Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 4
4 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MERCEDES-Benz A verður í þremur búnaðarútfærslum, þ.e. Classic, Elegance og Avantgarde.
Sportbíll og smábílar
FORD Puma og Mercedes-Benz A
eru nýstárlegir smábflar og þá
ekki síður Wagon R+, sem er full-
trúi nýrrar hugmyndar sem er að
ryðja sér til rúms, þ.e. litla fjöl-
notabíla.
Ford Puma
Ford Puma kemur á markað í
Evrópu á næsta ári. Hann er með
nýrri 1,7 1 Zetec léttmálmsvél frá
Ford sem skilar 125 hestöflum með
breytilegri ventlastýringu, WT.
Hámarkshraðinn er sagður vera
203 km á kist og upptakið í 100 km
hraða níu sekúndur. Puma telst því
vart í flokki kraftabfla, fremur
mætti telja hann léttan og liðugan
smásportbfl sem fellur í svipaðan
flokk og Opel Tigra. Puma er fram-
hjóladrifinn og með fimm gíra
handskiptingu.
Staðalbúnaður verður ABS-
hemlakerfi með innbyggðri grip-
stýringu sem kemur í veg fyrir að
hjól spóli, vökvastýri og tveir líkn-
arbelgir. Puma verður smíðuð í
Þýskalandi. Bfllinn er 1,5 sm lægri
en Fiesta og er með stífri fjöðrun.
Hann kemur á breiðum dekkjum,
15 tommu. Þetta er fyrsti bíll Ford
sem er að öllu leyti hannaður í
tölvu. Hingað kemur bflinn næsta
vor og áætlað verð er 1,7-1,8
millj.kr.
Þýska byltingin
A-bfll Mercedes-Benz er með af-
ar nýstárlegu lagi og alveg nýrri
hönnun sem eykur öryggi þeirra
sem ferðast með bílnum, þ.e.a.s.
fölsku gólfi. Lendi bíllinn í árekstri
að framan eiga vél og gírkassi að
renna undir gólf bílsins í stað þess
að ganga inn í farþegarýmið. Far-
þegar sitja um 20 sm hærra en í
flestum öðrum bflum í sama stærð-
arflokki. Þetta er fimm manna bfll,
3,57 sm á lengd, fernra dyra og
með sætaskipan sem hægt er að
breyta á ýmsa vegu. A-bíllinn
verður með 1,4 1 og 1,6 1 bensínvél-
um, 60 og 102 hestafla og á næsta
ári verður hann einnig fáanlegur
með 1,71 forþjöppudísilvél.
Líklegt er að verðið á bflnum
hérlendis verði á bilinu 1,8 til 2,2
milljónir króna.
Wagon R+
Wagon R+ er 3,41 m langur,
1,57 m breiðm-. og 1,7 m á hæð.
Þetta er fimm mánna bíll með lagi
smábfls eða lítils fjölnotabíis. Hann
er með 1,0 1 vél, 65 hestafla og bíll-
inn vegur 845 kg. Eyðsla í borg-
arakstri er um 7 1 en fer niður í
rúma fimm 1 í þjóðvegaakstri. Wa-
gon R+ verður boðinn í ýmsum út-
færslum, sportútgáfu, útilífsútgáfu,
sveitavagn og ferðabíll. Byggist
munur á útfærslunum einkum á
ýmsum fylgihlutum en misjafnlega
mikið er einnig borið í innrétting-
amar.
SUZUKI Wagon R+ verður fáanlegur á Islandi.
4ra dyra SUZUKI
ÍÍnS ARS
ÁBVRGÐ
■'
_'--‘M ’ t'* *
■ I /ff
máJJ
r '
XQP Þjónustuverkstgeði:
Sveinn Egilsson
4ra dyra útgáfan af SUZUKI jeppanum sem hefur reynst
pí frábærlega við íslenskar aðstæður. VITARA er framleiddur fyrir
Evrópumarkað, sem gerir ströngustu öryggiskröfur í heimi í
dag. Bíllinn er mjög vel útbúinn.
Verð frá kr. 1.696.000 stgr.* (VITARA JX árg. 1998)
Verð frá kr. 1.990.000 stgr.* (VITARA SE árg. 1998)
Verð frá kr. 2.280.000 stgr.* (VITARA V6 árg. 1998)
Eins árs ábyrgð og ryðvörn innifalin í verði.
Sérpöntum ffestar
gerðir bífreiða eftir Faxafeni 14, 108 Reykjavík,
þínum óskum. játKmBKSUtk. sími 568 5555, fax 568 5554.
*Gengi: 1.10/97 Bttastúdíó hf. Opið kl. 10-19 mán.-fös., kl. 11-14 laugard
kÍarni málsins!
RAV 4 verður boðinn með andlitslyftingu í febrúar-mars á næsta ári.
Nýr Hilux og Rav 4
í breyttri mynd
RAV 4 jeppinn frá Toyota kemur í
nýrri og breyttri mynd í febrúar
eða mars á næsta ári. Hefur verið
gerð nokkur andlitslyfting á bflnum,
m.a. sett í hann ný innrétting, hann
hefur fengið nýjan framstuðara og
breytt hefur verið fram- og aftur-
enda. Ekki vitað um verð ennþá.
Toyota RAV 4 er með sítengdu
aldrifi, fimm manna bíll, þægilegur
og snaggaralegur og verður hann
að einhverju leyti betur búinn en
verið hefur. Hann er ekki beint al-
vöru jeppi en með ýmsa jeppaeigin-
leika og skilar mönnum yfir ófærur
og ótrygga vegi og hefur einnig
fólksbílaþægindi uppá á bjóða.
Hilux jeppinn er væntanlegur í jan-
úar í nýrri og gerbreyttri mynd.
Hann verður aðeins í einni útfærslu,
dísil með forþjöppu, rafmagnsníð-
um, samlæstum hurðum, tveimur
líknarbelgjum. Farþegarýmið hefur
verið stækkað á kostnað pallsins,
sem þýðir meira rými fyrir farþega
aftur í og sæti eru með hnakkapúð-
um. Vélin er 2,4 lítrar, sú sama og
er í Hiace sendibílnum, 90 hestöfl
við 3.000 snúninga og togar hún 226
Nm við 2.200 snúninga.
VON er á nýjum Hilux til landsins í janúar.