Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 25 Heilög Teresa fæddist árið 1873 í Alencon í Frakklandi. Á fimmtánda aldursári gekk hún í Karmelklaustrið í Lisieux. Teresa lést úr berklum aðeins 24 ára að aldri. Skömmu áður hafði hún ritað ævisögu sína, Sögu sál- ar, og ári eftir andlát hennar sá eldri systir hennar Pauline, sem einnig var nunna, til þess að sagan var gefin út. Saga sálar vakti þegar fádæma athygli og seldist í stórum upplögum á mörgum tungumálum. Fjöldi manna varð snortinn af lestri sögu hennar og margir urðu fyrir kraftaverkum eftir fyrir- bæn Teresu. Séra Kjell Arild Pollestad er víðlesinn rit- höfundur í Noregi. Hann hefur ritað um ólík- ustu hugðarefni sín, svo sem matargerðarl- ist, Íslandsför sína, ævisögu páfans, um sov- étfyrirkomulagið og um aðdraganda þess að hann gerðist kaþólskur prestur í metsölubók sinni Vegurinn til Róm sem selst hefur í 30.000 eintökum í Noregi. Þá hefur hann gefið út gamansögur og dagbækur séra Kjell koma út annað hvert ár auk þess sem hann skrifar greinar í Aftenposten. Dóminíkana- reglan leggur áherslu á kennslu og ritstörf presta sinna og eftir að hafa starfað sem sóknarprestur í átta ár sneri séra Kjell sér að skrifum. Var lítt hrifinn af Teresu í fyrstu Séra Kjell segir langan aðdrag- anda að ákvörðun sinni um að rita ævisögu heilagrar Teresu. í formála rekur hann fyrstu kynni sín af Ter- esu sem hann segir hafa misheppn- ast stórkostlega. Það var þegar hann dvaldi fyrir 22 árum í dóminíkana- klaustrinu í Toulouse. Reglubróðir hans uppgötvaði þá, sér til mikillar undrunar, að norski munkurinn þekkti ekkert til heilagrar Teresu og færði séra Kjell því sjálfsævisögu hennar. „Sjálfur varð ég lítt hrifinn, hvorki af upphafinu né framhaidinu, þótt ekki skorti góðan vilja, og ég gafst upp á lestrinum eftir rúmar hundrað blaðsíður. Mér grömdust beinlínis ungmeyjarsveiflurnar milli tilfinningasemi og hóflausrar hrifn- ingar, og ég kunni illa við hina miklu fyrirlitningu á líkamanum, ótta við „heiminn" og ást á þjáningunni sem birtist í bókinni. Nú hvílir bókin í hillunni og Teresa af Jesúbarninu freistar ekki nánari kynna,“ ritar séra Kjell í dagbók sína. Tuttugu árum síðar færir 15 ára Óslóarpiltur honum lítið kver þar sem hann hefur sett saman stutt ágrip af ævisögu Teresu. „Ég var bergnuminn eftir að hafa lesið þetta litla kver og tók samstundis fram ævisögu Teresu, las á nýjan leik og sagði svo við sjálfan mig að þetta væri mjög falleg og djúpstæð frásögn sem ég yrði að miðla til norskra lesenda," segir séra Kjell. „Það getur verið þreytandi að hafa ekkert nema endalausar kenni- setningar að styðja sig við í prests- starfinu og mann fer að lengja eftir frásögn af raunverulegri upplifun fólks á trúnni. Sjálfsævisaga Teresu býr yfir þessum töfrum trúarinnar. Hún opnar sig svo algerlega mót kærleikanum að ekki er annað hægt en hrífast með henni. Manneskja sem hún sem þekkti góðsemi og rausn drottins getur miðlað miklu krafti til ann- arra.“ Séra Kjell nefnir sérstaklega móður Teresu sem tók nafn sitt eftir henni og gerði kærleiksboð heilagrar Teresu um ást til allra að sínum. Séra Kjell segir að Karmelsystur kunni hundruð frásagna af kraftaverkum sem orðið íslendingar ekki eins guðhræddir og Norðmenn Séra Kjell Arild Pollestad hefur rítað ævisögu heilagrar Teresu frá Lisieux en í ár er þess minnst að hundrað ár eru frá andláti hennar. Hulda Stefánsdóttir ræddi við þennan glaðbeitta prest af reglu dóminíkana sem nýtur mikilla vinsælda sem rithöfundur í Noregi. Morgunblaðið/Ásdís SÉRA Kjell Arild Pollestad lærði íslensku af fornsögunum og ferðaðist um landið þvert og endi- langt fyrir 13 árum. Hann gaf út bók um íslandsferðina og þar er m.a. viðtal við Halldór Laxness sem séra Kjell segir eiga margt sameiginlegt með kunnasta skáldsagnahöfundi Noregs, Knud Hamsun. hafa eftir fyrirbæn heilagrar Teresu. Sjálfur varð hann eitt sinn fyrir undarlegri reynslu við ritun sögunnar. „Ég hef þann hátt á að handskrifa fyrst textann og rita hann svo inn á gamalli ritvél. Sunnudagar eru hvíldardag- ar en þennan tiltekna sunnudag hafði ég hugsað mér að rita upp svolítinn texta eftir handritinu og þótti það í lagi þar sem í því fælist ekki eiginleg vinna að handritinu. Þá gerist það að ritvélin bilar og alltaf þegar ég slæ á lykilinn T þá hoppar vélin um eina línu,“ segir Kjell og hlær. „Daginn eftir var allt eins og það átti að sér að vera.