Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 28

Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR AÐ GEFNU tilefni og í framhaldi af þeirri miklu umfjöllun í íjölmiðlum og sleggjudómum, sem fallið hafa í garð fé- lagsins um svokallað skólaliðamál, sé ég mig knúna til að koma eftirfarandi stað- reyndum á framfæri almenningi, skólalið- um og öðrum starfs- mönnum skóla til upplýsingar. Hinn 14. október sl. kvað Félagsdómur upp dóm í ágreiningi, sem reis milli Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.), Verkakvennafélagsins Framsóknar og Reykjavíkurborgar vegna kjarasamnings, sem Reykja- víkurborg og St.Rv. gerðu um störf skólaliða í þremur grunnskólum Reykjavíkurborgar. Aðilar málsins höfðu orðið sammála um að leggja ágreining sinn um máhð íyrir Fé- lagsdóm með skriflegu samkomu- lagi, sem gert var 31. ágúst sl. Starf skólaliða Fræðsluráð Reykjavíkur ákvað fyrr á árinu að gera tilraun með því að stofna til nýs starfs skóla- liða í þremur grunnskólum borgar- innar frá haustinu 1997. Samþykkt var starfslýsing fyrir nýja starfið þar sem fram kemur að umrædd- um starfsmönnum eru ætluð margháttuð störf, sem unnin verða á venjulegum starfstíma skólans. Tilgangur með breytingunni er ekki síst sá að fjölga þeim starfs- mönnum skólans, sem eru við störf á sama tíma og nemendur eru við nám. Með því móti er m.a. ætlunin að vinna gegn einelti og vaxandi ofbeldi í grunnskólum. Stærst- ur þáttur í verklýs- ingu skólaliða eru ým- is eftirlits-, umönnun- ar- og uppeldisstörf en jafnframt er skóla- liðum falið að sinna ræstingu skólahús- næðisins. Þeim verkefnum sem skólahðum eru falin hefur fram að þessu verið sinnt ann- ars vegar af starfs- mönnum innan St.Rv., sem hafa starfsheitið „Starfsmaður skóla“ og hins vegar af ræstingarfólki innan Verkakvennafélagsins Framsóknar. Starfslýsing fyrh' starfsmenn skóla er í 12 liðum og eru þar tilgreind helstu verkefni. Verkefnin eru fjölbreytt, m.a. ýmis eftirlits- og umönnunarstörf með nemendum, en einnig þrif og minniháttar viðhald tækja og hús- næðis. Þessi störf eru unnin á venjulegum starfstíma skólans. Félagsmenn Framsóknar sinna daglegri ræstingu sem fram fer að loknum skóladegi. í starfslýsingu skólaliða er sleg- ið saman þeim verkefnum sem starfsmenn skóla innan St.Rv. hafa unnið og ræstingu sem fé- lagskonur Framsóknar hafa sinnt. Fram kemur að markmið með starfi skólaliða sé þátttaka í upp- eldisstarfi og öðrum störfum sem fram fara innan skólans með áherslu á velferð og vellíðan nem- enda. Enginn vafi er á því að meirihluti verkefna skólaliða eru störf sem unnin hafa verið af fé- lagsmönnum St.Rv. (starfsmönn- Skólaliðastörfín teljast ný störf, segir Sjöfn Ingólfsdóttir, sem for- gangsréttarákvæði Framsóknar ná ekki til. um skóla). Fyrir liggja upplýsing- ar frá Reykjavíkurborg um að stöðugildi starfsmanna skóla í apr- íl 1997 voru 203 en á sama tíma voru 143 stöðugildi við ræstingar. Það er yfirlýst markmið með stofnun starfs skólaliða að styrkja uppeldis- og umönnunarþáttinn, þannig að ljóst má vera að sá þátt- ur starfsins, sem starfsmenn skóla hafa gegnt til þessa, verður yfir- gnæfandi. Gerð kjarasamnings við St.Rv. Vegna skipulagsbreytingarinnar var öllum starfsmönnum skóla og ræstingafólki sagt upp störfum sl. vor. Jafnframt var starfsmönnum boðið til viðræðna um ráðningu í starf skólaliða í einhverjum