Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LARUS AGUST LÁRUSSON + Lárus Ágúst Lárusson sölu- stjóri var fæddur 19. maí 1961. Hann lést 2. október síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Lárus Ó. Þorvaldsson vél- fræðingur, f. 15.6. 1926 í Reykjavík, og Sveinbjörg Ei- ríksdóttir húsmóð- ir, f. 8.9. 1929 á Eskifirði. Systur Lárusar eru: 1) Ing- unn, f. 30.12. 1949, gift Loga Guðjóns- syni. Þeirra börn eru Gylfi, Oddný, og Óskar. 2) Sigríður Ósk, gift Þorsteini Alexanderssyni, þeirra börn eru, Björg, og Svein- björn. Lárus hóf sam- búð 1979 með Val- gerði Ragnarsdótt- ur frá Bolungarvík, f. 4.4. 1960, þeirra synir eru 1) Eiríkur Ingi, f. 13.10. 1980, nemi í háriðn, 2) Jakob, f. 1.12 1988, 3) Andri Þór, f. 9.11. 1995. Utför Lárusar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ástkær pabbi minn og besti vinur í sautján ár er dáinn. Farinn þangað sem ég held að allir muni fara. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa þekkt hann alla mína ævi og ég mun al- dei gleyma þessum árum. Ég er bitur yfir því að yngsti bróðir minn mun ekki muna eftir honum þegar hann eldist. Allir sem þekktu pabba munu segja SJó hann hafi verið góður og skemmtilegur maður. Ef ég verð jafn metnaðargjam og hann, þá kvíði ég ekki framtíð- inni og veit að við munum hittast aftur. Þinn sonur, Eiríkur. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa minningar- grein um mann sem grimmilega er hrifin^brott í blóma lífsins. Það hlýtur að vera eitthvað að í samfé- lagi þar sem fyrirfinnast menn sem eru tilbúnir að taka líf samborgara sinna til að komast yfir fjármuni. Lárus Ágúst, eða Lalli eins og hann var alltaf kallaður, var yngsta barn foreldra sinna og einkasonur. Lalli ólst upp í Álfheimum og síðar á Sogavegi í Reykjavík við mikið ástríki foreidra sinna og systra. Æskan leið og brátt tók skólaganga við, þar kom snemma í ljós að Lalli átti mjög auðvelt með nám og var hann hvattur af kennurum sínum til þess að nýta sér hæfileika sína sérstaklega í íslensku og stærð- fræði. Lalli hafði einstakt sjónminni og njjnnist ég þess ekki að hann hafi stafsett orð rangt en ég hafði oft gaman af að láta hann glíma við erfíð orð sem ég var að sýsla með. Lalli kaus að fara ekki í lang- skólanám þótt hann hefði góða greind en hann lauk tveggja ára námi af viðskiptabraut framhalds- skóla og svo fór að verslun og við- skipti urðu hans ævistarf. Lalli starfaði lengst af sem sölumaður, en mjög var sóst eftir honum tií slíkra starfa. Síðastliðin 9 ár hafði hann starfað sem sölustjóri hjá inn- flutningsfyrirtækinu Ekrunni en þar var hann mikils metinn starfsmaður og unni hann starfí sínu og stóð vel undir þeirri ábyrgð sem honum var falin.__ija.lli var einmitt á heimleið úr mót- töku sem fulltrúi fyrirtækis síns kvöldið' sem honum var ráðinn bani. Ungur hóf Lalli að iðka hand- knattleik fyrst með Þrótti og síðar með KR Hann stóð sig vel í hand- knattleiknum eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Sú ögun sem íþróttamenn í hópíþróttum fá og sú tillitssemi og vinátta sem myndast við slíkar aðstæður reyndust Lalla gott veganesti þegar hann síðar varð forystumaður handknattleiks- mála hjá KR. Handknattleiksdeild- inni helgaði Lalli stóran hiuta frí- tíma “.5ins og virtist hann vera allt í öllu þar. Það eru ekki margir í dag sem fórna