Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 37

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 37
Md!tál)Sn8lÍA'ÖIÖ‘ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 37 þessu öllu saman. Þetta var viðkvæðið í samskiptum mínum við félaga minn og vin Lárus Á. Lárusson sem lést á svo voveif- legan hátt aðfaranótt 2. október. Alltaf var hann tilbúinn að gera gott úr hlutum og reyna af fremsta megni að leysa úr þeim fjölmörgu vandamálum sem borin voru á borð fyrir hann. Þegar ég frétti af ótímabæru láti Lárusar var eins og ég gengi á vegg. Hvernig getur annað eins gerst? Hvernig má það vera að fótunum sé kippt undan lífi fjölskyldu á slík- an hátt? Maður finnur fyrir doða og vanmætti í ógurlegri reiði gagn- vart slíkum hlutum. Eftir standa þó minningar undangenginna fimmtán ára og fyrir þær ber að þakka. Lárus var á yngri árum góður handknattleiksmaður og náði góð- um árangri bæði sem einstaklingur og með liði sínu og ber þar eflaust hæst bikarmeistaratitil með mfl. Þróttar. Þrátt fyrir nokkuð sterk ítök Þróttar í Lalla hef ég aldrei lit- ið öðruvísi á hann en KR-ing. Hann átti eins og áður er sagt ágætlega farsæl ár sem leikmaður í hand- knattleik en naut sín að mínu mati hvað best er hann tók höndum til við þjálfun og setu í stjórn og ráðum á vegum handknattleiksdeildar Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Sem þjálfari hefur hann átt veruleg- an þátt í velgengni yngri flokka KR í handknattleik seinni árin. Jákvætt uppeldislegt gildi er mikið til handa hinum ýmsu einstaklingum sem Lárus hefurþjálfað. Viðurkenningar eins og þjálfari ársins hjá hand- knattleiksdeild KR ásamt unglinga- bikar HSÍ tala þar sínu máli. Þegar mfl. karla KR vann sér á ný rétt til að leika á meðal hinna bestu 1993 gerðist Lárus aðstoðar- maður minn. Þetta var að mörgu leyti erfiður tími, liðið ungt að árum og ekki spáð löngum lífdögum í fyrstu deild. En með samstilltu átaki margra, og vó þáttur Lalla þar ekki minnst, tókst okkur að halda velli í fyrstu deild. Allir hlutir sem hann annaðist gengu upp og var sam- starf okkar þarna eins og reyndar alltaf hið ánægjulegasta. Ekki er þó svo að skilja að Lalli hafí verið gallalaus frekar en mörg okkar og gat hann á stundum verið sjálfum sér og sínum hvað verstur. Þau störf sem mér tengdust leysti hann aftur á móti vel af hendi og reyndist mér hinn ágætasti félagi og vinur. Ágæta fjölskylda, vinir og vanda- menn. Orð mega sín lítils á slíkri sorgarstundu sem nú, en von min er að góður Guð styrki ykkur í sorg- inni og þeim erfiðleikum sem fram undan eru. Ykkur öllum vottum við hjón okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið saraa; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hvíl þú í friði, kæri vin. Olafur Björn Lárusson. Sumarferðir okkar jafnaðar- manna eru ævinlega góðra vina fundir. Ferðin um Suðurland sl. sumar var þar engin undantekning. Þar ríkti vinarþel og glaðværð og góða skapið var með í för. Með í för eins og löngum áður var Lárus Þorvaldsson, vélfræðing- ur, gamall baráttufélagi og rótgró- inn jafnaðarmaður. Með honum var ungur maður í blóma lífs, sem vakti sérstaka athygli okkar Bryndísar. Umhyggja hans fyrir öldnum föður var aðdáunarverð. Hann vék ekki frá hlið föður síns, studdi hann á göngunni og þjónaði til borðs. Af honum stafaði hlýhug og öryggi. Við spjölluðum við þá feðga yfir borðum. Þau samtöl eru okkur Bryndísi minnisstæð. Það fór ekki milli mála að ungi maðurinn og nafni föður síns var gott manns- efni: Greindur og glaðvær, þrótt- mikill, háttprúður og