Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 16
I 16 MIÐVIKUDAGUR 22, OKTÓBER 1997_______________________ VIÐSKIPTI Forsvarsmenn HÞ ánægðir með afkomuna fyrstu átta mánuðina Hagnaður nam 153 milljónum HAGNAÐUR af rekstri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. nam 153,6 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þetta er nokkuð betri afkoma en varð af rekstri fyrirtækisins allt síðasta ár, en endurskoðað milliuppgjör fyrir sama tímabil í fyrra liggur ekki fyrir. Þó er rétt að geta þess að rúmlega 53 milljóna króna hagnað- ur varð til við sölu eigna. Gert er ráð fyrir að rekstur fyrirtækisins verði í jafnvægi síðustu fjóra mán- uði ársins. Að sögn Hólmars Ástvaldsson- ar, fjármálastjóra HÞ, er þessi af- koma vel viðunandi. Afkoma loðnubræðslu hafi verið góð, frysti- hús félagsins hafi skilað hagnaði fyrstu átta mánuðina eftir tap- rekstur undnafarin ár og horfur séu á því að rekstur þess verði réttu megin við núllið í lok árs. Hólmar segir að loðnubræðsla félagsins hafi tekið á móti 74.500 tonnum af hráefni fyrstu átta mánuði ársins, sem sé aðeins um 3 þúsund tonnum minna en allt síðasta ár. Þá hafi verið unnið að því að auka vinnslu uppsjávarfiska í frystihúsi, sem skýri bætta af- komu þar. Stakfellið selt til Færeyja Hólmar segir hins vegar að rekstur frystitogara HÞ, Stakfells, hafi ekki gengið vel á tímabilinu. Hann segir að félagið hafi sett á fót fyrirtæki í Færeyjum ásamt þarlendum aðilum og hafi því verið úthlutað aflaheimildum í Barents- hafi. í kjölfarið hafi Stakfellið ver- ið selt þangað og muni það hefja veiðar í Barnetshafi í upphafi næsta mánaðar. Hann segir jafnframt að kúfískur hafi ekki verið unninn hjá HÞ frá því kúfisksbátur dótturfélags þess hafi farist í byijun júlí sl. Hins veg- ar sé nú unnið að lausn þess máls svo vinnsla geti hafist að nýju. Þá sé unnið að endurskipulagn- ingu á skuldasamsetningu félags- ins. Tekin verði langtímalán að upphæð 400 milljónir króna sem notað verði til að greiða niður skammtímaskuldir og óhagstæðari langtímalán. Segir hann fjárhags- stöðu félagsins verða góða að lok- inni þessari endurskipulagningu. MORGUNBLAÐIÐ Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Milliuppgjör, janúar-ágúst 1997 1/1-31/8 Allt árið Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Rekstrartekjur (brúttó) Rekstrargjöld (brúttó) 1.376,3 1.135.1 1.724,0 1.421.7 Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Ffjármagnsgjöld umfram tekjur 241,2 72,8 68.2 302,2 90,7 78.2 Hagnaður af reglulegri starfsemi 100.1 133,2 Hagnaður tímabilsins 153.6 136.5 Efnahagsreikningur 31/8 '97 31/12 '96 Breyting | Eignir: \ Milljónir króna 582,6 1.132,9 345,0 1.126,2 +68,9% +0,6% Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 1.715,6 1.471,2 +16,6% 1 Skuldir oa eiaið ié: 1 Milljónir króna Skammtímaskuldir 600,0 581,8 +3,1% Langtímaskuldir 649,2 587,1 +10,6% Eigið fé 466,3 302,4 +54,2% Skutdir og eigið fé alls 1.715.6 1.471,2 +16,6% Sjóðstreymi v 1-31/8'97 1996 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 170,8 202,6 * Sölu Aburðarverksmiðjunnar frestað um óákveðinn tíma Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar segir starfi sínu lausu í kjölfarið GUÐMUNDUR Bjarnason land- búnaðarráðherra hefur frestað sölu á Áburðarverksmiðjunni hf. um óákveðinn tíma í kjölfar misheppn- aðrar sölutilraunar fyrr á þessu ári. Landbúnaðarráðherra hefur til athugunar skýrslu einkavæðingar- nefndar um málið, sem telur ekki grundvöll fyrir sölu verksmiðjunm ar miðað við óbreyttan rekstur. í kjölfar þessarar ákvörðunar ráð- herra hefur Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar, sagt starfi sínu lausu vegna ágreinings við eigendur verksmiðjunnar um framtíðarfyrir- komulag á rekstri hennar. Að sögn Hreins Loftssonar, for- manns einkavæðingarnefndar, er ljóst að ekkert