skól- anna þriggja eða vinnu við tíma- mælda ákvæðisvinnu í öðrum skól- um. Af þeim 33 félagskonum Framsóknar sem sinntu ræstingu í umræddum skólum þáðu 17 starf skólaliða. í sumar óskaði Reykjavíkurborg þess við St.Rv. að gerður yrði kjarasamningur við félagið um starf skólaliða og var frá honum gengið milh aðila 15. júlí 1997. Akvörðun borgaryfii’valda um að leita til St.Rv. helgaðist af því að skólaliðastarfið í heild sinni er á hefðbundnu samningssviði St.Rv. þótt einstakir þættir þess innihaldi verkefni sem félagskonur Fram- sóknar hafa sinnt. Við slíkar að- stæður á Reykjavíkurborg ekkert val því skv. lögum nr.94/1986 um kjarasamninga opinberra starfs- manna er Reykjavíkurborg skylt að semja við St.Rv. um starfsheiti á samningssviði félagsins og jafn- framt segir í lögunum að ekki skuli nema eitt stéttarfélag hafa samn- ingsrétt fyrir hverja starfsstétt. Frá síðarnefndu reglunni eru und- antekningar sem ekki skipta máli hér. Um hvað var deilt? Fyrir Félagsdómi setti Verka- kvennafélagið Framsókn fram flókna kröfugerð í 17 liðum. Kjarni kröfugerðarinnar var sá, að Reykjavíkurborg hefði brotið rétt á félagsmönnum Framsóknar, með því að gera kjarasamning við St.Rv. um starf skólaliða, þar sem félagið ætti samningsbundinn for- gangsrétt til allra ræstingarstarfa hjá borginni. Hélt félagið því fram að Reykjavíkurborg hafi verið óheimilt að gera þær breytingar á skipulagi ræstingar, sem gerðar voru án samþykkis félagsins. Tilvitnað forgangsréttarákvæði Framsóknar er svohljóðandi: Vinnuveitendur skuldbinda sig til þess að láta verkamenn, sem eru fullgildir félagsmenn viðkom- andi félags, hafa forgangsrétt til allrar almennrar verkamanna- vinnu, þegar þess er krafist og fé- lagsmenn bjóðast. St.Rv. lýsti því yfir fyrir Félags- dómi að ekki væri ágreiningur við Framsókn um að félagið ætti til- vitnaðan forgangsrétt til starfa hjá Reykjavíkurborg. Forgangsrétt- urinn næði hins vegar eingöngu til hreinna ræstingarstarfa, en ekki allra starfa þar sem ræsting væri einungis þáttur í starfi. Forgangs- réttinn bæri að túlka þröngt þar sem slíkur réttur væri í andstöðu við grundvallarregluna um samn- ingsfrelsi. Af því leiddi að for- gangsrétturinn næði eingöngu til starfa sem væru eingöngu ræst- ingarstörf eða starfa þar sem sá þáttur væri yfirgnæfandi. Þá benti St.Rv, á þá staðreynd að meirihluti verkefna skólaliða væri á hefð- bundnu samningssviði félagsins og borginni væri því lögskylt að gera samning við félagið um starfið og á sama hátt óheimilt að semja um það við annað stéttarfélag. Gagnkrafa St.Rv. Að mati St.Rv. var kröfugerð Framsóknar fyrir Félagsdómi ekki til þess fallin að leysa úr ágreiningi aðila. Af þeirri ástæðu setti félagið fram gagnki-öfu þess efnis að Félagsdómur viðurkenndi (1) að kjarasamningur Reykjavík- urborgar og St.Rv. um ný störf skólaliða væri gildur og (2) samn- ingurinn fæli ekki í sér brot gegn forgangsréttarákvæðinu í kjara- samningi Framsóknar. Reykjavík- urborg lýsti því yfir fyrir Félags- dómi að hún tæki undir gagnkröfu St.Rv. Niðurstaða Félagsdóms í forsendum meirihluta dóm- enda kemur fram að túlka verði forgangsréttarákvæði kjarasamn- inga þröngt með hliðsjón af því að um undantekningarákvæði sé að ræða frá meginreglunni um samn- ingsfrelsi. Sagt er að ræstingar- störf sem slík hafi verið lögð niður í skólunum þremur en ræsting sé nú hluti af