Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kirkjuþing sett í 29. sinn í Bústaðakirkju í gær
Sóknum fækki um 122
í GREINARGERÐ nefndar á veg-
um kirkjuráðs um skipan sókna,
prestakalla og prófastsdæma sem
lögð verður fyrir kirkjuþing er lagt
til að lágmarksfjöldi sóknarbama í
hverri sókn verði eitt hundrað.
Samkvæmt upplýsingum frá bisk-
upsstofu eru færri en hundrað íbú-
ar í 122 af alls 284 sóknum á land-
inu. Að sögn Guðmundar Þórs Guð-
mundssonar, lögfræðings kirkju-
ráðs, er þó gert ráð fyrir því í tillög-
um neftidarinnar að undantekning-
ar verði gerðar frá þessari reglu.
Ólafur Skúlason, biskup Islands,
ræddi sameiningu sókna í setning-
arræðu sinni á kirkjuþingi í gær,
og sagði að vitað væri að viðkvæmt
væri að sameina sóknir. „Fólki
þykir vænt um kirkju sína og sókn
og á erfttt með að sætta sig við, að
kirkja sé lögð niður eða sóknin sé
ekki lengur til. En þótt sameining
sókna eigi sér stað, þarf ekki að af-
helga aðrar kirkjur en sóknarkirkj-
una, heldur geta hinar verið útfar-
arkirkjur eða kapellur og gegnt
ákveðnu hlutverki áfram.“
Kirkjan ijúfi tengsl
við embættismannakerfið?
40% nefndarmanna
verði konur
Morgunblaðið/Ásdís
SIGURBJÖRN Einarsson biskup, frú Ebba Sigurðardóttir, Ólafur Skúlason, biskup Islands, og Þorsteinn
Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, við setningu kirkjuþings í Bústaðakirkju í gær. Fyrir aftan Sigur-
björn situr Bolli Gústavsson vígslubiskup.
Ólafur fjallaði einnig um breyt-
ingar á skipunartíma presta, og
sagði að kirkjunnar mönnum félli
það illa, að prestar, vígslubiskupar
og biskupar yrðu aðeins skipaðir til
fímm ára. Þorsteinn Pálsson dóms-
og kirkjumálaráðherra nefndi
þetta atriði einnig í ræðu sinni og
sagði að auðveldara yrði um vik að
hafa sérreglur um kirkjuna ef hún
vildi rjúfa eða losa um tengslin við
embættismannakerfi ríkisins.
Hann taldi að kirkjuþing gæti tekið
þetta málefni til umfjöllunar.
Þorsteinn sagði það einnig álit
að ganga hefði mátt lengra í því að
yfírfæra verkefni og ákvörðunar-
vald frá alþingi til kirkjunnar held-
ur en gert hefði verið, en ekki væri
þó víst að stjómsýsla kirkjunnar
hefði ráðið við meiri yfirfærslu í
einu. „En það breytir ekki hinu að
menn þurfa að vera vakandi yfir
því að hér hefur ekkert lokaskref
verið stigið og eðlilegt er að þróa
þessi mál áfram á grundvelli þeirr-
ar reynslu sem fæst.“
ir, formaður nefndarinnar.
Nefndin leggur til þá leið til að
ná þessu marki að öllum þeim sem
tilnefna menn í nefndir á vegum
kirkjunnar verði skylt að tilnefna
að minnsta kosti eina konu og einn
karl. Þannig geti sá sem skipar í
nefndina raðað í hana samkvæmt
jafnréttismarkmiðinu.
Nefndin leggur einnig til að hug-
að verði að jafnréttismálum í mál-
fari í helgihaldi, útgáfu og töluðu
máli og í myndefni og sálmum.
„Við leggjum líka til að sérstakt
ákvæði verði um það að starfsfólk
kirkjunnar njóti sömu tækifæra og
réttinda og starfsaðstöðu óháð
kynferði og að hvorugu kyninu
verði mismunað vegna þeirrar guð-
fræði sem þau aðhyllast um stöðu
kynjanna," segir Solveig.