verði frekar aðhafst í sölu verksmiðjunnar fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár. Á meðan sé verið að kanna með hvaða öðrum hætti verði staðið að málinu. Ekki grundvöllur fyrir sölu Hreinn segir nefndina hafa talið að ekki væri grundvöllur fyrir sölu verksmiðjunnar miðað við óbreytt- an rekstur. Það hafi sýnt sig að ekki væri til staðar áhugi á því að kaupa hana í núverandi mynd. „Við teljum að það sé ekki for- sendur til þess að selja fyrirtækið í núverandi mynd og öllum sölutil- raunum hefur því verið hætt í bili. Hins vegar er verið að skoða fram- tíð þessa rekstrar og áburðarfram- leiðslu hér á landi. Við höfum lagt fram skýrslu um málið til ráðherra og hún er nú til umfjöllunar í ráðu- neytinu og verður kynnt stjórn Áburðarverksmiðjunnar á næst- unni,“ segir Hreinn. Eins og kunnugt er bárust tvö tilboð þegar Áburðarverksmiðjan var boðin út fyrr á þessu ári. Hið hærra hljóðaði upp á rúmar 725 milljónir króna en hið lægra upp á 617 milljónir. Nafnvirði hlutafjár er einn milljarður króna og hafði verðbréfafyrirtækið Handsal metið markaðsvirði verksmiðjunnar á u.þ.b. einn milljarð. Landbúnaðarráðherra hafnaði báðum tilboðum að fengnu áliti einkavæðingarnefndar, sem taldi bæði tilboðin of lág. Var m.a. bent á að umtalsverðir lausafjármunir væru bundnir í verksmiðjunni og upplausnarvirði hennar væri meira en sem næmi þeim tilboðum sem í hana hefðu borist. Því kynni að vera hagkvæmara fyrir ríkið að leggja starfsemina niður og selja eignir verksmiðjunnar en að taka tilboðunum. Lýsti landbúnaðarráð- herra því yfír að endurmeta þyrfti stöðuna í ljósi þessa. Hugmyndir stjórnar og fram- kvæmdastjóra ekki þær sömu Sem fyrr segir hefur Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagt starfi sínu lausu. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann ástæðu uppsagnar sinnar þá að hugmyndar sínar um framtíðar- skipulag á rekstri Áburðarverk- smiðjunnar hafi ekki farið saman við hugmyndir eiganda hennar. „Vilji eigandans um áframhald- andi rekstur hér fer ekki saman við það sem ég teldi æskilegt að gera og ég tel því rétt að ég hverfí af vettvangi," sagði Hákon. „Áburðarverksmiðjan er búin að vera í ákveðnu söluferli í hálft annað ár án þess að það hafi leitt til neinnar niðurstöðu um sölu. Því var frestað í sumar og nú í haust var farið að snúa að henni aftur. Framvinda mála undanfarið varð- andi framtíðaráform um verk- smiðjuna eru hins vegar með þeim hætti að ég vil þá heldur yfirgefa fyrirtækið.“ Hákon segir þó að enn eigi eftir að ganga endanlega frá starfslok- um sínum. Reynt að treysta rekstrargrundvöll Skúli Bjarnason, stjórnar- formaður Áburðarverksmiðjunnar, segist ekkert vilja tjá sig um upp- sögn framkvæmdastjórans að svo stöddu. Stjórn fyrirtækisins muni koma saman til fundar og ræða málið næstkomandi föstudag. Skúli segir að ráðherra hafi til- kynnt stjórn fyrirtækisins um fyrr- nefnda frestun á sölu þess. Jafn- framt hafi hann falið henni að kanna til hlýtar hvort hægt sé að styrkja rekstur Áburðarverksmiðj- unnar með það að leiðarljósi að gera hana að betri söluvöru. Stjórnin muni því vinna eftir þess- ari beiðni ráðherra. Nýherji skráður á Verðbréfaþingi STJÓRN Verðbréfa- þings íslands hefur samþykkt að taka á skrá þingsins hlutabréf Nýheija hf. og verða bréfín skráð fimmtu- daginn 30. október nk. Eftir skráningu Ný- herja verða félögin á þinginu orðin 45 tals- ins, en þar af eru 10 hlutabréfasjóðir. Tap varð hjá Nýheija á síðasta ári að fjárhæð 105 milljónir króna, en fyrstu sex mánuði þessa árs varð liðlega 11 millj- óna hagnaður. í skrán- ingarlýsingu kemur fram að útlit sé fyrir að Frosti Siguijónsson lir um því nemur 50-60 milljóna hagnað á árinu muni standast enda hafi sjaldan verið meira framundan af verkefnum miðað við árstíma. í áætlunum er ekki gert ráð fyrir veltu- aukningu, enda voru