geðþekkur. Hann virtist eiga framtíðina fyrir sér. Sú voðafregn að hann hafi verið sviptur lífinu á ólýsanlega fólskuleg- an hátt er þvílíkt reiðarslag öldr- uðum foreldrum, systkinum, starfs- félögum, vinum og vandamönnum - og okkur öllum, sem búum í þessu- samfélagi - að okkur setur hljóð. Við getum ekki sætt okkur við það að höfuðborg íslands sé orðin ómennsk glæpaborg - lífshættuleg friðsömum borgurum. Við krefjumst þess í máttvana reiði að þessari óöld linni. Við krefjumst aðgerða af hálfu samfélagsins til þess að vernda líf saklauss fólks fyrir fyrir- sát glæpamanna. Og við biðjum Guc . heitt og innilega, um líkn með þraut þeim öllum til handa, sem nú eiga um sárt að binda. Jón Baldvin og Bryndís. Okkur félagana langar að kveðja gamlan vin sem nú er látinn langt um aldur fram. Um haustið 1974 hóf Lalli að æfa handbolta reglulega og strax komu í ljós miklir hand- boltahæfileikar hjá piltinum. Spilaði Lalli næstu tímabil jafnt með sínum jafnöldrum og þeim sem eldri voru. Enda var ekki langt að bíða þess að hann væri valinn_ í úrvalslið drengja á hans aldri. Ári síðar var hann valinn í unglingalandsliðið. Lalli spilaði í mjög sigursælum hóp sem vann til flestra verðlauna sem hægt var að vinna á þessum árum. 17 ára gamall var Lalli kominn í meistaraflokk Þróttar og þrem árum síðar bikarmeistari sem er besti árangur Þróttar í handbolta frá upphafi. Þótt Lalli væri ekki nema tvítugur að aldri var hann strax byijaður að leiðbeina yngri kynslóð- inni í göldrum íþróttarinnar sem hann hafði síðan alla tíð gaman af. Vinahópurinn var stór og þó ekki allir væru í handbolta ræktaði Lalli samband við félagana vel. Alla tíð hefur Lalli verið mikill félagsmaður og leið honum best í góðra vina hópi. Fáa menn ef einhveija, er hægt að hugsa sér betri þegar þjálf- un eða unglingastarf er annars veg- ar. Þar hefur Lalli unnið mikið og óeigingjarnt starf, fyrst með Þrótti og síðar með KR. Við vitum frá gamalli tíð frá Þrótti að þegar Lalli sölsaði um og skipti yfir í KR að erfitt verður að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, gamli félagi, með söknuði og eitt er víst, við gleymum þér aldr- ei. Elsku Vala, Eiríkur, Jakob, Andri og aðrir vandamenn, megi Guð gefa ykkur styrk í þesari miklu sorg ykkar. Gamlir félagar og vinir úr Þrótti. Fallinn er frá félagi og traustur vinur. Það var mikill fengur að fá Lalla í handknattleiksdeild KR. Þeg- ar hann kom til okkar spilaði hann í nokkur ár en fljótlega _fór hann að þjálfa yngri flokkana. í ljós kom að hann hafði mikla hæfileika til þjálfunar og má segja að ekki sé til sá flokkur í KR sem hann þjálf- aði ekki. Lalli hafði mjög ákveðnar hugmyndir um þjálfun yngi-i flokk- anna og hvernig væri hægt að laða að fleiri iðkendur í handbolta. Hann byijaði að taka að sér ákveðin verkefni hjá KR, og eins og við mátti búast fórst honum það mjög vel úr hendi. Hann naut þess að fara með yngri flokka KR í keppnisferðir innanlands sem utan, þar sem hann blandaði saman leik og skemmtun, og eiga allir mjög skemmtilegar minningar frá þeim ferðum. Hann sá um fjáröflun fyrir slíkar ferðir og tókst honum vel að virkja fólk með sér því alls staðar var honum treyst. Undanfarin ár sá Lalli um að stjórna unglingaráði KR. Hann hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig ætti að vinna með ungling- um og kom árangurinn berlega í ljós vegna þess að allar hans áætl- anir stóðust. En ekki má gleyma að allt þetta kostaði gífurlega vinnu en Lalli var alltaf tilbúinn þó svo að hann ætti fjölskyldu til að sjá um. Má segja að ekki