Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 21 Fyrirlestrar um Gunnar Gunnarsson RITHÖFUNDASAMBAND íslands gengst fyrir bók- menntakvöldi í Gunnarshúsi, nýju aðsetri sambandsins, Dyngjuvegi 8, í kvöld, mið- vikudag, kl. 20.30. Jón Yngvi Jóhannsson flyt- ur erindi er hann nefnir: Eyða eða eðli? Um viðtökur við sögulegum skáldsögum Gunn- ars Gunnarssonar. Soffía Auð- ur Birgisdóttir fjallar um Gunnar Gunnarsson sem tví- tyngdan höfund og Guðmund- ur Olafsson leikari les úr verk- um Gunnars Gunnarssonar. Aðgangur að bókmennta- kvöldinu er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Aukasýning- ar á einþátt- ungum Tsjekhovs HJÁ Leikfélagi Kópavogs hafa staðið yfir sýningar á þremur einþáttungum eftir Anton Tsjekhov. Þættirnir heita Bón- orði, Skaðsemi tóbaks og Björninn. Vegna mikillar að- sóknar hefur verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar á verkinu, þ.e. á fimmtudaginn 23. október og sunnudaginn 2. nóvember. Sex áhugaleikarar koma fram í uppfærslunni: Bjarni Guðmarsson, Frosti Friðriks- son, Jóhanna Pálsdóttir, Skúli Rúnar Hilmarsson, Ragnhildur Þórhallsdóttir og Örn Alex- andersson. Sýningum lýkur Hafnarborg, Hafnarfirði MYNTSAFNARAFÉLAG ís- lands stendur fyrir sýningu á íslenskum og erlendum gjaldmiðlum ásamt ýmsum rnunum sem tengjast mynt- söfnun. Síðasta sýningarhelgi verður nú um helgina en sýn- ingunni lýkur mánudaginn 27. október. Sýningin er í aðalsal og er opin alla daga milli kl. 12-18. Gallerí Horn, Hafnarstræti 15 Sýningu Berglindar Björns- dóttur og Fríðu Jónsdóttur á ljósmyndum lýkur í dag, mið- vikudag. Sýningin er opin um leið og veitingahúsið frá kl. 11-23.30. Kvöldstund með Vigdísi FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, mun halda fyrirlestur á veg- um íslensk-japanska félags- ins á morgun, fimmtudag kl. 20, í Gerðubergi. Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir félagsmenn og kr. 500 fyrir utanfélagsmenn. Veittar verða veitingar. íslensk-japanska félagið er félag áhugafólks um Japan og japanska menningu og opið öllum. Félagið hefur staðið fyrir margs konar uppákomum, svo sem lista- sýningum, matreiðslunám- skeiðum og almennum um- ræðufundum og fyrir liggur fjölbreitt dagskrá í vetur. Eyþór, Mads og djammdjass TONLIST 1) j a s s JÓMFRÚIN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Jan zum Vohrde altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Mads Vinding bassa og Mathias MD Hemstock trommur. Jómfrúin, sunnudags- kvöldið 19. október. Gitte Norby ásamt Svend Skipper píanó, Mads Vinding bassa og Jan zum Vohrde altósaxófón og flautu. Þjóðleikiiúsið, mánudagskvöldið 20. október. HEIMSÓKN leikstjörnunnar Gitte Norby var mikill hvalreki fyr- ir unnendur leiklistar jafnt sem danskrar tungu - det er ganske vist - en djassunnendur nutu ekki síður góðs af komu hennar því með henni voru í för eiginmaður henn- ar, píanistinn Svend Skipper, Mads Vinding bassaleikari og Jan zum Vohrde altsaxisti og flautuleikari. Þeir Mads og Jan komu deginum áður en hjónin, til að djassa með íslenskum. Píanistinn Eyþór Gunn- arsson og trommarinn Matthías MD Hemstock léku með þeim tví- menningum á Jómfrúnni sl. sunnu- dagskvöld og var þá oft heitt í kol- unum. Á efnisskránni voru sígild lög er djassmenn leika gjaman er þeir hittast óformlega: Coltrane, Miles Davis og Cole Porter meðal höfunda. Jan hafði faxað til Eyþórs lagalista og tóntegundir og tæpum klukkutíma fyrir tónleika hittust þeir fjórmenningar og völdu þau lög er leika skyldi. Sem sagt djamm- sessjón. Jan zum Vohrde er fínn altisti. Hann hefur leikið mikið í alls kyns bræðingshljómsveitum svo og Stór- sveit danska útvarpsins, en er ekki síður liðtækur bíboppblásari. Við eigum svosem altista sem standa honum jafnfætis - ogjafnvel fram- ar - en það er alltaf fengur að fá góða gesti í heimsókn. Jón Múli var mættur á Jómfrúna þetta sunnu- dagskvöld og honum fannst Jan minna í mörgu á Gunnar Ormslev þegar hann blés í altósax í gamla daga. Ekki þarf að spyija að Eyþóri Gunnarssyni - ég held að hann sé í röð fremstu djasspíanista Evrópu. Þeir Mads náðu einstaklega vel saman enda er Eyþór í mörgu skyld- ur þeim píanistum er Mads hefur leikið hvað mest með undanfarin ár - Thomasi Clausen og Enrico Pieranunzi - og það hefði verið gaman að heyra Mads og Eyþór leika nokkra dúetta þetta kvöld. Mads fór sem venjulega á kostum tandurhreinn og rýþmískur en bassahljómurinn barst ekki nógu vel um salinn frekar en fyrri daginn á Jómfrúnni. Matthías var nokkuð misjafn þetta kvöld, vantar mýkt í burstahljóm hans að mínu mati og á stundum vandræði í samleiknum með