starfi skólaliða. Skóla- liðastörfin teljist ný störf sem for- gangsréttarákvæði Framsóknar nái ekki til. A þessum grundvelli féllst Fé- lagsdómur á kröfur St.Rv. í heild sinni. Viðurkennt var að kjara- samningur Reykjavíkurborgar og félagsins væri gildur og væri ekki brot gegn forgangsréttarákvæði í kjarasamningi Verkamannasam- bandsins. Þá hafnaði dómurinn öll- um kröfum Framsóknar á hendur Reykjavíkurborg sem byggðar voru á því að borgin hefði brotið rétt á félagsmönnum Framsóknar. Höfundur er formnður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Dómur Felagsdóms í skólaliðamálinu Sjöfn Ingólfsdóttir VtÐ ERUM það sem við hugsum. Allt sem við erum sprettur af hugsun okkar. Með hugsun okk- ar sköpum við heiminn.“ Þannig hefst Dhammapada, orðskviðir Buddha. Og kristni dulspekingurinn Jo- hannes Eckhart (d. 1327 eða 1328) sagði: „Menn ættu ekki að hafa megináhyggjur af því hvað þeir gera heldur fremur af því hvað þeir eru. Ef þeir eru góðir er breytni þeirra til fyrirmyndar. Ef þú ert réttlátur munu gerðir þínar einnig verða réttlátar. Við skyldum ekki halda að heilagleiki grundvallist á því sem við gerum heldur fremur á því sem við erum, því það eru ekki verk okkar, sem helga okkur, heldur við sem helgum verk okkar.“ Þetta eru fornar tilvitnanir, en í einfald- leik sínum birta þær okkur kjarna allrar siðfræði. Þær sýna einingu innri og ytri veruleika okkar. Þær sýna að þótt við höf- um fæðst í og lífum í ytri heimi kemur sjálfsvitund okkar óhjákvæmilega innan frá. Með hugsun okkar sköpum við kannski ekki heiminn í áþreifanlegum skilningi, við sköpum kannski ekki lönd, fjöll og höf, en á okkar dögum kunnum við vissulega að breyta heimi okkar - og að tortíma hon- um. Við sköpum heiminn í þeim skilningi, að við sköpum aðstæður fyrir því sem við teljum, réttilega eða ranglega, vera þarfir okkar. Og til þess að fullnægja þörfum okkar erum við sífellt að reyna að laga heiminn að okkur sjálfum, sníða hann eftir þvi sem við ímyndum okkur að séu þarfir okkar. En þar sem við, sem nú lifum, erum aðeins örlítill hluti af þróun mannkynsins og ekki herrar hennar, þá eru hugmyndir okkar og viðhorf óhjákvæmilega skamm- sýn. Aukin þekking okkar sýnir okkur gi’einilega, þótt það kunni að hljóma eins og þversögn, hversu takmarkaðan skilning við höfum á þeirri veröld sem við lifum í. Og þá er átt við veröldina í víðasta skiln- ingi, alheiminn. Sama þekking sýnir okkur einnig hversu takmarkaðan skilning við höfum á okkur sjálfum, hvað við erum í Meðal annarra orða Það sem við hugsum Við sköpum heiminn í þeim skilningi að við sköpum aðstæður. Njörður P. Njarðvík telur að þær aðstæð- ur séu, réttilega eða ranglega, taldar þarfír okkar. raun og veru, og hvers vegna við erum það sem við erum. Aukin þekking er sífellt að breyta veröld okkar af því að skilningur okkar breytist með aukinni þekkingu. Það er að segja: með nýrri vitneskju sjáum við veröld okkar í nýju ljósi. I reynd hefur hún ekki breyst og samt hefur hún breyst í okkar augum með nýju innsæi. I þessum skiln- ingi erum við sannarlega að skapa heiminn með hugsun okkar. N ÞEKKING er líka undarlegt fyr- irbæri sem stefnir í tvær áttir í senn, eins og flest annað, inn á við og út á við. Það leiðir okkur aftur að ummælum Eck- harts: „Menn ættu ekki að hafa meginá- hyggjur af því hvað þeir gera heldm- frem- ur af því hvað þeir eru.