Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 5
FRÉTTIR
Utanríkisráðherra Kína ræddi við íslenska embættismenn
Kvaðst vilja vinna að góð-
um og auknum samskiptum
Morgunblaðið/Þorkell
LITILL yndisauki er að rusl-
inu sem safnast fyrir í Tjarn-
arhorninu við Skothúsveg.
Rusl á Tjarn-
arbökkunum
ÞRÁTT fyrir að bakkar Tjarnar-
innar í Reykjavík séu hreinsaðir
reglulega virðist töluvert rusl
ná að safnast þar fyrir. „Það sem
hefur verið erfiðast að hreinsa
úr tjörninni tengist fuglunum,
bæði það sem fólk er að gefa
þeim og fuglaskítur og annað
sem þeim fylgir,“ segir Sigurður
Skarphéðinsson gatnamála-
stjóri.
„Við höfum átt í mestum erfið-
leikum með Tjarnarhornið við
Iðnó. Plast og annað dót sem
flýtur á vatninu leitar hins vegar
oft í krikann við Skothúsveg
þegar norðanátt er. Þetta er
rusl sem annaðhvort er hent í
Tjörnina eða fýkur þangað úr
miðbænum og berst síðan fyrir
vindum að bökkunum. Um-
gengni í miðborginni er slæm,
þannig að mikið af plastílátum
og fleira rusli endar í Tjörninni.“
QUIAN Qichen, utanríkisráðherra
og varaforseti Kína, sagði í viðræð-
um við íslenska embættismenn í
gær að hann vildi vinna að góðum
og auknum samskiptum íslendinga
og Kínverja. Quian ítrekaði einnig
á fundinum að Kínveijum þætti
óviðunandi hvernig tekið var á
móti Lien Chan, varaforseta Tæ-
vans, á íslandi 6. til 10. október.
Helgi Ágústsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra
íslands í Kína, og Jón Egill Egils-
son, skrifstofustjóri alþjóðaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, áttu
í gær hálfrar klukkustundar fund
með Quian í Peking. Helgi og Jón
Egill héldu á laugardag til Peking
til að ræða þessi mál við kínverska
ráðamenn og var erindi þeirra að
reyna að koma á eðlilegum sam-
skiptum að nýju milli Islendinga
og Kínveija. Þeir fara í dag til
Japans og tengist sú ferð mögu-
legri opnun íslensks sendiráðs í
Tókýó.
„Quian Qichen endurtók áhyggj-
ur Kínveija vegna heimsóknar Li-
ens Chans og hans föruneytis til
íslands og hann ítrekaði það sem
hafði komið fram [á fundi með
aðstoðarutanríkisráðherra Kína á
mánudag] að það væri óviðunandi
af hálfu Kína að tekið var á móti
tævönskum ráðamönnum með op-
inberum hætti,“ sagði Helgi eftir
fundinn í gær. „Hann ræddi sín
góðu kynni af íslandi og ýmsum
Islendingum, til dæmis fyrrverandi
forseta og ýmsum ráðherrum, sem
hann hefur hitt, og kvaðst vilja
vinna að góðum og auknum sam-
skiptum þjóðanna."
Tók undir óskir um samstarf
Helgi sagði að fulltrúar íslands
á fundinum hefðu ítrekað afstöðu
íslenskra stjórnvalda. „Þar á meðal
þá margyfirlýstu stefnu íslensku
ríkisstjórnarinnar að ísland viður-
kenndi aðeins eitt Kína og óskipt-
anlegt. Einnig tók ég undir góðar
óskir um samstarf við Kínvetja,"
sagði hann.
Þótt Kínveijar, sem líta svo á
að Tævan sé uppreisnarhérað í
Kína, hafi gagnrýnt það að Lien
skyldi ræða við Davíð Oddsson
forsætisráðherra þegar hann kom
til íslands var ekki minnst á að
Kínveijar færu fram á afsökunar-
beiðni á fundunum í Peking.