bassanum. Bestur var Matthías þegar leikið var á fijálslegri nótun- um einsog í frábærri túlkun þeirra fjórmenninga á Autumn leaves. Þar voru ekki farnar neinar hefðbundn- ar djammslóðir og hefði mátt halda að þeir félagar hefðu rennt yfír verkið fyrir tónleika. Þannig leika aðeins alvörudjassspilarar. Tónlistin á upplestrarkvöldi Gittu Norby var af öðrum toga. Svend Skipper er ekki neinn Eyþór Gunn- arsson, en hefur þó næmt eyra fyr- ir ljóðrænum nútímadjassi. Hann lék einn nokkur kiassísk smáverk sem svo eru kölluð á Islandi. Danir eru það skynugir að tala um tón- skáldamúsík í stað klassíkur. Djass- inn þetta kvöld var eftir Chick Corea, Lars Janson, einn fremsta djasspíanista Svía, og Jan Garb- arek; tveir fyrstu þættirnir úr hinu undurfagra verki Molde Canticle af I took up the ruins. Þarna naut bassahljómur Mads sín betur en á Jómfrúnni og heillaði hann áheyr- endur, sem þó voru ekki allir af djassættinni. Mads er skyldastur Niels- Henning af dönsku bassa- snillingunum og kom það glögglega í Ijós í Þjóðleikhúsinu. Frábær kvöld með fyrsta klassa listamönnum - en djassinn dunar áfram í Reykjavík og næsta föstu- dagskvöld verða Jazzbræður á Múl- anum á Jómfrúnni: Ólafur Jónsson, Ástvaldur Traustason, Þórður Högnason og Pétur Grétarsson. Vernharður Linnet Landsmót íslenskra kvennakóra í Reykholti um helgina Fjölmenn- asta kvenna- kóramótið til þessa LANDSMÓT íslenskra kvenna- kóra verður haldið í Reykholti um næstu helgi, 24.-26. októ- ber. Þetta er þriðja landsmót íslenskra kvennakóra og hið fjölmennasta til þessa. 10 kórar alls staðar af landinu hafa boð- að þátttöku sína og gert er ráð fyrir um 300 þátttakendum. Tónleikar verða haldnir á laug- ardaginn kl. 16 og einnig verð- ur helgistund og mótsslit á sunnudeginum kl.14 opin al- menningi. Það er Freyjukórinn í Borgarfirði sem stendur að þriðja landsmót kvennakóra en undirbúningur hefur staðið yfir allt síðastliðið ár. Hin fyrri voru haldin í Ydölum í Þingeyjar- sýslu á vegum Lissýjarkórsins 1992 og í Reykjavík 1995 undir sljórn Kvennakórs Reykjavík- ur. Kóramótið í Reykholti fer fram í nýrri aðstöðu í kirkju og Snorrastofu, gist verður í Reykholtsskóla og að Varma- landi. Kórarnir koma til móts- ins á föstudagskvöld og taka Morgunblaðið/RAX Söngskemmtun í Víðihlíð ÁLFTAGERÐISBRÆÐURNIR, Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli, ásamt undirleikaranum Stefáni R. Gíslasyni halda söngskemmt- un í Víðihlíð á morgun, fimmtu- dag kl. 21. Söngskemmtunin er á vegum Tónlistarfélags Vestur- Húnvetninga. Brynhildur Olgeirsdóttir stofnandi Leikhóps eldri borgara Einar Magnússon skólastjóri Guðrún Beck stjórnarmaður í Hvöt Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi Hilmar Guðlaugsson borgarfulltrúi JónÁsbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Ragna Ragnars lögg. skjalaþýðandi Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari Unnur Sigtryggsdóttir deildarstjóri Hjartadeildar Landspítalans Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona Stuðningsmenn Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599 / 561 9526 / 561 9527 næstu öld FREYJUKÓRINN hefur blásið til landsmóts kvennakóra í Reyk- holti um næstu helgi. Þátttakendur eru um 300 en mikil gróska er í starfí kvennakóra á landinu. Freyjukórinn er við æfíngar ásamt kórstjómandanum Bjama Guðráðssyni í Nesi og undirleikaranum Steinunni Ámadóttur frá Brennistöðum, píanókennara í Borgamesi. þá til við æfingar á efnisskrá mótsins. Ýmist verður um að ræða samsöng allra þátttak- enda eða smærri hópa. Þá mun hver kór um sig flylja verk sem þeir hafa undirbúið heirna fyr- ir. Lögin sem fíutt verða eru af ýmsum toga. Á efnisskrá eru m.a. íslensk ættjarðarlög, sálm- ar, Dúett úr Stabat mater dolo- rosa eftir G.B. Pergolesi, Ave María eftir Brahms og Laudate Pueri dominum eftir Mendelso- hn-Bartholdy. Þá verður frum- flutt sérstakt lag sem samið hefur verið af Hildigunni Rún- arsdóttur tónskáldi, og tileink- að er mótinu. Lagið er við ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur frá Sámastöðum, Aðeins eittblóm. •DANIR tilkynntu fyrir skemmstu hverjir hlytu Sonning-tónlistarverð- launin, ekki aðeins á næsta ári, heldur einnig 1999. Sópransöngkonan Hildegard Behrens hlýtur þau árið 1998 en rúss- neska tónskáldið Sofia Gubajdulína hlýtur þau ári síðar. Gubajdulína er 66 ára og búsett í Þýska- landi en hún vakti fyrst verulega athygli árið 1980 er fiðlukonsert hennar, Offertorium, var frumfluttur. Segist hún aðallega undir áhrifum frá Sjostakovitsj og Web- ern. EyþÓPAmalds í 5.-6. sœti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.