Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 27 AÐSENDAR GREINAR Samtaka- máttur eklri borgara ÞAÐ VAR stórkostleg stund, þegar mörg þús- und eldri borgarar söfn- uðust saman fyrir fram- an Alþingishúsið 7. okt. sl., þegar fjárlagafrum- varpið var tekið til 1. umræðu. Sýnir það sam- takamátt eldri borgara og að þeir eru orðnir langþreyttir á öllum þeim skerðingum, sem þeir hafa orðið fyrir á undanfömum árum og hvemig bætur þeirra hafa rofnað úr tengslum við almenna launaþróun í landinu. Mér finnst að umræð- an um málefni aldraðra af hendi ríkis- valdsins beri of mikinn keim af því að við séum að sækja um einhvers konar ölmusu til þjóðfélagsins. Þetta er fyarri öllum sanni. Við emm aðeins að fara fram á að fá aftur þau rétt- indi, sem hafa verið af okkur tekin. lægri skattprósentu t.d. fyrir tekjur undir 100 þús. kr. á mán. Einnig mætti hækka skerðing- armörk tekjutrygging- ar. Eitthvað verður að gera hvaða leið sem verður valin. III. Það hlýtur að vera skerðing á mannréttind- um, hvemig vegið er að hjónabandinu. Ein- hleypir ellilífeyrisþegar em sannarlega ekki öf- undsverðir af þeim tryggingabótum, sem þeim er úthlutað. Samt I. Margrét Thoroddsen hefur hagur þeirra eitthvað verið bættur, t.d. með sérstakri heimilis- uppbót árið 1987, en hjónin verða alltaf útundan. Munurinn er orðinn alltof mikill, því nú er svo komið, að bætur hvors hjóna geta aldrei orðið hærri en 66% af því, sem einhleypir eiga rétt á. Það er orðið alvarlegt fyrir hjóna- Síðan 1973 höfðu bætur almanna- trygginga verið með lögum tengdar launaþróun í landinu. Þessi lög voru afnumin árið 1995. I stað þess erum við háð geðþóttaákvörðunum stjórn- valda. Þessi réttindi viljum við fá aftur. Auk þess hefur gmnnlífeyririnn ekki hækkað að raunvirði, því þá ætti hann skv. útreikningum hag- fræðinga að vera um það bil 27 þús. kr. á mánuði í stað kr. 14.541 og sért þú í hjónabandi færðu meira að segja aðeins kr. 13.097. Hvaða rétt- læti er nú í því? Þar að auki vom sett lög um skerð- ingu gmnnlífeyris við ákveðin tekju- mörk árið 1992, sem alls ekki var gert ráð fyrir með setningu laga um almannatryggingar. II. Árið 1995 fékkst nokkur leiðrétt- ing á sköttum af eftirlaunum úr líf- eyrissjóðum, þar sem ákveðið var að draga mætti 15% frá laununum áður en þau væru skattlögð. Þetta var afnumið ári seinna með einu penna- striki. Til eru ýmsar aðrar leiðir: Þeir, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi og m.a.s. verið skyldaðir til þess, eiga heimtingu á að njóta ávaxtanna. Þetta er okkar sparifé og t.d. ekki ósanngjarnt að eftirlaunin verði skattlögð á sama hátt og fjármagnstekjur eða skatt- prósentan verði 10% í stað 40,88%. Ein leið enn væri að hækka sví- virðilega lág skattleysismörk, sem eru kr. 58.466 á mán., eða hafa Það er orðið alvarlegt fyrír hjónabandið, segir Margrét Thoroddsen, ef öldruð hjón geta hagnast um nærrí hálfa milljón á árí við að skilja. bandið, sem talið er homsteinn þjóðfé- lagsins, að öldmð hjón geti hagnast um nærri hálfa milljón á ári við að skilja. En fyrst og fremst krefjumst við þess að fá aftur þau réttindi, sem tekin hafa verið af okkur og það þarf að gerast nú við afgreiðslu fjáriaga- frumvarpsins. Það er ekki nóg að lofa því fyrir næstu kosningar. Eins og ykkur alþingismönnum er líklega kunnugt er fylgst með því hvemig þið greiðið atkvæði í málefn- um aldraðra. Það þýðir ekki að segja að flokksforystan ráði, en þið séuð bara óbreyttir þingmenn. Við töldum að alþingismenn hefðu skuldbundið sig til að fylgja sannfæringu sinni. Samtakamáttur eldri borgara er ekki stundarfyrirbrigði. Hann er byggður á bjargi, sem ekkert fær haggað. Höfundur erfyrrv. deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins og er í stjórn FEB. Helgi Hálfdanarson Kveðja til Guðmundar G. Þórarinssonar í LESBÓK Morgunblaðsins 18. þ.m. ritar Guðmundur G. Þórar- insson grein um íslenzkar þýðing- ar á leikritinu Macbeth eftir Shakespeare. Ekki get ég látið hjá líða að senda honum kveðju mína og alúðar þakkir fyrir falleg orð um minn verknað á því sviði. Guðmundur hefur áður fjallað um leikrit meistarans frá Stratford af staðgóðri þekkingn og smekk- vísi. Nú grípur hann á nokkrum atriðum, sem kunna að orka tví- mælis, og tilgreinir