„Það kom fram á fundinum [á
mánudag] að það væri ekki verið
að biðja Islendinga um afsökun,“
sagði Helgi. „Aðstoðarutanríkis-
ráðherrann vísaði tii fréttaflutn-
ings á Islandi og sagði að það
hefði aldrei verið fram á það farið
og þeir myndu ekki gera það.“
Helgi sagði að fundirnir í gær
og á mánudag hefðu verið vinsam-
legir, þótt þeir hefðu verið alvar-
legs eðlis.
„Þeir voru afar vinsamlegir og
kurteisir, en þeir létu alvarlega í
ljósi óánægju sína yfir því að við
hefðum tekið á móti Lien Chan,“
sagði Helgi.
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Peking spurði Shen Guofeng, tals-
mann kínverska utanríkisráðu-
neytisins, á daglegum blaða-
mannafundi hans í gærmorgun um
fundi Kínveija með íslensku erind-
rekunum.
„Með því að taka á móti Lien
Chen frá Tævan hefur stjórn ís-
lands skaðað hið góða samband
milli Kína og íslands á nokkrum
sviðum,“ sagði Shen. „En íslensku
embættismennirnir hafa undir-
strikað að ísland vilji áfram styrkja
góð samskipti og samband við Kína
og íslendingar séu ekki þeirrar
hyggju að þeir hafi skaðað sam-
skiptin. Við erum hins vegar þeirr-
ar hyggju að íslenska stjórnin hafi
grafið undan því og því segjum við
að nú eigi Islendingar að taka
frumkvæðið til að bæta það á ný.“
Shen vildi ekkert láta hafa eftir
sér um fund íslensku sendimann-
anna og utanríkisráðherra Kína.
Ekki rætt um hindranir
Kínveijar hafa hótað því á ýms-
um vettvangi að ekki yrði látið sitja
við orðin tóm vegna heimsóknar
Liens Chans. Slíkar hótanir hafa
meðal annars komið fram í yfirlýs-
ingum sendiherra Kína á íslandi, á
blaðamannafundum talsmanna kín-
verska utanríkisráðuneytisins og í
leiðara dagblaðsins China Daily.
Getum hefur meðal annars verið
leitt að því að Kínveijar myndu
grípa til viðskiptahindrana.
„Það var ekki rætt um neinar
slíkar hindranir við af hálfu Kín-
veija við okkur,“ sagði Helgi. „Það
kæmi mér á óvart ef um það yrði
að ræða.“
Miðborg Reykjavíkur
Kveikt á öryggis-
myndavélum 1. febrúar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
drög að samkomulagi vegna ör-
yggismyndavéla í miðborginni.
Gert er ráð fyrir að kerfið verði
tekið í notkun í tilraunaskyni 1.
febrúar 1998.
Samkomulagið er milli Reykja-
víkurborgar, dómsmálaráðuneyt-
is, lögreglustjórans í Reykjavík
og Pósts & síma hf. um uppsetn-
ingu og rekstur að minnsta kosti
fimm öryggismyndavéla. Gert er
ráð fyrir að tilraunin standi í
1-1'A ár og munu aðilar skipta
með sér kostnaði við kaup og
uppsetningu búnaðar og kynn-
ingu. Áætlaður kostnaður borg-
arinnar er 3,7 milljónir.
Staðalbúnaðurinn í Baleno langbak er ríkulegur - m.a. 2 öryggis-
loftpúðar, rafmagn í rúðum og útispeglum, samlæsingar, vökva- og
veltistýri, toppgrind, upphituð framsæti, útvarp og segulband með 4
hátölurum, vindkljúfur með hemlaljósi að aftan, bensíniok opnanlegt
innanfrá, geymsluhólf undir farangursrými og draghlíf yfir farangursrými.
Aflmikill, rúmgóður, öruggur
og einstaklega hagkvœmur
með notagildið í fyrirrúmi
SUZUKI
\I !
.
OkYGCI
SUZUKI BILAR HF
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Gardabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, sími 471 20 11.
Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
iBALENO WAGON 1998
4WD: 1.595.000 kr.