einingar seldar frá fyrir- tækinu og megináhersla lögð á lækkun kostn- aðar og endurskipu- lagningu. Þrátt fyrir þetta jókst velta um 10% á fyrri helmingi ársins m.v. sama tíma í fyrra og því þykir rétt að gera ráð fyrir að velta aukist a.m.k. sem milli ára. Á síðastliðnu ári nam heildarvelta Nýheija tæplega 1,7 milljörðum króna og er þá ekki tekið tillit ti! veltu vegna umboðssölu fyrir IBM í Danmörku. Sé veltu þess- ara viðskipta bætt við rekstrartekjur Nýheija og umboðslaunatekjur vegna sömu viðskipta bakfærðar nam velta síðasta árs um 2.039 milljónum. Gengi hlutabréfa í Nýheija hækk- aði um 2,3% í gær eftir að tilkynnt var um skráningu bréfanna og er nú um 37% hærra en í upphafi árs- ins. Hluthafar Nýherja voru 306 tals- ins 1. september sl. en þar af voru stærstir Vogun hf. með 15,8%, Þró- unarfélagið með 11,6% og Sjóvá- Almennar tryggingar með 9,9%. Nánari upplýsingar um hluthafana er að finna á meðfylgjandi töflu. CQ> NÝHERJI Hfa 15 stærstu Hlutafé, Eignar- Uli.lil.nfn. nafnverð hluti muinaíar mnij. kr. 03.96 Vogun hf. 37,9 15,79% Þróunarfélag ísl. hf. 27,8 11,58% Sjóvá-Almennar hf. 23,7 9,88% Kvos hf. 13,9 5,80% Líeyrissj. Austurl. 9,9 4,13% Benedikt Jóhannes. 8,7 3,64% Lífeyrissj. lækna 8,2 3,42% Kögun hf. 7,7 3,19% Vigdís Jónsdóttir 7,0 2,92% Frosti Sigurjónsson 5,9 2,46% Þorsteinn S. Þorst. 5,3 2,22% Fiskv.hlutaf. Venus 4,8 2,00% Isl. hl.br.sjóðurinn hf. 4,1 1,70% Talnakönnun iif. 3,8 1,60% Tryggingamiðst. hf. 3,8 1,60% SAMTALS: 172,6 71,93% Heildarhlutafé 240.000.000 kr. Hluthafar voru alls 306 þ. 1 .sept.'97 Ný ársfjórðungs- skýrsla VÍB Spáð hækk- un hluta- bréfaverðs VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka spáir því að hlutabréfa- verð hækki um 4% á fjórða ársíjórð- ungi, þar sem rekstrarskilyrði fyrir- tækja séu góð. Jafnframt er því spáð að vextir af verðtryggðum skulda- bréfum muni lækka um allt að 25 punkta. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu fyrirtækisins. Þar segir m.a. að hlutabréfavísi- tala VÍB hafi lækkað um 7,8% á þriðja ársfjórðungi 1997. VÍB hafi hins vegar gert ráð fyrir 6% hækkun á sama tímabili. Helsta skýringin á þessari Iækkun sé lakari afkoma í 6 mánaða uppgjörum, en væntingar stóðu til. „Reyndar hefur einnig orð- ið dijúg lækkun í félögum sem skil- uðu góðri afkomu fyrstu 6 mánuð- ina. Þrátt fyrir þessa lækkun hafa hlutabréf hækkað um 18,4% frá ára- mótum. Hvað framhaldið varðar þá eru rekstrarskilyrði fyrirtækja góð, hagvöxtur á bilinu 3,5-4,5% og verðbólga 2-3%. Ástand fiskistofna er gott. Frekar er búist við hækk- andi fiskverði, sérstaklega er gott útlit fyrir hátt verð á mjöli og lýsi um þessar mundir. Búast má við áframhaldandi samruna fyrirtækja og öðrum aðgerðum til þess að skapa hagstæðari rekstrareiningar og lækka kostnað. Vextir hafa lækkað á árinu og líkur eru á áframhald- andi lækkun." Hins vegar bendir VÍB á að launa- kostnaður hafi aukist í kjölfar ný- gerðra kjarasamninga. Einnig séu vissir erfíðleikar í sjávarútvegi og þá sérstaklega tengdir vinnslu bol- físks í landi. VÍB telur þó að þeir þættir sem hafi áhrif til hækkunar á hlutabréfum séu fleiri bæði til lengri og skemmri tíma. Talað hafi verið um að afkoma sjávarútvegsfyr- irtækja verði lakari í ár en í fyrra, en VIB geri hins vegar ráð fyrir 20% meiri hagnaði í sjávarútvegi 1997 en 1996. Hvað verðtryggð skuldabréf áhrærir býst VÍB við því að lang- tímavextir haldi áfram að lækka á fjórða ársfjórðungi og að t.d. ávöxt- unarkrafa húsbréfa ljekki um allt að 25 punkta. í því sambandi er bent á að reiknað sé með að fram- boð skuldabréfa verði töluvert minna en eftirspurn og að verðtryggðir vextir muni þess vegna halda áfram að lækka. Við þetta bætist vænting- ar um minnkandi framboð ríkis- skuldabréfa í framtíðinni. l I í f I > ) > I t I i l t i I > I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.