sér af jafnmikilli ósér- hlífni og Lalli gerði. Hann var for- maður unglingaráðs, þjálfari, stjórnarmaður og gekk í öll þau verk sem þurfti að sinna. Þeir eru margir unglingarnir í vesturbænum sem minnast Lalla sem einstaks þjálfara og vinar. Hann var alltaf sanngjarn og vildi að unglingarnir bæru virðingu hver fyrir öðrum og að allir fengju tækifæri til að vera með. Sérstaklega tók Lalli þá undir sinn vemdarvæng sem áttu undir högg að sækja. Lalli var það sem kallað er góðmenni, ræðinn og alltaf með spaugsyrði á vörum, en aldrei minnist ég þess að spaugið væri á annarra kostnað. Hann var vinmarg- ur og hafði kynnst fjölda manna í gegnum starf sitt sem og störf sín í íþróttahreyfíngunni. Það var sama hvar maður var á ferð með Lalla hvort sem það var á íþróttakappleikj- um eða öðrum mannamótum allir þekktu Lalla og þurftu að spjalla við hann. Þetta réðst vafalaust af því að Lalli var glaðsinna og vel inni í hinum ýmsu málum. Árið 1979 kynntist Lalli lífsföru- naut sínum Valgerði Ragnarsdóttur og stofnuðu þau fljótlega heimili og hafa lengst af búið í Vesturbænum. Þau eignuðust þijá syni Eirík Inga, Jakob og Andra Þór. Synirnir voru sólargeislar í lífi Lalla og var hann þeim góður vinur og fyrirmynd. Þeir hafa erft hina góðu eiginleika Lalla og íþróttaáhuga. Lalli var fjöl- skyldu sinni góður heimilisfaðir auk þess að vera foreldrum sínum stoð og stytta. Hann reyndist þeim ein- stakur sonur og bar þau á höndum sér. Hann hafði það fyrir reglu að hitta þau helst oft í viku og taldi ekki eftir sér hin ýmsu viðvik. Það virtist allt svo lítið mál hjá Lalla hvort sem það var að kaupa íbúð, bíl eða bara að mála. Alltaf var hann boðinn og búinn til þess að hjálpa og gefa ráð. Það er skrýtin tilfinning að standa yfir moldum ungs manns sem var svo hrekklaus og vildi öllum vel. Hann hafði svo mikið að gefa og átti svo mikið eftir ógert. Elsku Vala, Eiríkur, Jakob og Andri Már. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Þið standið ekki ein og saman varðveitum við minn- ingar um góðan dreng. Þorsteinn. Þegar mér barst til eyma sl. föstudag að hann Lárus hefði verið fórnarlambið í harmleiknum í Heið- mörkinni setti mig hljóðan. Ég marghváði og vildi ekki skilja. Síðan helltist yfir mig mikil sorg og síðan gríðarleg reiði. Enn einu sinni sann- aðist að enginn ræður sínum nætur- stað. í gegnum barna- og unglinga- starfið í handknattleiksdeild KR kynntist ég Lárusi fyrir allmörgum árum. Það var einstaklega gott að vinna með honum. Hann var alltaf boðinn og búinn til að taka að sér erfiðustu verkefnin og axla mikla ábyrgð. Ekkert óx honum í augum. Lárus hafði einstakt lag á ungling- unum sem hann þjálfaði; var félagi þeirra og leiðbeinandi í senn. Marg- ur unglingurinn tók Lárus sér til fyrirmyndar enda var Lárus óspar á að leggja þeim lífsreglurnar. Vandfundinn er sá maður sem slík áhrif hefur á böm og unglinga. Það eru margar fjölskyldurnar í Vesturbænum sem eru sem flakandi sár eftir lát Lárusar. Ótal margir eiga erfítt með að festa svefn og vakna upp af minnsta tilefni. Mikið óöryggi hefur gripið um sig. Enginn skilur af hveiju góður vinur þeirra þurfti að láta lífið svona ungur, frá öllu sem var honum kærast og skilja eftir sig svo mikið skarð að ekki verður uppfyllt. Ég votta fjölskyldu hans allri mína dýpstu samúð, einkum eigin- konunni og