Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 7
FRÉTTIR
Sveitarfélögin gera kennurum tilboð um 27,7%
launahækkun fram í desember árið 2000
Byijiinarlaun
hækka um 38% eða
í rúm 103 þúsund
Tilboð Launanefndar sveitarfélaga til KÍ og HKÍ
Launahækkanir:
1.mars1997 4,0%
v. undirritun
1. jan. 1998
1. ág. 1998
1. jan. 1999
1. jan. 2000
1. des. 2000
Dæmi:
Launafl. Þrep
Laun
1-des. 2000
Hækkun
144 3. kr. 103.638 38,2%
144 4. 107.265 32,3%
144 4. 107.265 28,4%
145 7. 122.495 26,6%
145 5. 114.903 28,4%
145 6. 118.925 27,8%
/147 8. 134.503 26,0%
150 8. 146.975 26,0%
154 8. 165.422 26,0%
Samanlögð vegin launahækkun 27,74%
Tilboð samninganefnd-
ar sveitarfélaganna til
kennarafélaganna í gær
felur í sér 27,74% með-
alhækkun launa grunn-
skólakennara og skóla-
stjórnenda frá upphafi
þessa árs til loka samn-
*
ingstímabilsins. Omar
Friðriksson kynnti sér
tilboð sveitarfélaganna.
TILBOÐ samninganefndar Launa-
nefndar sveitarfélaga til Kennara-
sambands íslands og Hins íslenska
kennarafélags sem lagt var fram í
gær felur í sér að samanlögð vegin
launahækkun grunnskólakennara og
skólastjórnenda grunnskólans á
samningstímabilinu öllu verði
27,74%, að mati sveitarfélaganna.
Inni í þeirri hlutfallshækkun er með-
talin sú 4% launahækkun sem kenn-
arar og sveitarfélögin sömdu um í
mars á þessu ári með bráðabirgða-
samkomulagi.
Skv. tilboðinu hækka laun því til
viðbótar um 3,5% frá undirritun
samninga, aftur um 4% 1. janúar
næstkomandi, 3% 1. ágúst 1998,
3,5% 1. janúar 1999, 3,5% 1. janúar
árið 2000 og loks um 2% 1. desem-
ber árið 2000.
Vilja auka sveigjanleika
í tilboðinu er lagt til að kennslufer-
ilsflokkar eftir eins og tveggja ára
kennsluferil falli niður og röðun kenn-
ara á fyrsta og öðru ári í starfi hækki
sem því nemur. Skv. tilboðinu hækka
bytjunarlaun nýútskrifaðra grunn-
skólakennara, í launaflokki 144, mest
á samningstímabilinu eða um 38,2%,
skv. útreikningum sveitarfélaganna
og verða komin í 103.638 kr. í desem-
ber árið 2000. Kennarafélögin hafa
krafist hækkunar byijunarlauna í 110
þúsund kr.
Þá er í tilboðinu lagt til að gerð
verði bókun sem kveði á um að aðilar
fjalli á samningstímanum um mögu-
leika á efnisbreytingum á vinnutíma-
fyrirkomulagi grunnskólakennara og
leitað verði leiða til að einfalda stiga-
mat og draga úr vægi námskeiða en
auka vægi formlegs náms.
„Við göngum eins langt og kannski
lengra en sveitarfélögin ráða við með
góðu móti. Þama er um að ræða
feiknarlegar launahækkanir," segir
Jón G. Kristjánsson, formaður samn-
inganefndar sveitarfélaganna. „í til-
boðinu er gert ráð fyrir að náist
ákveðinn sveigjanleiki í skólastarfi
kennara," segir hann. Þar verði um
að ræða tilfærslu verkefna og er við
það miðað að þær breytingar komi
til framkvæmda í ágúst á næsta ári.
Ekki er þó gert ráð fyrir breytingum
á hámarkskennslu og á starfsdögum
kennara eða að dregið verði úr svo-
kölluðum kennsluafslætti, sem sveit-
arfélögin gerðu kröfu um í sumar.
Hámarkskennsla kennara í dagvinnu
verði áfram 28 kennslustundir.
„Lagt er til að vinnutími kennara
skiptist þannig í kennslu (K-tíma),
undirbúning fyrir kennslu (U-tíma)
og önnur störf (Ö-tíma). Markmiðið
með framangreindum breytingum er
að ná fram auknum sveigjanleika í
skipulagningu skólastarfs. Þannig
skapist betri möguleikar á því að
mæta óskum kennara um fullt starf
við einsetningu grunnskólans auk
þess sem unnt verði að fela kennurum
í auknum mæli verkefni sem sam-
ræmast starfssviði þeirra," segir í til-
boði sveitarfélaganna.
Sljórnunarþáttur skólastjóra
verði aukinn
Lagt er til að stjórnunarþáttur
skólastjómenda grunnskólanna verði
aukinn og dregið úr vinnu þeirra við
önnur störf, s.s. kennslu umfram
kennsluskyldu og forfallakennslu.
Samningsaðilar vinni að endurskoðun
á innbyrðis samsetningu launa skóla-
stjóra með það að markmiði að auka
vægi fastra launa á kostnað annarra
launagreiðslna. Náist samkomulag
verði varið til þess upphæð sem jafn-
gildi allt að tveimur launaflokkum á
hvert stöðugildi skólastjóra. Er ráð
fyrir því gert að þetta komi til fram-
kvæmda í síðasta lagi 1. ágúst á
næsta ári.
