Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
/UnsDRE'iMDI AÐ
KjjtWÐ AUTTGAHN \ j JÆ7A, NU
N/&UR. £Ht>A LAUS GÖN611 fi? KOM/NN |
ALUEQ / GCGNU/H JÖEB.\NW MGU£
\ /M4
Ljóska
þetta. er^Mpria. utnkona mín
teTíN-rÁ. ?iun, cr fraÍMtr
r>\ hÚshcJSarC / '
ErþessC MonCc
. húshaJolari.?1 'flsuosannar.
©KFS/Distr. BULLS
Ferdinand
Fljót, Magga ... mig vantar blý- Og mig vantar strokleður, penna Nei, kennari... ég er hjálpar-
ant og fáeinar pappírsarkir ... og reglustiku . .. mær hennar ...
- .................. ..........................................
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Aldraðir
og góðærið
Frá Félagi eldri borgara í Reykja-
vík, Samtökum aldraðra og Lands-
sambandi eldri borgara.
KRAFAN um bætt kjör þegar vel
árar er rökrétt afleiðing af þátttök-
unni í að styðja við efnahagskerfið
þegar verr áraði.
Eldra fólk, sem komið var út af
vinnumarkaði þegar efnahagslífið
varð fyrir áföllum fyrir nokkrum
árum, galt að
fullu þeirrar
niðursveiflu
kjara sem þá
varð.
Kjör þessa
fólks voru þá
bundin ótjúfandi
tengslum við
þróun almennra
kjara verka-
fólks.
Kaupmáttur
eftirlauna
minnkaði þess vegna þá, á sama
hátt og kaupmáttur almennra launa.
Nú þegar kaupmáttur almennra
launa fer stígandi hefur viðmiðun
eftirlauna verið rofin úr tengslum
við almenna launaþróun í landinu.
Það er því einróma krafa allra
samtaka eldra fólks í landinu að
þessari tengingu verði aftur á komið
og misvægið milli almennra launa-
tekna og eftirlauna verði að fullu
leiðrétt.
Með því einu er hægt að tala um
að sátt geti haldist milli kynslóða
og milli stjórnvalda og eldra fólks.
Krafan um óskertan grunnlífeyri
almannatrygginga, sem nái á núver-
andi samningstímabili almennra kja-
rasamninga í landinu sama verðgildi
og hann hafði áður en skerðingarnar
hófust, er því grundvallarkrafan.
Krafan um raunhæfar aðgerðir
til lækkunar jaðarskatta og krafa
um annaðhvort nýtt lágt skattþrep
í stað 40% skattsins nú á allar tekj-
ur innan við 120 þús. á mánuði eða
nýtt skattþrep á lífeyristekjur, sem
ekki væri hærra en skattþrep fjár-
magnstekna er nú, eru einnig grund-
vallarkröfur.
Þá krefjast samtökin þess að í
alvöru verði sett í gang vinna við
endurskoðun almannatryggingalag-
anna. Vinna sem miði að því að
koma þeim lögum í það horf að þau
tryggi öllum öldruðum viðunandi
kjör og vinni ekki gegn þróun al-
mennra lífeyrissjóðakerfa.
Öll samtök eldra fólks í landinu
heita á stjórn-
völd og hið háa
Alþingi að
bregðast nú
skjótt og vel við.
Með af-
greiðslu þeirra
fjárlaga sem nú
er að hefjast
fyrsta umræða
um þarf að færa
til betri vegar
það sem misfar-
ist hefir á síðustu
árum í afkomutryggingu eldra fólks.
Sá almenni kynslóðasamningur
sem gerður var fyrir nær 30 árum
fyrir alla almenna launamenn.
Samningurinn um stofnun almennu
lífeyrissjóðanna getur verið góð fyr-
irmynd þess kynslóðasáttmála sem
þarf að koma á. Kynslóðasáttmála
sem þarf að leiða til þeirrar endur-
sköpunar almannatrygginga og
skattalaga sem svo mjög er brýn og
leitt geti til þess að eftirlaunafólk
geti lifað mannsæmandi lífi í landi
þessu.
Við krefjumst ekki neinna forrétt-
inda okkur til handa. Við krefjumst
hins vegar fullra leiðréttinga vegna
skerðinga á undanförnum árum. Við
krefjumst einnig fullrar hlutdeildar
til handa okkar fólki í ávöxtunum
af margrómuðu góðæri.
PÁLL GÍSLASON,
Félagi eldri borgara í Reykjavík,
GUÐMUNDUR GUNNARSSON,
Samtökum aldraðra,
BENEDIKT DAVÍÐSSON,
Landssambandi eldri borgara.
FRÁ fjölmennum útifundi á
Lækjartorgi sl. miðvikudag.
Athugasemd við
tónlistargagnrýni
Frá Stefáni Guðmundssyni:
ÉG SKRIFA þetta bréf í von um að
Morgunblaðið hafi ennþá til að bera
vott af sjálfsvirðingu og vilji láta
taka mark á tónlistarumfjöllunum í
blaðinu framvegis sem áður.
Tilefnið er umfjöllun Atla Heimis
um Rolling Stones og nýja diskinn
þeirra, „Bridges to Babylon" í blað-
inu 30. sept. Mér hefur nú fundist
sem tónlistarferill Atla Heimis hafi
verið nokkuð þyrnum stráður og
fáir skilið hvert hann hefur verið að
fara í tónlistarsköpun sinni. Það er
því ekki við því að búast, að hann
geti skrifað svo um einn rokkdisk,
að vel skiljist hvert hann er að fara
í skrifum sínum. Það eina sem skilst
er að honum er meinilla við Rolling
Stones og allt það sem þeir eru að
fást við. Nú er það svo að þessi
nýjasta afurð hinna öldnu rokkara
hefur fengið frábæra dóma erlendis
m.a. í bandaríska tímaritinu Rolling
Stone sem mun vera mest selda
popptónlistarblað í heimi. Ég hef
hlustað mikið á „Bridges to Babyl-
on“ síðustu daga og er sammála
erlendu dómunum. Diskurinn er
mjög góður í alla staði og líklega
þeirra besti í 16 ár.
Að lokum vil ég segja við Atla
Heimi: Það er hroki, að gefa það í
skyn, að þær milljónir manna sem
fíla R. Stones hljóti að vera fyllibytt-
ur og dópistar. Það er iíka hröki að
gefa í skyn að „ómenntaðir" tónlist-
armenn geti ekki verið merkilegir,
en í lok greinar þinnar hrósar þú
öðrum tónlistarmönnum, sem þú
segir vera „pena og vel menntaða
tónlistarmenn".
Að síðustu er ég með spurningu
til Morgunblaðsins: Má kannski bú-
ast við að Atli Heimir verði fenginn
til að skrifa um næsta landsleik ís-
lendinga í fótbolta?
STEFÁN GUÐMUNDSSON,
Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Roykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, íþróttir 569 1 156,
sórblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkori 569 1115. NETKANG:
MBI^dCENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. oinlakið.