur og hugur okkar er hjá ykkur. Að lpkum viljum við þakka þér, elsku Óli, fyrir allar frábæru samveru- stundirnar á liðnum árum. Þínar Helga og Brynhildur. Fyrir rúmum þremur árum buð- um við unga fjölskyldu frá Húsa- vík velkomna í okkar litla félag, Félag þríburaforeldra. Þijú ár eru ekki langur tími en í okkar félags- skap verða kynnin náin vegna kringumstæðna. Öll komum við í þetta félag eigandi þijú lítil börn á vökudeild Landspítalans. Á slík- um stundum höfum við stutt hvert annað og skynjað að það er ekki sjálfgefið að koma nýju lífi í heim- inn. Fregnir af alvarlegum veik- indum Óla snertu okkur öll og gat hvert okkar reynt að setja sig í þau spor en ekki skilið hvernig er í raun að standa í þeim. Með að- dáun fylgdumst við með Kiddu og Óla takast á við alvöru lífsins af mikilli skynsemi og ró. Slíkar að- stæður minna okkur á að smá- hnökrar í uppeldismálum og önnur hversdagsleg vandamál, sem svo gjarnan eru rædd í hópnum, eru léttvæg. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við með söknuði góðan vin. Elsku Kidda, Arnar, Sævar og Gunnar, megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Félag þríburaforeldra. Mig langar til að kveðja góðan vin sem er mér mjög kær. Það var svo gott að vera nálægt þér, bæði í gleði og sorg. Þú varst þeim hæfileikum gæddur að þú gast setið og hlustað, þú varst líka hrókur alls fagnaðar. Stríðni þín smitaði svo út frá sér að ég fór alltaf léttfættari heim frá ykkur. Ég hugsa alltaf urn ykkur saman í Melstað, þegar við sátum saman í eldhúsinu og spjölluðum, alltaf nóg af kaffi og gleði með. Þú varst tryggur þínum og sér- staklega Kiddu þinni og sonum. Hún gat alltaf treyst á þig og þú á hana. Það var yndislegt að hlusta á ykkur, þið gleymduð því aldrei að þið voruð meira en hjón, þið voruð mjög góðir vinir sem gátuð strítt hvort öðru án nokkurra eftir- mála. Vinnan þín var þér líka áhuga- mál. Allt varð að ganga snurðulít- ið fyrir sig og gerði þig að föstum hlekk í keðju bæjarlífsins. Alltaf heilsaðir þú glaðlega og brostir, sama hversu mikið var að gera hjá þér. Þegar ég hugsa um þig er alltaf gleði í hjarta mínu en ég kem alltaf til með að sakna þín og stundanna með þér og Kiddu saman. Þegar veikindi þín byijuðu varst þú ákveðinn í því að þetta væri kafli sem þú ætlaðir að sigrast á. Þú áttir eftir að gera svo margt, m.a. að láta ferma drengina ykk- ar, þessa augasteir.a allra sem nú eru aðeins þriggja ára. Það ræður enginn sínum næturstað og þú varðst að láta í minni pokann. Elsku Kidda mín. Þú ert eins og kletturinn í hafinu, alltaf svo sterk, sama hvernig sorgin lemur á þér. Við hljótum að spyija okkur að því hvort það _sé endalaust hægt að taka við. Ég veit að þú sigrast á þessu og kemur til með að muna allt það góða sem þið Óli áttuð saman. Hann gaf okkur öllum minningar sem ylja okkur á erfiðum stundum. Ég bið Guð um að styrkja ykkur og hugga, og geyma minningu um góðan dreng. Soffía Helgadóttir. KRISTÍN KARLSDÓTTIR + Kristín Karls- dóttir fæddist á Norðfirði 28. janúar 1921 en ólst upp í Vestmannaeyj um. Hún lést á Hraun- búðum 30. septem- ber síðastliðinn. Kristín var dóttir hjónanna Vigdísar Hjartardóttur, f. 24. júlí 1887, d. 1972, og Karls Árnason- ar. Fósturfaðir Kristínar var Pétur Guðbjartsson, fæddur 1904, dáinn 1993. Systkin Kristínar eru Sig- finnur, búsettur í Neskaupstað, Bára, sem nú er látin. Hálfsyst- ir sammæðra var Erna Péturs- dóttir sem lést af slysförum í æsku. Uppeldisbróðir var Ottó Laugdal, f. 30.6. 1932, d. 26.10. 