Nefndin tekur ekki afstöðu til
þess hvort karl- eða kvenkenna
skuli guð, en um þau mál segir í til-
lögunni meðal annars: „Biblían
birtir okkur Guð bæði í myndum
kvenna og karla. Hann sýnir okkur
Guð sem hefur bæði umhyggju og
völd og er hin sama fyrirmynd
kvenna og karla. Kirkjan þarf því
að gefa bæði konum og körlum
tækifæri til að tjá skilning sinn á
guði í samræmi við það.“
Tilllögur sínar rökstyður nefndin
að mestu leyti með guðfræðilegum
tilvitnunum, aðallega í Biblíuna.
FAO
heiðrar
Vigdísi
JACQUES Diouf, fram-
kvæmdastjóri Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna (FAO), af-
hendir í dag frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, fyrrverandi for-
seta, sérstaka heiðursviður-
kenningu.
Diouf afhendir Vigdísi
CERES-heiðursmyntina
svokölluðu við athöfn í ráð-
herrabústaðnum í boði Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra.
Á myntinni, sem kennd er við
landbúnaðargyðju Rómverja,
er mynd af Vigdísi og á henni
er áletrun þess efnis að þeir,
sem ekki þekki fortíð sína, eigi
sér ekki framtíð.
í fréttatilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu segir að Vig-
dís hafi með ýmsum hætti veitt
FAO lið og á leiðtogafundi
stofnunarinnar í nóvember
1996 hafi hún verið kosin for-
maður á umræðufundi hátt-
settra aðila, sem fjallaði um
leiðir til að styrkja starf sam-
takanna.
FAO hefur áður heiðrað
nokkrar konur fyrir baráttu
þeirra gegn hungri og fæðu-
skorti í heiminum og gefið út
myntir með myndum þeirra.
Rætt við utanríkis-
ráðherra og forseta
Diouf hyggst einnig ræða
við Halldór Asgrímsson utan-
ríldsráðherra um þróunarmál
og samskipti íslands og FAO í
dag og Ólaf Ragnar Grímsson
forseta.
Lífeyrismál stærsta málið á þingi Verkamannasambandsins
Breytingarnar uppsögn
á kynslóðasamningnum
Á þinginu verður í lyrsta sinn
lögð fram tillaga að jafnréttisáætl-
un sem nefnd, skipuð af biskupi,
hefur unnið að síðan í vor. „ÁJ-
kirkjuráðið og Lúterska heims-
sambandið gáfu út þau tilmæli til
aðildarkirkna sinna á síðasta al-
heimsþingi sem var fyrir sjö árum
að stefna ætti að því að að minnsta
kosti 40% fulltrúa í nefndum og
stjórnum á vegum kirkjunnar
væru konur, og jafnframt að ekki
minna en 40% væru karlmenn,"
segir Solveig Lára Guðmundsdótt-
BJÖRN Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambands Islands
gagnrýndi harðlega áform um
breytingar á lífeyriskerfi lands-
manna. Með slíkum breytingum
væri verið að segja upp þeim kyn-
slóðasamningi sem lífeyriskerfið
væri í raun.
Bjöm Grétar sagði að því miður
ætlaði það aldrei að hætta að koma
sér á óvart hvað íslensk stjómmál
væru samofin peningalegum hags-
munum ákveðinna afla í samfélag-
inu. Áform um breytingar á lífeyr-
iskerfinu sýndu þetta vel. Hann
sagði að lífeyriskerfið, sem launa-
fólk hefði byggt upp á síðustu ára-
tugum, væri samofið kjörum þess.
Verkalýðshreyfingin yrði því að
bregðast til vamar þegar sótt væri
að kerfinu. Hann sagði að ef
skylduaðild að lífeyrissjóðum yrði
afnumin væri um leið verið að af-
nema samtrygginguna, sem væri
aðalsmerki kerfisins.