börnunum. Þau eiga um sárast að binda að missa kæran föður. Þau geta seinna meir huggað sig við það að þetta er leiðin okkar allra og minningin um góðan föður, mikinn unglingaleiðtoga og góðan dreng mun alltaf lifa. Þá vil ég votta fjölskyldu ólánsmannanna samúð mína. Hún hlýtur að standa ráð- þrota ekki síður en við hin. Ég bið góðan Guð að vera með þeim öllum. Heimir L. Fjeldsted. Fréttin um lát Lárusar kom eins og köld vatnsgusa framan í mig þar sem ég var staddur erlendis í síð- ustu viku. Fram streymdu ótal minningar- brot, fyrst á ruglingslegan hátt, síð- an tóku minningarnar á sig heil- steyptari mynd. Ef ég ætti að lýsa Lárusi með einu orði dettur mér fyrst í hug „eðalmaður". Lárus hafði þá ótal mannkosti sem prýða mega alla sem vinna að æskulýðsmálum. Við unnum saman hjá. handknatt- leiksdeild KR um árabil. Lárus var alltaf sá sem mátti treysta, allt sem hann sagði og tók að sér stóð eins og stafur á bók. Það er unun að vinna með slíkum manni. Lárus var ákveðinn í fasi sem einkenndist af greind, jákvæðni og glettni. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og betri félaga var vart hægt að hugsa sér. Það eru ekki bara við í KR sem höfum misst mikið. Mestur er miss- ir barnanna hans og konunnar. Þeim sendi ég mínar bestu samúðarkveðj- ur og vil fullvissa þau um að minn- ing um góðan dreng sem Lárus gleymist aldrei. Jónas Már Fjeldsted. Reiðin ólgar, sorgin svíður og söknuður er sár. Þegar mesta áfall- ið hefur liðið hjá lifir eftir myndin af fallegum dreng með strákslegt bros og prakkaralegan hlátur. Þann- ig munum við alltaf geyma hann í huga og hjarta. I tíu ár var Lárus stór hluti af fyrirtæki foreldra okkar. Hann svar- aði símanum þegar við hringdum, hann brosti við okkur og gantaðist þegar við komum í heimsókn og hann var þolinmóður og hjálpsamur þegar systurnar mættu til starfa. Þrátt fyrir mismikinn aldursmun áttum við allar samleið með honum. Þær voru ófáar stundirnar sem set- ið var og spjallað í skotinu hans Lárusar. Allt var rætt. Nýju eldhús- flísamar hennar Völu, bíll mánaðar- ins eða heitasta slúðrið. Strákamál systranna voru alltaf vinsælt um- ræðuefni. Hann var snillingur í stríðni, náði auðveldlega að valda titringi en fór aldrei yfir strikið. Hann vakti með okkur hlátur og hann fyllti okkur gleði. Er nokkur furða að okkur hafi þótt vænt um hann? Vala, Eiríkur, Jakob og Andri. Þjáning okkar er aðeins brot af þján- ingu ykkar, en sorg ykkar býr í sorg okkar. Brynhildur, Hildigunnur og Harpa Georgsdætur. „Hann Lárus frændi þinn er dá- inn.“ Þessi harmatíðindi flutti hann Hörður móðurbróðir minn og Lárus- ar heitins mér snemma á föstudags- morgni. Nú viku síðar kveðjum við Lárus, nokkuð sem engan hafði órað fyrir fyrir rúmri viku. Þvílík tíðinai, þvílík sorg. Ótal hugsanir fljúga í gegnum hugann, hvernig getur svona gerst í því litla samfélagi sem við byggj- um, svo fá? Hvernig komast nán- ustu ættingjar í gegnum svona voðaatburð? Hvernig eiga ungir og óharðnaðir drengir að skilja að svona geti komið fyrir pabba þeirra - að hann sé fyrirvaralaust horfinn af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt? Ótal spurningar vakna, fátt er um svör. Hugurinn reikar tilbaka. Við Ei- ríkur bróðir minn fluttumst til lands- ins, 7 og 5 ára gömul, í janúar 1957 með foreldrum okkar frá Svíþjóð - þá þekktum við engan