Kátína á Jörfa
BÖRNIN á nýjasta leikskóia
Reykjavíkurborgar, Jörfa við
Hæðargarð, kættust með foreldr-
um sínum þegar skólinn var form-
lega opnaður í gær. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
opnaði skólann og kunngerði
nafnið, sem var valið úr 109 tillög-
um frá íbúum Smáíbúðahverfis-
ins. Albína Thordarson arkitekt
hannaði leikskólann. Leikskóla-
sljóri er Sæunn Elfa Karlsdóttir.
Úttekt bresku ríkisendurskoðunarinnar
Gagnrýnir um-
fjöllun Alþingis
BRESKA ríkisendurskoðunin
(NAO) telur að Alþingi taki ekki
með nægjanlega formlegum og af-
dráttarlausum hætti afstöðu til
ábendinga og tillagna í skýrslum
Ríkisendurskoðunar til að tryggja
frekari árangur af störfum hennar.
Mælir breska ríkisendurskoðunin
með því að fulltrúar frá Alþingi fari
til Bretlands til að ræða við þá nefnd
breska þingsins sem fjallar um end-
urskoðun til þess að kynnast því
hvernig breska þingið afgreiðir efni
og tillögur í endurskoðunarskýrslum
NAO.
Þetta kemur fram í úttekt sem
bresku ríkisendurskoðuninni var fal-
ið að gera á starfsskipulagi og
starfsháttum Ríkisendurskoðunar.
Megin niðurstaða NAO er að stjórn-
skipulag og störf Ríkisendurskoð-
unar séu með ágætum og fagleg
þekking starfsmanna hennar sé góð.
Einnig séu góð samskipti milli Ríkis-
endurskoðunar og Alþingis. Aftur á
móti gerir NAO athugasemdir við
umflöllun Alþingis um skýrslur Rík-
isendurskoðunar. Eru athugasemdir
m.a. gerðar við að fjárlaganefnd
láti hvorki í ljós ákveðið álit, né birti
sína eigin skýrslu um niðurstöður
eða tillögur Ríkisendurskoðunar.
Fjölmiðlar þrýsta
fremur á en þingið
„Þrátt fyrir að ríkisreikningur
ásamt áliti og skýrslu ríkisendur-
skoðanda sé formlega lagður fram
til samþykktyar á Alþingi er ekki til
staðar neitt formlegt ferli sem trygg-
ir að tekið sé tillit til ábendinga um
annmarka og tillögur að leiðrétting-
um. Án formlegs þrýstings frá Al-
þingi á ráðuneytin er erfitt fyrir
stofnunina að fylgja eftir tillögum
til þess að tryggja að endurbætur
sem fram komu við endurskoðunina
komist í framkvæmd.
í árlegri endurskoðunarskýrslu
sinni hefur ríkisendurskoðandi samt
sem áður gert grein fyrir athuga-
semdum sem bent hefur verið á í
fyrri endurskoðunarskýrslum en sem
ekki hefur verið tekið á. Þessir ann-
markar á umfjöllun og afgreiðslu á
athugasemdum og ábendingum í
skýrslum Ríkisendurskoðunar virð-
ast leiða til þess að íjölmiðlar frekar
en Alþingi þrýsti á að tekið sé á
málum sem endurskoðunin hefur leitt
í ljós að þurfi að gera,“ segir í athug-
un bresku ríkisendurskoðunarinnar,
sem gerð var að beiðni Sigurðar
Þórðarsonar ríkisendurskoðanda.
Mögnuð opinberun
í þessari bók rannsakar metsöluhöfundurinn Anne Wilson Shaef Ph.D. hin leyndu vandamál ástarfíknar. Hér er á ferðinni
fyrsta bókin þar sem flett er ofan af og leyst úr þeim fíknum sem tengjast kynlífi, samböndum og rómantík. Höfundurinn
hefur einnig sent frá sér aðrar metsölubækur, sem tengjast sérsviði hennar. Hún starfaði áður sem sálfræðingur en er nú
fyrirlesri, skipulagsráðgjafi og leiðbeinandi á alþjóðlegum námskeiðum fyrir fólk innan heilbrigðiskerfísins. Bókin hefur
fengið lof meðferðarfulltrúa, sálfræðinga og fjölskylduráðgjafa bæði hérlendis og erlendis.
Ummæli:
„Hnitmiðuð greining Anne Wilson Shaef á sjúkum samböndum gefur
okkur aukna von um að hjálpa megi fleirum út úr nauðhyggju skilnaða
og raðkvænis. Notkun hennar á fíknihugtakinu til að greina vandann
gefur okkur hnitmiðaðri vinnuaðferðir. Þörf bók fyrir samfélag sem
okkar, þar sem helmingur allra hjónabanda endar með skilanði“.
Jóhann B. Loftsson, sálfræðingur.
„Kærkomin bók til að skilja ástand, hegðun og sársauka, sem áður hefur
verið miskilinn og þess vegna ekki fengið viðeigandi meðferð.
Þýðingarmikið innlegg fyrir lesandann til að finna sjálfan sig í
samskiptúm við aðra. Frábær opinberun á fíkniþáttum meðvirkninnar.“
Stefán Jóhannsson MA fjölskylduráðgjafi.
„Aðgengileg og vel skrifuð bók og tvímælalaust sú besta sem ág hef lesið
um þetta efni. Ekki aðeins kjörin lesning fyrir svokallaða ástarfíkla heldur
alla þá sem vilja átta sig á ríkjandi hugmyndum um ást og nánd..“
MI öllum helftu bök..enlu.um. V“"" 'iöfiÆ fSfSt11i72BS,eK?m“
Okkar markmio cr... ao njáipa pér ao ná pinu! Töivupóstur: ieidar@centrum.is
tsSSí'W JF ■«*
LEIÐARLJÓS