Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 17 Neyslustýring, nei takk Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur beitt sér fyrir breytingu á bílasköttum. I grein Runólfs Qlafssonar, framkvæmdastjóra FIB, er lagt til að efsti gjaldflokk- urinn verði lagður af og gjaldið á bíla með vélarstærð frá 1600 að 2000 rúmsentimetrum verði lækk- að úr 40 prósentum 130 prósent. Runóifur óiafsson Fyrirsjáanlegt er að tekjur ríkis- sjóðs af bílum munu fara a.m.k 2.500 m.kr. fram úr áætlun fjárlaga fyrir þetta ár og verða um 25.000 m.kr. Bílaskattarnir eru einföld tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð en leggjast ekki að sama skapi af sann- girni á skattborgarana. Notkunar- skattar af bílum hafa hækkað veru- lega undanfarin ár og fjölskyldubíll- inn er nú dýrasti útgjaldaliður ís- lenskra heimila. Bifreiðagjaldið er eignaskattur sem ræðst af þyngd en ekki verðmæti ökutækja. Alagning innflutningsgjalda bif- reiða miðast við vélar- stærð og skiptist í þrjá mismunandi gjald- flokka 30%, 40% og 65%, óháð öryggi og notkunarþörf. Landsbyggðarskattur - öryggisskattur Greiðar samgöngur eru grundvöllur efna- hags- og félagslegar velmegunar. Fjöl- skyldubíllinn er órjúf- anlegur hluti af gang- verki daglegs lífs í okkar strjálbýla og veðurfarslega erfiða landi. Félag is- lenskra bifreiðaeigenda hefur lengi barist fyrir afnámi mismununar í skattlagningu bfla, sem felst í mis- háum vörugjöldum við innflutning eftir vélarstærð eða öðru. Megin rökin eru að stighækkandi vöru- gjald bitnar harðast á barnmörgum Tillögur FÍB um vörugjaldsflokka Bensínvélar ý Dieselvélar > Gjaldflokkur Sprengirými aflvélar allt að 2.000 rúmsentimetrar % Sprengirými aflvélar allt að 2.500 rúmsentimetrar 30% Sprengirými aflvéiar yfir 2.000 rúmsentimetrar Sprengirými aflvélar yfir 2.500 rúmsentimetrar 40% fjölskyldum og þeim sem búa við erfíð skilyrði í samgöngum á lands- byggðinni, auk þess að beina kaup- um manna að minni og um leið óör- uggari bílum. Áfangar Eðlilegast er að borga sama inn- flutningsgjald af öllum fjölskyldu- bílum enda er stærri og betur bú- inn bíll dýrari frá framleiðanda og þar með drýgri tekjuuppspretta í innflutningi og vegna notkunar- skatta. Fyrir tilstilli FIB vannst áfangasigur í baráttunni á vormán- uðum 1996 þegar Alþingi breytti lögum um vörugjald af bifreiðum. Gjaldflokkum var fækkað og vöru- gjaldið lækkaði af mörgum bílum. Fleiri bfleigendur gátu keypt ör- uggari og betur búna bfla og neyslubreytingarnar höfðu jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Nú þarf að einfalda vörugjaldskerfið og fækka gjaldflokkum með það að lokamarkmiði að hafa aðeins einn vörugjaldsflokk. Fækkun flokka dregur úr neyslustýringu og eykur jafnræði í skattheimtu. Hugmyndir FIB gera ráð fyrir eftirfarandi vörugjaldsflokkum: FÍB leggur til að efsti gjaldflokk- urinn verði lagður af og gjaldið á bíla með vélarstærð frá 1600 að 2000 rúmsentimetrum verði lækkað úr 40% í 30%. Stærri dekk þýða lægri drifhlutföll ERT þú á leið að kaupa jeppa? Ætlar þú að láta breyta honum? Lítið? Mikið? Ef svo er, þarftu margt að vita. Fyrsta spurningin sem þú þarft að spyrja seijanda jeppans er þessi: „Er hægt að fá lægri drifhlutfóll og driflæsingar í bílinn?" Ef það er ekki hægt er ekki ráð- legt að fara í meiri breytingu en fyrir 32-33 tommu. Ef þú ert ákveðinn í að breyta bílnum fyrir stærri dekk en 32 til 33 tommu, verður þú að skoða jeppa sem er hægt að fá í lægri drifhlutföll og driflæsingar að framan og aftan. En af hverju er þetta skilyrði svo mikilvægt? Lítum á tæknilegar ástæður: Vinnslusvið bílvéla Drifbúnaður flestra bíla tekur mið af aflvél, eiginleikum hennar og vinnslusviði. Eitt af þvi sem lítið hefur breyst í heila öld síðan „Ott- omótorinn" var fullgerður um 1870, er vinnslusvið og eldsneyt- isnýting miðað við snúningshraða. Nánast allar bensínvélar lúta sama lögmáli með þetta. Þær skila bestri nýtingu á eldsneyti á 2.500 til 3.000 sn. mín. Disilvélar eru mjög mismunandi, en minni gerðir þeirra, og sem algengastar eru í jeppum og pallbílum af minni gerð- inni, skila hámarks afköstum m.v. eldsneytiseyðslu