á þessu kalda landi. Einn fyrsti ættinginn sem við hittum var Sveina móðursystir okk- ar, sem tók okkur opnum örmum, þar var alltaf gott og gaman að koma, hvort sem var í afmæli eða bara í heimsókn - og þær voru ekki fáar. Svo ekki sé talað um að fá að gista í svefnstólnum í borðstof- unni á Hjarðarhaganum sem átti engan sinn líkan. Þar var Inga frænka, sem var aðeins nokkrum dögum eldri en ég, svo kom Sigga frænka, ári áður en tvíburasystur mínar, Inga og Magga fæddust - og svo nokkrum árum síðar hann Lalli litli, fjórum árum áður en Tóta litla systir mín fæddist. Svona fóru þær systurnar í gegnum þetta sam- an - og alltaf var náið samband á milli og grannt fylgst með öllu sem gerðist á bæjunum. Lalli var sólargeisli, með falleg vatnsblá augu, sem eru svo einkenn- andi fyrir þessa ætt - og stríðnis- blikið í augunum eins og hjá móður- bræðrum sínum og Eiríki bróður mínum. Heimsóknum og boðum fækkaði eftir því sem fjölskyldurnar stækk- uðu, það komu tengdabörn, svo komu barnaböm - fjölskyldurnar urðu of umfangsmiklar til að haldin væru jólaboð fyrir alla, eins og gert var í gamla daga. En áfram var fylgst með öllu sem tíðindum sætti. T.d. því hvað hann Lalli eignaðist undurfallega og ljúfa konu - hana Völu - og hvað frumburðurinn þeirra var fallegt barn, með þessi stóm bláu augu. Síðan leið tíminn, annar drengur bættist í hópinn hjá Völu og Lalla. Við sáumst í einstaka afmæli og sem betur fer - í sundi. Þar var Lalli með drengina sína, svo myndarlega - og greinilega svo góður og natinn pabbi. Vala og Lalli eignuðust þriðja drenginn, þau keyptu sér fallegt hús, - framtíðin blasti við. Þá kemur þessi voðafrétt. Orð fá ekki tjáð það sem hugurinn vildi segja. Eftir stöndum við ráðþrota, magnvana og svo örsmá. Allt það sem við megnum að gera viljum við gera, en hvað getum við gert þegar svona voðaatburður skekur lífíð? Elsku Sveina og Lárus, Vala og synir, Inga, Sigga og fjölskyldur. Hugur okkar er hjá ykkur öllum. Við skulum vera minnug þess að „orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur“ (Hávamál; 76). Það er von mín að minningin um góðan eiginmann, föður, son, bróður, tengdabróður og frænda hjálpi ykk- ur að takast á við þessa miklu sorg. Megi góður Guð og minningin um góðan dreng styrkja ykkur nú og um alla framtíð. Sigríður Jónsdóttir. Elsku Lalii. Þakka þér fyrir þann tíma sem þú varst hjá okkur. Þú varst góður maður og vildir öllum vel. Þú varst góður við strákana þína, bæði pabbi og vinur. Ég minnist góðu stundanna með þér, sérstaklega þegar öll fjölskyld- an kom saman. Þá varst það þú sem alltaf kunnir marga brandara og sagðir eitthvað fyndið. Það var allt- af gaman að koma í heimsókn til ykkar. Þú varst alltaf brosandi og þannig mun ég minnast þín. Björg. Á þessum erfíðu tímum renna í gegnum huga minn ailar góðu stundirnar okkar saman. Að eiga góðan að er mesta gæfa sérhvers manns. Þú varst alltaf svo góður við alla í kringum þig. Það var unun að sjá hvað þú barst mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni þinni. Vala og strák- arnir missa mikið. Þó að mikið af frítíma þínum færi í að þjálfa eða vinna fyrir KR voru strákarnir þínir alltaf númer eitt. Þú komst alltaf heim í hádegismat og fór þá megn- ið af þeim tíma í að leika við strák- ana. Var þá gjarnan hlaupið um allt hús á eftir bolta. Að fara með