1995. Kristín giftist 23. ágúst 1943 Arnmundi Óskari Þorbjörns- syni, netagerðarmeistara frá Reynifelli í Vestmannaeyjum. Heimili þeirra var í Vestmanna- Mamma okkar er látin, 76 ára að aldri. Hún var nýflutt að Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, er hún lést. Minningarnar hrannast upp er litið er yfír farinn veg. Mamma var af þeirri kynslóð kvenna sem helg- uðu sig heimili sínu og börnum. Mamma var heima og ávallt til stað- ar fyrir okkur þegar við vorum að alast upp. Hún var trúuð kona og gaf okkur gott veganesti út í lífið. Hún trúði á mátt bænarinnar og bað fyrir börnum sínum og barna- börnum. Þegar elsta barnabarn hennar var á sjónum og slys varð um borð sem hann slapp frá á ótrú- legan hátt var hann sannfærður um að bænirnar hennar ömmu hefðu þar verið að verki. Heimilið hennar mömmu var hennar stolt. Hún hafði ánægju af að fá gesti og þeir eru ófáir sem nutu gestrisni hennar og góða mat- arins. Hún var jákvæð og laðaði að sér fólk á öllum aldri. Hún var vinamörg og lagði upp úr því að rækta vináttuna. Kynslóðabil var ekki til hjá henni. Það skipti engu hvort hún var að ræða við börn eða fullorðna. Hún náði jafnt til allra. Mamma var myndarleg í höndun- um og hafði ánægju af allri handa- vinnu. Hún saumaði mikið og þegar við vorum að alast upp sat hún oft fram á nótt við saumavélina og bjó til dýrindis flíkur á okkur. Systrafé- lagið Alfa naut starfskrafta hennar alla tíð og vann hún mikið fýrir félagið og sat þar í stjórn um ára- bil. Einmitt í þannig líknarfélagi naut hún sín, því hún hafði mikla ánægju af því að gleðja aðra. Eftir að barnabörnin komu til sögunnar áttu þau hug hennar allan. Hún vakti yfír velferð þeirra og vildi allt fyrir þau gera enda tengdust eyjum, lengst ‘af á Brimhólabraut 6. Þau eignuðust tvær dætur. 1) Ásta Arn- mundsóttir, f. 26.2. 1946, kennari, gift Sigurði Jónssyni, sveitarstjóra. Þau búa í Garði. Þeirra börn eru Arnmund- ur, netamaður, f. 11.3. 1970, í sambúð með Ingunni Rós V aldimar sdóttur, Guðbjörg, nemi, f. 3.10. 1974, og Sig- urður Óskar, verka- maður, f. 3.11. 1975. 2) Gyða Margrét, kennari, f. 28. júní 1952, gift Viðari Má Aðalsteins- syni tæknifræðingi. Þau búa í Svíþjóð. Þeirra dætur eru Kristín Elva kennari, f. 28.7. 1973, gift Sigurði Erlingssyni viðskiptafræðingi og Elínrós nemi, f. 13.1. 1976. Útför Kristínar fer fram frá Aðventkirkjunni í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16.00. þau ömmu sinni sterkum böndum. Alltaf var hugsað fyrir eifflrveiju góðu handa þeim þegar þau komu við, sem þau gerðu daglega þegar þau komu úr íþróttahúsinu, sem var rétt við. Oft voru einstöku fiskiboll- urnar hennar á borðum. Þó að mamma ætti við vanheilsu að stríða um árabil var hún alltaf tilbúin að taka þátt í viðburðum hjá fjölskyldunum, oft meira af vilja en mætti. Hún lét það ekki aftra sér að mæta við útskrift dótturdætr- anna þótt í eitt skiptið væri hún nýstigin upp af sjúkrabeði ogrt ann- að skiptið þyrfti hún að ferðast alla leið til Svíþjóðar. Fjölskyldan er lítil en einstaklega samheldin. Jólin voru sérstakur tími hjá mömmu. Öll fjölskyldan var samankomin á heimili þeirra pabba. Það varð mömmu mjög erfitt þegar við systurnar fluttum frá Eyjum með stuttu millibili og barnabömin með. Hún sætti sig í raun aldrei við það. Þau voru mjög dugleg að koma í heimsóknir og þá var glatt á hjalla og farið á kaffihús, en því hafði mamma mjög gaman af. Síð- ustu árin var mamma í féiagsstarfí aldraðra og þar naut hún sín vel og eignaðist þar marga góða vini, sem sakna hennar sárt. Húm'.agði alltaf „það eru allir svo góðir við mig, ég skil ekki af hveiju“. En það var hún sjálf sem skapaði þetta góða í kringum sig. Mamma fylgdi aðventsöfnuðin- um alla tíð og átti lifandi trú á frels- arann. Elsku pabbi, söknuður þinn er sár eftir yfir 50 ára samfylgd. Guð blessi þig og styrki í sorginni. Við dæturnar, tengdasynir og barnaböm syrgjum sárt. Blessuð sé minnipg mætrar móður. Ásta og Gyða Margrét. + Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, HAUKUR HREGGVIÐSSON, Ytri-Hlíð, Vopnafirði, lést fimmtudaginn 2. október síðastliðinn. Otförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugar- daginn 11. október nk. Athöfnin hefst kl. 14.00. Jarðsett verður á Hofi. Cathy Ann Josephson, Guðrún Emilsdóttir, Sigurjón Friðriksson, Ása Hauksdóttir, Halldór A. Guðmundsson, Sigurjón Starri Hauksson, Elisabet Lind Richter, Guðrún Hauksdóttir, Hreggviður Vopni Hauksson og dóttir, systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.