á 2.100 til 2.800 sn. mín. Stærri Disilvélar eins og t.d. í flutningabílum eru hæggeng- ari og vinna best undir 2.000 sn. mín. Stærri dekk: lægri snúningur Bíll sem kemur frá verksmiðju á 31 tommu dekkjum og drifhlutfall- ið er 4,10 á móti einum, þarf nima fjóra snúninga á drifskafti til að snúa hjólunum einn hring. A 100 km hraða snýst vél þessa jeppa á 2.660 snúningum. Ef við setjum 35 tommu dekk undir þennan bíl án þess að breyta drifhlutföllum og at- hugum snúningshraða á 100 km hraða aftur, kemur í ljós að hraði vélarinnar hefur minnkað niður í um 2.300 snúninga á mínútu. Bíll sem er breytt svona vitlaust mun innan skamms tíma sýna eft- irfarandi einkenni: Eldsneyt- iseyðsla mun aukast verulega, kúp- ling mun slitna upp á stuttum tíma og hætta er á að gírkassar og drif gefí sig vegna mikils vogarálags sem skapast. Sjálfskiptingar geta ofhitnað og endingartími þeirra verður brot af því sem áður var. Það versta er þó vinnslan sem verður lítil. Bíllinn verður þungur í akstri, kraftlaus og almennt talað heldur leiðinlegur. Hversu lógt er nógu lúgt? Ef bílnum í dæminu að ofan væri breytt rétt hefði verið skipt um drifhlutföll í honum. Rétt drifhlut- fall við vélina m.v. að hámarksaf- köst náist á 2.600 til 2.800 sn. mín. yrði þá að vera 4,56 :1, jafnvel 4,88 : 1. Ef lægra hlutfallið yrði notað er örlítil hætta á að eldsneytiseyðsla færi upp fyrir meðallag hins (4,56) en það er ekki einhlítt. Ef t.d ætti að nota bílinn til að draga kerru (vélsleðakerrur, hestakerrar o.fl.), þá væri 4,88 mjög álitlegt. Að auki ætti eigandi bílsins þá möguleika á að setja enn hærri dekk undir, t.d ef hann vildi aka á 36-38 tommu dekkjum að vetrinum en 35 tommu að sumrinu. Mjög margir jeppaeig- endur gera þetta með góðum ár- angri. 36 tommur og uppúr: alvöru fjallaför Það er algert framskilyi-ði fyrir þá sem ætla fyrr eða síðar að setja dekk af stærðunum 36, 38, 40 eða 44 tommur undir jeppa sína að kynna sér, áður en kaup eru gerð, lykilatriði eins og hvort lægri drif- hlutföll og 100% driflæsingar séu fáanlegar í fra:n- og afturhásingar. Bflar á þessum dekkjastærðum eru mjög mikið breyttir að öðru leyti en sem þetta eina atriði varð- ar. Sé ekki hægt að breyta þeim með réttum drifhlutföllum, er ekki ráðlegt að fara í stærri dekk en 32 til 33 tommur. Mikið er af jeppum á Islandi sem breytt hefur verið án þess að þess- ari reglu væri hlýtt til fulls. Kaup á slíkum bíl er ávísun á dýrt viðhald og erfiðleika í fjallaferðum. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að festa kaup á bíl sem svona er ástatt um, aðeins ef menn vita af því og ganga að því vísu að þeir verði að setja fé í að klára breytinguna á bflnum til fulls. Þeir sem breyta bera óbyrgðina Þetta vandamál er þannig til komið á markaðinum að margir aðilar berjast um jeppabreytingar og margvíslegir breytingapakkar eru í gangi. Breytingai' á jeppum eru frekar dýrar - eigi að gera þær þannig að eigandinn verði ánægður til langframa og geti gengið að því vísu að vetrarferðir í snjó eða annarri ófærð endi ekki dinglandi í kaðalspotta aftan í bet- ur breyttum bílum ferðafélaganna. Auðvelt er að lækka verðið með því að sannfæra þá sem ekki vita betur að ýmsir hlutir sem með réttu eiga heima í breytingum fyr- ir 35 tommu dekk og stærri, megi missa sín. Betra er að gera þá heldur minna og vita nákvæmlega hver geta bílsins er með þeirri breyt- ingu sem gerð hefur verið. Drif- hlutföll og driflæsingar eru það fyrsta sem á að spyrja um við kaup á jeppa sem á að breyta meira eða minna. A ÁLÍMINGAR !SugataI20C SÍMI 567 0505 L • FAX 567 0177 Bremsuborðar - límingar Rennum bremsuskálar og diska Bremsuklossar Bremsuskór Bremsudiskar Bremsuskálar Dráttarbeisli ÖII okkar vara er samkvæmt Evrópustaðli. Hestakerrur Tveggja til átta hesta kerrur. VÍKURVAGNAR VlKURVAGNAR EHF. ÖRYGGI - ÞJONUSTA ÁRATUGA REYNSLA Siðumúla 19*108 Reykjavík Sími 568 4911 • Fox 568 4916 Leiðandi fyrirtæki í kerrum, vögnum og Lögleg hemlakerfi fyrir kerrur og vagna. Skv. EES Á allar gerðir bifreiða. Ásetning á staðnum. Allir hlutir til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.