Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 2
2 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLASALAN það sera af er þessu ári er raeiri en
mörg undanfarin ár og spáð er áframhaldandi vexti
í bílasölu á næsta ári. Aukinn kaupmáttur endur-
speglast þannig í stórauknum bflaviðskiptum og
breytingar sem gerðar hafa verið á aðflutnings-
gjöldum hafa einnig leitt til þess að nú bjóða bflaum-
boðin upp á fleiri valkosti en áður.
I blaðinu Bflar 98 eru kynningar á um 250 bflum
af árgerð 1998 sem fluttir eru inn til landsins. Þetta
er því sem næst tæmandi úttekt á fólksbflum, jepp-
um og pallbflum en í blaðinu er ekki fjallað um
sendibfla og stærri atvinnubifreiðir. Kynningunum
er skipt niður í fimm flokka eftir verði viðkomandi
bfls.
►í fyrsta fiokki eru bflar sem kosta undir 1,2 millj-
ónum kr.
Hvernig er best
að lesa blaðið?
►í öðrum flokki eru bflar á verði frá 1,2 til 1,5 miHj-
ónir kr.
►I þriðja flokki eru bflar á verði frá 1,5 til 2 milljón-
ir króna.
►í fjórða flokki bflar á yfír 2 milljónir kr.
►I fimmta flokki eru jeppar og pallbflar.
Birtar eru myndir af bflunum og undir þeim talna-
dálkur þar sem sagt er frá hámarkshraða bflsins,
hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst, þyngdar-
dreifingu á hvert hestafl vélar og loks eyðslu miðað
við blandaðan akstur. Þar sem ekki hafa fengist
upplýsingar kemur skammstöfunin e.u. (ekki upp-
gefið).
I megintexta er fjallað almennt um bflinn, kosti
hans og búnað og loks fylgja nokkrar staðreyndir
um vél, búnað, eyðslu og fleira. Byggt er á upplýs-
ingum frá bifreiðaumboðunum og erlendum bfla-
blöðum.
Aftast í blaðinu eru töflur yfir staðalbúnað, auka-
búnað og verð á aukabúnaði á öllum þeim bflum sem
fjallað er um.
Þá er í blaðinu einnig Qallað um margvíslegt efni
sem tengist bflum, hjólbörðum, hljómtækjum, akstri,
tryggingum, bflaviðskiptum og sagt er frá sérstök-
um bflum í eigu Islendinga.
Talsverður fjöldi nýrrá bíla er væntanlegur á markað hérlendis á næstu
___ misserum. Hér verður stiklað á stóru um helstu nýjungarnar
MERCEDES-Benz M jeppinn kemur á markað í Evrópu
næsta vor.
AÐ minnsta kosti tveir nýir jeppar koma til landsins á næsta
eða þamæsta ári, þ.e. ný kynslóð Nissan Patrol jeppans harð-
gera, og splunkunýr valkostur í jepplingadeildinni, Land
Rover Freelander. Auk þess er von á litlum sportbíl, litlum
fjölnotabílum og millistærðarbílum sem gleðja munu augu ís-
lenskra vegfarenda á næstu misserum.
Freelander
Fyrstan að telja er Land Rover Freelander jepplinginn
þótt hans sé reyndar seinna von til landsins en flestra ann-
arra af væntanlegum bílum. Líklega fá íslendingar ekki að
kynnast honum að ráði fyrr en seint á næsta ári eða í upphafi
árs 1999. Freelander er ekki með millikassa og því ekki með
lágu drifi heldur sítengdu aldrifl líkt og Toyota RAV4 og
Honda CR-V. Hann verður líklegast boðinn með Rover vél-
um, 1,8 1 bensínvél, 120 hestafla, og 2ja 1 forþjöppudísilvél, 97
hestafla. Framleiðendur lofa honum einnig á markaðinn með
V-6 vél. Hann verður með sjálfstæðri gormafjöðrun á fram-
og afturhjólum. Freelander verður fáanlegur í tveimur út-
færslum, 3ja og fimm dyra.
M-jeppi Benz
í lúxusjeppadeildina bætist Mercedes-Benz ML 230 sem
NISSAN Patrol er með gjörbreyttu útliti.