fjölskylduna í útilegur og veiðitúra var þitt líf og yndi. Þegar við komum saman í fjöl- skylduboðum varstu alltaf hrókur alls fagnaðar, hafðir svo skemmti- legan húmor. Þú varst átrúnaðargoð hjá syni mínum, Svenna, vaktir áhuga hans á handbolta og þjálfaðir hann um tíma. Takk, Lalli minn, hvað þú varst alltaf góður við mömmu og pabba. Elsku Vala, Eiríkur, Jakob og Andri, ég bið Guð að styrkja ykkur. Minningin um góðan dreng mun lifa að eilífu. Sigríður Osk. Þegar Lárus hélt af stað úr vinn- unni hinn örlagaríka miðvikudag í fyrri viku lá vel á honum að vanda. Jafnvel venju fremur vel því fram- undan var skemmtilegt kvöld. Margréttuð veisla, sem útskriftar- nemar í matreiðslu við Hótel- og veitingaskólann í Kópavogi efná til einu sinni á ári, í æfingaskyni. Full- trúum fyrirtækja, sem hafa aðstoð- að þá eða styrkt með einhveijum hætti, er gjarna boðið og þangað var ferð Lárusar heitið. Það lá í loftinu eftirvænting og tilhlökkun. „Mundu eftir borðsiðunum," kall- aði ég á eftir honum. Og Lárus svar- aði að bragði, léttur og snöggur upp á lagið eins og alltaf. „Nú verður sko tekið á því.“ Hver hefði getað trúað því að þetta yrðu síðustu orð- in sem fóru á milli okkar. Að ég sæi hann aldrei eftir þetta. Að þessi glaðværi og ljúfi drengur yrði allur áður en nýr dagur rynni. Hvernig má slíkt gerast? Hver vefur slíka örlagaþræði? Hvernig getur okkar fámenna og góða land alið fólk, sem veldur slíkum voða- verkum? Spurningarnar eru margar en svörin, eins og stundum áður, fá- tækleg og vandfundin. Aðeins sorg- in og söknuðurinn eru vís. Sár og áþreifanleg. Næstum yfírþyrmandi. Lárus var sölustjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Betri maður trúi ég að sé vandfundinn. Hann var einstaklega ljúfur og þægilegur í öllu samstarfi. Hafði til að bera þá ábyrgðartilfinningu, bæði gagnvart fyrirtækinu en ekki síður viðskipta- mönnum þess, sem úrslitum ræður og öllu skiptir. Var úrræðagóður og hugmyndaríkur en umfram allt já- kvæður og glaðvær. Afbragðs starfsmaður en ekki síður afbragðs félagi. Ég veit vart um nokkurn mann sem Lárus ekki lynti við. Það var dæmigert um Lárus að þótt hann væri eindreginn KR-ingur og skeleggur talsmaður „sinna manna“ þá varð hann aldrei neinn eintijáningur í þeim efnum frekar en öðru. Lét önnur íþróttafélög njóta fyllsta sannmælis og gladdist með þeim er vel gekk. Hann hafði þenn- an víða sjóndeildarhring, sem hvergi nærri öllum er gefinn, og yndislega ríka réttlætiskennd. Með tímanum, þegar skýin hafa aftur greiðst af himni og sárasti sviðinn er liðinn hjá, munum við sem vorum svo lánsöm að starfa með Lárusi og aðrir þeir sem þekktu hann, eiga dýrmæta endurminningu um góðan félaga og góðan dreng. í því er þó einhver huggun fólgin. Við, starfsfólk Ekrunnar, sendum Völu og drengjunum, foreldrum og öllum aðstandendum Lárusar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um þau að minnast þess að: Þó að élin þétt og köld, þyngi loft svo syrtir. Aftur morgunn eftir kvöld, eldar nýr og birtir. (G.H.T.) Georg H. Tryggvason. Jæja, hvort viltu heyra góðu eða slæmu fréttirnar fyrst? Eg sagði Lalla að velja og svo kom fréttin eða skilaboðin og ég svaraði að bragði, hveijar eru þá góðu fréttirn- ar? Nú, þetta voru þær góðu, en svona án gríns, Óli, þá reddum við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.