félli dökkur blettur á starf Lalla í KR. Stundum þegar menn með ákveðnar hug- myndir lenda á öndverðum meiði getur kastast í kekki en Lalli var oftast fljótur að rétta fram sátta- hönd vegna þess að hann nennti ekki að standa í deilum. Þegar ein- staklingur sem er holdgervingur manngæskunnar fellur frá langt um aldur fram, verður fómarlamb hins illa í manninum, þá er spurt hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? KR-ingar kveðja í dag góðan mann, mann sem lét mikið gott af sér leiða og verður sæti hans vandfyllt. Mest- ur er þó söknuðurinn hjá Völu, Ei- ríki, Jakobi og Andra. Megi guð styðja ykkur á þessum erfiða tíma, styrkja ykkur og varðveita í framtíð- inni. F.h. handknattieiksdeildar KR, Bjarni Ólafur Ólafsson. Hann Lalli okkar er dáinn, þessi hræðilegu tíðindi sagði konan mín mér um hádegi síðastliðinn föstu- dag. Eg varð máttlaus, ekki Lalli okk- ar, þessi myndarlegi, trausti og góði drengur, tekinn burt frá yndislegri konu og þremur mannvænlegum sonum. Minningamar helltust yfir mig. Manstu, manstu, já ég man þegar þú, Lalli minn, komst í KR frá Þrótti, til að spila handbolta. Það voru breytingatímar hjá deild- inni. Þú sagðir oft að það hefði ver- ið góð ákvörðun hjá þér að skipta um félag á þessum tíma. Um svipað leyti fór ég að vinna fyrir handknattleiksdeild KR við unglingastarfið. Stefnan var tekin á að rífa unglingastarfið almenni- lega upp og gera KR að stórveldi á þeim vettvangi. Þetta var í kringum 1983-4. Ég var lánsamur þegar ég fékk þig og Karl Rafnsson sem fyrstu þjálfara. Saman unnum við ásamt mörgum öðrum, að uppbyggingu og endurskipulagningu á þjálfun og starfi í kringum yngri flokka deild- arinnar. Einnig unnum við að bættri stöðu kvennahandboltans. Á þessum tíma var ómetanlegt að njóta krafta þinna og hugmynda. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Að launum hlutum við unglinga- og kvennabik- arana frá HSI sem veittir eru fyrir gott starf. Sem þjálfari skilaðir þú félaginu mörgum titlum. Sá eftir- minnilegasti er þegar þú gerðir mfl. kv. að íslandsmeisturum í ann- arri deild. Uppistaðan í flokknum voru „þínar stelpur", sem þú hafðir þjálfað og kennt undanfarin ár. Þá var mikið fagnað. Þú þjálfaðir og kenndir dætrum og syni okkar í mörg ár og bættir þau sem íþróttamenn og manneskj- ur. Fyrir það erum við þér þakklát. Eitt sinn sagðir þú mér að nokkur félög hefðu haft samband við þig og boðið þér þjálfarastarf. Það var ekki inni í myndinni hjá þér, slíkur KR-ingur varstu orðinn. Heill og sannur í starfi þínu fyrir KR. Ég minnist einnig, þegar þú gafst veg- legan bikar til unglingastarfsins. Hann átti að nota til að verðlauna þann þjálfara sem skilaði besta starfínu yfir árið. Með þessu vildir þú hvetja aðra til að gera sitt besta og fá fólk til að leiða hugann að því að bikarar og titlar eru ekki það eina sem stefnt er að í íþróttastarfi með börnum og unglingum. Það er félagslegt uppeldi sem þar fer fram í ríkum mæli og það skildir þú svo vel. Þú mættir ekki bara á æfingar og varst svo farinn, heldur gafst þér tíma til að ræða málin utan hinna beinu æfíngatíma í salnum. Það kunna börn og unglingar vel að meta. Það fór reyndar svo, að oftar en ekki hlaust þú þennan ungl- ingabikar fyrir vel unnin störf. Þér féll þó ekki alltof vel, að störfum þínum væri haldið á lofti, þú varst maður hógværðar og vannst háv- aðalaust fyrir lítilmagnann, sem var undir þínum verndai-væng. Það eru því margir sem gráta þig í dag og vita ekki hvernig heimurinn verður á morgun án þín og þinnar nær- veru. Við þá vil ég