þá jafnframt þýðingar síra Matthíasar og mína. Hér þykist ég þurfa að geta þess, að Macbeth var meðal fyrstu tilrauna minna á þessum vett- vangi, og var sú þýðing gefm út árið 1964 ásamt tveimur öðrum leikritum. En svo fór, að efnt var til heildarútgáfu á leikritum Shakespeares í þýðingu minni, og var þýðingin á Macbeth þá gefin út öðru sinni að liðnum tutt- ugu árum. Hafði ég þá gert nokkrar lagfæringar á ýmsum stöðum í textanum. En þótt þar væri aftan á titilblaði varað við eldri útgáfu vegna breytinga, var naumast við því að búast að þeir, sem einungis höfðu hana með höndum, áttuðu sig á því, að nú hefði hún verið lítið eitt tuktuð til. Síðan hef ég ótal sinnum ver- ið að leiðrétta tilvitnanir í þessa gömlu útgáfu. Einkum er það eitt atriði sem oft er vitnað til, en það er klausan fræga „She should have died hereafter..." (5.5.17-28). Um þessa klausu fjallar Guðmundur öðru fremur og tekur hana upp í grein sína alla eins og hún var í gömlu út- gáfunni. Þar hafði auk annars í upphafi álpazt inn afar kauðaleg prentvilla sem leyndi á sér: „til loka hinztu Ifna á lífsins bók“ fyrir „hinztu Iínu“. í síðari útgáf- unni 1984 er öll klausan á þessa leið: Hún hefði dáið samt þó síðaryrði, og tími fengizt fyrir þvílíkt orð. - A morgun, og á morgun, og á morgun, þumlungast þessi smáspor dag fr á degi til loka hinztu línu á tímans bók; og gærdagarnir allir lýstu leið flónum, í dauðans duft. Slökk, slökk þig, skar! Sljór farandskuggi er lífið, leikari sem fremur kæki á fjölunum um stund og þegir uppfrá því, stutt lygasaga þulin af vitfirringi, haldlaust geip, óráð, sem merkir ekkert. Einkum er það þó fyrsta lína þessarar þulu, sem Guðmundur fjallar um; en hún er eins í báðum gerðum. Ef ég man rétt, höfum við einhvern tíma áður ræðzt við um þessa Ijóðlínu, einnig í Morgunblaðinu. Þá mun ég hafa rætt þann tvenns konar skilning, sem ég hef fundið hjá skýrend- um, og valið þann kostinn sem mér þótti betur hæfa stund og stað. En vitaskuld má um það deila. Ekki kann ég við að rifja það upp sem þá var sagt; en fyrst Guðmundur nefnir Brútus, get ég bætt því við, að mér virð- ist dálítið varasamt að bera sam- an orð öðlingsins Brútusar, þeg- ar hann fréttir lát ástkærrar konu sinnar daginn fyrir örlaga- dag, og það sem hrýtur af vörum Macbeths á þeirri stundu er hann stælir ófyrirleitinn hug sinn til grimmilegra manndrápa á næstu andrá. En auðvitað er þetta eng- in röksemd. Guðmundur vitnar til orðanna „Sko, vinur vor er snortinn“ í gömlu útgáfunni. Þar stendur í þeirri síðari „Sko, hann er frá sér numinn.“ Meira máli skiptir breytingin á 1.7.1, sem Guðmundur vitnar til í eldri útgáfu. Merkingamunur er e.t.v. hverfandi, en þar stend- ur í þeirri síðari: Væri þvílokið, þegar það ergert, mætti það gerast fljótt. Já, fengi morðið lagt fjötur á sin eftirköst og gripið í falli hans sinn feng! svo það högg eitt yrði jafnt framkvæmd alls og lok alls - hér; En í framhaldi af þessu eru línur sem Guðmundur skilur dálítið öðruvísi en ég hef gert til þessa. Þar segir bæði í fyrri og síðari gerð minni: og hér á þessum skemli í skóla tímans hlaupum vér yfir annað líf. Þarna telur Guðmundur að líking Shakespeares sé sú, „að lífið sé eins og mjótt rif í eilífðarhafi tímans og við ákvörðunina um morðið muni Macbeth vísvitandi taka afleiðingunum af gjörðum sínum í öðru lífi.“ - Þessi skiln- ingur er vissulega snotur, og þar er Guðmundur ekki einn á báti; enda mun standa í flestum síðari tíma útgáfum: But here, upon this bank and shoal of time, We’d jump the life to come. Hins vegar er þess að geta, að í sjálfri frumútgáfu Shakespear- es-leikrita, arkarbrots-útgáfunni frá 1623, stendur ekki shoal, heldur: But here, vpon this Banke and Schoole of time, Wee’Id iumpe the life to come. Mætum fræðimanni datt það í hug á sínum tíma, að þarna gæti shoal boðið upp á skemmti- lega merkingu, og breytti línunni á þann veg. Þessari fallegu end- urbót tók síðan hver af öðrum með fögnuði, því sandrifið var svo miklu fallegra og skáldlegra en skólastofa. Hins vegar verður sá skilningur á efninu svosem engu tækilegri en það sem fyrir var, og ekki heldur mjög senni- legt að orðið shoal yrði mislesið sem schoole, hafi þá verið til eitt- hvert handrit að fara eftir, ekki