Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBJ3R 1997 E 21 Hjólbarðar eru flókið fyrirbæri HJOLBARÐAR eru mun flóknara fyrirbæri en halda mætti og hefur því verið haldíð fram að hjólbarðar séu tæknilega einn fullkomnasti hluti bílsins. Ekki er sama hvernig með þá er farið og gildir það hvort sem þeir eru undir bflnum eða í geymslu. I báðum tilvikum er gott að hafa nokkrar einfaldar reglur í heiðri. Er drepið á þær helstu hér á eftir. Undir bílnum Fylgjast þarf með loftþrýstingn- um einu sinni til tvisvar í mánuði. Hjólbarðar era ekki loftþéttir og því sígur loftið úr þeim smám sam- an. Það á einnig við um varahjólið og þarf að gæta þess að athuga einnig þrýstinginn þar. Gott er að víxla fram- og aftur- hjólbörðum á 5-7 þúsund km fresti. Hjólbarðar á drifásnum slitna mun fyiT en hinir. Þannig slitna t.d. framhjólbarðar á framdrifnum bíl um 4 mm á vetri en aðeins um 1 mm að aftan. Því er æskilegt að skipta á miðjum vetri og eins á miðju sumri. Með því má jafna slit- ið. Gefa verður hjólbörðum ráðrúm til að jafna sig eftir nokkuraa mán- aða geymslu þegar skipt er milli vetrar- og sumarhjólbarða - og öf- ugt. Hjólbarðarnir ná ekki strax öllum eiginleikum sínum eftir geymsluna og þurfa fyrst að minnsta kosti um 50 km akstur á þurrum vegi áður en þeir ná aftur upphaflegum eiginleikum. Í geymslunni Kjörhitastig fyrir hjólbarða í geymslu er undir 15 gráðum en óþarfi er þó að hafa þá í kulda. Best er að geyma hjólbarða á þurram stað (ekki gott að hafa þá undir svölum úti í garði!) og ekki er gott að geyma þá í raka. Þegar sumarhjólbarðar era teknir undan og þeim kannski stungið blautum í plastpoka er rétt að taka þá úr pokanum og láta þá þorna. í lagi er hins vegar að geyma þá í þurrum pokanum. Varast skal að stilla þeim upp við ofn, t.d. í bílskúr. Stafla má hjólbörðum upp en þó er ekki ráðlegt að hafa þá mikið fleiri en 6-8 í hæð. Til era krókar til að hengja þá upp og ef menn kjósa það heldur. I lokin má nefna að við venju- legan árlegan akstur, 15-20 þús- und km á ári, eru sumarhjólbarð- ar góðir tvö sumur og sæmilegir það þriðja og á sama hátt eru vetrarhjólbarðar góðir í tvo vetur en verða ekki nema sæmilegir úr því. Merkingar á hjólbörðum ALLIR hjólbarðar hafa ýmsar merkingar, nöfn, tölur, skammstafanir og fleira sem hafa sína þýðingu. Teikningin sýnir hverjar þessar merkingar era og útskýringar fylgja með. Teikningin er gefin út af Bílgreinasamband- inu. Skýringar við númer á teikningunni 1. Framleiðandi. 2. Stærð. 3. Hraðamerking. 4. Tegund. R merkir hjólbarða með þverböndum (radial), B með ská- böndum og beltum, D með ská- böndum og M+S merkir vetrar- hjólbarða. 5. Hleðslutafla. 6. Hámarkshleðsla. 7. Hámarksloftþrýstingur. 8. Bandaefni, þ.e. fjöldi laga í hlið- um og slitfleti. 9. Slöngulaus. 10. Slöngutegund. 11. Þverbönd ef um þau er að ræða. 12. Sólaður. 13. Sérstök merking. 14. Framleiðslunúmer. Hreinsiefni og rúðu- úði hjá Skeljungi HJÁ söludeild Skeljungs er að fínna tvær nýjungar, annars vegar Rain-x Antifog sem bera má á rúður til að koma í veg fyrir móðumyndun og hins veg- ar Blue Coral hreinsiefni sem er umhverfisvænn íjölnota- hreinsir, eins og segir í frétt frá Skeljungi. Rain-x Antifog má bera á gler, bílrúður og raunar hvaða rúður sem er þar sem búast má við myndun móðu, t.d. einnig á glerhlíf hjálma. Efnið er borið á með klút og síðan strokið af. Það verður að þorna og má endurtaka verkið ef mönnum sýnist árangurinn ekki nógu góður í fyrstu tilraun. Blue Coral hreinsiefnið er ætlað til nota nánast á hvað- eina, svo sem á rúður að innan sem utan, spegla, áklæði og fleira og hentar einnig sem blettahreinsir. Það má einnig nota á mælaborð og hjólbarða. Væta á fyrst það sem hreinsa skal með köldu vatni, síðan úða úr fíöskunni yfír svæðið og þurrka að lokum. Efnið má einnig blanda með vatni og gæti sú aðferð verið hentugri þegar hreinsa skal stærri svæði. aðferð Bílar létta okkur lífið og veita okkur margvíslega ánægju. En góður bíll kostar sitt og því þarf að vega og meta mismunandi kosti varðandi lán og greiðslur. Það er einfalt og öruggt að fá Bílalán hjá Sjóvá-Almennum. Þú færð svar við lánsbeiðni án tafar og ekur burt á nýja bílnum samdægurs. Kynntu þér Bílalán Sjóvá-Almennra hjá bílaumboðum eða bílasölum og berðu það saman við önnur lán sem standa þér til boða. Niðurstaðan er þér í hag. Alha þi s SJÓVÁ - ALMENNRA 1 569 2500 800 5692 Akranes: Garðabraut 2, s. 431 2800 Akureyri: Ráðhústorgi 5, s. 462 2244 Egilsstaðir: Miðvangi 2, s. 471 1616 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14, s. 555 3900 ísafjörður: Eyrarskála v/Sundahöfn, s. 456 4555 Keflavík: Hafnargötu 36, s. 421 3099 Reykjavík: Kringlunni 5, s. 569 2500 Sclfoss: Austurvegi 38, s. 482 1022 SJOVAHirTALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.