segja, haldið áfram og haldið merki Lalla á lofti. Munið allt það góða sem hann lagði af mörkum fyrir ykkur og verið sönn í því sem þið gerið. Ég gæti haldið endalaust áfram, á 15 árum gerist margt. Ég á eftir að sakna símhringinganna og að hitta þig ekki á gangi með fjölskyld- unni I bænum eða á KR-svæðinu. Þín verður sárt saknað af KR-ing- um, sem og öðrum. Við KR-ingar getum aldrei fullþakkað þitt óeigin- gjarna starf fyrir félagið. Megir þú hvíla í friði, kæri vinur, Guð veri þér líf og ljós. Elsku Vala og synir. Við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa um alla framtíð. Páll Guðmundsson, Ásta Jónsdóttir. Kæri Lalli. Þegar ég fékk fréttina um andlát þitt, var eins og eitthvað brysti inni í mér. Lalli, nei, það getur ekki verið rétt. Þetta hljóta að vera ein- hver mistök. Ekki hann Lalli í KR. Af hveiju þú? Þú sem gerðir aldr- ei neinum neitt, nema gott. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar þú fórst að þjálfa handbolta hjá KR. Fyrst fengu yngri stelpurn- ar að njóta þín, þar á meðal systir mín, Sigríður Fanney. Svo kom að því að þú tókst að þér meistaraflokk- inn í KR. Þá fylgdi ég með sem eldri leikmaður. Það var ekki að spyrja að því að þú komst okkur upp í fyrstu deild, við urðum íslands- meistarar í annarri deild. í loka- hófi, sem þú og Vala konan þín hélduð fyrir okkur á heimili ykkar, veittir þú verðlaun. Mikið varð ég glöð. Ég, þessi „gamla“, fékk verð- launapening fyrir „miklar framfar- ir“. Ætli þú hafir vitað hvað þú gladdir mig mikið. Þó að þú hættir með okkur og snerir þér að þjálfun yngri flokk- anna fylgdistu alltaf með okkur. Ég mun sakna þess sárt að sjá þig ekki oftar úti í KR eða á vellinum. Ég bið góðan Guð um að varð- veita og styrkja Völu, Eirík, Jakob, Andra Þór og aðra sem eiga um sárt að binda. Guð blessi ykkur öll. Hvíl í friði. Nellý Pálsdóttir. Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig hinstu kveðju og minnast þín með nokkrum orðiim. Ég var svo heppinn að eiga þig sem besta vin á okkar unglingsár- um. Á svo sorglegri stundu sem þessari, rifjast upp allar þær yndis- legu stundir sem við áttum saman. Þar sem þú hefur nú svo skyndilega verið tekinn frá okkur öllum sem hótti svn vænt um hio". er hað minn- i------ ------ ro; r.......... ingin um góðan og yndislegan dreng sem hjálpar okkur að halda áfram. Minningin um drenginn sem var ávallt heill vinum sínum; einlægan dreng sem fyllti aila gleði sem ná- lægt honum voru og ekki má gleyma augunum og brosinu fræga, sem við sjáum nú aðeins í huga okkar. Þessi minning verður aldrei frá okkur tek- in. _ Ég kveð þig nú, elsku Lalli minn, og bið Guð að geyma þig. Elsku Vala, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur: Ykkur sendi ég mínat’ innilegustu samúðarkveðjur og bið jafnframt Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ég er harmi sleginn. Þormóður Jónsson. Okkur félaga langar til að minn- ast einstaks manns sem reyndist okkur í raun sem annar faðir. Þegar okkur bárust þær fréttir að Lalli væri dáinn var okkur mjög brugðið. Styrkur okkar nú er að halda hópinn sem Lalli hafði einmitt lagt grunninn að. Áfallið er mikið en við stöndum þétt saman og rifjum upp þær góðu minningar sem tengj- ast Lalla. Öll þau ár sem við höfum notið þeirra forréttinda að þekkja Lalla hafa ýmis skondin atvik átt sér stað. Við höfum farið í margar ferðir saman jafnt innanlands sem utan. Allar voru þær skemmtilegar en þó eru tvær ferðir til Danmerkur sem eru okkur efstar í huga. Lalli var ekki aðeins þjálfari og aðalfarar- stjóri hópsins