Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
___________________ERLENT
Sjúkraliði ákærð-
ur fyrir 22 morð á
dönsku elliheimili
DANSKA elliheimilið þar sem 32 ára sjúkraliði er talinn hafa orðið
22 vistinönnum að bana á árunuin 1995-97.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
HVERNIG getur það gerst að
starfsmaður á elliheimili drepi 22
vistmenn á tæpum fjórum árum,
án þess að nokkur grunur vakni?
Þessarar spurningar spyrja Danir
sig nú eftir að rannsókn vegna
fjársvika á elliheimili leiddi til þess
í gær að 32 ára kona var ákærð í
borgardómi Kaupmannahafnar
fyrir að hafa átt sök á láti 22 vist-
manna þar, 15 kvenna og 7 karla, á
árunum 1995-1997. Konan var þá
deildarstjóri á elliheimilinu og auk
hennar hefur læknir, einnig kona,
verið ákærður íyrir að bera ábyrgð
á láti vistmanna og fyrir embættis-
glöp. Akæruvaldið hefur farið fram
á fjögurra vikna varðhald meðan
rannsókn stendur yfir, en fyrir því
þóttu ekki forsendur og konan var
látin laus í gærkvöldi.
Viðbrögðin voru alls staðar
undrun og skelfing. Enginn gat
trúað að svona nokkuð gæti komið
fyrir í Danmörku og málið er hið
fyrsta sinnar tegundar þar, en
svipuð mál hafa komið upp bæði í
Svíþjóð og Noregi. I yfirheyrslum
yfir konunni í Kaupmannahöfn í
gær var farið í gegnum hvert hinna
22 dauðsfalla en aðeins í hluta
þeirra var álitin nógu sterk for-
senda fyrir ákærum á hendur kon-
unni. Alls eru 65 dauðsfóll á elli-
heimilinu nú til nánari athugunar.
Málið hefur valdið miklum titr-
ingi meðal danskra embættis-
manna þar sem morðgrunurinn
kom upp á yfirborðið vegna gruns
um fjársvik, þótt dánartíðni á
deildinni þar sem konan vann, hafi
verið margföld miðað við það sem
gerðist á sambærilegum deildum.
Ekkert bendir til að konumar hafi
haft líknarmorð í huga, heldur
virðast dauðsfóllin tengd fjársvik-
um, þannig að konurnar hafi kom-
ist yfir fé hinna látnu, alls um sjö
milljónir íslenskra króna.
Sjúkraliðinn hóf störf á elliheim-
ili í Kaupmannahöfn í ágúst 1994.
Arið eftir létust fjórtán á deildinni
þar sem hún vann, en aðeins þrír á
sambærilegri deild. Hún var látin
hætta störfum í mars, en fram að
þeim tíma létust átta á deildinni, en
aðeins einn á sambærilegri deild.
Konan var látin hætta störfum þar
sem grunur var á að hún hefði
dregið sér fé, samtals 629 þúsund
danskar krónur eða um sjö milljón-
ir íslenskra króna. Lögreglan hef-
ur rannsakað samhengi fjársvika
og andláts á deild konunnar og svo
virðist sem samhengi sé á milli fría
hennar og dauðsfallanna, sem rén-
uðu þegar hún var í burtu. Við yfir-
heyrslur í gær neitaði konan öllum
sakargiftum og segist ekki hafa
borið ábyrgð á lyfjagjöfum, heldur
aðeins gefið þau lyf sem hin konan,
læknirinn, hafi fyrirskipað.
Eftirliti ábótavant
Á blaðamannafundi í gær var
upplýst að lögreglan hefði fyrir
tæpu ári fengið ábendingu frá
ónafngreindum manni um að fé
væri svikið af vistmönnum og um
óeðlileg dauðsfóll. Sjúkraliðinn var
síðan látinn hætta störfum í mars.
Svo virðist sem konan hafi dregið
sér fé af geiðslukortum vistmanna
og einnig stuðlað að láti þeirra með
því að hætta að gefa þeim lyf, en í
stað þess gefið þeim stóra
skammta af lyfinu Ketogan, sem er
kvalastillandi lyf með morfíni í sem
meðal annars er notað til að lina
þjáningar dauðvona fólks. í stórum
skömmtum er lyfið banvænt. I
sjúkraskýrslum heimilisins er í
mörgum tilfellum gerð grein fyrir
lyfjagjöf, sem að mati lækna bend-
ir til þess að sjúklingar hafi fengið
allt of stóra skammta af sterkum
lyfjum. Dóttir konu, sem lést á
heimilinu, sagði í viðtali við sjón-
varpið að umönnum móður sinnar
hefði verið undarleg og engu líkara
en henni hefði verið sagt að hún
ætti ekki langt eftir, en fyrst eftir á
áttaði dóttirin sig á því að lyf, sem
móðirin tók reglulega, höfðu verið
tekin af henni. I sjúkraskýrslu
heimilisins virðast einnig vera
færslur eftir sjúkraliðann um að
einstakir sjúklingar óski þess að
deyja og þá ósk eigi að virða. Líkn-
armorð eru ekki lögleg í Dan-
mörku þannig að læknar mega
ekki gefa lyf sem leiða til dauða, en
hins vegar er hægt að láta vera að
gefa lyf eða gera aðgerð. Holland
er eina landið í Evrópu þar sem
líknarmorð eru leyfð.