“ Þekking okkar nútímamanna snýst að miklu leyti um það sem við gerum. Hún er fyrst og fremst tæknileg þekking, þekking á aðferðum. í því felst að sjálfsögðu einnig könnum á kenningum sem til grundvallar liggja. En árangurinn er engu að síður síaukin tæknikunnátta. Við getum flogið til tungls- ins og rótað í jarðvegi á Mars í von um að það skili okkur auknum skilningi á alheim- inum. A sama tíma er hin innri þekking vanrækt af því að ekki virðist hvarfla að mönnum, að innri sjálfsþekking geti einnig auk- ið skilning á alheiminum. Osvarað er þeirri spurningu hvernig sá, sem ekki þekkir sjálfan sig, geti gert sér vonir um að nálgast skilning á leyndardómum tilverunnar og hinstu rökum. Tökum dæmi af örum fram- förum í upplýsingamiðlun og fjarskiptum, sem hefur gefíð okkar tímum viðnefnið upp- lýsingaöld. Við getum fylgst með atburðum í fjarlægum löndum í beinni útsendingu í sjónvarpi. Á okkur dynur hraðstreymi upplýsinga úr öllum áttum. Við erum því vitni að atburð- um samtímans á þann hátt sem forfeður okkar dreymdi ekki einu sinni um. Hins vegar virðist þetta öra upplýsingastreymi á einhvem hátt skaða skammtímaminni okkar. Við spyrjum hvert annað: Hvenær gerðist þetta? Var það fyrir tveimur eða þremur árum? Við segjum ekki eins og konan: það var árið sem Hekla gaus og ég var ekki ólétt. Og svo virðist vanta allt samhengi. Hvað gerðist svo? Hver við- burðurinn rekur annan án þess að tóm gefist til íhugunar. Skyldi slíkt ekki hafa einhver áhrif á ákvarðanir ráðamanna heimsins? Njörður P. Njarðvík Og tökum dæmi af heimsnetinu sem Internet nefnist á ensku. Með aðstoð þess náum við beinum skjótum tengslum um víða veröld. En hverju miðlum við? Þegar reikað er um veraldarvefinn, þá uppgötv- um við að mikill hluti þess sem við rek- umst á er dapurlegt rusl - og jafnvel verra en svo. Táknar þetta að stórkostleg ný tækni veiti almenningi einungis nýja aðferð til að skiptast á sömu ófullkomnu hugsunum og áður? Sýnir þetta enn og aft- ur nauðsyn þess að leggja meiri áherslu á innri þekkingu? Og veldur það okkur eng- um áhyggjum að upplýsingaöld sýnist færa mörgum aukna fáfræði? Hvers vegna kvarta kennarar undan auknu ólæsi hjá nemendum? Skyldi þurfa að auka þá menntun sem svo lítils er metin með þjóð okkar? Þurfum við að hafa eitthvað veru- legt fram að færa með hinni nýju tækni? Eða finnst mönnum aðferðirnar hafa til- gang í sjálfu sér? ENN alvarlegri er þó sú stað- reynd að tækniþekking okkar hefur leitt okkur að þröskuldi þar sem nauðsynlegt er að staldra við og hugsa hve langt við getum gengið. Með þekkingu okkar á kjarnorku getum við tortímt okkur sjálfum og lífinu á jörðinni. Með líffræðiþekkingu okkar get- ur við fjölgað okkur sjálfum með einrækt- un (cloning). Það leiðir okkur aftur að um- mælum Eckharts. Við ættum sannarlega að velta því fyrir okkur hvað við erum. Hvað erum við? Við erum vissulega sköp- uð. Við getum deilt um það hvað eða hver skapaði okkur. En erum við nú fær um að leika sjálf skapara? Höfum við innri þekk- ingu, siðfræðilegan skilning, til þess að gerast nú herrar tilveru okkar og þróun- ar? Virðist saga mannkynsins benda til þess? Eða ættum við ef til vill að snúa okk- ur að því að reyna að öðlast sjálfsskilning áður en við þykjumst geta drottnað yfir lífi og dauða? Höfundur er prófessor í fslenskum bók- menntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.