sízt með tilliti til þess, að útgáf- una önnuðust tveir leikarar úr leikflokki Shakespeares sjálfs, sem hugsanlega mundu þessi orð öll. Línan stendur síðan óbreytt í næstu útgáfu. Ekki dugir að þegja um það, að framburður orðanna schoole og shoal mun hafa verið mjög svipaður á dögum Shakespeares, og kynni það að styðja breyting- una. Þjóðveijar eru sagðir manna nákvæmastir um vinnubrögð á flestum sviðum. Þeir þýða þessa línu ýmist „Auf dieser Schiiler- bank der Gegenwart“ eða „Auf dieser losen Sandbank unserer Zeit“. Þess ber að geta, að Aug- ust Schlegel fór Sandbank-leið- ina í sinni margfrægu þýðingu. Ef til vill tengist skóla-línan þó öllu skár framhaldinu; en þar segir: But in these cases We still have judgement here - that we but teach Bloody instructions, which being taught return To plague th’inventor. Hins vegar liggur við að „sand- rifs-leiðréttingin“ svífi í lausu lofti. Öll umfjöllun Guðmundar G. Þórarinssonar ber því vitni, hve víða er tæpt um skilning á orðum þessa skálds. Um allt Qallar hann með hyggilegri gát. Athuga- semdir eins og þær, sem hann lætur frá sér fara, svo vandlega samdar og fallega fram settar, mættu vera þýðendum kær- komnar. Bestu þakkir, Guðmundur. Hagfræðingar eða stj órnmálamenn ÞEGAR Bjarni Bragi Jónsson setti fyrstur íslenskra hagfræðinga fram hugmyndina um auðlindaskatt árið 1975, var hann í góðri trú. Hann vissi af þeirri niðurstöðu fiskihag- fræðinga, að fiskveiðar við óheftan aðgang leiddu til sóunar, því að veiði- mennimir tækju ekki tillit til þess, að þeir væru að veiða hver frá öðr- um. Við óheftan aðgang hlytu fleiri að stunda veiðar en hagkvæmt væri. Menn notuðu tvo báta til þess að veiða sama afla og einn gæti veitt. Þetta er ekki einsdæmi: Ef aðgangur að garði, sem er fullur af ávöxtum, er óheftur, þá munu menn flýta sér þangað til að hirða ávextina, svo að garðurinn verður að troðnu svaði. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Um leið og garðurinn hefur verið girtur, verður nýtingin hófleg og skynsamleg. Lausn Bjarna Braga var að hefta aðganginn að fiskimiðunum með því að innheimta aðgangseyri, sem end- urspeglaði, hvers virði fiskistofnarnir væru í raun. Þennan aðgangseyri kallaði hann auðlindaskatt, og hann átti að tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofnanna. Veiðimennirnir áttu ekki að tapa neinu, því að skatturinn skyldi koma í stað þeirrar sóunar, sem áður hafði falist í tveimur bátum að veiða sama afla og einn gat veitt. Og ríkið átti að fá nýjan tekjustofn, sem nota mætti til margra góðra í krafti sinnar dreifðu þekkingar, getur mark- aðurinn leyst vanda, sem ríkinu er ofviða, segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson í fimmtu grein sinni. verka. En málið reyndist flóknara. í nokkrum athyglisverðum ritgerðum hefur dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, gert grein fyrir því, að auð- lindaskattur sé ófram- kvæmanlegur. Til þess að reikna út rétta upp- hæð hans þurfi ríkið miklu meiri upplýsingar um einstök fyrirtæki, ástand fiskistofna og horfur á mörkuðum en það geti nokkru sinni aflað sér. Jafnframt hefur reynslan sýnt, að skipu- lag framseljanlegra hlut- deildarkvóta í afla, eins og við íslendingar búum við, tryggir hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. í fijálsum viðskiptum með kvótana kemur í ljós, hveijir eru best til þess fallnir að stunda útgerð og hvers virði fiski- stofnamir eru í raun. Smám saman minnkar sóknin niður í það, sem hagkvæmast er. í krafti sinnar dreifðu þekkingar getur markaður- inn leyst vanda, sem ríkinu er ofviða. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þeir hagfræðingar, sem hafa verið hvað háværastir talsmenn auðlindaskatts eða veiðigjalds síðustu árin, eru því ekki eins og Bjarni Bragi forðum að reyna að leysa hag- fræðilegan vanda í góðri trú. Öðru nær. Þessir menn eru að kvarta undan því, að sá arður af fískveiðum, sem áður fór í súginn, rennur nú um hendur útgerðarmanna. Þeir virðast telja, að ríkið geti varið þessum arði betur en útgerðar- menn. En þessir menn tala þá ekki sem hag- fræðingar, heldur stjórnmálamenn, hvort sem þeir eru nógu heiðarlegir til að viðurkenna það eða ekki. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.