Athyglin beinist nú að því hvem-
ig á því standi að há dánartíðni á
deildinni skuli ekki hafa vakið at-
hygli, hvernig lyfjagjöf sé háttað
og þá hvernig það megi vera að
hjúkrunarfólkið hafi svo stóra
skammta sterkra lyfja undir hönd-
um. Þegar íbúar á elliheimilum lát-
ast á að eyða lyfjaskömmtum
þeirra, en hugsanlega hefur það
ekki verið gert í viðkomandi tilfell-
um. Elliheimilið heyrir undir borg-
ina, en embættislæknar hafa lítil
afskipti af rekstrinum. Lars Eng-
berg, sem fer með heilbrigðismál í
borgarstjórn Kaupmannahafnar,
segir að eftirlitið sé ekki miðað við
glæpsamlega tilhneigingu ein-
stakra starfsmanna, heldur sé að-
eins reynt að fylgjast með fagleg-
um rekstri elliheimila og sjúkra-
stofnana. Einu sinni á ári kemur
hjúkrunarfræðingur frá borgar-
læknisembættinu í heimsókn, eink-
um til að huga að aðbúnaði gamla
fólksins. Heimilið á Vesturbrú, þar
sem dauðsföllin urðu, hefur haft
mjög gott orð á sér og vistmönnum
og eldri borgunim, sem nota sér
þjónustu heimilisins, bar saman
um að umönnunin væri góð. Rúm-
lega sjötíu vistmenn eru á heimil-
inu og þar vinna hundrað manns.
I kjölfar þessa máls hefur komið
í ljós að í raun er ekkert eftirlit
með elliheimilum og starfsemi
þeirra, sem komið gæti í veg fyrir
mál af þessu tagi, en yfirvöld lögðu
í gær áherslu á að ekki væri hægt
að koma í veg fyrir glæpi af hálfu
sjúkra einstaklinga. Rétt eins og
nýlegt mál í Svíþjóð, þar sem gam-
almenni á elliheimili voru vanrækt
á skelfilegan hátt í tvo mánuði, án
þess að nokkur gripi inn í fyrr en
sjónvarpið sýndi myndir frá heimil-
inu, sýnir danska málið að íbúar á
elliheimilum eru nánast utan við
sjóndeildarhring samfélagsins.
Hliðstæð mál þekkt
annars staðar
Þótt morðin á íbúum elliheimilis-
ins í Kaupmannahöfn séu fyrsta
danska málið sinnar tegundar, hafa
hliðstæð mál komið upp annars
staðar. Víðtækasta evrópska málið
kom upp í Austurríki fyrir
nokknim árum, þegar þrír sjúkra-
liðar og ein hjúkrunarkona voru
dæmd fyrir fjörutíu morð. í Sví-
þjóð var starfsmaður á elliheimili
ákærður fyrir dráp á ellefu vist- I
mönnum og í Noregi kom upp mál, |
þar sem álitið var að 22 hefðu verið
drepnir við þessar aðstæður.
í málum af þessu tagi eru yfir-
leitt notuð lyf og þar sem viðkom-
andi eru kunnáttumenn um lyf og
verkanir þeirra er oft erfitt að
skera úr um dánarorsök. Ekki er
erfitt að finna merki um Ketogan
við krufningu, en hins vegar er j
erfitt að átta sig á hvort lyfið hefur .
valdið dauða eða hvort aðrar að- 1
stæður hafi spilað inn í. Við nánari I
athugun á sjúkraskýrslum má hins
vegar oft sjá hvort hinum látnu
hefur verið gefið óeðlilega mikið af
lyfinu miðað við aðstæður.
49. ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í Mónakó
Hugmyndir íra prófsteinn
á vilja aðildarríkja
Mónakó. Reuters.
Reuters
RAY Gambell, ritari Alþjóðahvalveiðiráðsins (t.h.), heilsar höfðingja
Makah-indíána fyrir utan fundarstað ráðsins í Mónakó í gær. Við hlið
höfðingjans stendur Paul Watson, leiðtogi Sea Sheperd-samtakanna,
sem reyndi að ryðjast til inngöngu á fundinn.
LITIÐ fór í gær fyrir umræðum
um hugmyndir sem fulltrúar íra
viðruðu við upphaf 49. ársfundar
Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem fram
fer þessa dagana í Mónakó, sem
ganga út á að finna málamiðlun um
varanlega stýringu hvalveiða í
heiminum með því að áfram verði
bannað að veiða hvali í atvinnu-
skyni, en strandveiðar verði leyfð-
ar að takmörkuðu leyti. Að sögn
Jóhanns Sigurjónssonar, eins
áheyrnarfulltrúa íslands á árs-
fundinum, kunna málamiðlunartil-
lögur Ira að verða prófsteinn á það
hvort vilji sé fyrir því hjá aðilar-
ríkjunum 39 að leyfa hvalveiðar í
atvinnuskyni að einhverju leyti,
eða hvort hvergi verði hvikað frá
algjöru banni við þeim.
