Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 26
26 E SUNNUDAGUR12. OKTÓBER1997
MORGUNBLAÐIÐ
FORD Mondeo fimm dyra hlaðbakur fæst með 2.0 lítra
vél. Bíllinn er einnig fáanlegur fernra dyra stallbakur
með sömu vél. Meðal staðalbúnaðar er ABS-hemlakerfi,
vökvastýri, tveir líknarbelgir, útvarp/segulband, upphit-
uð fram- og afturrúða, rafknúnar rúður að framan, fjar-
stýrð samlæsing með þjófavörn og mjóhryggsstilling á
framsætum.
• Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 131 hö við 6.000 snúninga á mínútu.
• Tog: 180 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 448/175/142 sm. 1.280 kg.
• Eyðsla: 8,1 I miðað við blandaðan akstur.
• Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnsprautun.
• Umboð: Brimborg hf., Reykjavík.
Honda Civic 1,6 VTi (3ja dyra)1.890.000 kr.
—
207 km/klst 8 sek 7,28 kg/ho 9,31
KRAFTMESTI Civic bíllinn í 3ja dyra útfærslu er 1.6 VTi,
160 hestafla. Þetta er sportlegur bíll með hörkuvið-
bragð. Hann er líka með VTEC vél þar sem sérstakur
búnaður stjórnar opnun og lokun ventla. Þetta er mjög
vel búinn bíll. Staðalbúnaður er m.a. ABS-hemlakerfi, 2
líknarbelgir, álfelgur, hraðatengt aflstýri, rafdrifnar rúður,
sóllúgu, samlæsing og útvarp/segulband.
• Vél: 1,6 lítrar VTEC, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 160 hö við 7.600 snúninga á mínútu.
• Tog: 153 Nm við 7.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 419/169/138 sm. 1.165 kg.
• Eyðsla: 9,3 I miðað við blandaðan akstur.
• Eldsneytiskerfi: PGM-Fi tölvustýrð innsprautun.
• Umboð: Honda á ísiandi, Reykjavík.
Honda Civic 1,5 LSi (4ra dyra) 1.539.000 kr.
188 km/klst 10,2 sek 9,34 kg/ha 6,61
HONDA Civic er í boði sem fernra dyra stallbakur með
1,5 I VTEC vél sem er afar sparneytin og öflug. Staðal-
búnaður í bílnum er m.a. með tveir líknarbelgir, hraða-
tengt aflstýri, rafdrifnar rúður, samlæsing og út-
varp/segulband. Sjálfskiptur og með ABS kostar 1,5 I
bíllinn 1.670.000 kr. Aukabúnaður á mynd er sóllúga.
• Vél: 1,5 lítrar VTEC, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 115 hö við 6.500 snúninga á mínútu.
• Tog: 138 Nm við 5.200 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 446/169/139 sm. 1.075 kg.
• Eyðsla: 6,6 I miðað við blandaðan akstur.
• Eldsneytiskerfi: PGM-Fi tölvustýrð innsprautun.
• Umboð: Honda á íslandi, Reykjavík.
Hyundai Coupé 2,0 1.778.000 kr.
200 km/klst 8,6 sek 8,92 kg/ha 8,81
HYUNDAI Coupé 2,0 er með stærri vélinni. Þetta er afl-
mikill sportbíll með nútímalegum línum. 2ja lítra, 140
hestafla, bíllinn hefur það umfram 1,6 bílinn að í honum
eru til dæmis tveir loftpúðar, velúráklæði, drykkjarhald-
ari, leðurklætt stýri og gírstöng.
• Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 140 hö við 6.000 snúninga á mínútu.
• Tog: 182 Nm við 4.900 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 434/173/130 sm. 1.250 kg.
• Eyðsla: 8,8 I í blönduðum akstri.
• Eidsneytiskerfi: Fjölinnsprautun.
• Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykja-
vík.
200 km/klst 10,2 sek 9,20 kg/ha 7,91
HYUNDAI Sonata kom fyrst á markað 1988 en kom nýr
á síðasta ári. Bíllinn er aðeins fáanlegur sem 4ra dyra
stallbakur og kostar frá 1.778.000 kr. Bíllinn er ríkulega
búinn, m.a. með ABS-hemla, tvo loftpúða, rafdrifnar
rúður og hliðarspegla, samlæsingu, vökva- og veltistýri,
útvarp/segulband með 4 hátölurum, litað gler og hemla-
Ijós í afturglugga. Sjálfskiptur kostar bíllinn 1.898.000 kr.
• Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 139 hö við 5.800 snúninga á mínútu.
• Tog: 184 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 470/177/1140 sm. 1.280 kg.
• Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun.
• Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík.
Mazda 323 GLX 1,5 F 1.595.000 kr.
III;
llfe ■ ’ f Mdil WF-" VS, ***** ^ I «* | |jg| T
175 km/klsi 11,9 sek 11,94 kg/ho 7,21
MAZDA 323 F-gerðin er vel búinn fimm dyra bíll, m.a.
með vökva- og veltistýri, líknarbelg, fjarstýrðum sam-
læsingum, rafdrifnum rúðum og speglum, auka hemla-
Ijósum að aftan og vindskeið. F-gerðin er sportleg og
fleyglaga og hinn rennilegasti bíll tilsýndar. Þessi gerð
er aðeins fáanleg með fimm gíra handskiptingu.
• Vél: 1,5 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 90 hö við 5.500 snúninga á mínútu.
• Tog: 134 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 433/169/142 sm. 1.075 kg.
• Drifbúnaður: Framhjóladrif.
• Eyðsla: 7,2 I miðað við blandaðan akstur.
• Umboð: Ræsir hf., Reykjavík.
I9l km/klst lO.Osek 9,56 kg/ha 8,01
MAZDA 323 GLX 1,8 F 5 dyra hlaðbakur er mjög vel
búinn, m.a. með vökva- og veltistýri, fjarstýrðum
samlæsingum, rafdrifnum rúðum, rafdrifnum speglum,
auka hemlaljósi að aftan og vindskeið. Þessi vél hefur
breitt átakssvið og örtölvustýring tryggir sparneytni.
Með sjálfskiptingu kostar þessi gerð 1.895.000 kr.
• Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 115 hö við 6.000 snúninga á mínútu.
• Tog: 160 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 424/169/135 sm. 1.100 kg.
• Drifbúnaður: Framhjóladrif.
• Eyðsla: 8,0 I miðað við blandaðan akstur.
• Umboð: Ræsir hf., Reykjavík.
Mazda 626 LX 1,8 1.955.000 kr.
180 km/klst 12,7 sek
13,0 kg/ha 7,61
MAZDA 323 LX 1,8 er fáanleg sem fernra dyra stallbak-
ur eða fimm dyra hlaðbakur en þessi gerð kom ný til
landsins nú síðla sumars. Bíllinn er m.a. með vökva- og
veltistýri, tveimur líknarbelgjum, fjarstýrðum samlæsing-
um, rafdrifnum rúðum og speglum og auka hemlaljósi
að aftan. Fimm dyra hlaðbakurinn kostar 1.995.000 kr.
• Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 90 hö við 5.000 snúninga á mínútu.
• Tog: 147 Nm við 2.500 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 457/171/143 sm. 1.170 kg.
• Drifbúnaður: Framhjóladrif.
• Eyðsla: 6,2 I á 90 km hraða, 10,1 í bæjarakstri.
• Umboð: Ræsir hf., Reykjavík.
Mitsubishi Carisma 1,6 1.550.000 kr.
180 km/klst 12 sek 11,80 kg/ha 6,81
FYRIR skömmu kom hérlendis á markað bifreið frá
Mitsubishi sem ber nafnið Carisma. Carisma er í milli-
stærðarflokki, stærð hennar á milli Lancer og Galant, og
verðið er 1.550.000 kr. fyrir beinskiptan bíl. Meðal stað-
albúnaðar er ABS hemlakerfi, fjórir öryggispúðar, raf-
drifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar og fleira.
Verð fyrir sjálfskiptan Carisma er 1.653.000 kr.
• Vél: 1.6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 100 hö við 5.500 snúninga á mínútu.
• Tog: 137 Nm við 4.500 snúninga á mínútu
• Mál og þyngd: 435/169/140 sm. 1180 kg.
• Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun.
• Umboð: Hekla hf., Reykjavík.