Bjöm Grétar sagði að þeir sem
settu fram hugmyndir um breyt-
ingar á kerfinu væra ekki að hugsa
um hag íslensks launafólks. Hann
vakti athygli á að í greinargerð
með lífeyrisframvarpinu væri talað
um að atvinnurekendur gætu sett
skilyrði um lífeyrisaðild í ráðning-
arsamningum. Fyrirmyndarinnar
að þessu væri að leita erlendis þar
sem íyrirtækið setti skilyrði um líf-
eyrisaðild starfsmanna.
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, tók undir þessa gagnrýni.
Hann sagði að eftir að launafólk
hefði byggt upp lífeyrissjóðakerfið
þannig að það gæti nú staðið undir
lífeyrisskuldbindingum kæmu aðr-
ir aðilar og segðu eins og litla gula
hænan, „nú get ég“. Hann sagði að
samábyrgðin væri grandvallarat-
riði í uppbyggingu lífeyriskerfisins.
Páll vék einnig að nýgerðum
kjarasamningum og sagði það sína
skoðun að þetta væra bestu samn-
ingar sem verkalýðshreyfingin
hefði gert á seinni áram. Að mati
Þjóðhagsstofnunar myndi kaup-
máttur hækka um 25% frá
1995-2000. Hann sagði að þó að
menn væru ekki allir ánægðir með
þá breytingu sem gerð var á vinnu-
löggjöfinni í fyrra væri það samt
staðreynd að verkalýðshreyfing-
unni hefði tekist að ná þessum
góðu samningum. Hann sagðist
hafa sannfæringu fyrir því að þessi
breyting hefði verið skynsamleg.
Focus fj allar um
þýzkar konur á Islandi
25% kaupmáttar-
aukning á fimm árum
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra ávarpaði þingið og sagðist
styðja samtryggingarþátt lífeyris-
kerfisins. Þennan þátt mætti ekki
eyðileggja með þeim lögum sem nú
væra í undirbúningi.
FRÉTTATÍMARITIÐ Focus, eitt
útbreiddasta tímarit Þýzkalands,
birtir í nýjasta tölublaði sínu
þriggja síðna umfjöllun um
þýzkar konur, sem fluttu til fs-
lands á árunum eftir stríð.
í greininni, sem birt er undir
fyrirsögninni „50 ára heimþrá"
segir að flestar þýzku stúlkurn-
ar, sem íslenzk stjórnvöld aug-
lýstu eftir í vinnu á íslandi, hafi
haldið að þær myndu aðeins
vinna á iandinu skamma hríð og
snúa svo heim aftur. Raunin hafi
orðið önnur; fslenzkir embættis-
menn hafi með leynd skipulagt
hálfgildings hjónabandsmarkað
til að bæta upp skort á góðum
kvenkostum, en margar ungar
konur hafi gifzt bandarískum
hermönnum á stríðsárunum og
flutt burt.
Rætt er við tvær þýzkar kon-
ur, sem giftust íslenzkum
mönnum, og við son einnar af
þýzku vinnukonunum, sem
sendur var á eftir móður sinm
til íslands.
Kveikjan að greininni er kvik-
mynd Einars Heimissonar, Mar-
ía, sem fjallar um örlög þýzkrar
stúlku á fslandi.
Páll óskaði eftir samstarfi við
verkalýðshreyfinguna um að búa
betur að erlendu verkafólki og að
koma böndum á gerviverktöku.
Hann sagðist einnig vera tilbúinn
til umræðu um álitamál varðandi
nýju lögin um atvinnuleysistrygg-
ingar.
Grétar Þorsteinsson vék að
skipulagi verkalýðshreyfingarinn-
ar og sagði að það yrði ávallt að
vera til endurskoðunar. Hann lagði
hins vegar áherslu á að menn
stæðu saman í sókn og vörn. Að-
eins þannig næði hreyfingin ár-
angri.
I
í
I
i
1
I