Fulltrúar Bandaríkjanna komu
af stað deilum á fundinum í gær
með því að æskja þess að indíána-
ættflokki við Kyrrahafsströnd
Bandaríkjanna verði leyft að veiða
nokkrar sandlægjur, algenga
hvalategund þar um slóðir.
Það sem annað bar til tíðinda á
fundinum í gær var að tilraun
Japana til að breyta fyrirkomulagi
ákvarðanatöku í ráðinu þannig, að
atkvæðagreiðslur yrðu látnar fara
fram leynilega, mistókst. Sam-
þykkt tillögunnar, sem nýtur
stuðnings Norðmanna og fáeinna
annarra aðildarþjóða, gæti leitt til
þess að fulltrúar í ráðinu hikuðu
síður við að láta þrýsting frá her-
skáum náttúruverndarsamtökum
hafa áhrif á afstöðu sína og væru
líklegri til að greiða tillögum at-
kvæði sitt, sem gengu út á að leyfa
takmarkaðar hvalveiðar. Fulltrúar
flestra aðildarríkja ráðsins, þar
með taldir Bandaríkjamenn og
Bretar, lögðust gegn japönsku til-
lögunni og Argentínumenn og
Norðmenn lögðu til að atkvæða-
greiðslu um hana skyldi frestað.
Kvóti fyrir Makah-indíána
I gær var reiknað með að
Bandaríkjamenn, sem annars telj-
ast harðir andstæðingar hvalveiða,
legðu fram í dag beiðni um að ráðið
heimilaði Makah-indíánum sem
búa í Washington-ríki að veiða
nokkrar sandlægjur, en sú hvala-
tegund var nýverið tekin af lista
bandarískra stjórnvalda yfir dýr í
útrýmingarhættu. Samkvæmt mati
Alþjóðahvalveiðiráðsins sjálfs eru
um þessar mundir um 21.000 dýr í
sandlægjustofninum í NA-Kyrra-
hafi. Hvalveiðiandstæðingar meðal
fulltrúa í ráðinu og náttúruvernd-
arsamtökum segja að Makah-ætt-
flokkurinn hafí hætt hvalveiðum
fyrir áratugum og ástæðulaust sé
að leyfa honum að hefja þær aftur.
Bandaríkjamenn vilja tryggja ætt-
flokknum heimild til að veiða 5
sandlægjur á ári í þeim tilgangi að
uppfylla gamlan samning við hann.
Frumbyggjar í Alaska fengu í
fyrra leyfi til að veiða 51 Græn-
landssléttbak, sem er mun sjald-
gæfari hvalategund. Frumbyggjar
Rússlandsmegin við Beringssundið
hafa haft heimild til að veiða
135-140 sandlægjur, en engan
sléttbak.
Upprunalegur tilgangur Al-
þjóðahvalveiðiráðsins var að vera
vettvangur fyrir alþjóðlega stjórn )
hvalveiða. Eins og kunnugt er sam- i
þykkti ráðið 1982 tímabundið bann '
við hvalveiðum í atvinnuskyni, og (
nú er svo komið að flestar hinna 39
aðildarþjóða virðast vilja viðhalda
því til frambúðar.
Útkoman óljós
I því skyni að freista þess að
leysa sjálfhelduna sem ráðið virðist
komið í með þessu viðruðu Irar við
upphaf ársfundarins sl. mánudag S
hugmyndir sem miða að því að t
bann við hvalveiðum í atvinnuskyni k
verði látið standa til frambúðar en "
„strandveiðar" verði leyfðar að
takmörkuðu leyti. Ekki er skil-
greint nákvæmlega hvað „strand-
veiðar“ séu og ætlazt til að afurðir
slíkra veiða verði einungis nýttar
innanlands; milliríkjaviðskipti með
þær verði bönnuð. Ennfremur á að
banna vísindaveiðar.
„Þetta er allt mjög óljóst og
maður sér ekki hvernig ríkjandi I
bann kemur heim og saman við k
hugmyndir um takmarkaðar veið-
ar,“ sagði Jóhann Sigurjónsson,
sem er einn áheyrnarfulltnia ís-
lands á ársfundinum, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. „Mikil-
vægi þessara hugmynda Ira felst
að mínu mati í því, að þær kunna
að vera prófsteinn á það hvort að-
ildarþjóðir ráðsins vilja viðhalda al- k,
gjöru banni við hvalveiðum í at-
vinnuskyni eða hvort þær eru til-
búnar að hverfa frá því að ein- )
hverju leyti,“ sagði Jóhann.