Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 1

Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 1
80 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 240. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín semur við andstæðinga sína Kommúnistar falla frá van- trauststillögu Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR kommúnistar ákváðu í gær að falla frá atkvæða- greiðslu um vantraust á stjórnina sem ráðgerð var í dag eftir að Bor- ís Jeltsín ákvað að verða við ýms- um kröfum þeirra. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, skýrði frá þessu eftir að þingmenn flokksins ræddu við- brögð stjómarinnar við vantrausts- tillögunni og bréf frá Borís Jeltsín forseta þar sem hann staðfesti að hann féllist á ýmsar tilslakanir í deilunni. Zjúganov bætti við að flokkurinn myndi gefa út yfirlýs- ingu um málið í dag. Fyrr um daginn hafði Jeltsín rætt við forystumenn stjórnarand- stöðunnar í Dúmunni, neðri deild þingsins, og áréttað að hann vildi semja um málamiðlun til að afstýra pólitískri óvissu sem gæti reynst landinu hættuleg. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðust ánægðir með loforð Jeltsíns um frekari viðræður. Varð við flestum kröfunum „Forsetinn hefur tekið skref í þá átt að verða við því sem næst öllum kröfum okkar,“ sagði Níkolaj Ryzhkov, fyrrverandi forsætisráð- herra Sovétríkjanna, eftir fundinn með Jeltsín. Dúman hóf umræður um van- trauststillöguna í vikunni sem leið en frestaði atkvæðagreiðslunni á síðustu stundu þegai' Jeltsín sendi þinginu ákall um að reyna til þrautar að ná sátt um málamiðlun. Kommúnistar og bandamenn þeirra í Dúmunni vilja að Jeltsín undiri'iti frumvarp um stjórnina, sem hann hafði hafnað, og fallist á að breyta áformum um úrbætur í húsnæðismálum og um gjaldmiðils- breytingar sem eiga að taka gildi 1. janúar. Stjómarandstaðan vill einnig reglulegar „hringborðsum- ræður“ um ýmis mikilvæg málefni og fá aðgang að sjónvarpsstöðvum. Zjúganov sagði að Jeltsín hefði tekið vel í flestar kröfur stjórnar- andstöðunnar og lofað að verða við nokkrum þeirra. Samkvæmt stjórnarskránni verður Jeltsín annaðhvort að víkja stjórninni frá eða rjúfa þing ef til- laga um vantraust á stjórnina er samþykkt tvisvar á þremur mánuð- um. Forsetinn hafði gefið til kynna að ef sú staða kæmi upp myndi hann boða til kosninga frekar en fóma stjóminni. 'm >*;' i jbr-i | 1 |1 ivl ■ v. * ■ 1 fev " 1 Reuters Netanyahu fagnar BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, með skreytta Tóru, fimm fyrstu bækur gamla testamentisins, þegar hann hélt upp á 48 ára afmæli sitt í gær. I tilefni dagsins fór forsætisráð- herrann á fund rabbínans Yitzhaks Kadouris, sem er á tí- ræðisaldri og átti einnig afmæli í gær. Snemma í gærmorgun komu um 20 andstæðingar hans saman fyrir utan heimili hans, sumir þeirra með gasgrímur, og inót- mæltu stjórnarstefnu hans. Reuters FRÁ mótmælafundi við stjórnarráðshúsið í Bangkok í gær. Þúsundir manna kröfðust þar afsagnar Chavalits Yongchaiyudhs, forsætisráðherra Tælands. • Mótmæli vegna efnahagskreppu í Tælandi Chavalit læt- ur ekki undan Bangkok. Reuters. FAST er nú lagt að Chavalit Yongchaiyudh, forsætisráðherra Tælands, að segja af sér eða stokka upp í stjórn landsins en hann lét ekki undan í gær og hvatti andstæðinga sína til að hætta að notfæra sér efna- hagskreppuna til að grafa undan stjórninni. Embættismenn í Bangkok höfðu sagt að forsætisráðherrann hygðist gefa út mikilvæga pólitíska yfirlýs- ingu eftir fund hans með æðstu yfir- mönnum hersins og forystumönnum stjórnarflokkanna sex. í yfirlýsingu frá skrifstofu hans efth' fundinn var þó ekkert minnst á uppstokkun í stjóminni. Andstæðingar forsætisráðherrans voru þar sakaðir um að hafa reynt að notfæra sér efnahagskreppuna til að skapa glundroða í landinu. „Við er- um að reyna að leysa vandamálin á friðsamlegan hátt og viljum hvetja þá sem hafa dulin markmið að hætta aðgerðum sínum í þágu friðarins í landinu og lýðræðisins samkvæmt nýju stjórnai'skránni sem markar upphaf pólitískra umbóta." Orðrómur um neyðarlög Þúsundii' manna söfnuðust saman við stjórnarráðshús í Bangkok í gær til að krefjast afsagnar forsætisráð- herrans og orðrómur var á kreiki um að hann hygðist setja neyðarlög til að binda enda á mótmælin. I yfirlýs- ingunni voru þó engar aðgerðir boð- aðar gegn mótmælendunum. Díönu- lagið slær sölumet London. Reuters. LAGIÐ „Candle in the Wind“, sem Elton Jolin gaf út til að minnast Díönu Bretaprinsessu eftir andlát hennar, er nú orðið söluhæsta lag heims. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness hefur lagið verið selt í 31,8 milljónum eintaka. Sölu- hæsta smáskíf- an til þessa, „White Christmas" með Bing Crosby, hefur selst í 30 millj- ónum eintaka á 55 árum. „Candle in the Wind“ sló þetta met á að- eins 37 dögum. Bflvél með hreinni út- blástur en andrúmsloftið Tochigi. Reuters. HONDA-bílaverksmiðjurnar sögðust í gær hafa brotið blað í sögu vélaframleiðslu með því að þróa og smíða vél sem gefi frá sér útblástur sem sé stundum hreinni en loftið sem hún tekur inn á sig. Er hún fjögurra strokka og með 2,3 lítra slagrými. Að sögn talsmanna Honda eru eiturefni í útblæstri vélarinnar innan við tíundi hluti þess sem ströngustu reglur um samsetn- ingu bílareyks kveða á um en þar er um að ræða sérstök mengun- ai'lög í Kaliforníuríki. Kolmón- oxíð í útblæstri vélarinnar nemur aðeins 0,17 grömmum á mflu en má ekki fara yfir 1,7 grömm í Kaliforníu. Nituroxíð reyndist 0,02 grömm eða minna á mílu sem einnig er ekki nema tíundi hluti þess sem Kalifomíulögin leyfa. „Bifreið búin þessari vél á mengunarsvæðum, eins og í stór- borgum, myndi því skila frá sér hreinna lofti en hún ekur í gegn- um,“ sagði Nobuhiko Kawamoto, forseti Honda. Auðveld í framleiðslu Fulltrúar Honda segja vélina auðvelda í framleiðslu og vænta þess að hún verði komin í fjölda- framleiðslu eftir um það bil tvö ár. Hún byggist á vél sem knýr Accord-bifreiðar sem nú eru seld- ar á Bandaríkjamarkaði. I megin- atriðum næst hreini útblásturinn með sérstakri kolvatnsefnagildru. Ennfremur stýiir öflug 32-bæta tölva brunahraða eldsneytisins. Hermt er að óverulegt afl tapist vegna alls þessa..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.