Tveir jepp-
ar og einn
jepplingur
smíðaður er í Bandaríkjunum. Fáir bilar hafa fengið jafn ítar-
lega kynningu í fjölmiðlum. Jeppinn var ein af skærustu
stjörnunum í kvikmynd Steven Spielberg, Horfnum heimi og
hann stal nánast senunni á alþjóðlegu bílasýningunni í Frank-
furt í september þegar hann var frumsýndur í Evrópu. ML
230 er sérstaklega ætlaður á Evrópumarkað, með fjögurra
strokka, 2,3 1 vél, 150 hestafla. Hann er byggður á grind og
LAND Rover Freelander verður m.a. fáanlegur þriggja
dyra með blæju yfir afturhluta þaksins.
með sjálfstæðri fjöðrun að framan og aftan. Staðalbúnaður
verður fimm gíra handskipting, uppgefinn hámarkshraði er
178 km á klst og eyðslan um 12,8 1 á hundraðið í blönduðum
akstri. Tveir líknarbelgir eru í bflnum auk tveggja hliðar-
belgja en mesta tækninýjungin er eflaust veggripsstýringar-
kerfið 4 ETS. Það vinnur án mismunadrifslæsingar. Örtölva
fylgist með veggripi hjólanna og eykur hemlaálag á þau hjól
bílsins sem snúast hraðar en önnur eins og gerist t.d. í hálku.
Einnig er fáanlegt í bflinn ESP-kerfi sem dregur úr afli frá
vélinni þegar hjól fara að spóla. Grunnverðið í Þýskalandi er
um 2,4 milljónir ÍSK en ekki hefur verið sett verð á hann hér-
lendis. Hann kemur á markað í Evrópu næsta vor en óvíst er
hvenær Islendingar eiga kost á að eignast gripinn.
Patrol fjallojeppinn
Fimmta kynslóð Patrol var frumsýnd í Frankfurt í haust
og eru talsverðar útlitsbreytingar á bflnum. Hann er 7 sm
lengri og 3 sm breiðari og með nýjum og mýkri línum. Inn-
réttingin er líka ný. Bfllinn verður fáanlegur hér á landi í
febrúar 1998 og verðið verður innan við fjórar milljónir kr.
með 2,8 lítra forþjöppudísilvél og millikæli, 130 hestafla.
Mesta nýjungin í Patrol er e.t.v. aftengjanleg jafnvægisstöng
og stórbætt hljóðeinangrun.
FJÓRÐA kynslóð VW Golf verður mun betur búinn.
hM
NYR Opel Astra kemur á markað næsta haust. Morgunblaðia/Ámi Sæberg
Nýr Golf og
í JANÚAR á næsta ári er von á
fyrstu VW Golf bflunum með nýju
lagi því kynslóðaskipti verða nú á
þessum mikla sölubíl. Fram að því
verður gamli bfllinn í árgerð 1998 til
sölu. Sömu sögu er að segja af öðr-
um góðum sölubfl, Opel Astra, en
lengra er þangað til hann kemur á
markað, líklega ekki fyrr en síðla
næsta árs.
Útlitsbreytingar á fjórðu kynslóð
Golf eru minni en margir hefðu bú-
ist við. Þó er bfllinn talsvert lengri,
4,16 m, eða þrettán sm lengri og 3
sm breiðari en fyrirrennarinn. Bíll-
inn er líka með meira innanrými og
ökumannssæti eru hæðarstillanleg.
I framrúðunni eru nú skynjarar
sem setja rúðuþurrkur af stað þeg-
ar sest vatn á rúðuna. En það sem
mestu varðar er að Golf er nú ör-
uggari bíll en áður. Sérstök áhersla
var lögð á öryggisþáttinn við hönn-
un nýja bílsins. Farþegarýmið er
sérstaklega styrkt til að þola álag
við veltu og í hurðum eru styrktar-
bitar. Líknarbélgir eru fyrir öku-
mann og farþega í framsæti og
hægt er að fá hliðarbelgi í dýrari
gerðum. ABS-hemlakerfi er einnig
staðalbúnaður í öllum gerðum og
diskahemlar eru á öllum hjólum,
kældir að framan. Ekki er búist við
Astra
að bíllinn hækki mikið í verði þrátt
fyrir meiri búnað.
Astra-
leyndarmáliö
Opel Astra var h'tillega kynntur á
bflasýningunni í Frankfurt. Gestir
fengu þó aðeins að berja bílinn aug-
um að utan en alls ekki að setjast
upp í hann. Það sem þeir sáu var
býsna laglegt. Bíllinn hefur verið al-
gjörlega endurhannaður og
framendinn minnir örlítið á stóra
bílinn Omega. Yfirbygging nýja
bflsins er galvaníseruð og er bíllinn
með 12 ára ábyrgð gegn gegnum-
tæringu eins og nýr VW Golf. Stað-
albúnaður verður m.a. tveir líknar-
belgir, ABS-hemlakerfi og disk-
hemlar. Nýi bfllinn er með 9,7 sm
lengra hjólhafi en fyrirrennarinn.
Ný Opel Astra verður fyrst fáanleg
á íslandi í 1999 árgerð, væntanlega
haustið 1998. SJÁ BLS 4 ►