“ Hann segist aldrei hafa leitt hugann áður að dul- rænum þætti trúarinnar en eftir þennan at- burð hafi hann orðið varari um sig. „Það er svo merkilegt með heilaga Teresu að það er eins og drottinn hafi verið hennar nánasti vinur - og samstarfsmaður, því hún fékk alltaf vilja sínum framfylgt, drottinn sendi henni merki um bænheyrn af minnsta tilefni og það gerir frásögn hennar sérstaklega manneskjulega. í gegnum þessi manneskju- legu smáatvik skín heilagleikinn." Séra Kjell velti því lengi fyrir sér hvaða leið hann ætti að fara við að miðla sögu þessarar sérstæðu ungmeyjar. „Ég ákvað að skýra einungis frá því sem heimildir geta um og leggja hvergi útaf með túlkun minni. Þetta er eins konar „Teresu-spjall" í anda guðspjallanna." Laxness og Hamsun Séra Kjell talar prýðilega íslensku. Hann segist hafa kynnst íslendingasögunum í skóla og mál þeirra hafi heillað hann. „í skóla var okkur kennt að þetta mál væri forn-norska en ég vissi að á íslandi var það enn lifandi mál. Kennari minn, sem hafði mikil áhrif á mig, talaði þetta mál þegar hann var fullur! Ég lærði smám saman að lesa og skilja ís- lenska sögumálið en framburðinn þekkti ég ekki. Þegar ég fór til íslands árið 1984 keypti ég tungumálanámskeið á bandi og fór að æfa íslenskan framburð. Ég hafði ekki verið lengi á íslandi þegar ég áttaði mig á að þetta íslenskun- ámskeið sem ég hafði keypt var komið til ára sinna.“ Séra Kjell lét það ekki á sig fá þó íslenskan hans hljómaði eins og aftur úr öldum. Hann hlær og segist vera að reyna að nútímavæða íslenskukunnáttu sína._ „Á ferð minni um ísland heim- sótti ég Laxness að Gljúfrasteini. Þar sat ég heila dagsstund og ræddi við Halldór og konu hans Auði og ég hafði mikla ánægju af því. Við töluðum ekki mikið um trúna, mest um bókmenntir." Séra Kjell segir Laxness þann rithöfund á Norður- löndum sem líkist mest Hamsun. „Það sem þeir eiga sameiginlegt er þessi sterki, auðkennanlegi stíll. í tilfelli þeirra beggja þarf maður ekki að lesa nema ’eina setningu til að bera kennsl á höfundinn." Hann seg- ir trúarlíf íslendinga mjög ólíkt trú Norðmanna. íslendingar búa ekki yfir sama guðsótta. Þeir líkjast einna mest íbúum Norður-Noregs í trúar- legu tilliti, það gerir nálægðin við sjóinn. „Trúin á jguð er sterk en Kristur stendur Islendingum ekki eins nærri og Norðmönnum. Það sem er hins vegar líkt með þjóðunum tveim er að þær fara hljótt með sína trú. Við Norðurlandabúar tölum ekki mikið um okkar innra líf, við sýnum bara yfirborðið en suðrænni þjóðum eins og Frökkum þykir ofur eðlilegt að tala um sálina. Þessi einkenni eru jafnvel enn sterkari hér en í Nor- egi.“ Séra Kjell rifjar upp kafla úr Sölku Völku sem hann segir skemmtilegustu bók sem hann hafi lesið á íslensku. Bæjarbúar sækja fund Hjálpræðishersins eins og um kvöldskemmtun væri að ræða og sú mynd sem Laxness dregur þar upp segir séra Kjell að lýsi einna best viðhorfi íslendinga til trúarinnar. Hann segir að Islendingar séu meðvitaðri um söguna en Norðmenn. „Tungumálið og forn- bókmenntirnar eru þungar byrðar að bera og mikil ábyrgð hvílir á íslendingum að halda utan um þennan arf. Það gleður mig því jafn- an mikið að fá i hendurnar Morgunblaðið og sjá að þar lifir enn tungumál Njálu.“ .verðugur fulltrúi atvinnulífs í Reykjavík Snorri Hjaltason rekur ásamt eiginkonu sinni Brynhildi Sigursteinsdóttur Trésmiðju SH í Reykjavík. Þau hafa saman byggt upp öflugt fyrirtæki sem veitir hátt i 100 manns atvinnu. Snorri er verðugur fulltrúi atvinnulífsins í borgarstjóm. ..úr íþróttastarfi .úr atvinnulífinu ••úr stjórnmúlum ..aff félagsmúlum »af verkalýðsmólum Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík er dagana 24.-25. október

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.