heldur skipulagði hann einnig hvers kyns fjáröflun og undirbúning ferða ásamt hægri hönd sinni og mjög góðum vini okk- ar, Ágústi Jóhannssyni. Lalli var virkur þátttakandi í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og jafn- vel blaðaútburður í vonskuveðri varð skemmtun í návist hans. Alltaf var hægt að leita til Lalía með hvers konar vanda sem ,upp kom og honum tókst með þolin- mæði sinni að leysa hann á farsaélfjn hátt. Lalli kenndi okkur að.bera virðingu hver fyrir öðrum jafnt.setn andstæðingnum og kom okkur. í skilning um að samstaða er lykillipn að góðum árangri, bæði innan valíar sem utan. Við félagarnir minnumst -íjalláJ í þökk og virðingu sem þróttmikQs leiðtoga, lærimeistara, félaga og síðast en ekki síst föður náins vinar okkar, Eiríks. Við eigum alltaf eftir að búa að því veganesti sem Lalli gaf okkur. Að honum er því rnikill sjónarsviptir og skarð hans verður vandfyllt. Kæru Vala, Eiríkur, Jakob og: Andri Þór, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð, að styrkja ykkur í þungri raun. r| ’80 handboltaárgangur í KR, „ Alfreð, Ásgrímur, Bjarni, Daníel, Hreiðar, Sigurður, ,| Sverrir og Viðar. (,lf( V" Sumt í tilverunni verður aldreí viðunandi, það fengum við hjönin að upplifa þegar Vala hringdi í okk-.1 ur og tilkynnti okkur hörmulegt lát Lalla vinar okkar, tíminn fraus,- maður stóð sem lamaður, hvað hef- ur gerst? Því þarf svona lagað að koma fyrir? Því er góður drengur tekinn frá fjölskyldu sinni, hrifsaður burt í blóma lífsins og eftir standa eiginkona, synir, foreldrar og aðrir ástvinir agndofa og sárir. Það er svo sárt að hugsa sér tilverjrca án Lalla, við hjónin og bömin okkar áttum yndislegar stundir með Lalla, Völu og sonum. Við minnumst svö vel góðra stunda í sumarbústaða- ferðum okkar á liðnum árum, síðast- liðið sumar áttum við frábærar stundir saman, fórum tvisvar í sum- arhús með börnin okkar, þær stund- ir verða nú sem dýrmætar minning- ar sem enginn getur frá okkur tek- ið. Lalli var nýlega fluttur með fjöl- skyldu sinni í nýtt raðhús, þar fór Lalli með dugnaði sínum og fyrir- hyggju, gerði nærri allt sjálfur og lagði kapp á að gera fjölskyldu sinni fallegt heimili. Lalli var mikill vinur sona sinna, þeir hafa ekki bara misst góðan föður heldur sinn vin og félaga. Laiii hafði einstakt iag á börnum og unglingum, enda voru áhugamál hans í kringum þau. Allt- af var hann jafn yfirvegaður og rólegur gagnvart öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Yfirbragð hans var alla tíð glaðvært og bauð hann af sér góðan þokka, og leið okkur ætíð vel í návist hans. Við söknum þín, elsku vinur, stórt skarð hefur verið höggvið í líf fjöl- skyldu þinnar og vina. Þú varst for- eldrum þínum góður sonur, og Völu varstu góður eiginmaður, sonum þínum varstu frábær og góður fað- ir, og vinum þínum varstu tryggur og skemmtilegur vinur. Elsku Vala, Eiríkur, '^íakoþ, Andri, Sveina, Lárus og aðrir ástvin- ir, megi guð styrkja ykkur í sorg og söknuði í dag og um ókominn tíma. Við kveðjum þig, kæri Lalli, með þakklæti í hjarta fyrir að hafa átt þig sem góðan vin. Hér mætast vinir sera helst vilja gefa,. hugga og lækna og binda um sár, fyllast af kvíða og angist og efa, er ástvinur nákominn deyr fyrir ár. Hvert á að leita og hvers á að spyrja? Hvar er sú von er svo snögglega brást? Hvernig skal lifa og hvar á að bvija? v Hvers vegna eru svo margir seiírýjást? (Magnús Þ. Sigm. - Hjálmar Gislas.); Guðjón, Guðveig og börn. • Fleiri minningargreinar um Lárus Ágúst Lárusson blða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.